Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 11. marz 1963. ri.i Iþróttir Frarnhald af bls. 2. mjörg mörk frá Víking. Karl og Reynir voru markhæstu menn KR sem fyrr, báðir með 8 mörk. Lið Víkings var vel að sigrinum kom- ið, léku hratt og örugglega og án nokkurs fums, sendingar liðsins eru góðár enda allir leikmenn liðs- ins jafnir. Pétur Bjarnason var sem fyrr heilinn í liðinu, en án hans væri liðið ekki það sem það er í dag. Jóhann Gíslason átti einn sinn bezta leik í þetta sinn, og sama má segja um Björn Bjarna- son. En áberandi skemmtilegasti maður liðsins er hinn óviðjafnan- legi Sigurður Hauksson, sem vinn- ur hug allra er á hann horfa með hreinum og prúðum leik, og mættu aðrir leikmenn liðsins taka hann sér til fyrirmyndar um sannan íþróttaanda á leikvelli. Dómari í leiknum var Sveinn Kristjánsson og dæmdi illa. Seinni leikurinn var hið mesta undur, er hefur skeð í meistara- flokk handknattleiksíþróttarinnar um langt árabil. Hið mikla stór- veldi Hafnfirðinga, FH, varð að láta, í minni pokann fyrir ÍR, en þvi bjuggust fáir við í þetta sinn. Er liðin komu inn á vantaði nokk- ur þekkt andlit í báða hópa, hjá FH saknaði maður Ragnars Jóns- sonar og Arnar Hallsteins, en hjá ÍR Hermanns Samúelssonar. ÍR- ingar léku allan tímapn með að- eins einn skiptimann, og má þvi kalla sigur liðsins enn stærri. I fyrri hálfleik var FH ein- ráðir á vellinum, en þeir settu fyrstu 4 mörk leiksins áður en ÍR- ingar komust á blað, staðan varð fljótlega 4—2, siðan var staðan 7—3, stuttu seinna 11—4, allt fyrir FH. Flestir bjuggust því við auð- veldum sigri FH sem fyrr. En undir lok fyrri hálfleiks söxuðu ÍR-ingar örlítið á forskotið og kom ust í 15—10. í hálfleik hafði FH samt enn 6 rriarka forskot, 17—11. Strax í síðari hálfleik bættu Hafn- firðingarnir enn við forskotið með góðu marki frá Einari Sigurðssyni en rétt á eftir skeði undrið. Stefán Kristinsson kom ÍR-ingum á leið- ina í markið með að skora 2 glæsi- leg mörk, en hann kom manna mest á óvart í þessum leik. Vörri FH varð eins og lélegasta þriðju deildarvörn, og allt lak inn. Hjalti varði aðeins 3 góð skot í seinni hálfleik og var því ekki að sökum að spyrja. Á 11. mínútu síðari hálfleiks tókst iR að jafna og var þar að verki Þórður Tyrfingsson er komst inn í sendingu Hafnfirð- inga, 19—19. Gunnlaugur Hjálm- arsson kom liðinu í 22—19 með alæsilegum mörkum, og ætlaði þá allt um koll að keyra á áhorfenda- pöllunum. Fljótlega var staðan orðin 23—20, en Birgir Björnsson setti þá 3 mörk í röð, og tókst að jafna í 23—23. Stefán kom ÍR aft- ur á bragðið, með 2 glæsilegum mörkum, en aftur tekst Hafnfirð- ingum að jafna, þá er eins og ÍR- ingum sé gefinn nýr kraftur, og fljótlega er staðan orðin 30—25. Hafnfirðingar eiga samt síðasta orðið í leiknum og setja 2 mörk, en allt kemur fyrir ekki, sigurinn er ÍR-inga megin 30—27. Kátína ÍR er mikil, þeir hrópa sitt húrra af öllum kröftum, og taka Stefán, er mestan heiðurinn á skilið, og tollera hann. FH- ingarnir fara út af niðurbeygðir og daufic yfir þessum óvnætu úr- slitum. Lið ÍR kom sannarlega á óvart í þessum leik, án Hermanns og með aðeins einn skiptimann, var útkoma liðsins 100%. Að hafa undir 6 mörk í hálfleik en sigra samt með 