Vísir - 16.03.1963, Síða 15
v T
V í S IR . Laugardagur 16. marz 1963.
75
BEATRICE HERZ:
12
SYSTURNAR
Framhaldssaga
Það var líka vissulega óvanalegt,
já, menn gætu næstum orðið hrærð
ir af að sjá hve viðkvæmur þessi
karlmannlegi maður getur verið.
Persónulega hefði ig varla getað
trúað því, að h'ann ætti slíka við-
kvæmni til. Heldurðu, að hann viti
að Nóra frænka hefur arfleitt okk-
ur að öllu?
Ég varð að stilla mig um að æpa
ekki: Þegiðu, þegiðu! Hættu að
reyna að leggja i rúst það bezta,
sem fyrir mig gat komið, og vakti
löngun mína til lífs og hamingju.
En ég svaraði henni hátt:
— Af hverju spyrðu ekki Filipp-
us um það, — ef þú heldur, að
þú yxir í áliti hans við það?
Hún lét sem hún heyrði ekki
hverju ég svaraði.
— Það er alveg stórkostlegt,
hversu aðlaðandi hann en Það er
leitt að þú skulir ekki meta hann
sem vert er.
Það var þögn um stund. Svo
geispaði hún og sagði:
— Nú verð ég víst að fara og
halla mér. Góða nótt. Sofðu vel.
Þegar ég kom aftur inn í her-
bergið mitt var hún farin, en það
var enn lykt af iimvatninu hennar
í kringum mig, og ég flýtti mér
að opna gluggann, en það var stilli-
logn, ekki minnsti vindsvali til þess
að endumýja loftið og fá þessa
lykt burt. Og ég hallaði mér út af
með þessa lykt í vitum mér og
gat ekki gleymt því, sem hún hafði
sagt, hvernig hún hafði reynt að
læða illum hugsunum í hugskot
mitt, vitandi,- að hver þeirra var
sem skriðkvikindi með sogskálum
á fótum.
Þannig hafði hún alltaf verið og
þannig var hún enn. Vinsamleg á
yfirborðinu, slæg, — og lét skína
í það, að furðulegt væri, að nokk-
uð skyldi heppnast mér — eins og
það væri óhugsandi að „litla syst-
irin hennar“ gæti komið riokkru
tii leiðar, náð nokkru marki á eig-
in spýtur. Áður en slysið varð var
ég bara sextán ára stelpa í henn-
ar augum, stelpa, sem hún talaði
um í meðaumkunartón og af fyrir-
litningu stundum. Hún kallaði mig
þá stundum ljóshærðan stelpu-
krakka í fyrirlitningartón, en sjálf
var hún brún á hár.
Örvæntingin yfir að vera blind
var kannski ekki horfin, nema á
yfirborðinu, eins og ég hafði haldið,
þegar ég allt í einu uppgötvaði
að ég elskaði og Var elskuð. þegar
Filippus hafði vakið mig af dval-
anum. Þá sannfærðist ég um, að
ég myndi njóta hamingju alla mína
ævi við hlið hans. Við höfðum ver-
ið svo hamingjusöm ... höfðum
verið.
Ég varð á sama augnabliki gripin
skelfingu af að hugsa þannig. Hafði
þá Dóra þegar orðið það ágengt,
að 'ég efaðist, var veik fyrir, —
hafði hún sigrað í fyrstu íotu?
Filippus svaf í. herbergi pabba.
Hann átti að liggja þarna mér við
hlið. Ég hafði hrundið honum frá
mér með leiðri framkomu minni,
en innst inni vissi ég, að Dóra hafði
með slægð sinni komið því svo
fyrir, að við lékum hlutverk okk-
ar svo sem við gerum í harmleik,
sem hún hafði sett á svið.
Vonbrigði.
Nokkrum dögum síðar fórum við
frá Eikarlundi til þess að fara
flugleiðis til heimilis Filippusar í
Texas. En við vorum ekki ein.
Allt frá byrjun hafði póra_ talað
um það af áhuga og hrifni, að hún
hefði alltaf borið þá löngun í
brjósti að sjá Texas. Og vitanlega
neyddist Filippus til þess að lok-
um að bjóða henni að koma með.
Ég reyndi að minnsta kosti að telja
mér trú um, að hann hefði gert
þáð, því að hann komst ekki hjá
því, en hann hafði ekki rætt málið
að neinu ráði. Eftir það sem gerð-
ist fyrsta kvöldið kom hann þó
jafnan inn til mín á kvöldin, en
ég vissi, fann, að milli okkar var
ekki allt eins og áður var og átti
að vera. Ég varð smeyk og feimin
— og sýndi hann mér ástaratlot,
var engu líkara en að ég byggist
við að Dóra myndi birtast í dyr-
unum, og þetta hafði þau áhrif á
mig, að ég var óörugg.
En brátt varð ég að reyna, að
ég gat jafnvel þráð þessa daga i
Nýja-Englandi, eða allt frá því er
faðir Filippusar tók á móti okkur
á flugvellinum í Texas. Ég þekkti
hann vitanlega ekkert — hafði
aðeins talað við hann nokkur orð
í síma. Hann var dimmraddaður,
talaði hátt, með sterkum Texas-
hreim. Filippus sagði að hann
væri sterkur persónuleiki, harður,
ósveigjanlegur, sérkennilegur, eins
og landið, sem hann hafði alizt
upp í.
Hið fyrsta, sem hann sagði þeg-
ar fundum okkar bar saman, var:
— Jæja, svona líturðu þá út.
