Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 9
VISIR . Miðvikudagur 27. marz 1963. BSSiH 9 Gunnar Thoroddsen: NYJA Tollskráin lögð fyrir Alþingi í dag. f dag, 27. marz, var frum- varp til nýrra tollskrár lagt fyrir Alþingi. 1. umræða fer fram í efri deild Alþingis á morgun. Fjár- hagsnefnd deildarinnar fær málið til meðferðar og er gert ráð fyrir, að fjárhagsnefndir beggja þingdeilda vinni saman að athugun málsins, en við það sparast vinna og timi. Ekki er talið nauðsynlegt að stöðva tollafgreiðslu á vörum, meðan frumvarpið er til með- ferðar í þinginu. Frumvarpinu er ætlað að ganga f gildi 1. maí næstkomandi. Tollskrárfrumvarpið er mikill iagabálkur. Ásamt greinargerð er það 174 blaðsfður í venju- legu þingskjala-broti. Að því hefur verið unnið í rúm þrjú ár og liggur frábær elja hinna færustu sérfræðinga þar að baki. Fáein meginatriði hinna nýju tollalaga skulu hér rakin. Einföldun. Tollar og önnur aðflutnings- gjöld voru orðin svo flókin, að ekki varð lengur við unað. Margar tegundir aðflutnings- gjalda voru lagðar á flestar vörur, með mismunandi pró- sentum, reiknað af mismunandi grunnverði. Var það orðið á fæstra manna færi að reikna rétt þau torráðnu dæmi. Hefur þessi flækja öll kostað ótrúlega vinnu fyrir ríkið og innflytjend- ur, valdið óþarfa skriffinnsku, töfum og kostnaði. Eitt meginatriðið við endur- skoðun tollskrárinnar var því að gera hana einfalda og ó- brotna. 1 stað þess aragrúa af gjöldum, sem f gildi hafa verið, kemur nú einn verðtollur, reikn aður af einum og sama grunni. ' Gunnar Thoroddsen Samræming. Óþolandi ósamræmi var orðið um tolla af sams konar eða svipuðum vörum. Stundum hafði slíkt ósamræmi verið Iög- fest vitandi vits, en stundum af vangá. Sem dæmi má nefna varahluti til véla. Tollar af varahlutum eru ýmist um 20% um 35% eða nær 80% eftir þvi, hvort á að setja varahlutinn í bát eða dráttarvél eða bíl, þó að um nákvæmlega sams konar hlut sé að ræða. Slíkt fyrir- komulag bauð upp á misnotkun og var orðið óframkvæman- Iegt að dómi tollyfirvalda. Nú er reynt að samræma tollana, flokka f sama flokk þær vörur sem saman eiga að eðli máls. Lækkun toila. Oftollun margra vara var orð in slík, a~ engin dæmi þess RAIN voru meðal vestrænna, frjálsra þjóða. Leiddi þetta af sér þrennt: Óhóflegt verð á þessum vörum, stórfellt smygl og tekju- tap ríkissjóðs. Voru þess dæmi, að tollar komust yfir 300%. í nóvember 1961 var f fyrsta sinn ráðist til atlögu gegn þess um ófögnuði. Gjöld á fjölmörg- um vörutegundum voru lækkuð verulega. Afleiðingin varð verð- lækkun fyrir fólkið, smyglið minnkaði, en ríkissjóður fékk meiri tekjur en áður, þrátt fyrir tollalækkunina. Nú er haldið áfram á þessari braut. Hámarkstollur samkvæmt nýju tollskránni er 125 af hundr aði. En auk lækkunar á svokölluð um „hátollavörum", eru tollar lækkaðir á fjölmörgurn vörum öðrum. Miðað við innflutningsmagnið 1962 myndu tollar samkvæmt nýju toílskránni verða um 100 milljón krónum lægri en eftir núgildandi tollalögum. Alþjóðlegt samstarf. Lengi hefur verið unnið að því að koma á alþjóðlegu sam- starfi og samræmi í tollamálum Með hinum sfvaxandi viðskipt- um milli þjóða er þörfin brýn á víðtækri samvinnu f þessum efnum. Mikilvægum áfanga