3 mörkum er glæsi leg útkoma. Bezti maður liðsins var konungur handknattleiksins á Nlandi Gunnlaugur Hjálmarsson. En mest á óvart kom hinn stór- kostlegi leikur Stefáns Kristinsson- ar en hann hefur hingað til verið m lítt nafnkenndur meðal ÍR-inga og á hann ásamt Gylfa og Matthíasi mestan þátt í sigrinum í þessum leik. Finnur í markinu átti einn sinn bezta leik í ár, en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að virkilega reyndi á hann og þá stóð hann fyrir sínu. — klp — Fieygði sér — Framhald ai hls 1 gat tekið til bragðs var að brjóta rúðu í glugganum og henda sér út. Fallið var nokkuð hátt og 'hart niðurkomu enda brákaðist maður- inn allmikið á fæti og Ieið illa bæði í gær og í morgun. Slökkviliðið kom fljótlega og tókst giftusamlega að kæfa eldinn en skemmdir urðu miklar. Her- bergið, sem eldurinn kom upp í, brann allt að innan og allt sem í því var. Sömuleiðis urðu verulegar skemmdir í eldhúsinu og forstof- unni. Allt innbú var óvátryggt og hafa ungversku hjónin orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Um eldsupptök er það helzt vit- að, að leigjandinn kvaðst hafa ver ið að reykja. vindling um það leyti sem hann var að búast til brott- ferðar. Hafði hann lagt vindling- inn frá sér í öskubakka, hélt að væri dautt í honum og fleygði úr öskubakkanum í ruslakassa úr pappa. Þykir sennilegt að eldur hafi leynzt í vindlingnum og hann hafi kveikt út frá sér. Bílaverkstæðisdeilan á Akureyri Vísir flutti í sl. viku fréttir af deilu bifvélavirkja og bíla- verkstæða á Akureyri, en þar sem nokkurs misskilnings gætti 'og ósamræmis f fréttum þess- um, vlll blaðið hér með birta bréf allra bílaverkstæðanna á Akureyri til Sambands bifreiða verkstæða á íslandi, sem gefur réttar upplýsingar um afstöðu bílaverkstæðanna og um það, sem raunverulega hefur skeð, en Samband birfeiðaverkstæða á islandihefur góðfúslega látið Vfsi bréfið f té. Bréfið ber með sér að öll bifreiðaverkstæðin á Akureyri leggja sama skilning í sam- komulagið við bifvélavirkjana á Akureyri og BSA verkstæðið, eða þann að hér sé ekki um neina almenna 20% kauphækk un að ræða, eins og Þjóðviljinn heldur fram. Breytingin á launa flokkum er engin ,heldur er að- eins greidd uppbót á eftir- og næturvinnu. Ætti ekki að þurfa að undir- strika frekar hvað rétt er f þessu máli. „Akureyri, 2. marz 1963. Samband bifreiðaverkstæða á íslandi, c/o hr. Óli ísaksson, Reykjavík. Að gefnu tilefni viljum við upplýsa yður um eftirfarandi: Bráðabirgðasamkomulag það, sem nýlega náðist milli bifvéla virkja og atvinnurekenda á Ak- ureyri er fólgið f því, að verk- stæðin greiða uppbót á eftir- vinnu og næUyvinnu hið sama og fyrir dagvinnu. Þannig er í rauninni aðeins um samræm- ingu að ræða, þar sem a.m.k. eitt verkstæði hefur greitt eftir þessari reglu áður. Breyting á launaflokkum sam kvæhit síðasta samningi er eng in. Virðingarfyllst, Baugur h.f. Hörður Adólfsson (sign). Bifreiðav. Jóh. Kristjánss. h.f., Ásgeir Kristjánsson (sign) BSA Verkstæði h.f. Ól. Benediktsson (sign) Bifreiðaverkst. Þórshamar hf. Matthías Andrésson (sign). Bifreiðaverkstæði Lúðvíks Jónssonar & Co., Lúðvík Jónsson (sign)“ • • Orn festist — Framhald af bls. 16. setja dýraboga upp hjá honum í þeirri