Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 8
V1SIR . Miðvikudagur 27. marz 1963. VÍSIR Otgefandi: BlaSaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. ' Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í Iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hjálparbeiðni Þjóðviljans l Á sunnudaginn var birtist á forsíðu Þjóðviljans innrömmuð áskorun til íslenzkrar alþýðu um „mynd- un allsherjar styrktarmannakerfis Þjóðviljans um land allt“. Segir þar, að þegar blaðið hafi verið stækkað, fyrir fimm mánuðum, hafi stækkunin „eingöngu verið framkvæmajnleg vegna sameiginlegs átaks mikils f jölda stuðningsmanna blaðsins“. Þessa fullyrðingu munu nú ýmsir draga í efa, svo ekki sé meira sagt. Það er að vísu kunnugt, að forráða- * menn Þjóðviljans hafa stundum áður komið af stað f jársöfnunum fyrir blaðið og látið mikið yfir því, hvað þær hafi heppnazt vel og þátttakan verið almenn. En kunnugir menn í herbúðum kommúnista, sem ef til vill hafa sagt meira en þeir máttu, hafa gert lítið úr þessu „sameiginlega átaki fjöldans“ og talið að það hefði litlu breytt um fjárhagslega getu blaðsins, ef ekki hefði komið til önnur hjálp, sem þyngri var á metunum. Sú hjálp mun hins vegar hafa verið frá aðila, „sem ekki vill láta nafns síns getið“, af því að vitneskja um fjár- styrk hans til blaðsins kynni að koma ónotalega við suma, sem lifa í þeirri blekkingu, að Þjóðviljinn sé mál- gagn íslenzkrar alþýðu. í fyrmefndum betlidálki er því lýst með átakan- iegum orðum, að Sósíalistaflokkurinn telji það „óum- flýjanlegt, að snúa sér til alþýðu manna“ og biðja hjálp ar, og blaðinu nægi ekkj minna en ÞRJÁR MILLJÓN- IR KRÓNA Á ÞESSU ÁRI. Og svo er auðvitað á það minnzt, að Þjóðviljinn hafi verið íslenzkri alþýðu „ó- metanleg stoð í lífsbaráttu hennar fyrir betri kjörum og betri heimi!“ Flestir munu vera vantrúaðir á það, að skrif Þjóð- viljans hafi bætt heiminn, en jafnvel þótt svo einfaldar sálir væm til, að þær tryðu slíku, má hugga þær með því, að þær þurfa ekki að ganga nærri pyngju sinni til þess að tryggja útgáfu blaðsins. Aðrir og sterkari aðil- ar munu sjá fyrir því — hér eftir sem hingað til. Hvað á alþýðan þeim að þakka? Deilur um myndfíst % n Þeim em kynnu að detta í hug að verða við þess- ari hjálparbeiðni kommúnista, skal ráðlagt að íhuga það, áður en þeir Ieggja fram skerfinn, hvað þessi flokkur hefur gert til þess að bæta lífskjör almennings og skapa betri heim. Og af því að fylgismönnum komm únista er nú gjarnt til þess, að líta í austur, ættu þeir að reyna að afla sér réttra upplýsinga um það, hvort lífskjörin og heimurinn fyrir austan járntjald séu betri en hjá lýðræðisþjóðunum á Vesturlöndum, sem íslenzk ir kommúnistar em alltaf að níða. Að ængnum þeim upplýsingum mundi íslenzk al- þýða sjá, að skemmdarverk málgagns kommúnista skapar henni hvorki betri lífskjör né betri heim. Tj’inn daginn í síðustu viku birt- ist hér í blaðinu viðtal við einn af oddvitum hinna eldri myndlistarmanna í landinu, Finn Jónsson. Rakti Finnur þar raunir þeirra myndlistarmanna, sem standa að hinu nýja Mynd- listarfélagi og kvað