Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 11.03.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 11. marz 1963. 9 K'UI og vill hafa um það samvinnu við alla þá, sem vilja vernda það, hvaða flokkum og stéttum. sem þeir tilheyra". Þessi lýðræðislegi fagurgali hefur síðan gengið sem rauður þráður gegnum allar stefnuyfir- lýsingar flokksins. Að vísu eru nú komnir til nokkurra valda og metorða innan flokksins all- margir yngri menn, sem vilja reyna að lífga upp á hin gömlu byltingarheróp, en ennþá hefur hinum eldri, sem lært hafa af reynslunni, tekizt að halda aftur af þeim. í rúma þrjá áratugi hafa kommúnistar og fylgifiskar þeirra „barizt gegn hinni, órétt- látu eignaskiptingu þjóðfélags- ins“. Þeir hafa ráðizt gegn öll- um athafnamönnum og félög- um, sem lagt hafa í miklar fram kvæmdir og fjárfestingu, sem tvímælalaust hafa staðið til aukinnar velsældar og bætt þjóð arhag. Þeir hafa þjófkennt heil- ar stéttir, þó einkum þær, sem starfa að verzlun. En þeim hef- ur jafnan láðst að geta sinna eigin fyrirtækja og eigna í þessu sambandi. Þeir hafa ekki bent á stóreignir þær og hin fjölmörgu fyrirtæki, sem rekin eru af meðlimum flokksins og greiða mikil gjöld í sjóði hans. Öreigalýðurinn hefur nefnilega af dæmafárri þrautseigju og fórnfýsi lagt svq hart að sér, að tekizt hefur að byggja upp á tiltölulega fáum árum allmörg fyrirtæki og kaupa eða byggja stóreignir á beztu stöðum í reka fasteignir og því skylt Hlutafé fyrirtækisins var aðeins kr. 15.000,00 sem skiptist í 200 króna hlutabréf. Eignir þess eru nú að verðmæti nálega fimm milljónir. Stofnendur voru m. a. Steinþór Guðmundsson, kenn- ari, sem árum saman var for- maður Sósíalistafélags Reykja- vikur, Ásgeir J. Jakobsson, Björn Bjarnason, hinn kunni fyrrvt Iðjuformaður, Stefán Ög- mundsson, prentari, og Snorri Jónsson, iárnsmiður. Félagið festi kaup á eigninni Skólavörðustígur 19 og hefur þar síðan verið eitt aðal áróð- urshreiður flokksins. Þar er ísleifur Högnason fyrrv. kaup- félagsstjóri Kron, stofnandi firmans Borgarfell h.f. Þess verður nánar getið á morgun. aði og voru kaupin þvi látin ganga til baka ekki alls fyrir löngu og munu hafa ráðið nokkru um það, að fram kvæmdastjórinn Iét af starfa sínum. Um tfma var það einnig ætlun flokksins að festa kaup á eign þeirri við Skuggasund, sem Sjómannafélag Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dags- brún hafa nú keypt, en það fórst einnig fyrir og mun hafa ríkt mikil óánægja með þá máls meðferð innan flokksins. Hlutafé Prentsmiðju Þjóðvilj- ans h.f. er kr. 300.000,00 og voru stofnendur m. a. Kristinn E. Andrésson, menningarfull- trúi, Stefán Ögmundsson, Helgi Ketilsson á ísafirði, Jón Gríms- son, aðalbókari, og Ársæll Sig- urðsson. Allir eru þeir þekktir kommúnistar af gamla skólan- um. 1 stjórn þeirri, sem síðast var kosin, eru þeir Ársæll Sig- urðsson, Björn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Máls og menningar og Ingi R. Helga- son, hdl. Við þær kosningar var Þorvaldi Þórarinssyni bolað úr stjóminni. Bækur fyrirtækjanna munu ekki hafa sýnt gizka mikinn hagnað síðasta ár, þvf að Prent smiðju Þjóðviljans og Miðgarði h.f. var aðeins gert að greiða samtals kr. 40.000,00 í opinber gjöld, þrátt fyrir hinar stöðugu betliherferðir málgagnsins. Eign ir eru hins vegar miklar, a. m. k. nokkrar milljónir f setjara- og prentvélum, auk annarra áhalda. 