Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 15
VlSIR . Mánudagur 11. marz 1963. 75 BEATRICE HERZ: SYSTURNAR Framhaldssaga Mér var óskað til hamingju af fólki sem ég ekkert þekkti, ég fann snertingu ókunnra handa, heyrði ókunnar raddir — ég var boðin velkomin, og svo var ég vafin örmum, sem ég undir eins þekkti, örmum Filippusar, og hann hvíslaði í eyra mér: —Þú ert svo falleg elskan mín, að ég þori varla að snerta þig. — Er það eiginlega leyfinlegt, að faðma að sér brUðina fyrr en hjónavígslan er um garð gengin? hvíslaði ég á móti. — Það er vfst af og frá, hvfsl- aði hann. Þú ættir bara að sjá hvernig allir stara á okkur. Þú ættir bara að sjá. Þetta kom svona yfir varir hans í hugsunar- leysi og hann var ekkert að hugsa um það frekar, og það fann ég, en nú fannst mér það ekkert gera til, af því að ég var hjá honum, og hann hélt enn utan um mig. Mér fanst, að ég gæti staðizt alla vonsku mannanna, við hlið hans. Hálfri klukkustund síðar var búið að gefa okkur saman. Helena Trent'var ekki lengur til. Frú Hel- ena Jordan hafði fagnandi tekið sér hennar sæti. Nú verða augun mín augun þín. Við höfðum fengið herbergi einu stærsta gisthúsinu í Aþenu og það var angan hvítra rósa í kringum okkur, þegar við vöknuð um í birtingu. Svona snemma morguns var loftið svalt og ferskt SÆNGUR Endumýjum gömlu sængurn- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fiburhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 og Filippus bar mig út að glugg- anum og sagði mér frá öllu, sem fyrir augum hans bar niðri á göt- unni, þar sem dagsins ys og þys var rétt að byrja. — Nú verða augun mín augun þfn, sagði hann, gleymdu því aldrei. Ég var ein um stund. Filippus hafði orðið að skreppa út f bæ til undirbúnings burtför okkar, en samt fannst mér, að hann væri enn nálægur mér. Með hönd mína í hans þurfti ég ekkert að óttast, en hvers vegna var þó stundum eins og mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds af tilhugsun- inni um, að fara heim. Við höfðum hringt til þeirra í gær, — til mömmu og Ðóru, og eins og vana lega hafði sambandið verið slæmt, en sumt hafði ég heyrt — og ekki gleymt. Dóra hafði spurt og rödd hennar hljómaði hátt og skýrt: — Er hann laglegur, Helena? Æ, hvernig ættir þú að vita það, fyrirgefðu. Vertu viss, ég skal lýsa honum fyrir þér. Ef hann er lag- legur og vel vaxinn væri hann fyrirtaks fyrirmynd að auglýsinga- teikningunum mínum. Mér gramdist þetta mas hennar sem að líkum lætur. Og hverju skiftir það hvernig Filippus leit út? Það voru þúsund aðrar ástæð ur fyrir, að ég elskaði hann, og þar að auki vissi ég, að hann var fallegur. Hafði ég ekki strokið fing urgómum mfnum um allt andlit hans, þreifað mig áfram eftir háu hvelfdu enninu, þuklað á auga- brúnunum og komist að raun um að augun voru stór, nefið beint, varirnar mjúkar. Næmleiki fingra hinna blindu er svo mikill, að þeir finna kannske meira en sumir sjá. En það var svipurinn, svipbrigðin, sem var hulið, og ég varð að geta mér til um. Og þegar ég hugsaði um það átti ég stundum erfitt með að gleyma því, að ég var í skugganna Iandi, Aðeins einu sinni hafði ég spurt spurningar varðandi útlit Filippusar — og það var Nóra frænka sem svaraði: — Hann er fríður maður og karlmannlegur, Helena, og svipur- inn ber því vitni, að ég held, að hann sé maður stefnufastur og á- kveðinn. Þetta hafði hún sagt — og hugs- að sig um lengur en hún var vön, spyrði maður hana einhvers. Auðvitað var hann fríður maður og karlmannlegur og auðvitað var hann stefnufastur og ákveðinn. — Hún hafði svo sem ekki þurft að hika við að svara. En hún hafði lagt sérstaka áherslu á orðið hann og þegar ég spurði hana hvers vegna, eyddi hún því og sagði, að hún hefði vfst tekið heimskulega til orða. Filippus kom aftur með farmið- ana okkar að minnsta kosti stund- arfjórðungi fyrr en ég hafði búizt við af honum og var ég nýkomin úr baði. Og svo var ég víst nokkuð lengi að klæða mig. Hann kom til mín og kyssti mig á hálsinn og ég áræddi að hvísla: — Finnst þér ég snotur, Filipp- us? Ég hef ekki séð sjálfa