Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 27. marz 1963.
5
NÝJA TOLLSKRAIN -
Framhald af bls. 7.
bátavélum 200 hestöfl og stærri
(slíkar vélar 200 hestöfl og
stærri eru n£§r eingöngu notaðar
f báta og skip), verði einn og
sami tollur 35%. Við það lækkar
tollur á bifreiðavarahlutum úr
77% í 35%, tollur á varahlut-
um og vélum í dráttarvélar stend
ur í stað, en tollur á bátavéla-
varahlutum og bátavélum minni
en 200 hestöfl hækkar úr 21%
f 35%. Af vélum af þessari stærð
sem sannanlega eru settar í báta
eða notaðar til raflýsingar á
sveitabæjum, endurgreiðast svo
25%, þannig að tollurinn verður
í reynd 10%, sbr. 2 hér á eftir.
Nokkrir varahlutir til bátavéla,
sem auðveldlega verða greindir
frá öðrum varahlutum til véla
(”m eru allir f 35% tolli), eru
settir í sérstakan undirlið,
84.63.02, með 4% tolli (nú 21%).
2. Tollur á bátavélum 200
hestöfl og stærri lækki úr 21%
f 10%. Tollur á hjóladráttarvél-
um lækki úr 35% í 10%. Á hinn
bóginn verði tollur á vörubifreið-
um, sendiferðabifreiðum, al-
menningsbifreiðum og jeppum
40% (nú 38%), en á fólksbif-
reiðum hækki tollur úr 81% í
90%. Er þessi hækkun tolls á
fólksbifreiðum gerð til að mæta
að nokkru leyti lækkun tolls á
bifreiðavarahlutum úr 77% í
35%. Um sendiferðabifreiðar eru
sérstök ákvæði í 4. athugasemd
við 87. kafla tollskrárinnar. Eru
þessi ákvæði sett til varnar því,
að slíkum bifreiðum sé breytt
í fólksflutningsbifreiðar, án þess
að þá séu greidd af þeim sam-
svarandi gjöld og fólksflutnings-
bifreiðum.
Lagt er til að tollur á beltis-
dráttarvélum lækki úr 34% í
25%, og að sami tollur verði á
skyldum tækjum, sem sé jarðýt-
um (nú 34%), vegheflum (nú
38%) og grafvélum (nú 21%).
Er óhjákvæmilegt, að sami toll-
ur sé á öllum þessum tækjum,
vegna þess hve lík þau eru hvert
öðru.
Gert er ráð fyrir 10% tolli á
flestum tegundum landbúnaðar-
véla og tækja. Tollur á þessum
vélum er nú 20—21%. Á vélar
til vinnslu landbúnaðarvara (t.d.
mjólkurvinnsluvélar) er lagður
sami tollur og á almennar iðn-
aðarvélar, 35%. Annars er toll-
ur á einstökum landbúnaðarvél-
um og verkfærum svo sem hér
segir: Plógum, herfum,. áburðar-
dreifurum og slíkum verkfærum,
10% (nú 19 og 21%), mjalta-
vélum 10% (nú 21%), sláttuvél-
um, upptökuvélum fyrir kartöfl-
ur o.þ.h., rakstrar- og snúnings-
vélum 10% (nú 21%).
Á langflestar iðnaðarvélar er
settur 35% tollur, eins og nú er
á þeim. Til iðnaðarvéla teljast
hér frystivélasamstæður og allar
vélar fyrir útflutningsiðnað. Þær
eru allar með 35% toll samkv.
er gert ráð fyrir endurgreiðslu
tolls á vélum til veiðarfæragerð-
ar og vélum til framleiðslu um-
tillögunum, en eins og nú gildir
búða útan um útflutningsafurðir
(sbr. 3. gr. 22. og 24. tölul.). — Á
saumavélum til iðnaðar er gert
ráð fyrir 40% tolli eins og á
saumavélar til heimilisnota, sbr.
það, sem áður er sagt því við-
komandi, Vélar til þvottahúsa
eiga að vera nheð 50% tolli.
Reiknivélar 'Og bókhaldsvélar
eru nú með 85'% heildartoll og
er gert ráð fyrir, að hann lækki
í 60%. Á ritvéliar er einnig sett-
ur 60% tollur (nú 72%).
Rafmagnsvélær og -tæki eru
yfirleitt með 313% toll samkv.
tillögunum, og e r það líkur toll-
ur og nú er á fl'estum vörunum,
én þó hafa tollar á allmörgum
rafmagnsvélum og -tækjum ver-
ið samræmdir ní ður á við.
