Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 2
JL VlSIR . Mánudagur 11. marz 1963 ^ k. '^rr ttd i rv f//jffl4MM'////////4M.W/////ÆMZ/////. Úr leik ÍR og FH í handbolta í gær. Gunnar í ÍR skýtur að marki en Hjalti í FH reynir að verja. Handknatfleiksmótið: FH TAPADIFYRIRIR Körfuknnttleikur: Sigurmöguleikar Ármanns aukast Unnu KR með yfirburðum 61:43 í gærkveldi voru leiknir tveir leikir í meistaraflokki karla, á ís- landsmótinu í handknattleik, átt- ust þar við Víkingur og KR og FH og ÍR. Fyrirfram var búizt við spennandi leikjum, en úrslit þeirra komu mjög á óvart. Fyrri leikurinn sem var á milli KR og Víkings var skemmtilegur en aldrei spenn- andi. Vikingarnir byrjuðu vel, komust í 3—0 áður en KR tókst að svara fyrir sig, en þá með góðu marki frá Sigurði Óskarssyni. Fyrri hálfleikur var Vikings áð öllu leyti sem og allur leikurinn, þeir höfðu ætíð yfirhöndina, allt frá 4 mörkum og niður í 1 mark, en það var það næsta er KR komst til að jafna. Sfðari hálfleik- ur var vasaútgáfa af þeim fyrri hvað markatölu snertir, en Vík- ingarnir voru síðri í þeim leik. —í hálfleik var . staðan 44:11 en lokatalan var 25—23. Sann- gjarn sigur Víkings. KR-ing- arnir komu inn á með sigur í huga, og auðkenndist leikur þeirra af því, hin slæma byrjun þeirra var liðirtu til falls, þeir byrjuðu með stórskotahríð er heppnaðist illa og var því ekki að sökum að spyrja, að allt gekk á afturfótun- Halldór Ingvarsson 3,11 Jón Pétursson, KR, 3,10. Pristökk án atrennu: íslandsmeistari Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 9,61 Jón Pétursson, KR, 9,57 Kristján Kolbeinsson, IR, 9,19. Á laugardagskvöldið voru leikn ir tveir leikir í körfuknattleiksmót inu. Ármann og Skallagrimur léku í I. flokki og í meistaraflokki átt- ust við KR og Ármann. Fyrri leikurinn var milli Ár- manns og Skallagríms og var lield ur ójafn. Ármann sigraði með yf- irburðum 63:38 eins og við mátti búast, enda miklu leikvanari. Borg nesingamir ættu hins vegar að geta náð upp ailgóðu liði, eink- um ef þeir gerðu sér ljóst, hvaða þýðingu samleikurinn hefur, en hann er allur í molum hjá þeim. Annars háir Borgnesingum (og vafalaust fleirum liðum) mest, að leikfimissalir við skóla úti á landi eru óþarflega litlir. Seinni leikinn léku eins og fyrr segir KR og Ármann í meistara- flokki. Ármenningarnir skoruðu fyrstu körfurnar, en KR svaraði strax og var leikurinn jafn að stiga tölu lengst af fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora. Hvað um hjá þeim það sem eftir var. Hinn gamalkunni leikmaður úr KR- Þorbjörn Friðriksson (Tobbi) lék nú með liöinu á ný og var sem áður fyrr klettur f vörn, en sókn- arleikur hans var neikvæður. En það er mfnus fyrir KR, að af,,öll- um þeim leikmönnum er leika fyrir utan, eru aðeins 2 er geta sett mörk. Vörn KR var allsæmi- leg nema í hornúnum, en þar komu flest mörkin, á versta tíma fyrir liðið. Sigurður Óskarsson var bezti maður varnarinnar og átti einn sinn bezta leik f ár. í sókninni bar mest á Karli Jóhanns syni sem fyrr, en Reynir var ekki upp á sitt bezta. Heins átti og góðan leik. Guðjón í markinu varði lítið í leiknum og skipti við hinn ó útreiknanlega varamann sinn Svein Kjartansson, er 15 min. voru til leiksioka. Sveinn átti mjög góðan leik og bjargaði KR frá að fá á sig Framh. á bls. 5. samleik og vörn snertir var Ár- mann betra. Er leikar stóðu 15:14 fyrir KR fór hinn ákveðni sóknar leikur Ármanns að bera árangur, og skoruðu þeir 13 stig á móti einu það sem var eftir hálfleiks- ins, sem lauk 27:16 fyrir Ármann. Seinni hálfleikur byrjaði, á lfkan hátt og þeim fyrri lauk. Ármenn- ingarnir skora 9 stig áður