Vísir - 01.03.1963, Side 8
8
V I S I R . Föstudagur 1. marz 1963.
VtSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Skýjaborgir Brynjólfs
Á fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur sem haldinn
var kvöldið sem rússnesku njósnaramir voru gripnir
uppi við Hafravatn, ræddi hinn gamli páfi flokksins
um leið íslands til sósialisma. Eftir því sem málgagn
kommúnista skýrir frá í gær sagði Brynjólfur að á þeim
árum sem liðin eru frá því að stefnuskrá íslenzkra
kommúnista var samin (1938) hafi margt gerzt sem
skapaði breytt viðhorf. „Ekki sízt það, að nú væri opin
leið til friðsamlegrar valdatöku alþýðunnar og þess
vegna væri afar mikilsvert að menn gerðu sér grein
fyrir því hvernig hún myndi eiga sér stað“.
Já, það má nú segja. Það er sannarlega mikilsvert
fyrir kommúnista að gera sér grein fyrir þessu vanda-
máli — vegna þess að líkurnar minnka óðum fyrir því
að nokkur lausn á því finnist. Nema þá kannski á mið-
ilsfundi.
Það er líkast því að hinn gamli páfi flokksins hafi
setið-innmúraður í tuttugu ár, og hvorki lesið blðð
eða hlýtt á útvarp. Veit ekki blessaður maðurinn að
saga undanfarinna ára sýnir að kommúnistar hafa
ekki náð völdum í einu einasta ríki veraldar á friðsam-
legan hátt? Getur Brynjólfur bent á eitt slíkt ríki? Þá
hlýtur það að vera á landabréfi hugarheims hans, sem
ekkert á skylt við raunveruleikann. Hér á landi tap^.
kommúnistar fylgi í kosningum, einnig á Norðurlönd
um og nú síðast hrundi fylgi þeirra ofan í 1,1% í Vestur
Berlín. Þannig er það í öllum löndum.
Og flokkurinn á sér sannarlega minni lífsvon en
ókunnugir hefðu haldið, þegar í ljós kemur að páfi
flokksins og aðal hugsjónafræðingur gengur með slík-
ar regingrillur í höfðinu. Byltingin er nú sem fyrr
eina von kommúnista. Án hennar verður flokkurinn
alltaf fyrirlitinn minnihluta flokkur, eins og hann er í
dag.
Nýtt byggðahverfi
Vísir birti í gær mynd af hinu nýja Grensáshverfi,
sem borgarverkfræðingur hefur skipulagt. Þar verða
ýmsar tegundir íbúðarhúsa og alls munu um 1500
manns eiga þar framtíðarheimili. Stendur þetta hverfi
á einum fegursta stað borgarinnar og munu fram-
kvæmdir þar hefjast þegar í sumar. Mikill fjöldi lóða-
umsóU'na liggur fyrir hjá bæjaryfirvöldunum en hið
nýja hverfi með hátt á fjórða hundrað íbúa mun
bæta hér úr brýnni þörf. En áfram verður að halda
með hraði við skipuleggja ný byggðahverfi hér í höf-
uðborginni. Takmarkið er að eftir lóð þurfi enginn að
bíða.
Keramik
Enn sem komið er flyt ég
bara inn eftir pöntunum, segir
Magnús./En þess mun áreiðan
lega ekki langt að bíða að fólk
fari að nota þetta almennt, og
þá verður allt mikið þægilegra.
Hvað hefur þú aðallega verzl
að með um dagana?
Það er nokkuð margt, ég hef
t.d. verið mikið með allskon-
ar vefnaðarvörur hingað til.
Og kvenfatatízkunni hef ég
alveg haldið uppi, en nú sem
stendur er keramikin aðalvaran
hjá mér.
Finnst þér ekki mikill mun
ur að vera kaupmaður eftir að
fríverzlunin komst á?
Jú blessaður, það er sko ekk-
ert líkt. Hérna áður fyrr varð
maður stundum að hanga allan
daginn og gat bókstaflega ekk
ert gert, en núna er aftur svo
mikið að gera, að maður má
helzt aldrei stoppa.
— Þú átt sem sagt ólíkt betri
tíma núna, en þegar þú byrjað-
ir?
Já mikil ósköp, þegar ég
byrjaði átti ég varla grænan
eyrir, og oft' hefur það komið
fyrir að ég hef orðið fyrir stór
Magnús Haraldsson með sýn-
ishorn af keramikflísum.
húsagerðar
Fyrir nokkrum dögum síðan,
litum við inn hjá einum af stór
kaupmönnum bæjarins, Magn-
úsi Haraldssyni, en hann hefur
skrifstofur sínar í Aðalstræti 8,
eins og mörgum er kunnugt.
