Vísir - 16.03.1963, Side 4
• Yfirheyrslur prests
• um kynferðislífið
A Y \ >1 v^.ýW' *-V. \ VV V S.'A-'V C'
V í SIR . Laugardagur 16. marz 1963.
Cyðst á eynni Gotland, sem
liggur í Eystrasaltinu úti
fyrir austurströnd Svíþjóðar er
Nar-sókn. Þar búa 700 manns
sem framfleyta sér með land-
búnaði og fiskveiðum. Afkoman
er all góð og fólkið hefur verið
fremur kirkjurækið og stafar
það e. t. v. af því að sveitin er
afskekkt og ekki mikið um al-
mennar skemmtanir til að
giepja fyrír.
Til dæmis um kirkjuræknina
má geta þess, að eitt árið söfn
uðust f samskotum í litlu sókn-
arkirkjunni 7500 sænskar krón-
ur, sem jafngildir um 60 þús.
ísi. kr. Þá hafa sóknarfélög
starfað pf fjöri, sérstaklega
kvenfélag sóknarinnar, sem hef
ur longum hlúð að kirkjunni
með margs konar gjöfum.
Einn er sá kirkjugripur ■ er
ekki þekkist hér á landi, sem
sjálfsagt þykir að sænskar kirkj
ur eigi. Það er brúðarkrónan.
Hún er hátignartákn brúðkaups'
athafnarinnar. Er það fagur sið
ur, að brúðurin skrýðist þessu
drottningartákni og í Svíþjóð
hefur frá fornu fari verið litið
á kórónuna sem tákn hrein-
leiká.
'C'yrir nokkrum árum gaf kven-
félag Nar-sóknar kirkju
sinni mjög fallega og verðmæta
brúðarkrónu og setti hún fagr-
an svip á vígsluathafnir í kirkj-
unni. En svo gerðist sá atburð i
ur fyrir tveimur árum, að nýr
prestur kom f byggðina. Við-
horf hans í trúmálum hafa
verið slík, að eldur logar nú í
sókninni. Hann neitar að lána
öðrum en hreinum,- meyjum
brúðarkrónuna.
Hinn nýi prestur heitir séra
Karl Erik Johansson. Hann er
35 ára, fæddur og uppalinn í
nágrannasókninni Grötlingbo.
Hann. nam guðfræði við Upp-
salaháskóla og sneri síðan aftur
til Gotlands, sem efnilegur ung
ur prestur.
Hann tók upp á ýmsum nýj-
ungum, sem öllum geðjaðist
ekki að, en þeir Jétu það vera,
því að þeim virtist presturinn
geðugur og myndarlegur.
A Ht gekk vel, þangað til hin
unga fallega Maj Petterson
ætlaði að gifta sig. Hún hringdi
til prestsins og, gpurðj byprt,
hjónavigslan mætti fara fram 1
kirkjunni og hvort nágranna-
prestur, sem var fermingarfað-
ir unnusta hennar, mætti fram-
kvæma vígsluna. — Jú, það var
að sjálfsögðu ekkert til fyrir-
stöðu.
— Mætti ég svo fá lánaða
brúðarkrónu kirkjunnar? spurði
hin unga stúlka.
Þá fékk hún undarlegt svar:
— Já, þér getið það, svo
framarlega sem þér eruð ekki
þungaðar. Eruð þér með barpi?
— Nei, það er ég ekki ...
—• Jæja, sagði presturinn, þá
er það allt í lagi, þér megið
sækja brúðarkrónuna kvöldið
fyrir giftingardaginn.
Maj Petterson varð mjög leið
yfir þessu símtali. Að hugsa
sér, að presturinn skyldi geta
spurt svona dónalega. Hann
hafði eyðilagt hátíðarstemning-
una fyrir brúðkaupið.
Þó varð þetta falleg hjóna-
vígsla, en hún fór fram í ann-
arri kirkju og án brúðarkrón-
unnar. Og enn gengur Maj
ekki með barni.
|7ftir þennan atburð hafa við-
horf manna í sókninni til
prestsins breytzt. Fólki finnst
það óviðurkvæmilegt að prest-
urinn sé að yfirheyra unga fólk
ið um einkalíf þeirra. Flestir
sem gifta sig í Nár-sókn hafa,
eins og víðast tíðkast f Svíþjóð,
haft kynferðislegt samband fyr
ir hjónabandið og fólki finnst
það óskiljanlegt að það sé
stimplað syndarar fyrir það. Því
finnst'að hann séra Johansson
eigi ekki að setjast í dómara-
sæti, eins og hann væri sjálfur
Guð.
Nú kom að því, að önnur ung
stúlka i sókninni, Gertie Nils-
son og fiskimaðurinn Lars Erik
Karlsson ætluðu að ganga í
hjónaband. Þau höfðu búið
lengi saman og áttu nú von á
barni. Fóru þau til prestsins,
sem hafði áður verið í sókn-
inni, en Gertie þorði ekki' að
hringja til séra Johanssonar
eftir það sem hún hafði heyrt
um hann, En þá gerði móðir
hennar það.
— Dóttir mín ætlar að fara
að gifta sig, sagði hún við prest
inn, ætli hún geti fengið brúð-
arkrónuna lánaða?
— Já, sagði presturinn. En
hvernig er það, ætli hún sé
barnshafandi?
14/Tóðir Gertie hugsaði sig um,
átti hún að segja ósatt? Þá
myndi hún fá krónuna. En svo
sagði hún:
— Já, víst gengur hún með
barni. En er það nokkuð óeðli-,
legt?
— Já, þá hefur hún farið
öfugt að.
— En kvenfélagið gaf kirkj-
unni krónuna til þess að brúðir
sóknarinnar fengju að bera
hana.
— Eftir því sem ég hef lært,
fær dóttir yðar ekki að bera
krónuna.
— Én séra Jakobsson, sem
var hér prestur á undan yður,
lánaði krónuna án þess að hafa
yfirheyrslur.
— Já, en nú er það ég, sem
ræð krónunni. Og ég er hérna
til að segja ykkur hvað er rétt.
Þá gafst móðir Gertie upp.
Þetta brúðkaup fór fram
eins og ekkert hefði í skorizt
og enginn skuggi féll á hátlð-
ina, því að þau höfðu fyrir-
fram búizt við að svar prests-
ins yrði neikvætt. Þau fóru I
gullsmíðaverzlun og fengu lán-
Frh. á bls. 13.
Þegar Niis Evert og Inga Larsson komu til prestsins yfirheyrði hann þau í 2 klst. um kynferðislíf
þeirra. Hér skoða þau brúðarkrónuna. Presturinn neitaði að gefa þau saman.
TAKMÖRKIN
Ungi presturinn sr. Iíarl Erik Johansson, sem neitaði að vígja og
neitaði að lána brúðarkrónuna.
Gertie Karlsson þorði ekki að hringja í prestinn til að fá brúðar-
krónuna lánaða. Móðir hennar hringdi og fékk neitun.
/