Vísir - 16.03.1963, Page 5
V í SIR . Laugardagur 16. marz 1963. .
5
AlþÉngi —■
Framhald af bls. 7.
nema fyrir tiltölulega iítinn hóp
fólks.
(Ráðherra leiðrétti Hannibal
einnig í þessu efni, kvað um mis
skilning vera að ræða I máli
hans. Megintilgangur frumvarps
ins, væri ekki sá, að hið aldr-
aða fólk sjálft réðist í íbúða-
kaup, heldur að auðvelda sveita-
félögunum að byggja íbúðir fyr-
ir aldrað fólk, sem það svo aft-
ur gæti leigt .fyrir lítið gjald).
JTftir að Hannibal hafði reynt
að gera lítíð úr frumvarp-
inu, með rökum og fullyrðing-
um, sem að öllu leyti byggðust
á misskilningi, venti hann sínu
kvæði í kross, og kvaðst per-
sónulega vera á móti vistheim-
ilum fyrir aldrað fólk, þau eru
ekki æskilegasta úrþótin sagði
hann.
Með öðrum orðum, fyrst á
móti frumvarpi, sem auðveldar
öldruðu fólki að búa I einka-
íbúðum á lágri leigu og síðan á
móti vistheimilum og elliheimil-
um. Óhætt er að segja, að slíkur
máiflutningur komi úr hörðustU
átt, ekki sízt þegar forseti Al-
þýðusambandsins er annars veg-
ar.
Pétqr Sigurðsson tók til máls
f þessum umræðum og er þess
getið sérstaklega annars staðar
f blaðinu.
Frumvarpinu um afnám prests
kosninga var á dagskrá í neðri
deild í gær. Þórarinn Þórarins-
son fór nokkrum orðum um
þetta frumvarp fyrr f vikunni
íog gagnrýndi það nokkuð. í til-
efni þess, kvaddi Bjarni Bene-
diktsson kirkjumálaráðherra sér
hljóðs í gær, og ræddi tiidrög
þess_ að frumvarp þetta væri
fram komið: Ráðherrann kvað
það vera að tillögu kirkjuþings,
það væri af hæversku við þjóð-
kirkjuna að hugmyndir hennar
fengju meðferð á Alþingi. Hins
vegar, sagði ráðherrann, er það
alls ekki ætlunin að frumvarpið
verði afgreitt á þessu þingi, og
er biskup sjálfur ásáttur um það.
Það þótti aðeins rétt að taka
málið fyrir, til þess að hægt
væri að rannsaka það af meiri
alvöru í framtíðinni, og þing-
menn létu álit sitt í ljós. Eftir
er að sjá hvaða tiilögur verði
gerðar um tilhögun sóknar-
nefnda og hvernig þær verði
skipaðar, og þó ekki væri nema
af þeirri ástæðu einni, er ekki
ráðgert að frumvarp þetta um
afnám prestskosninga fái end-
anlega afgreiðslu.
Fákur
Framhald af bls. 16.
ingur. Sigvaldi hefur teiknað öll
hús Fáks.
í fáum orðum má lýsa hinu
nýja húsi á þessa leið:
Steyptur grunnur er undir
öliu húsinu, útveggir úr timbri,
en burðarveggur í miðju húsi
endilöngu er hlaðinn úr steini.
Tvöfalt gler er í gluggum. Þak
hússins er klætt Icopalpapþa. Á
gólfinu í íbúð og skála er beyki
parkett, en steinmosaik í and-
dyri og snvrtiherbergjum. —
■ Klæðning á veggjum er úr
reyktri furu, en hurðir spón-
Iagðar með grenispæni. Húsið
er hitað með rafmagnshitun,
sem lögð er í loftin.
Þeir sem unnu aðallega við
bygginguna voru: Sigurður Þor
geirsson yfirsmiður, múrara-
meistari Ólafur H. Pálsson,
Magnús Gíslason múrarameist-
ari hlóð kamínuna og burðar-
vegg, raflögn teiknaði Sigurður
Halldórsson, raflagnir lagði Raf
geislahitun h.f., en Gísli Hall-1
dórsson sá um pípulagningar.'
Krossgátuverðlaun
m fe H s \f r ns ■ gg| H m: 0 Þ 1
u- ÚtSi fí K L ú s tT K M il m w '0 N F fi n « Sh *
$ b r 1 V «| 2> m fí ¥ fí
« i n n u. |§ fí Ni s / V
m 1 F f Sp íjitf n fí m P T
■m a 5 t 0 Mikf $i ífS »*r F 2> $ fí
&■> 5 K n r 6 % / . / T i N N tú 5 f K
S- U '8 R ff $> > N N fí N N fí Hi iipp
Wk Í'-dtér 40§ * 8 í 2> * fí N N G fí n P 0 §
R f U K t S fí G fí Tf Ð fí
'M 5 7 ft r / V t ö r fí K é*jf b Itln w 80 m N
mN\Ý 3 ý L / f s i N sö Cr n u m N
sm '8 % ii nd~ «'U< N ? / N G U n- / N N ÉT Aft
r / N STtm n * TÞ úu ý\*i t fí fí M
Mrj f * l «i w. K T M / k V i
’V-J 0 * íílÍ H 0 5 1 - K E y / U N H i é
m & fí N r p i ssí f W y L I2£á <*< ¥ fí u i> fí
zVö c A'i fí Ð / ii* ' fí r f n fpji fí U
i m n U\ & > L / r N .Í....... n 2 ’A ■ fí mif
Hér birtast Iausnir á krossgátunum sem birtust í blaðinu 23.