Magnús hefur nú rekið fyrir-
tæki sitt i 20 ár. Hann tók
okkur ljúflega og var strax fús
til þess að lofa okkur að rabba
við sig smástund.
— Jæja Magnús hvernig
finnst þér nú að líta yfir far-
inn veg, þegar þér hefur vegn-
að svona vel?
O alveg prýðilega, þó að
ekki hafi alltaf gengið eins og
bezt var á kosið. mér gengur
vel núna, mikil ósköp. Og ég
get stækkað fyrirtækið hvenær
sem ég vil. En ég hef enga
sérstaka löngun til þess, kann
ágætlega við allt eins og það
er. Hérna f gamla daga, ef svo
má segja þá var útliðið oft
svart, og fjárhagurinn heldur
framlágur, en mér tókst alltaf
að rétta mig af aftur, án þess
að taka lán eða nokkuð svo-
leiðis.
Hvað viltu segja okkur um
kaupmátt almennings nú til
dags Magnús?
— til
Prýðilegur, fólkið virðist hafa
ágæt fjárráð, ég er t.d. núna
á skömmum tíma búinn að selja
keramikflísar á þrjú hús.
Magnús, hefur einkaumboð
fyrir keramikglerið og telur að
það eigi mikla framtíð fyrir
sér hér á íslandi, sökum þess
hvað það sé sterkt endingar-
gott og henti vel veðráttunni
okkar.
tapi, og verið svo til á núlli
aftur. En samt hefur aldrei fall
ið á mig vfxill og ég hef aldrei
tekið lán.
Þú hefur mikla trú á kera-
mikinni ekki satt, Magnús?
Jú, það er alveg rétt. Kera-
mikin er í einu orði sagt stór-
fengleg, enda er hún mjög mik-
ið notuð erlendis. Sterkari og
endingarbetri eða fallegri
klæðningu, er ekki nokkur leið
að fá, hvort sem nota skal úti
eða inni, í gólf eða loft.
Við þökkum nú Magnúsi rabb
ið og forðum okkur út áður en
hann selur okkur keramik hús,
sem tæki okkur, minnst að
kosti 100 ár að greiða.
Stjómin ráðgerir bygg-
ingarsjóS nldraðs fólks
Þrjú stjórnarfrumvörp
varðandi aukinn stuðn-
ing við aldrað fólk, voru
lögð fram á Alþingi í
gær, frumvarp um bygg
ingarsjóð aldraðs fólks,
frumv. um að 40% tekna<s>
af happdrætti DAS skuli
renna í fyrrgreindan
byggingarsjóð, og loks
frumv. um heimilishjálp
handa öldruðu fólki.
Frumvörpln eru samin af
nefnd, sem kosin var úrið 1959
til að „athuga skilyrði aldraðs
fólks til að ~iota starfsorki'
slna“. Formaður nefndarinnar
var frú Ragnhildur Helgadóttir
alþingismaður.
Styrki og lán úr byggingar- |
sjóði aldraðs fólks má veita |
gegn öruggum veðum og trygg-
ingum, sveitarfélögum eða að-
ilum, sem sveitarstjómir mæla
með að takist á hendur að
reisa íbúðir handa öldruðu
fólki. Tryggingaráð ríkisins,
sem hefur stjóm sjóðsins með
höndum getur ákveðið að hluti
sjóðsins Uomi til úthlutunar á
vegum húsnæðismálastjórnar
eftir reglum, sem þaö setur og
félagsmálaráðuneytið staðfestir.
Skal því fé varið til að lána ein
staklingum yfir 67 ára aldri til
kaupa á litlum íbúðum, sem
sérstaklega eru gerðar við hæfi
aldraðs fólks. Skal þá vera sú
kvöð á íbúðunum, að þær verði
eimngis aotaðar fyrir aldrað
fólk meðan lánin hvila á þeim.
Til starfsþjálfunar í
Bandaríkjunum
Mörg undanfarin ár hefur Is-
lenzk-ameríska félagið haft
milligöngu um að aðstoða unga
menn og konur við að komast
til Bandaríkjanna til starfsþjálf
unar. Er þessi fyrirgreiðsla á
vegum The American-Scand-
inavian Foundation í New York.
Höfuðtilgangurinn með þessum
ferðum er, að menn geti aflað
sér aukinnar þjálfunar og
kynnt sér nýjungar í Larfs-
grein sinni. Um margs konar
störf er að ræða Á síðastliðnu
ári fóru samtals sjö menn til
starfs í ýmsum greinum, svo
sem bankastörfum, bifreiðavið-
gerðum, kjörbúðaafgreiðslu,
trésmíðum og landbúnaði, en
Frh. á bls 13
li