von að dýrbíturinn fest- ist í honum. En áður hafði Daníel veitt tvo refi og marga minka í þennan boga. Hann vitjaði sfðan um bogann á hverjum degi. Þegar hann sá örninn í boganum á laugardag- inn var sólarhringur liðinn síð an hann hafði síðast vitjað um hann. Örninn var búinn að vera lengi fastur í boganum og var orðinn dasaður, blautur og kald ur. Boginn sem hann festist í er gerður þannig, að hann særir ekki, en heldur föstu. Örninn var fastur í boganum á hægra fæti og orðinn bólginn á honum eftir að reyna að slfta sig laus ann. Bóndinn tók örninn og fór með hann heim. Lét hann fugl- Georges Bidault — eins og hann kom fram í brezka sjón- varpinu. inn út í hlöðu, þar sem hann | þorrnaði fljótt og náði sér. Nýr fiskur og ket var Iátið til hans út í hlöðuna og um nóttina át örninn allt ketið og nokkuð af fiskinum. Snemma á sunnudagsmorgun ákvað Birgir Kjaran alþingis- maður að fljúga vestur og bauð Finni Guðmundssyni fuglafræð ingi að koma með. Flugu þeir til Stykkishólms og fóru síðan með jeppabifreiðum til Breiða- bólsstaðar, þó færi væri mjög slæmt. Þar skoðaði Finnur fuglinn. Hann sá að hægri fótur fuglsins var bólginn og hlífði örninn fætinum. Hann var þó ekki meira meiddur en svo, að Finnur taldi rétt að sleppa hon um. Settu þeir hann út á tún. Þar var hann nokkrar klst. lyfti sér við og við til flugs, en aðeins stuttan spöl f einu og var eins og hann væri að reyna hinn meidda fót. Hann var enn á túninu, þegar þeir Birgir og dr. Finnur fóru á brott, en hóf sig nokkru síðar til flugs. Þegar Vísir talaði við dr. Finn í morgun sagðist hann álíta að meiðslin hefðu ekki verið meiri en svo að þau hljóta að lagast fljótt. Örninn var fullfleygur. Dr. Finnur sagði að framkoma bóndans í þessu hefði verið al- veg rétt. Það var rétt hjá hon- um að taka fuglin: inn í hlöð- una til að hlýja honum og þurrka og sleppa honum ekki fyrr en gengið var úr skugga um að fuglinn gæti bjargað sér. Ef fuglinn hefði verið alvarlega særður hefði sennilega verið hægt að ala hann í hlöðunni. Þetta sést af því, að hann át ketið um nóttina. Sýndu aðgerð <$>-■- Fnmkt-þýzkt smstarf íhættu vegna BIDAULT Georges Bidault fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands og aðal- forsprakki baráttuhreyfingarinnar gegn De Gaulle Frakklandsforseta er kominn í leitirnar f þorpi f Bayern. Hefir hann beðizt Iög- regluverndar og hælis í Vestur- Þýzkalandi sem pólitfskur flótta- maður, og með þeirri kröfu sett Adenauer kanslara, er ekkert vill gera til að styggja De Gaulle, í hinn mesta vanda, þar sem það gæti spillt fransk-þýzku samstarfi, ef hann neitaði að framselja hann. Fréttir í gær hermdu, að Bidault hefði verið handtekinn, en eftir síðari fréttum að dæma er vafa- samt, að það sé rétt. Svo virðist sem lögreglan í Bayern hafi verið að leita að öðrum, er hann lcom þarna í leitirnar — hjá hollenzk- um fréttaritara. og jafnvel talið, að stjórnarvöldin hafi vitað um það í nokkra daga ] hvár hann var, en nú var ekki hægt að halda þessu leyndu. | Hafi hann jafnvel fyrir 2—3 dögum verið búinn að biðja um landvist sem flóttamaður. — Þegar lögreglan kom bað hann um lögregluvernd og var veitt hún — og hann fær að fara frjáls ferða sinna um þorpið, en hefir