febrúar og 2. marz. Dregið hefur verið úr aðsendum ráðningum og
fá 500 króna verðlaun Guðbjörg Jónsdóttir Miðtúni 82 fyrir kross-
gátuna 23. febr. og Sigurlina Símonardóttir fyrir þá sem birtist 2.
marz.
Þar að auki hafa margir velunn
arar félagsins lagt hönd á plóg-
inn. Húsgögn eru frá Völundi
og Húsgagnaverzlun Austurbæj
ar.
Félagið hefur undanfarið rek-
ið reiðskóla undir stjórn Rose-
marie Þorleifsdóttur. Er hann
einkum ætlaður börnum 7—12
ára gömlum. Hefur aðsókn ver-
ið meiri en hægt er að anna.
Kennt er fimm daga vikunnar,
tuttugu börnum á dag.
í undirbúningi, er gerð nýs
skeiðvallar, hringbrautar, 800
metra Iangrar. Þá er ætlunin að
byggja fleiri hesthús, enda
þörfin mikil, þar sem hestum
félagsmanna fjölgar árlega um
50, og nú er félagið að flytja
hesthús sín frá Langalandi, en
þar hafa verið geymdir um 100
hestar. Auk þess eiga einstakir
hestamenn hesta í húsum hér
og þar. Félagið hefur Geldinga-
nes á leigu til beitar fyrir hesta
félagsmanna.
Félagsmenn 1 Fáki eru alls
um 450. Stjóm félagsins skipa:
Þorlákur Ottesen formaður, Har
aldur Sveinsson varaform., Jón
Björnsson gjaldkeri, Einar Sæ-
mundssen ritari, Ingólfur Guð-
mundsson meðstjórnandi, en
varastjórn skipa Björn Halldórs
son og Bergur Magnússon.
DAS —
Framhald at hls. 1
upphaflegu söfnun sjómanna til
heimilisins og það mikla og ó-
eigingjarna starf, sem þar hefði
verið unnið. Ávöxtur þess erf-
iðis sæist nú í hinum myndar-
legu byggingum í Laugarásnum,
sem nú væru metnar á um 35
millj. króna.
Ræðumaður notaði tækifærið
til að leiðrétta þann misskiln-
ing, sem komið hefur fram ný-
lega, að vistgjald væri hærra á
Hrafnistu en t. d. á elliheimilinu
Grund. Gjaldið á Hrafnistu væri
þvert á móti mun lægra, auk
þess sem ’vinna vistmanna gæfi
af sér um 500.000 krónur ár-
lega.
Þá vék hann að happdrættinu,
kvað tekjur af því hafa numið
um og yfir 5 milljónum síðustu
árin, og lagði Pétur áherzlu á,
að sem minnst mætti missa af
þessum tekjum, ef unnt á að
vera að ljúka áætluðum fram-
kvæmdum.
BðfreiðslmRp —
Framhald af bls. 16.
ferð. Það fyrra var fyrir rúmri ‘
viku, en þá gerði lögreglan eink
um herferð gegn bílum, sem
voru á hinum margumtalaða
„rúnti“ hér í borg. Sú herferð
bar þann árangur, að lögreglan
sá ástæðu tií að taka nærri 30
bíla úr umferð, auk þess sem.
hún gaf fjölmörgum bif-
reiðaeigendum aðvörun um að
bæta aðbúnað farartækja sinna.
Verða þau seinna einnig tekin
úr umferð ef ekki verður farið
eftir fyrirmælum lögreglunnar.
Seinna var svo önnur kvöld-
og næturherferð gerð og í henni
náðust 14 bílar, sem Iögreglan
tók umsvifalaust í vörzlu sína.
og auk þess aðrir 14, sem skrá-
setningarmerkin voru tekin af.
Allt þetta starf lögreglunnar
er framkvæmt í góðu samstarfi
við Bifreiðaeftirliti ríkisins,
þannig að lögreglan flytur alla
grunsamlega bíla í bækistöð bif-
reiðaeftirlitsins, en þar eru
starfsmenn fyrirtækisins fyrir til
að skoða bilana, þau kvöld og
bær nætur, sem sérstaklega eru
ætlaðar eru til skoðanagerðar.