lítið samráð haft við það félag um val mál- verka á sýningar erlendis. Fór Finnur hörðum orðum um af- stöðu kollega sinna í hinu eldra myndlistarfélagi og kvað þá mjög skara eldi að sinni köku. JMstamenn hafa lengi deilt og það er engin ný bóla að þeir fari hörðum orðum hver um annan, lýsi því jafnvel yfir að andstæðingar þeirra innan listarinnar séu „óbilgjörn of- beldisklika" og viðhafi aðrar á- móta svívirðingar um bræður sfna I listinni. Óg enginn skyldi halda að einungis íslenzkir myndlistarmenn séu með þessu marki brenndir. Slíkar rimmur þekkjast ekki síður annars stað- ar, þótt tungutak hinna Islenzku myndlistarmanna sé að vísu æði miklu kjarnyrtara en hinna erlendu starfsbræðra þeirra. Listamenn munu halda áfram að deila. Þeir eru menn tilfinning- anna og stundum andans, og slíkir menn rita alla jafnan ekki í þurrum rökvísisstíl. Þetta vita lesendur og því er vömmunum tekið með hæfilega mikilli var- kárni. I slíkum deilum er Vísir ekki kallaður til. dómarahlut- verks og þótt einhverjir lesend- ur hafi ef til vill fengið þá hug- mynd að svo sé við Iestur fyrr- greinds viðtals þá er það mis- skilningur. Jj^n það er annað atriði þessa máls, sem er kannski öllu alvarlegra. Þessi skrif hafa leitt það í ljós, að enn eru þeir menn til hér á landi, sem haldnir eru þeirri þröngsýni og skorti á list- rænni dómgreind að þeir telja flest það sem ekki er málað í forníslenzkum raunsæisstíl hina forkastanlegustu afskræm- ingu, sem eigi ekkert skylt við list. Til slíkra manna heyrðist alloft á prenti fyrir tíu til fimmtán árum, en maður skyldi halda að slíkar raddir væru nú þagnaðar. Svo er þó ekki til fulls. Grafarraustin heyrist enn. Það má reyndar nokkurri undr- an sæta, að sumir þeirra manna, sem skrifa í blöð, skuli ekki ennþá hafa skilið þá einföldu staðreynd, að það er ekki form- '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ið, sem skiptir hér meginmáli, heldur hæfileikar listamannsins. Það varðar litlu hvort mynd er máluð í abstraktstíl eða I hefð- bundnum raunsæisstíl. Abstrakt mynd getur verið mikið lista- verk, en hún getur einnig verið óhæft verk, nákvæmlega eins og myndir Ásgríms eru gagn- ólíkar þeirri póstkortafram- leiðslu, sem daglega er til sölu í reykvískum búðum. Ljóðið verður ekki góður skáldskapur, eða vondur eingöngu af því að það er kveðið í atómstíl. Kjarni listarinnar er sjaldnast undir forminu kominn. Tjess vegna eru fullyrðingar um það að meirihluti Is- lenzkra listamanna, þeir sem I óhlutlægum stíl mála, séu þröng sýn og rangsleitin klíka, sem að ófyrirsynju skreyti sig með lista mannsnafnbótinni, fullkomin vindhögg. Þeir menn, sem hafa ekki annað betra við tíma sinn að gera en skrifa skammir um fslenzka listamenn í götustráka- stíl f dagblöðin, jafnvel þótt í nafni gamalla og góðkunnra listamanna sé, ættu að snúa geiri sínum í skynsamlegri áttir. Gunnar G. Schram. .V.V Ísleiakúr tækniskóli Fram er komið frum- varp á Alþingi, sem kveður á um stofnun Tækniskóla íslands. Höf uðtilgangurinn með stofnun slíks skóla er að bæta úr skorti tækni- menntaðra manna hér á landi og brúa það bil, sem