lofað að gera enga til- raun til að flýja. Franska utanríkisráðuneytið til- kynnti í gær, að það hefði þetta mál til íhugunar, en opinberlega er ekkert kiinnugt enn um kröfur hennar. Krefjis); húh að Bidault verði framseldur er Adenauer mikill vandi á höndum sem að of- an greinir — ekki aðeins vegna beri að alþjóðavenjum og leyfa manninum landvist sem flótta- manni. Vikið hefir verið að því, að til mála kynni að koma, að fara þá leið að framselja Bidault ekki, heldur vísa honum úr landi. TEKINN AF LÍFI. í morgun var tekinn af lífi aðal- forsprakki þeirra manna, sem stóðu að samsærinu gegn De Gaulle i ágúst í fyrra, en þá mun- aði litlu, að De Gaulle yrði drep- inn. Þrír samsærismannanna voru dæmdir til lífláts, sá sem lífláts- dóminum var fullnægt yfir í morg- un, og tveir aðrir, sem samkvæmt ___ ______ . . seinustu fréttum hafa fengið náð- þess að hann vill þóknast De ■ un, þannig, að liflátsákvæði Gaulle og í engu spilla fransk- dómsins er breytt í ævilangt fang- býzku samstarfi, heldur og vegna elsi. — Alls voru 6 menn dæmdir þess að æ fleiri raddir heyrast um i fyrir viku fyrir þátttöku í þessu það í Vestur-Þýzkalandi, að farasamsæri. ir bóndans skilning og áhuga á þýí að koma í veg fyrir út- rýmingu arnarstofnsins. r Arekstur — Framhald af bls. 16. báðir allnokkuð, en G-bíllinn þó meira. Ökumaður Reykjavíkurbif- reiðarinnar meiddist eitthvað og var bæði hann og eins konan flutt í Slysavarðstofuna í Reykjavík til athugunar og aðgerðar. Lögreglan i Kópavogi taldi þó að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða. Hitt óhappið varð á Hvaleyrar- holti fyrir sunnan Hafnarfjörð og var tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði kl. 4 aðfaranótt sunnu- dagsins. ,1 Lögreglan hefur skýrt Vísi svo frá að bifreiðin R 9074 hafi verið á ferð eftir steypta veginum og þegar hún var komin móts við svokallað Þúfubarð ætlaði hún að beygja inn á gamla veginn. Rétt í sama mund kemur bifreiðin R 4121 á ofsalegum hraða á eftir henni, skutlast fram hjá fyrr- grpinda bílnum og þó svo naum- lega að bílarnir strukust litilshátt- ar saman. Að því búnu fer R 4121 út af steypta veginum Þúfubarðs- megin yfir gamla veginn þveran og flýgur síðan í loftinu út af honum og niður í djúpa kvos hand an við veginn. Talið er að bíllinn hafi farið marga metra í loftinu unz hann kom'niður aftur og stað- næmdist þá sem betur fór á hjól- unum. Munaði örfáum sentimetr um að hann lenti á staur og hefði þá stórslysi ekki verið forðað. Ekki er getið að slys hafi orðið í sambandi við þessa loftför bfls- ins, en annars er málið enn I rann- sókn, og ekki að fullu kannað. Getum — Framhald af bls. 16. meðaoltekjum í húsnæðiskostn. 1 Sviþjóð hefur þetta hlutfall aft ur á móti farið lækkandi á seinni árum, þannig að nú er talið að þar þurfi meðalfjöl- skylda ekki að nota meira en einn sjötta hluta af tekjum sín um í rekstur húsnæðis eða í húsaleigu. í erindi sínu gat Gísli Hall- dórsson þess að ýmsar aðrar aðferðir en að framan eru greindar komi til greipa við lækkun byggingarkostnaðar, en þær krefjist Iengri og kostn- aðarsamari undirbúnings og sumar hverjar ekki á færi smá þjóðar, sem okkar. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.