Vísir - 11.03.1963, Page 3

Vísir - 11.03.1963, Page 3
VlSIR . Mánudagur 11. marz 1963, 3 V/.V.V.V f gær lauk hinu harða' skák- einvígi milli keppinautanna gömlu Friðrlks Ólafssonar og Inga R. Jóhannssonar. Höfðu þeir orðið jafnir á meistaramóti Reykjavíkur og urðu því að heyja fjögurra skáka einvígi til að fá úr því skorið hvor yrði meistari. Einvígi þetta var frá upphafi mjög spcnnandi. Þeir Friðrik og Ingi hafa lengi fylgzt að í skák keppnum ,en Friðrik að jafnaði borið hærri hlut í þeim skipt- um. En upp á síökastið hafa menn þótzt merkja það að nokk uð væri farið að draga af Frið rik, þar sem hann yrði nú að verja tíma sínum í lögfræðilest ur undir próf. Kom það m.a. fram í því að hann tapaði skák fyrir komungum pilti. Af þessu Ieiddi spennuna, skyldi það nú gerast í fyrsta sinn, að Friðrik biði Iægri hlut fyrir Inga. Ekki dró það úr spennunni, þegar Ingi náði sér vel á strik í tveim fyrri skákunum. Eftir þær hafði hann ll/2 vinning móti y2 vinning Friðriks. Þá þótti mörgum sýnt, að Friðrik myndi tapa. Hann gæti vart unnið báðar skákirnar. En nú tók Friðrik sig harka lega á. Hann sagði einhvers stað ar, að nú væri hann f hefndar- hug og gamli meistarinn sýndi, að enn býr kraftur í honum. Þegar lokaskákin var tefld, var mikið fjölmenni saman komið f skáksölunum og nú brást Frið- rik ekki aðdáendum sínum. Frið rik varðist snarpri sókn Inga og hóf sfðan gagnsókn. Undir lokin var hann hyiltur af áhorf endum þegar sigurinn var vfs^ Efri myndin er af keppinautunum Friðriki og Inga, tekin í gær. S Á neðri myndinni sést Ingvar Ásmundsson skýra skákina jafnóðum út fyrir áhorfendum. '.V.V.V Leikdómur — Frh. af 7. sfðu: túlkun sumra leikara. Allt eru J« þetta smáatriði en safnast þeg- ■! ar saman kemur. Heildarsvipur !j sýningarinnar er góður en hefði J. verið hreint afbragð ef ofurlítið betur hefði verið að gætt. Ij T leikritinu eru fimm mjög •! þýðingarmikil hlutverk en í «J yerkinu skiptir samstillingin raunar geysilegu máli svo að jj! hvert smáhlutverk þarf að nýt- «J ast til fulls Regfna Þórðardóttir leikur geðveikralækninn • af '! miklu öryggi og hefur fullt vald " á þeirri túlkunaraðferð sem hún hefur kosið í samráði við leik- stjórann. Hitt er annað mál hvort sá skilningur er réttur. Áður en vikið að taugakipringn- um í andlitinu sem ég er and- vfgur þvi mér finnst hann skemma áhrif hins óvænta. All- ar hreyfingar Regínu á sviðinu voru fastmótaðar og hnitmið- aðar og framsögnin festuleg og ákveðin. í lokaatriðinu hefði ég þó kosið meiri ögun og stillingu í stað hrópa og bægslagangs, ef til vill hefði mátt ná enn sterkari áhrifum með þvi að lækka röddina og hreyfingar minni en örvæntingarfyllri. En um slíkt má deila og leikur Regínu í heild var mjög góður. En hlustunarpípan skemmdi gervi hennar, yfirlæknir á geð- veikrahæli gengúr tæpast um með hlustunarpípu um hálsinn. Það er þó Gfsli Halldórsson sem að minni hyggju nær lengst í listrænni túlkun á þessari sýn- ingu. Hin stillta og hljóðláta túlkun hans á hinum ógæfu- sama vísindamanni ber ekki ein- asta vott um fullkominn skiln- ing á viðfangsefninu heldur vex hann inn í hlutverkið og verður gamgróin því, persónan birtist íifandi og fullkomlega eðlileg í meðferð