mig síðan ég var barn. Ég var beinastór stelpa og álkuleg. — Þú ert yndislegasta stúlkan, sem ég hef nokkurn tíma séð. — Veiztu hvað, þú minntir mig strax á litla styttu, sem ég fann — ekki á Paxos, heldur á annarri smáey. Hún -.er af ungri konu, sem lyftist tiU hæða á vængjum, móti hinu fjarlæga og ókunna. Hún er svo óendanlega miklu fallegri en allar aðrar sambærilegar styttur — fal- legri en sjálf Venus frá Milo. Og hjá þér fann ég sömu línurnar, — sömu fegurðina. Hún stendur á skrifborðinu mínu heima. Ég varð að greiða fyrir hana mikið fé, og þó vantaði á hana bæði höfuð og handleggi. Og það varð mér um- hugsunarefni hvemig hún hefði verið heil og óbrotin — en þegar ég fann þig vissi ég það. Á þeim tíma, sem í hönd fór, bæðj á daginn og er ég lá vakandi, varð það mér til mikils trausts, að minnast stundanna í litla her- berginu okkar í gistihúsinu. Við CBflNHAÍlíl Afsakið skipstjórl, en ég hef vfst aðelns blundað ..." höfðum orðið að sætta okkur við fremur lítið herbergi f gistihúsinu, sem var eitt hið stærsta I borg- inni, en Filippus hafði ekki getað fengið stærra herbergi en þetta, vegna þess að borgin var full af skemmtiferðafólki um þessar mundir, og auk þess mikið um alls konar sendinefndir og ráðstefnur, en það vissi ég, að aldrei mundi ég eignast eins góðar minningar frá gistihúsherbergi og þessu. Áð- ur en við fórum gekk ég meðfram veggjum og milli húsgagna og þukl aði á öllu, næstum eins og þarna væru vinir, sem ég væri að kveðja. Rósirnar vom teknar að visna, en með leynd stakk ég þremur í lít- inn plastpoka, og stakk f töskuna mína svo lftið bar á. Á flugferðinni yfir Evrópu var sæjutilfinning mfn enn eins og hita- bylgja, sem ekki mundi víkja fyrir neinu, en á leiðinni yfir Atlants- hafið var eins og kvfði minn bloss- aði upp. Við höfðum kvatt Nóm frænku í Aþenu. Hún virtist dálítið Ieið yfir'að vera skilin eftir ein, en kannski var henni nokkur hugg- un f, að Filippus hafði gefið henni allar bækumar sínar með áritun og ef hann þekkti hana rétt mun hún hafa hlakkað til að sýna þær væntanlegum ferðafélögum og kunningjum í framtfðarferðalögum. BUndur af ást? Ég hafði enga matarlyst á leið- inni yfir hafið. Mér fannst allt eins á bragðið, og kampavínið, sem Fil- ippus pantaði, engu betra en gos- drykkur. Mér var kalt á fótunum, en samt var loftið þungt og mett- að af reyk. Skrjáfið í blöðunum, masið í fólkinu og eilíft ráp þess fram og aftur eftir ganginum milli sætanna — allt fór taugarnar á ‘NOW YOU SIMMEK TOWW ANP LISTEKi/ SAI9 ZUKOFF. "YOU HAVE SOT TO <SET ALONS WITH 5ISHOF 5ECAUSE HE'S VEM IMFOZTAKIT TO US--" , íw< WaMM JOiH CiMtO Zukoff: „Seztu nú niður og hlustaðu á mig, Ivy. Þú verður að halda friði við Joe Bishop, vegna þess að hann er MJÖG nauðsynlegur fyrir okkur — án leiðsagnar hans gætum við ekki "WITHOUT HIS GUIC’AKICE WSV HAVE NO PICTUKE" WSV ALL 5E LOST IKI THIS JUNGLE—" tekið neina mynd — við mynd- um villast i frumskógunum — og úr því við erum að tala um »AN7 SPEAtCNð OF SEINð LOST, I HAVE A PLAN I WAKJT ONLY YOU TOHEAR!..,y 10■VWbO að hægt sé að týnast í skógun- um, er ég með áætlun á prjón- unum, sem ég ætla aðelns að mér. Fyrir aftan okkur sátu tveir kaupsýslumenn frá New York og töluðu ekki um annað en viðskipti, en Filippus sat við hlið mér og var oft að skrifa eitthvað hjá sér. — Mamma er einstök í sinni 22997 • Grettisgötu 62 ST PERMA, Garðsenda Zl, simi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsia við alira hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in, Sfmi 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNl 6, simi 15493. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, 'Sími 14853. Háigrelðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa ' ESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218.__ Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, simi 15799- Hárgreiðslustoia AUSTURBÆJAR (Marla Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, slmi 14656. Nuddstofa á sama stað. Gæruúlpur uðeins kr.990.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.