Gott kvöld, Helena. Ég vona að þú
hafir gert þér ljóst hvað þú varst
að fara, þegar þú giftist inn í
Jordan-fjölskylduna, stúlka min.
Já, ekki er hún hraustleg, Filippus.
Og svo kom hann auga á Dóru:
— Og þetta er víst Dóra. Já, þú
safnar sannarlega um þig frlðum
konum, Filippus. Það er. af sem
áður var. Ég er viss um, að hinir
farþegarnir í flugvélinni hafa ekki
haft af þeim augun og öfundað
þig. Jæja, velkomin Dóra. Ég er
viss um, að þér fellur vel á bú-
garðinum. Filippus segir mér, að
þú sért reiðkona mikil.
— Sagði hann ekki líka, að ég
væri mikill aðdáandi Texas. Ég
f alltaf verið hugfangin af þessu
kí. Ég heid, að næstum allir
beztu menn landsins séu frá Texas.
Hún rausaði eitthvað áfram í
sama dúr, en ég lagði ekki við
hlustirnar, og ég gat með engu
móti gleymt, hve auðheyrt var, að
John Jordan hafði orðið fyrir von-
brigðum með mig, og að hann
hafði þegar fallið fyrir. Dóru. Og
ég hafði. vonað svo innilega, að
honum geðjaðist að mér, — af því
að hann var faðir Filippusar.
Við gengum að bifreið Johns
Jordan. Það var heitt £ veðri — og
loftið þurrt, — ekki hæfilega rakt
og ferskt eins og á sumrin 1 Nýja-
Englandi. Mér fannst ég varia geta
náð andanum.
Dóra sat fram I hjá John Jordan
og við Filippus í baksætinu. John
Jordan talaði án afláts um búgarð-
©PIB
—onrfM
Þér skulið ekki gefa honum neitt, því að þá er hætt við að han*
fari að finna á sér — — !
inn og störfin þar, skyldmenni,
sem ég hafði aldrei heyrt Filippus
minnast á einu orði, um stjómmál,
innan- og utanríkismál, stórgripi,
sem hann hafði fengið verðlaun
fyrir, nágranna, sem var nýlátinn
og skólabróður Filippusar, sem var
nýbúinn að eignast þríbura.
— Þrír litlir bófar, sem hver
hefur rödd eins og blásið sé í þoku-
lúður. Það eru snáðar, sem vert er
um að tala, Filippus. Þú ættií held-
ur að gleðja gpmla pabba méð ein-
hverju slíku, heldur en þessum
ferðalýsingum þínum, jú, jú, ég
hef lesið þær, og þú kannt að
halda á penna, strákur, og þakka
skyldi þér eftir að ég hef kostað
þig á skóla bæði hér og I útland-
inu. En þrfburar, hefðirðu komið
heim með þríbura drengur, það
hefði verið eitthvað um að tala!
Filippus tók hönd mína óg
strauk hana, og það var dálítil
huggun 1 því og svo sagði hann
eitthvað mjög lágt til afsökunar
á þessum „lestri pabba gamla“, en
nú gall við hin háa rödd Dóru
systur:
— Ég hef alltaf óskað mér að
eignast drengi. Það er . klega vegna
þess, að ég átti engan bróður.
Þetta lét hún fara yfir varir sér,
hún Dóra systir mfn, sem fram að
þessú hafði alltaf sagt, að hún
gæti ekki þolað krakka í návist
sinni.
John Jordan rak upp enn einn
hrossahláturinn og sagði:
— Já, þú lítur sannarlega svo út,
að það ætti að geta lukkazt fyrir
þér. Já, ég hefði nú haldið það.
Hún gæti sem bezt verið fædd
hérna í Texas þessi mágkona þín,
Filippus, brúnhærð og græneygð
og klár á hlutunum. Nei, henni er
ekki fisjað saman!
Það lá við að ég furðaði mig á,
að hjartað skyldi ekki hætta að
slá í brjósti mér — svo mjög
kenndi mig til vegna tillitslausrar
framkomu hans. En Filippus sagði
ekkert, þrýsti mér bara fastar að
sér, en í framsætinu mösuðu þau
John Jordan og Dóra um lands-
lagið og sögu Texas. Ég hafði sann
ast að segja aldrei vitað fyrr, að
Dóra hefði nokkurn áhuga fyrir
sögu Bandarfkjanna, hvað þá ein-
stakra rfkja — og kom mér þvf
óvænt hvað hún vissi þó mikið um
Texas. Vafalaust hafði hún lesið
sér þetta til, búið sig undir það,
til þess að faðir Filippusar fengi
álit á henni og yrði liðsmaður
hennar.
T
A
R
Z
A
N
then he INSTRUCTEP' a
NATIVE R.UNNEK. "GET
THIS TO NAIROEI AS
PAST AS VOU CAN — >
'I WANT HOLLYWOOP’
ANP THE WHOLE
WORLP TO KNOW
THAT IVV VINIES
SAMSSINS!"
Áður en leitarflokkarnir lögðu skeyti. Síðan sagði hann við inn með þetta til Nairobi, eins fljótt wood og allur heimurinn viti að
af stað, settist Zukoff niður við fæddan aðstoðarmann: „Farðu og þú getur. Ég vil að Holly- Ivy Vines sé týnd“.
skrifborð sitt og skrifaði sím-
j.-æ-SL."2..s2S¥m»««3*iELr. -. vgg-x.v'-si-iwaa
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængum-
ar. Eigum dún og
\ fiSurheld ver.
\
Dún og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29. Simi 33301
cx cx £=<
tcx CX C=X c=><
co< ccx c=x c=x o< CCX
crx crx cx c=X c=><
/