er á milli iðn- fræðslustigs annars veg ar og verkfræðináms í háskóla hins vegar. — Skólagangan tekur 3 ár, og er skilyrði inngöngu að menn hafi iðnskóla- próf og hafi setið eitt ár í undirbúningsdeild. Umræður urðu um frum- varp þetta eftir að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra hafði fylgt þvf úr hlaði. Flestir tóku undir nauðsyn þess ao hér yrði bætt tæknifræðsla sett á fót, sem bætti úr þörf þjóðfé- lagsins fyrir tæknimenntaða menn. Nefnd sú, er undirbjó málið, svo og ráðherrann, telja tvær grundvallarstefnur liggja fyrir þvf að stofna verði skóla þennan. önnur er sú, að at- vinnuvegina vantar í sívaxandi mæli tæknimenntað fólk, hin er sú, að þörf unglinga á aukinni menntun fer stöðugt vaxandi. í skólanum verða m. a. véla- deild, rafmagnsdeild, fiskideild og deild er samsvarar vélstjóra skólanum. Ráðgert er að skól- inn hefji kennslu næsta haust, þá eingöngu í fyrsta bekk. Sú kennsla hefur verið undirbúin í vetur, þar sem um 30 nemend- ur hafa sótt undirbúningsdeild. Námið í skólanum mun taka 3 ár, auk eins undirbúningsárs, þ. e. í rauninni 4 ár. Eins og fyrr segir, verður viðkomandi að hafa iðnskóla- eða miðskóla- próf og gangast í gegnum inn- tökupróf. Ráðherra gat þess, að nú væru hér á lándi 1,4% verk- fræðingar, en aðeins 0,5% tæknifræðingar. Þau hlutföll væru algerlega öfug, því eðli- legt væri að þeir síðarnefndu væru allt að þrisvar sinnum fleiri. Allir hefðu viðurkennt nauðsynina á fleiri tæknifræð- ingum, en margir væru hins vegar tortryggnir á að setja upp skóla fyrir þá hér á landi. Rík- isstjórnin liti þó svo á, að úti- lokað sé að sækja sífellt til annarra landa, og hefði hún því lagt frumvarp þetta fram. Ailir þyrftu þó að skilja að það tekur tíma að koma slíkum skóla upp og ýmis vandkvæði væru þar á. Gat ráðherrann síðan þess, að á næsta hausti væri von á nokkrum fulltrúum frá Danmörku, sem myndu aðstoða við undirbúning allan. Athyglisvert er í frumvarpi þessu, að skólastjóri tækniskól- ans nefnist rektor. Kommúnistor gegn því nð kirkjnn fúi SKÁLHOLT Einar Olgeirsson, for- ingi íslenzkra kommún- ista, hélt eina af sínum frægu ræðum á Alþingi. Umræðuefnið var af- hending Skálholtsstað- ar í hendur íslenzku þjóðkirkjunni. — Lýsti Einar sig andvígan þeirri ráðstöfun, með þeim orðum, að hann ,vildi ekki taka þátt í því að henda Skálholti í þjóð- kirkjuna“ Hélt hann langa ræðu, máli sínu til stuðnings, og hefur sjald an komið skýrar fram andúð hans og virðing- arleysi fyrir hinni lúthersku þjóðkirkju. I upphafi máls síns lýsti Einai þeirri skoðun að þessi ráðstöf- un á Skálholtsstað væri ekk’ gerð af kirkjulegum hug. Yfir- völdin hefðu látið flækja sig inr í alls konar vitleysu, farið ó- hönduglega með staðinn, og nú væri gripið til örþrifaráða til að losna við vandann. „Það er fyrirhyggjuleysi og tildur", sagði Einar, „að henda staðnum í þjóðkirkjuna, svc ekki sé talaí um þau helgispjöll sem framin eru með því að af- henda lúthersku kirkjunni þann stað sem hún iét hálshöggva Jón Arason, manninn sem barð' Framh. i bls. 5. r * r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.