hans. Sömuleiðis er Helgi Skúlason sannfærandi í hlutverki Einsteins og gervi hans er framúrskarandi. Hann vinnur einnig á hæglæti og still ingu án þess þó að missa af nokkrum blæbrigðum í umbreyt ingaratriðinu. Hins vegar passar Guðmundur Pálsson ekki í hlut verk Newtons. Hann nær þó mjög.sæmilegum tökum á hlut- verkinu framan af en leikurinn slaknar allur þegar til átakanna kemur. Framsögnin verður þá í óþægilegum kalltón og hreyf- ingarnar virðast erfiðar og þar af leiðandi óeðlilegar. 1 loka- kynningunni fær rödd Guðmund ar aftur sinn eðlilega hreim og þá sést munurinn geinilega. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Voss lögreglufulltrúa og nýtir sitt hlutverk til fulls eins og við mátti búast. Einkum tekst honum vel upp í samtölum sín um við geðsjúklinganna. /Ánnur hlutverk eru smærri og yfirleitt vel af hendi leyst Guðrún Stephensen er kannski óþarflega hörkuleg i hlutverki yfirhjúkrunarkonunn- ar en Helga Bachmann gerir sinni hjúkrunarkonu mjög þokkaleg skil. Knútur Magnús- son setur skemmtilegan svip á sýninguna með sannfærandi túlkun trúboðans og Helga Vaitýsdóttir er að venju svip- míkil en kannski helzti hjákát- lega sveitamannleg. Steinþór Sigurðsson gerði snotur leik- |jöld og virðist hann vera orð- inn mjög fær leiktjaldamálari. Beiting ljósa var með ágætum. Um þýðingu Halldórs Stefáns- sonqr er það að segja að hann virðist ekki átta sig nógu vel á því að ekki fer allt vel í ís- lenzku talmáli þótt það njóti sín með ágætum í þýzku, kom það til dæmis fram í óbreyttri endur tekningu frá spurningu til svars. Var þýðingarblær stund um augljós og hefði mátt bæta mjög ur því með lítilli fyrirhöfn. Þrátt fyrir ýmsar minni hátt- ar misfellur sem hér hefur verið vikið að er sýningin i heild með ágætum, enda kom það skýrt fram í fögnuði áhorf- enda í leikslok. Leikfélag Reykjavíkur hefur hér ráðizt tii atlögu við mjög erfitt verkefni og tekizt að leysa það með prýði. Njörður P. Njarðvík. Banaslys — Framhald af bls. 16. séð þegar það varð, biður lög- reglan þann hinn sama að koma til viðtals. Rétt eftir kl. 1.30 e. h. kom maö- urinn, sem valdur var að slysinu, til lögreglunnar og skýrði frá málavöxtum. Þetta var tvítugur piltur og kvaðst hann hafa verið á ferð eftir Bústaðaveginum, en allt í einu séð hvar lítill drengur kom út úr hliði og hljóp út á göt- una beint fyrir framan bílinn Kvaðst hann hafa snarbeygt en { sömu andrá heyrði hann skell og sá barnið hverfa. Ekki taldi hann þó að hjólin mundu hafa farið yfir barnið, enda telur 'lög- reglan heldur ekki beinlínis ltk- legt að svo hafi verið. Ökumaðurinn sagðist ekki hafa hemlað, bílinn hafi runnið áfram og komið hafi á sig ofsalegt fát. Kvaðst hann hafa átt í haðri bar- áttu hið innra með sér hvað gera skyldi, en brast kjark til að snúa við á slysstað. Ók hann fyrst á vinnustað ,en síðan heim til sln til hádegisverðar. Skýrði hann stjúpa sínum þá frá málavöxtum og sagði stjúpi hans honum að gefa sig þegar fram við lögregl- una og komu þeir saman þangað eftir hádegið á laugardaginn. Þetta er þriðja dauðaslysið í umferð í umdæmi Reykjavíkur frá áramótum en áttunda í röðinni á öllu landinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.