Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 1
NÝJA TOLLSKRÁIN: Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, rit- ar um hina nýju tollskrá í Vísi í dag, á bls. 9. .. v.v-.v.sv.v. v..s...v ..., „v.w.W.. ..v. V , „ „ ^,,.V„.W ■ Frumvarp til laga uxn tolJskra o. fl. (Lagt fyrir Alþingi á 83. löggjaíorþingí, 3 002.HKJ3.) 100 MILLJ. KR. TOLLALÆKKUN Stórlækkun tollu bifreiðavuru- hlutu og fjölmurgru neyzluvuru i Ríkisstjórnin lagði í dag fyrir Alþingi frumvarp til laga um nýja tollskrá. Frumvarpið felur í sér stórfellda lækkun tolla 3) á innfluttum vörum. Miðað við innflutningsmagnið á síðasta ári myndu tollarnir samkvæmt nýju tollskránni verða 100 millj. krónum lægri en eftir núgildandi tollalögum. Frumvarp- inu er ætlað að taka gildi 1. maí n. k. og verða tollafgreiðslur á vörum ekki stöðvaðar meðan frumyarpið er fyrir þingl. Höfuðatriði hins nýja frumvarps eru þessi: X) Hámarkstollur verður nú 125%. Er hér um mikla almenna lækkun á fjölmörgum hátollavörum að ræða því þess eru dæmi að tollur á sumum vörum sé nú allt áð 300%. Gert er ráð fyrir því að mjög fáar neysluvörur og aðrar þýð- ingarmiklar vörur verði í 100—125% flokkunum, heldur í lægri flokkum. 2) Hinir margvíslegu tollar og aðflutningsgjöld, sem til þessa hafa verið lagðir á innflutta vöru verða nú samein- aðir í einn toll, verðtoll. Er hér um mjög aukna hagræð- ingu við útreiknun og álagingu tolls að ræða. Samræmdur er eftir föngum tollur á skyldum vörum, en á slíka samræmingu hefir mjög skort eftir núgildandi lögum. Olli það misnotkun, sem nú er girt fyrir með hinni nýju tollskrá. Er því tollur á bifreiðavarahlutum m. a. lækkað- ur úr 77% í 35%. 4) Með hinni nýju tollskrá verður tollabyrði landsmanna lækkuð um 8.3% og eru það augljósar hagsbætur fyrir alla gjaldendur í landinu. 5) Söluskatturinn (7+8%) er nú felldur niður í núverandi mynd sinni. Hefir hann verið santeinaður hinum nýja heildartolli, verðtollinum, en sökum hinna almennu tollalækkana hefir hann verið felldur niður á fjölmörgum vörutegundum. 35% algengustu tollarnir. Samkvæmt hinni nýju toll- skrá er gert ráð fyrir því að algengasta tollprósentan verði nú 35%. Er sá tollur á flestum hrávör- um og (ekstrarvörum til iðnað- ar. Enn fremur er þessi tollur almennt á byggingarvörum, iðn aðarvélum, ýmsum tækjum og fjölmörgum öðrum vörum. Er hér um víðtækar tollalækkanir að ræða m. a. á flestum bygg- ingarvörum. Á vörum til fataiðn aðar er gert ráð fyrir ýmsum tollalækkunum, og umbúðir ut- an um útfluttar sjávarafurðir verða tollfrjálsar. Tollur er lækk aður verulega á flestum tegund- um pappírs og umbúða. Skip verða tollfrjáls samkvæmt til- lögunum og einnig flugvélar. Ein stærsta tollalækkunin er á varahlutum til bifreiða og landbúnaðarvélum lækkar úr 20% £ 10%. Tollur á bifreiða- varahluti er nú 77% en lækkar um meir en helming og verður 35%. Á fólksbifreiðum hækkar toll urinn úr 81% í 90%, en það mun þýða 3—5% hækkun á út söluverði fólksbifreiða. En hags bótin af stórlækkun varahlut- anna gerir miklu meir en vega upp á móti þessari litlu hækk- un. Tollur á vörubifreiðum sendi bifreiðum jeppum og almenn- ingsbifreiðum verður nær ó- breyttur, hækkar 'úr 38% í 40%. Tollur á húsgögnum er nú 125% en lækkar í 90%. Þá lækka stórlega klukkur og vara- hlutir til úra. Sama er að segja um lækkun á tolli á gleraugum og kvikmyndavélum. í tillögunum er ekki gert ráð fyrir teljandi breytingum á rekstrarvörum sjávarútvegsins, en þó eru þar nokkrar minni háttar lækkanir. Fóðurvörur og tilbúinn áburður verður toll- frjáls eins og verið hefur. Yf- irleitt má segja að fyrir ofan 35% toll séu tiltölulega lítið um hrávörur og rekstrarvörur. í þeim flokki er einnig lítið um vélar og tæki til atvinnu- reksturs. f hæsta tollflokknum 125%, er aðeins fáar innfluttar vörur að finna. Þær eru: Tilbúið sæl- gæti, kex, snyrtivörur, eldspýt- ur, frostlögur, glysvarningur, spil og jólatré. Af búsáhöldum greiðist 100% tollur og er þar um lækkun að ræða frá því sem nú er, en þar er tollur upp í 132%. Hér hefur aðeins verið minnzt á tollabreytingar á nokkrum vöruflokkum, en miklu ítarlegar j1 er breytinganna geið á siðu 7 hér í blaðinu í dag. Aðdragandi þessara víðtæku lækkana og breytinga á tollskrá inni er sá að 1959 fól Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, 4 embættismönnum, þeim Jónasi Haralz, Klemenz Tryggvasyni, Sigtryggi Klemenzsyni og Torfa Hjartarsyni að endurskoða nú- gildandi tollskrá. Seinna bætt- ist Pétur Sæmundsen í hópinn. woo IBÚDIR Um síðustu áramót voru 844 íbúðir í smíðum í Reykjavík, þar af voru 416 fokheldar og lengra á veg komnar. Síðan hafa margir byrjað að byggja svo að fullyrða má að nú séu um 1000 íbúðir í byggingu i Reykjavík. Auk þcss kemur til mikillar lóðaúthlutunar á næst- unni, m. a. verður úthlutað byggingalóðum í heilu hverfi, á Grensásnum upp af Háaleitis- braut en þar verður 350 manna hverfi eins og blaðið hefir áður Framh. á bls. 5 ■ llii Mynd þessa tók I. M., ljósmyndari Vísis, i morgun af byggingaframkvæmdum i Kringlumýrinni, og sjást þar 5 hús í smíðum og fleiri eru í byggingu i næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá byggingavörukaupmönnum hefir aldrei verið meiri byggingahugur i Reykvíkingum en einmitt á þessu vori og talar það sínu máli um afkomu fólks og athafnavilja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.