Optísk tæki eru mörg með
35% toll samkviemt tillögunum,
þ.á.m. öll slík taaki, sem eru nú
með svipaðan toll, og að auki
mörg önnur, seín nú eru með
hærri toll. Áður var skýrt frá
tolli á kvikmyndatökuvélum,
skuggamyndavélut m o.þ.h., sem
gert er ráð fyrir verulegri lækk-
un á. — Tollur á gleraugum,
sem nú er 106%, er settur 80%,
og 106% tollur á sjónaukum er
lika lækkaður f 80%. Á rönt-
gentæki er settor 15% tollur,
eins og nú er á þeim. — Á
bergmálsdýptarmæla, radar og
fisksjár er settur 4% tollur í
stað 15% nú.
Við tollbreytinguna í nóvem-
ber 1961 var tollur á úrum lækk-
aður í 52%. Nú er til viðbótar
lagt til, að tollur á klukkum og
öllum hlutum til úra og klukkna
verði færður í 50%. Á sumum
þessara vara er nú allt upp í
207% tollur.
Tollur af húsgögjnum, sem nú
er yfirleitt 124%, ,4 samkvæmt
tillögunum að Iækloa í 90%.
Kirkjugripir.
Heimilt er nú að fella niður
aðflutningsgjöld af kirkjugripum.
Lagt er til, að heimllað verði að
fella alveg niður toll á kirkju-
klukkum (sem ekki er hægt að
gera hér á Iandi) og fella niður
helming tolls á öðnjm kirkju-
grípum. Þykir sjálfsagt, að ís-
lenzkur listiðnaður hafi ein-
hverja vernd í þessu sambandi.
A móti —
Framhrld af bls. 8.
ist einna mest fyríi- íslenzku
sjálfstæði. Það á að verðlauna
lúthersku kirkjuna fyrir athæfi
sitt. Slíkt er hvorki vi#3felldið né
þjóðinni til sóma“.
Talaði síðan Einar ,með virð-
ingarleysi um biskup fsiands, og
þær ráðagerðir sem fyrirhugað-
ar eru varðandi biskufissetrur í
landinu. „Ofan á allt tiidrið eiga
síðan að koma 3 biskupar, sem
manna á meðal verða s-ennilega
kallaðir — „hinir þrír V.andræða
biskupar Alþingis".
(Ekkj er ljóst milli hvaffa
manna slík viðurnefni verði
notuð um biskupa íslandls, þótt
sennilega eigi Einar við vini
sfna og kollega, kommúnistana).
Eftir að hafa farið fleiri slík-
um háðslegum orðum um
lúthersku kirkjuna, biskupana
og kristnina f landinu, vék Einar
Olgeirsson að sínum eigin hug-
myndum um framtíð Skálholts.
Vildi hann koma þar upp
menntasetri, fyrir fræði- og
vísindamenn, búnaðarháskóla
og bændaskóla og fleiri skóla-
húsum. Kvaðst hann vel geta
hugsað sér 5—10 þúsund
manna bæ í Skálholti, og gjarn
an mætti þar vera kirkja fyrir
prestana að æfa sig í. Inn í
þessar hugleiðingar fléttaði
hann kapitulum um borgara-
byltingu og burgeisastéttirnar,
fésýslu og brask, „og hinni ó-
smekklegu og illa skipulögðu
Reykjavík".
1000 íbúðir —
Framnald at bls 1
skýrt frá í fréttum. Bygginga-
fulltrúi borgarinnar, Sigmundur
Halldórsson, segir að óvenju
mikill byggingaáhugi sé nú í
fólki.
„Allar byggingafrámkvæmdir
eru stöðvaðar — eru stöðvaðar“,
tvítekur Eysteinn og margend-
urtekur dag eftir dag á Alþingi
f vetur, og Þórarinn Þórarins-
son Tímaritstjóri bergmálar
þennan söng og flytur hreina
sýndar- og yfirboðstillögu um
það að ríkið leggi nú þegar og
tafarlaust fram hundruð mill-
jóna króna til byggingasjóðs
ríkisins, án þess að gera
minnstu tilraun til að sýna
fram á, hvar ríkissjóður ætti
að taka þau hundruð milljóna,
án þess að benda á hvar ein-
hver leið væri til tekjuöflunar,
rétt eins og ríkissjóður sé ó-
þrjótandi brunnur, sem allir
geti ausið af og enginn þurfi
að greiða neitt í.
