Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 4
4 VlSIR . Mánudagur 11. marz 1963. Um næstu mánaðamót frum- sýnir Þjóðleikhúsið leikritið An dorra eftir Max Frisch. Leikrit þetta hefur farið sigurför á öll- um helztu leikhúsum Evrópu frá því það var frumsýnt í Zíir- ich fyrir rúmum tveimur árum, enda er hér um að ræða stór- brotið leikhúsverk. Höfundurinn fjallar hér um svipað viðfangs- efni og hann hefur oft gert áður í leikritum sínum, sinnuleysi og skort á ábyrgðartilfinningu með al þjóðfélagsþegnanna og einnig hve hörmulegar afleiðingar for- dómar geta haft. Ungur maður er ofsóttur og hrakinn út í dauð ann, af því að hann er öðruvísi en aðrir að áliti samborgara hans, þótt snemma komi í ljós, að sá grunur er ekki á rökum reistur. Allir eru sekir, sem horfa á ofbeldi framið á sak- lausum manni án þess að rétta honum hjálparhönd. Boðskapur höfundarins er í fáum orðum sá. „Gætið að strax í byrjun, verið alltaf viðbúin, á morgun er ef til vill of seint að segja nei“ Max Frisch er Svisslending- ur að ætterni, fæddur í Ziirich árið 1911. Hann byrjaði að skrifa leikrit ungur að árum og hafði skrifað þrjú leikrit áður en hann tók stúdentspróf, en þessi byrjendaverk höfnuðu öll í bréfakörfunni. Fyrsta skáld- saga hans kom út 1943. Næst skrifar hann svo leikritið Santa Cruz. Helztu leikrit hans eru: „Nú syngja þeir aftur“ 1945, „Kínyerski rnúrinn" 1946, „Oderland greifi“ 1951, „Don Juan“ 1953 og 1956 er svo frumsýnt eftir hann það leik- rit, sem gerði hann heims- frægan á skömmum tíma, en það er „Biedermann .og^brennur^ vargarnir". Sá íéikur var sýndur á 6.1. vetri í Tjárnarbæ af Léik- flokknum Grímu. Andorra og Brennuvargarnir eru talin merkstu leikrit Frisch. Þekktustu skáldsögur hans eru „Stiller“ og „Homo Faber“, en báðar þessar sögur hafa ver- ið þýddar á fjölda mála, og hafa ★ Borðstofusett, 7 gerðir ★ Stakir stólar ★ Dagstofusett, 12 gerðir ★ Innskotsborð ★ Skrifborð, 12 gerðir ★ Sófaborð ★ Símaborð — Kommóður — Skatthol Smáborð ★ Hjónarúm, 8 iegundir ★ Svefnsófar, eihs og tveggja manna ★ Svefnstólar — Kollar — ísskápar — Eldhúsborð og Stólar. Það er ávallt tímabært að kaupa HÍBÝLAPRÝÐISHÚSGÖGN HÍBÝLAPRÝÐI H*F Hallarmúla. - Sími 3-81-77. Max Frisch Walter Firner þær stuðlað að alþjóðlegri frægð hans.. Walter Firner er leikstjóri. Leikstjóri við Andorra er AusturríRismaðurinn Walter Firner. Hann er leikhúsgestum hér að góður kunnur, því mörg um er enn í fersku minni svið- setning hans á Don Camillo og Peppone í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Firner er ætt- aður'frá Vínarborg og er alinn upp meðal leikara og leikhús- fólks. Hann var leikari á yngri árum og lék í ýmsum ágætum leikhúsum m. a. í Bonn, Ham- borg og hjá Ríkisleikhúsinu í Berlín, en þar varð hann brátt leikstjóri og setti á svið bæði gömul verk og ný. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð Firner aðalleikstjóri við Alþýðuleikhúsið í Vín, og þar gat hann sér frægð fyrr svið- sétningu á ýmsum þekktum sjónleikjum. í mörg ár hefur hann verið fastráðinn leikstjóri við hið þekkta Vínarleikhús Theater in der Josefstadt. Hann varð prófessor í leiklist við Listaháskólann í Vín árið 1949. Walter Firner er auk þess af- kastamikill rithöfundur og hef- ur skrifað um það bil 26 leikrit. Þekktust þeirra munu vera Johnny Belinda, Johanna von Lothringen og Don Camillo og Peppone, sem hann samdi eftir samnefndum sögum Guareschis. Á síðari árum hefur Firner gefið út margar bækur um leik- list og er álitinn einn af fremstu leiklistarmönnum í heimalandi sínu. Það er vissulega mikill fengur fyrir Þjóðleikhúsið að fá jafn 'ágætan mann til að stjórna sýningu hér. Aðalhlutverkin í Andorra eru leikin af Gunnar Eyjólfssyni, Val GíslaSyni, Bessa Bjarna- syni, Lárusi Pálssyni, Krist- björgu Kjeld og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur. Þorgrímur Einarsson gerir leiktjöldin og er það frumraun hans í leik- tjaldagerð hjá Þjóðleikhúsinu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.