var náð, þegar margar þjóðir gerðu með sér sáttmála 1950, sem kenndur er við BrUssel í Belgíu, um samræmda vöruflokkun í toll- skrám öll lönd Vestur-Evrópu, önnur en ísland, hafa tekið upp Briissel-'yrirmyndina. En hin nýja tollskrá íslands er samin eftir Briissel-skránni, epda var samþykktin frá 1950 undirrituð af íslands hálfu. þótt fullgilding hafi ekki enn farið fram. I Tiiraunm msS misiinga- bólusetningu er nú lokið Grein um tilraunirnar á íslandi í ensku læknablaði * / Ingvar Asmundsson — Þórir Olafsson VmVmW.V.V.WVW.W.V.W.WmVmV.WmW BLINDSKÁK Eins og nærri má geta er blind skák með því móti að annar tefl- andinn eða báðir tefla blindandi, sjá hvorki taflmenn né taflborð og skýra hvor öðrum frá leikjum sínum á táknmáli skákarinnar. Algengast er að skákmeistari tefli blindandi við minni spá- mann sem sjáandi situr við tafl- borðið. Alitið er að skáktaflið hafi borizt frá Indlandi til Persfu og þaðan með Aröbum til Evrópu um eða fyrir árið 1000. Vitað er að Arabinn Stamma tefldi blind- andi á tveimur borðum samtímis. Petta afrek var vitanlega löngu gleymt og grafið á 18. öld, þegar Frakkinn Philidor sló þetta met með þvf að tefla þrjár blindskák- ir samtímis. Svo furðu lostnir urðu menn við þessa atburði að kallaðir voru til vitnis valinkunn- ir menn og undrið skjalfest í skyndi svo að komandi kynslóð- ir færu ekki í grafgötur um þetta minnisafrek mannsandans á 18. öld. Þetta met Philidors var slegið af Þjóðverjanum Paulssen. Hann tefldi fyrst 4 blindskákir árið 1857, en komst upp í 14. Hann var svo leiðinlegur og lengi að leika, að menn flýttu sér að gleyma afrekum hans. Bandarfski snillingurinn Morp- hy tefldi 8. blindskákir samtímis gégn úrvalsliði’ í' Frakkla'ndi árið 1859...Hannr,ya_nn,ið*i(9B(^£^tði ,2 jafntefli. Meist'arárnir BÍackburn og Zukertort komust upp í 16 blindskákir en síðan lítur heims- meistaraskráin svona út: PHIsbury, 22 blindskákir f Mosk- vu 1902. Réti, 24 skákir 1919. Breyer, 25 skákir 1921. Aliechin, 26 skákir 1924. Aljechin, 28 skákir í Parfs skömmu seinna. Koltanowsky, 30 skákir 1930. Aljechin, 32 skákir skömmu seinna. Koltnowsky, 34 skákir 1937. Najdrorf, 40 skákir f Rosario 1943, og sfðan 45 skákir í Sao Paolo 1947, Siðastnefnda fjöltefl- ið stóð f rúman sólarhring. Naj- dorf vann 39 skákir gerði 4 jafn- tefli og tapaði tveimur skákum. Þetta mun vera talið heimsmet í blindskák, en Ungverjinn J. Flesch tefldi við 52 árið 1960. Þá var teflt f tveimur áföngum og er þetta því engan veginn sambærilegt við afrek Najdorfs. Þegar rætt er um heimsmet í blindskák en eingöngu tekið tillit til fjölda þeirra skáka sem meistarinn teflir samtfmis er aug- ljós veila í ma$i á afrekinu. Það skiptir auðvitað miklu máli við hve sterka skákmenn er að eiga. Það er auðvitað tiltölulega minnstur vandi að tefla við sam- valið fallbyssufóður, menn sem eru f þann veginn að læra mann- ganginn og hægt er að máta f 4 til 10 leikjum. Vitað er að Pills- bury og Aljechin voru nokkuð vandir að virðingu sinni í þessu efni en tölurnar hér að framan benda óneitanlegá til hins gagn- stæða um Najdorf. Að lokum birtist hér ein af þrem blindskákum sem Philidor tefldi samtímis 8. maí 1783. Hvítt: Brtihl Svart: Philidor 1. e4 e5 2. Bc4 c6 3. De2 d6 4. c3 f5 5. d3 Rf6 6. exf5 Bxf5 7. d4 e4 8. Bg5 d5 9. Bb3 Bd6 10. Rd2 Rd7 11. h3 h6 12. Be3 De7 13. f4 h5! 