en KR fengi svarað,, og höfðu þar með 20 stig yfir. Var leikurinn nokkuð jafn um hríð, en þó höfðu Ár- menningarnir alltaf frumkvæðið, höfðu mest 27 stig yfir (56:29). Sótti KR þá í sig veðrið og skoraði 10 stig í röð. Um þetta leyti skiftu KR-ingar um varnaraðferð, tóku upp maður á mann í stað svæðisvarnar, sem þeir höfðu beitt allan leikinn fram að þessu, með litlum árangri. En það var of seint leiknum var að verða lokið og sigur Ármenninga að verða stað- reynd. Leiknum lauk með 61:43 fyrir Ármann. Davíð Heigason (19 stig) var áberandi bezti maðurinn á veliinum, byggði hann upp sam leik Ármanns, hélt uppi miklum hraða og átti góðan varnarleik. Sigurður Ingólfsson (Á) átti sinn bezta leik til þessa með meistara- flokki (skoraði 12 stig). Hann á- samt Herði og Birgi voru sem klettar 1 vörn og hirtu nær öll- fráköst (rebounds). Liðið átti ann- ars góðan leik í heild. Einstökum leikmönnum hjá KR er vart hægt að hrósa. Þeirra skárstur var Kol- beinn (13 stig). Hittni liðsins var mjög léleg, en samt var haldið á- fram að skjóta í tíma og ótíma. Það skildi þó aldrei vera að ein- hver hafi ætlað sér að verða stig- hæstur í keppninni? Að lokinni fyrri umferð f meist- araflokki standa stigin þannnig, að ÍR hefur unnið alla sína leiki og er með 8 stig, næstlr koma Ár- menningar með einn leik tapaðan og 6 stig, þá KFR með 4 Stig, KR með 2 og ÍS ekkert. Næst verður leikið á fimmtudagskvöldið kemur að Hálogaiandi. Þss. JónÞ. íjórfaldur ís- iandsmeistariígær Meistaramót Islands' í frjálsum iþróttum fór fram I KR-heimilinu við Kapplaskjólsveg í gær. 31 kepp andi var skráður til móts, frá 6 félögum og fþróttasamböndum. mótið fór hið bezta fram og var keppni í ýmsum greinum geysi hörð. Sérstaklega yar spennandi keppnin í þrístökki án atrennu en ar sigraði Jón Þ- Ólafsson eftir arða keppni við nafna sinn Pét- ursson úr KR. Valbjörn Þorláks- son sigraði í stangarstökki, stökk 4,25 og átti góða tilraunir við 4.38, en íslandsmet Valbjargar innan- þúss er 4,36. I hástökki varð keppnin um 3. sætið mjög jöfn og stukku þeir Kjartan Guðjónsson, KR, og Sigurður Ingólfsson, Ár- ftianni, báðir sömu hæð 1,75. Þeir drógu því um hver ætti að hljóta 3. sætið heldur en að keppa sín í milli upp á nýtt, og varð Kjartan hlutskarpari þar. — Meistaramót drengja fór einnig fram í gær og var því komið fyrir með keppni hinna eldr-i. Úrslit í einstökum greinum urðu, sem hér segir: Kúluvarp: Islandsmeistari Jón Pétursson, KR, 14,72 Arthúr Ólafsson, Ármanni 14,01 Kjartan Guðjónsson, KR 13,42. Kúlpvarp (drengir): Islandsmeistari Guðmundur Guð- mundsson, KR, 11,38 Erlendur Valdimarsson, ÍR, 11,01 Ólafur Guðmundsson, KR, 10,52. (Notuð var fullorðins kúla). Stangarstökk: íslandsmeistari Valbjörn Þorláks- son, KR, 4,25 Páll Eiríksson, FH, 3,60. Stangarstökk (drengir): Islandsmeistari Kári Guðmunds- son, Ármanni, 3,00 Hreiðar Júlíusson, ÍR, 3,00 Ólafur Guðmundsson, KR, 2,80. Hástökk með atrennu: Islandsmeistari Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 2,05 Valbjörn Þorláksson, KR, 1,80 Kjartan Guðjónsson, KR, 1,75 Sigurður Ingólfsson, Ármanni, 1,75. Hástökk án atrennu: íslandsmeistari Jón Þ. Ólafsson, IR, 1,66 Halldór Ingvarsson 1,66 Karl Hólm, ÍR, 1,55. Langstökk án atrennu: íslandsmeistari Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 3,19 A laugardaginn fór fram fyrsta lyftingamót hér á Iandi Hér sjást sigurvegarar í fjórum flokkum. Þeir eru talið frá vinstrl: Hörður Markan í léttavigt, Guðmundur Sigurðsson f millivigt, Gunnar Alfreðsson f léttþungavigt og Svavar Karlsen f milliþungavigt. n M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.