Lögreglan f Reykiavík telur
samkvæmt upplýsingum frá
borgardómara að bifreiðakaupa-
mál unglinga séu í röð erfiðari
og flóknari viðfangsefna, sem
þangað berast. Það er 1 fyrsta
lagi vegna þess að kaupendur
eru býsna oft unglingar undir
Iögaldri, sem að vísu skfrskota
til ábyrgðar foreldra þegar kaup
eru gerð, en foreldrarnir fylgj-
ast engan veginn með þessum
kaupum eins og efni standa til.
Seljendur bílanna telja sig selja
þá í því ástandi, sem þeir eru
í, en kaupendur telja sig oft og
einatt finna leynda galla á þeim
og vilja á þeim forsendum rifta
kaupsamningum. Út af þessu
spretta eðlilega deilur, sem oft
og einatt er erfitt að finna
botn í
Að því er lögreglan hefur tjáð
Vísi hafa margir bilakaupenda
engan veginn efni á þessari fjár-
festingu, en kaupa samt sem
áður 1 trausti þess að úr fjár-
hagnum rætist fyrr eða síðar.
Þetta skapar ákveðna erfiðleika,
sem oft reynist erfitt að glíma
við. í öðru lagi gat lögreglan
þess, að það væri tízkufyrirbæri
hjá unglingum um þessar mund
ir að kaupa stórar bifreiðar þótt
gamlar væru og úreltar og dýr-
ar í rekstri á allan hátt. Áður
fyrr gerðu ungir menn og félitlir
sér það að reglu að kaupa litla
bíla og sparneytna, en nú virð-
ist þeirri reglu brugðið. Af þessu
leiðir það, að kaupverðið er ekki
í öllum tilfellum stærsta vanda-
málið, heldur viðhalds- og benz-
ínkostnaðurinn.
Auk þess sem að framan grein
ir um sérstakar herferðir götu-
lögreglunnar gegn vanbúnum
bifreiðum í umferð hefur um-
ferðardeild lögreglunnar, sem
staðsett er á Snorrabraut, sér-
stakt eftirlit með útbúnaði bif-
reiða og hefur þráfaldlega tekið
fleiri eða færri bifreiðar úr um-
ferð, auk þess sem að framan
iðioci ait,
iBnoaErteiiol.
Trén —
Framhald af bls. 1.
að bera á sinubruna. Það er
jafnvel svo, að fólk kemur hing-
að til þess að skoða gróður-
inn, segir Steingrímur. Yfirleitt
er marz langerfiðasti mánuður-
inn. Stundum í fyrra kom það
fyrir nótt eftir nótt, að frostið
var yfir 20 gráður. En í vetur
fór það sjaldan yfir 12.
Hvernig fer nú 1 páskahret-
inu?
Tja, ef það verður páskahret,
þá er ekki hægt að gera neitt
fyrir trén. Og þá er hætta á að
illa fari. En við verðum bara að
vona það bezta, segir Hafliði
að lokum.
Hrútafjorðará
í fregn blaðsins fyrir nokkrum
dögum um leigu Hrútafjarðarár í
sumar var þess getið, að það hafi
verið veiðifélagið Strengur, sem ána
leigði. Það skal tekið fram, að það
er ekki veiðifélagið í heild, sem
að Ieigunni stendur, heldur einung-
is nokkrir félagsmenn, Sveinn
Kjarval arkitekt og fleiri. Magnús
Jóhannsson kaupmaður er ekki í
þeirra hópi.
Niðursuða —
Framh at 1 síðu
— Hvert verður framleiðslan
seld?
— Að langmestu leyti til
Bandaríkjanna, en þar er nú helzti
markaður Bjellands fyrir kiþper-
síld, og þar hefur hann mjög um-
fangsmikið sölukerfi.
— Verður eingöngu framleitt
úr nýrri stld?
— Nei, bæði nýrri og frystri
síld. P' I. afur sagt að frysta
síldin sé ekkert lakari til fram-
leiðslunnar.
— Veitir Bjelland tæknilega að
stoð í sambandi við framleiðsl-
una?
— Já, hann mun gera það.
— Hvað mynduð þér vilja segja
um þetta að lokum?
— Það er mjög þýðingarmikið
fyrir okkur að þessi tilraun tak-
ist. Það er öllum Ijóst, a við get-
um framleitt þessa vöru engu síð-
ur en aðrir, en okkur hefur vant-
að markaðsaðstöðu. Það er ekki !
hægt að komast inn á markaðinn )
á stuttum tfma. Það tekur langan |
tíma og kostar mikið fé. Norð-
mennirnir hafa hins vegar mark-
aðina en vantar sfldina, það verð- .
ur því varla ánnað sagt en þarna
sé að hefjast mjög hagkvæm sam- ■
vinna fyrir alla aðila.
Húsnæði
Vantar húsnæði nú þegar eða með haustinu.
VEIZLUSTÖÐIN, Þverholti 4.
Sírpi 10391.