Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Mánudagur II. marz 1963. síðustu árum hefur borið mest á tveimur Svisslend- ingum í hcimi ieiklistarinnar. héssir menn eru þeir DUrren- matt og Max Frisch. Það er nokkur áfellisdómur um leik- húsin í Reykjavík að við skul- um nú fyrst fá að kynnast verk um þessara manna og tímanna tákn er að það voru Leikhús æskunnar og Gríma sem fyrst kynntu verk þeirra hér. Er engu líkara en Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið hafi þá fyrst vitað af þessum mönnum því nú færa bæði leik- húsin upp verk þeirra, Þjóðleik- húsið Andorra eftir Max Frisch nú á næstunni og Leik- féíag Reykjavíkur með frum- sýningu sinni í gærkvöld á Eðlisfræðingunum eftir Durren- matt. T eikfélag' Reykjavíkur hefur J þó haldið betur á spöðun- um því Eðlisfræðingarnir eru tiltölulega nýtt verk, voru fyrst sýndir í Ziirich í febrúar á síðastliðnum vetri. Eðlisfræð- ingarnir eru mjög nýstárlegt verk og hvort tveggja í senn bæði skemmtilegt og vanda- samt viðfangsefni fyrir jafn- lítið leikhús sem Iðnó. Það er auðvitað hinn einfaldi sviðsút- búnaður sem gerir Leikfélaginu fyrst og fremst kleift að 'ráðast til atlögu við Eðlisfræðingana en leikritið er þar fyrir utan mjög erfitt viðureignar og verð- ur félagið því ekki 'sakað um að sneiða hjá erfiðleikum. Því ber að fagna. TTiirrenmatt hefur sjálfur skýrt svo frá að með Eðlis- fræðingunum sé hann að end- ursegja harmsögu Ödipusar í breyttri níynd; söguhetjan ger- ir allt sem f hennar valdi stend- ur til þess að komast undan þeim skelfingum sem yfir henni vofa en allt sem hann gerir til þess' að forðast skelfinguna verður þess í stað einungis til þess að gera hana óumflýjan- lega. Möbius gerir allt sem hann getur til þess að dylja Eðlisfræðingarnir sitja niundur Pálsson). saman að snæðingi. Frá vinstri; Einstein (Helgi Skúlason), Möbius (Gísli Halldórsson) og Newton (Guð- i (Ljósm. Myndiðn) Leikfélag Reykjavíkur: Eðlisfræðinsfarnir uppgötvanir sínar fyrir um-,, heiminum. Hann telur að þekk- ing vísindamannanna sé komin svo langt fram úr siðferðis- þroska mannkynsins að það geti einungis farið sér að voða með því að fá slíkar uppgötvanir upp í hendurnar. En Möbius virðist innst inni ekki gera sér Ijóst að það sem hefur einu sinni verið hugsað verður ekki stöðvað, það hlýtur fyrr eða síðar að hafa sjnar afleiðing- ar. Það er forsenda hinnar ógn- legu atburðarrásar sem leiðir markvisst til þeirrar skelfingar sem Möbius var alla tíð að forðast. Höfundur dæmir hann raunar fyrir að flýja afleiðing- ar gerða sinna. J^eikritið er einfalt í fram- setningu en Diirrenmatt nær -mjög sterkum áhrifum með óvæntri atburðarás. Á bak við yfirborð leiksins leynist allt annað en áhorfandinn býst við. Þetta sýnir manni ásamt efninu sjálfu að einstaklingurinn verð- ur sífellt að vera á verði þótt allt virðist slétt og fellt, hann verður að hvessa dómgreind sína til hins ýtrasta og hafa hugrekki til að standa einn. Það eru margar hliðar á sama máli og Diirrenmatt segir áhorfend- um sínum þrefalda sögu af því sem á yfirborðinu virðist næsta Eftir Durrenmatt Leikstjóri Lárus Pálsson einfaldur atburður. En þrátt fyrir efnið er Eðlisfræðingarnir í rauninni ekki prédikun. Leik- ritið fjallar ekki heldur um póli- tík eða atómsprengju heldur um vísindin almennt. Það segir okkur blátt áfram að ógerlegt sé að komast hjá afleiðingum þess sem maður hefur einu sinni hugsað. T)',ðlisfræðingarnir eru þannig J skrifaðir að þeir bjóða upp á margs konar túlkun. Það má gera úr þeim farsa, sakamála- sögu, hálfgerða hrollvekju, skop lega kómedfu. Höfundur segir sjálfur að sagan sé fyrst hugs- uð til enda þegar hún sé kom- in í sitt allra versta horf og list leikritaskáldsins liggi í því að láta tilViljunina hafa afdrifa- rík áhrif á gang málanna. í uppsetningu á Eðlisfræðingun- um ber að mínu viti að leggja megináherzlu á að nýta áhrifa mátt þess sem höfundurinn kallar tilviljun. Lárusi Pálssyni leikstjóra tekst að skapa sam stillta sýningu en ég er ekki eins viss um að honum takizt að nýta tilviljanirnar sem skyldi. Höfundurinn vill koma á óvart og hann verður að fá það. Sterkasta vopn hans er Matthildur von Zahnd og þess vegna verður að forðast eins og heitan eldinn að leiða at- hygli áhorfandans að henni fyrr en allra síðast. Þetta mistekst. Með taugakipringi í andlitinu er strax vakinn grunuráhorfand ans. Geðveikralæknirinn verður að vera fullkomlega eðlilegur fram á síðustu stund. Þá eru gæzlumennirnir hvergi nærri nógu ógnvekjandi og foringi þeirra túlkaður með augljósum viðvaningsblæ sem dregur ó- neitanlega nokkuð úr áhrifum verksins. Þá er val í hlutverk hæpið, sérstaklega val Guð- mundar Pálssonar í hlutverk Newtons. Hraði Ieiksins er einn ig ofurlítið misjafn og sums stað ar hefði leikstjórinn mátt draga úr bægslagangi sem varð að of- Framh. á bls. 3. LögreglufuIItrúinn (Þorsteinn Ö. Stephensen), Einstcin (Helgi Skúlason) og geðveikralæknirinn (Regína Þórðardóttir). (Ljósm. Myndiðn)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.