14. c4 a6 15. cxd5 cxd5 16. Df2 0-0 17. Re2 b5 18. 0-0 Bb6 19. Rg3 g6 20. Hacl Rc4 21. Rxf5 gxf6 22. Dg3t Dg7 23. Dxg7 Kxg7 24. Bxc4 bxc4 25. g3 Hab8 26. b3 Ba3 27. Hc2 cxb3 28. axb3? Hbc8 29. Hxc8 Hxc8 30. Hal Bb4 31. Hxa6 Hc3 32. Kf2 Hd3 33. Ha2 Bxd2 34. Hxd2 Hxb3 35. Hc2 h4 36. Hc7 Kg6 37. gxh4 Rh5 38. Hd7 Rxf4 39. Bxf4 Hxf3 40. Kg2 Hxf4 41. Hxd5 Hf3! 42. Hd8 Hd3 43. d5 f4 44. d6 Hd2 45. Kfl Kf7!!! 46. h5 e3 47. h6 gafst upp. f3 I. Borun hætt í bili 1 síðasta hefti af enska lækna blaðinu Lancet birtist grein sem fjailar um tilraunir þær sem gerðar voru hér á Iandi sl. ár með bólusetningu gegn misl- ingum. Greinin er skrifuð af kanadiska prófessornum F. L. Black og Margréti Guðnadóttur lækni sem starfar við tilrauna- stöðina á Keidum. Tilraunirnar á íslandi voru þáttur f víðtækari tilraunum með bólusetningu gegn misling um sem gerðar voru á vegum Heilbrigðisstofnunar SÞ. Hafa þær gefið svo góða raun, að búizt er við, að bandarísku heil brigðisyfirvöldin heimili í vor að bóluefnið verði tekið til al- mennrar notkunar. Þó ber að taka það fram, að mjög lítið er til af bóluefninu og seinlegt að framleiða það, svo þess er ekki að vænta fyrst um sinn, að hægt verði að fá birgðir til al- mennrar bólusetningar hér á landi. Ástæðan til þess að tilraunirn ar fóru fram hér á landi var sú, að ísland er einn af fáum stöð- um í heiminum, þar sem hægt var að finna nægan fjölda eldra fólks, sem ekki hafði fengið mislinga. Þannig fékkst hér ó- vanalega gott tækifæri til að kanna hvernig bóluefnið verk- aði á gamalt fólk, en einnig var yngra fólk bólusett. Bólu- setningin fór aðallega fram í Borgarfjarðarsýslu og Þingeyj- arsýslu, og voru yfir 150 full- orðnir bólusettir. Niðurstaða þessara tilrauna varð sú, að afleiðingar bólusetn ingarinnar fyrir gamalt fólk væru ekki alvarlegri en fyrir börn. Það kom einnig f Ijós, að heppilegra var að gefa hið svo- kallaða gamma-globulin með bólusetningunni, en það er blóð vatn úr fólki sem hefur fengið , mislinga og er því í þvi nokkuð mótefni. Verður hitinn þá ekki eins hár og ella.. En tilraun þessi sýndi að mislingabólusetn ing á eldra fólki gefst vel. Eins og kunnugt er, var Norður- landsborinn fluttur frá Ólafsvík til Húsavíkur upp úr áramótunum og höfðu Húsvíkingar góða von um árangur af borunum þar. Þær vonir hafa ekki rætzt til fulls, og ekki heldur brugðizt með öllu. Þannig er mál með vexti, að boruð hefur verið 1100 metra djúp hola á Húsa- vfk og komst borinn ekki dýpra að svo stöddu. Á botni þessarar holu lega 100 stiga hiti. Yfirmaður jarð- var ekkert vatn, en hins vegar rúm boranadeildar Raforkumálaskrif- stofunnar, dr. Gunnar Böðvarsson, tók þá ákvörðun, er hér var komið sögu, að gera ráðstafanir til þess að. fá nýjar borstengur frá DanmörkuJ og gera tilraun til þess að styrkja borinn, í því skyni að dýpka hol- una á Húsavík niður í 1500—2000 metra, f stað þess að bora á nýj- um stað. En á meðan beðið er eftir þessum hlutum til borsins frá út- löndum, er borinn fluttur upp f Námaskarð. I v\ \ vö \ t» ; ii ;i ii j i' r' " rr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.