Þessar upphrópanir og sýnd-
artillögur þeirra Eysteins og
Þórarins eru til þess eins ætlað-
að að tæla Reykvíkinga og aðra
landsmenn, sem eru að brjótast
í því að byggja, til að greiða
flokki þeirra atkvæði fyrir
kosningarnar í vor. En Reyk-
víkingar vita manna bezt að
byggingar eru ekki stöðvaðar í
Reykjavík né annars staðar, að
aldrei hefir verið meiri bygg-
ingarhugur í mönnum en ein-
mitt nú, og aldrei veittur meiri
stuðningur af opinberri hálfu en
einmitt nú við þá, sem eru að
byggja. Og Reykvíkingar og
þjóðin öll vita einnig, að þess-
ar framkvæmdir allar eru sízt
af öllu Framsóknarmönnum að
þakka, heldur er það viðreisn
ríkisstjórnarinnar í framkvæmd,
og hin hyggilega og framsýna
stjómarstefna f heild, sem hér
segir til sín, og að allt myndi
snúast til hins verra aftur ef
svo ógæfusamlega tækist til að
menn Iétu blekkjast til aukins
fylgis við þann flokk, sem allra
flokka sízt getur þakkað sér
hina ævintýralegu og heillaríku
uppbyggingu höfuðborgarinnar.
Afhugasemd frá Félagi
ísl. myndlisfarmanna
I dagblaðinu Vísi 19. þ. m. er
viðtal við Finn Jónsson listmál-
ara. Er viðtal þetta mjög ofsa-
fengið og ósatt. Mun ég því ekki
fjölyrða um það — tel það ekki
þess vert.
Tvennt vil ég þó leiðrétta:
1) Á sýningum Norræna' list-
bandalagsins, sem Félag íslenzkra
myndlistarmanna er óvéfengjanleg-
ur aðili að, hafa svo til alltaf verið
sýnd verk eftir utanfélagsmenn
sem félagsmenn. í Félagi íslenzkra
myndlistarmanna eru flestir ís-
lenzkir myndlistarmenn, en á sýn-
ingum Norræna listbandalagsins
geta einungis verk fárra manna
komið fram hverju sinni. Hefur
Félag íslenzkra myndlistarmanna
þvf reynt að gefa sem flestum
færi á að sýna með því að skipta
um íslenzka þátttakendur í sýn-
ingunni frá ári til árs, þó svo að
það rýri ekki listgildi sýningarinn-
ar.
2) Stjórn Félags íslenzkra mynd-
listarmanna er ekki kunnugt um,
að fyrirhuguð sé norræn mynd-
listarsýning í París á þessu ári.
Þá er stjórn félagsins' og alls ó-
kunnugt um fjárhæð þá, krónur
800.000, sem Alþingi á að hafa
ætlað á fjárlögum þessa árs til
sýningar þessar, og vísast í þessu
efni til fjárlaga ársins 1963.
Þykir mér afstaða dagblaðsins
Vísis til þessa máls harla kynleg
og hefði ekki sakað að afla sér*
frekari upplýsinga og álits okkar,
áður en rokið er upp til handa og
fóta með skömmu og brigzlyrðum.
Læt ég svo útrætt um þetta mál.
Sigurður Sigurðsson,
formaður Félags íslenzkra mynd-
listarmanna.
ÍVmtun t
preatsmlfija & gúmmlstímplagerð
Einholti Z - Slmi 20960
mmw—
VW'60
Lítið keyrður til sölu í
dag.
Bílasalan Álfafell
Hafnarfirði. Sími 50518.
BIFREIÐASALA
Laugavegi 146 — Símar 11025 og 12640.
býður yður í dag óg1 næstu daga til sölu eftirtaldar
bifreiðar:
Studebaker 1947 30 manna rútubíl Ford ’47 á kr.
30.000,00 Ford F-100 sendib. ’55 kr. 70 þús. Greiðslu-
skilmálar. Opel Carvan: ”54, ’55, ”56 og ’60.
Mercedes-Benz: ’55, ’56, ’57, ’58, ’60 og ’61.
NSU Prinz ’63 sem selst fyrir fasteignabréf.
Enn, sem ávallt er úrval 4ra, 5 og 6 manna, auk stat-
ion, vöru- og jeppa-bifreiða fjölbreyttast hjá RÖST sf.
Vaxandi viðskipti, síaukin þjónusta, og ánægja við-
skiptavina okkar sannar yður bezt, að það er hagur
beggja að RÖST annist fyrir yður viðskiptin.
Laugavegí 146
Símar 11025 og 12640.
Frá Handíða og myndlistaskólanum.
Umræðukvöld
verður í skólanum 27. marz kl. 20,30 Kurt
Zier skólastjóri flytur erindi LJÓS OG
SKUGGI, um litfræði Inpressionismans.
Öllum er heimill aðgangur.
| Landsmúlafélogið Vörður
í kvöld kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu.
Funítarefni: NÝJA TOLLSKRÁIN.
Frummælandi Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra.
Allt Sjálfstæðis fólk velkomið meðan húsrúm leyfir.