1 Hólum eru þær bækur Máls- og Menningar prentaðar sem Prent- smiðja Þjóðviljans annar ekki. Fyrirtækið var stofnað 1942 og var hlutafé 175 þús. krónur. K0MMÚNISTA I RCYKJAVlK BJBifxiffnm Jón Grímsson aðalbókari KRON einn stofandi Prentsmiðju Þjóð- viljans h.f., — Þekktur kommún isti af gamla skólanum. borginni og eignaaukning þeirra flokksmanna, sem eru f náðinni og fá að sitja í stjórnum eigna þessara og fyrirtækja er með fádæmum. Rétt er að láta þess getið i þessu sambandi, að meðlimir Sósíalistafélags Reykjavíkur eru um 900, en aðeins tæplega 700 eru virkir félagsmenn, eða ekki 10% af kjósendum flokksins f Reykjavík. Hér á eftir verður getið nokk urra helztu eigna og fyrirtækja, sem meðlimir Sósfalistafélags Reykjavíkur og aðrir þekktir kommúnistar hafa komið á fót. Miðgarður ^ Hlutafélagið Miðgarður var stofnað árið 1940. Tilgangur þess var skráður að kaupa og Þjóðviljinn m. a. prentaður. Stjórn hefur ekki verið löglega kosin eða a. m. k. ekki löglega birt sfðan 1942 og áttu þá sæti í henni þeir Steinþór Guðmunds son, formaður, Ásgeir J. Jakobs- son, Ólafur H. Guðmundsson og Björn Bjarnason. Er rétt að benda hinum ungu og fram- gjörnu miðstjórnarmönnum flokksins á þá staðreynd, að þessir menn sem nú er að mestu leyti búið að útskúfa úr flokknum, hafa þarna lykilað- stöðu með eignarhaldi sínu á þessu dýrmæta aðsetri mál- gagns flokksins. Prentsmiðja Þjóðviljans W Prentsmiðja Þjóðviljans er f mjög nánum og umfangsmiklum tengslum við Miðgarð h.f. Þjóð viljinn (sem hefði betur verið nefndur Miðgarðsormur), hefur verið prentaður þar í tvo ára- tugi og nýlega hefur fyrirtækið fest kaup á dýrum vélum til prentunar á blaðinu og húsnæði allt hefur tekið miklum stakka- skiptum til hins betra og hafa þær breytingar og endurbætur kostað flokksmenn miklar „fórn ir“, eins og sézt hefur f Þjóð- viljanum undanfarið. Að vísu var fyrrverandi framkvæmda- stjóri flokksins, Ingi R. Helga- son, lögfræðingur, búinn að ganga frá kaupum á annarri prentvél en þeirri, sem nú er nýlega lokið við að setja upp í húsnæði Miðgarðs h. f., en hún mun hafa reynzt ónýt, þegar búið var að kosta flutningi upp á hana og ýmsum öðrum kostn Hólar hjf Eitt þeirra fyrirtækja, sem f rauninni er eign kommúnista, þótt reynt sé að láta öðruvísi líta út, er prentsmiðjan Hólar, sem rekur starfsemi sína í stór- eign við Þingholtsstræti 27. Þar eru prentaðar allar bækur Heimskringlu og Máls og menn- ingar og það, sem Prentsmiðja Þjóðviljans annar ekki. Hólar h.f. voru stofnaðir 1942 og var hlutafé í fyrstu 175.000. 00, en var 5 árum sfðar aukið í hálfa milljón. Aðeins húseign félagsins er á tfundu milljón að verðmæti, en auk þess eru dýr- ar og vapdaðar prentvélar og bókbandstæki, sem reikna má á nokkrar milljónir. Auk þess hafa „Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna“ áróð- ursmiðstöð í eign þess. Stofnendur voru m. a. Einar Andrésson, Stefán Ögmundsson, Jón Grímsson, Einar Þorfinns- son, Sigurður Thoroddsen, Hauk ur Þorleifsson, Ragnar Ólafsson og hinn ómissandi Kristinn E. Andrésson. Hafsteinn Guð- mundsson hefur frá upphafi rek ið fyrirtækið af mikilli kunn- áttu og hagsýni, enda var því gert að greiða 170.000,00 kr. f opinber gjöld s. 1. ár. En eitt- hvað mun hafa brostið á „sósf- alska þekkingu" framkvæmda- stjórans, þvf að árið 1960 'var Birni Svanbergssyni hjá Máli og menningu fengið prókúruumboð fyrir firmað og sýnir það betur en margt annað hin nánu tengsl, sem eru á milli þessara fyrir- tækja. ' -s gxgj > | j Skólavörðustígur 19, Prentsmiðja Þjóðviljans. Hlutafé er 300 þús. krónur. Húseign og vélar eru a.m.k. 10 millj. króna virði. « KH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.