Vísir - 27.03.1963, Blaðsíða 7
7
V í S I R . Miðvikudagur 27. marz 1963.
I laill IMIWBaWCTMMMBMWM
Yfírlit um miibœytingar> vöru-
fíokka og einstakar vörutegundir
Algengasta tollprósent-
an í frv. er 35%. Er sá toll
ur á flestum hrávörum og
öðrum rekstrarvörum til
innlends iðnaðar, nema
sjávarvöru- og landbún-
aðarvöruiðnaðar. Enn
fremur er þessi tollur al-
mennt á byggingarvör-
um, iðnaðarvélum, ýms-
um tækjum og fjölmörg-
um öðrum vörum.
Segja má, að 35% tollur hafi
yfirleitt verið settur á vörur, sem
hafa sloppið við innflutnings-
gjald. Vörur í þeim flokki eru
flestar nú með 33—37% heildar-
tolli, en allmikið hefur kveðið
að því, að vörur með haprri —
stundum mjög háum — heildar-
tolli hafi verið færðar niður i
35%, vegna þess að þær eru
taldar eiga heima i þeim gjald-
flokki. Á hinn bóginn hafa einn-
ig nokkrar vörur með um 30%
toll eða lægri verið færðar upp í
35%, vegna þess að hliðstæðar
vörur fá þann toll. í sumum til-
vikum hafa þó vörur, sem vegna
skyldleika síns við aðrar vörur
hefðu átt að vera í 35% flokki
verið settar í 30% eða 25% toll
vegna þess að þær hafa fyrir ver-
ið með um 20% toll og ekki hef-
ur verið talið rétt að hækka þ~:r
í 35%.
Fyrir neðan 35% eru svo fjöl-
margar vörur, sem frá upphafi
hafa verið tolllágar eða síðar
verið settar í lágtollaflokk (að-
allega við tollskrárbreytinguna
1954), og hafa margar þeirra ver-
ið undanþegnar innflutnings-
söluskatti. Hér hefur tollur yfir-
Ieitt verið settur sem næst því
sem hann er nú, þó að allmörg
frávik séu frá þeirri reglu.
Matvörur.
Manneldiskornvara, kaffi og
sykur á samkvæmt tillögunum að
vera tollfrjálst, svo sem nú er.
Kartöflumjöl og sagómjöl er
hins vegar ekki tollfriálst nú og
er settur 15% tollur á þær vörur
A sykri, öðrum en strásykri og
molasykri, helzt tollur, settur
20% í stað 16% nú. Á te er
settur 70% tollur (nú 77%) og ö
kakaó 50% (nú 58%).
Matarsalt er nú með sama toll
og almennt salt og þvf nær toll-
frjálst. Hér er aðallega um að
ræða vörur pakkaðar í smásölu-
umbúðir og er talið óstæðulaust
að hafa hana tollfrjálsa. Er sett-
ur 5% tollur á matarsalt innflutt
í smásöluumbúðum, en á ópökk-
uðu matarsalti er gert ráð fyrir
sama tolli og á almennu salti.
Á makkaroni er settur 80%
coilur (nú 84%) og á lauk 50%
(nú 50%).
Á ný epli og perur er settur
30% tollur (nú 28%) og á aðra
nýja ávexti 40% (nú 42—45%).
Á rúsínur og sveskjur er settur
50% tollur (nú 48%) og á aðra
þurrkaða ávexti 70% (nú 71%).
A smjör, ost og egg er settur
70% tollur, á tómata 70%, á
nýtt, kælt og fryst grænmeti
70% (nú 90%).
Á kjöt er' settur 50% tollur.
Nýr og ísaður fiskur er talinn
fluttur inn til vinnslu og endur-
útflutnings og er tollfrjáls. Á
smjörlíki er settur 70% tollur (á
hráefni í það er 30% eða 35%
tollur).
Vefnaðarvörur, fatnaður
o. þ. h. vörur.
Á ullargarn er settur 50%
tollur (nú 49%), en á annað
garn, náttúrlegt og tilhúið, 30%,
35% eða 40%, eftir vinnslustigi
og eftir því, hvort garn er um-
búlð til smásölu eða ekki. Hér
hefur átt sér stað allmikil sam-
ræming, sem mikii þörf er fyrir
vegna þess, hve óskýr mörkin
eru milli garntegunda. Er ýmis!
um að ræða hækkun eða lækkun
frá því, sem nú er.
Á garni, sem er sérstaklega
notað til veiðarfæragerðar, er
enginn tollur, nema hvað gert er
ráð fyrir 2% tolli á netagarni
úr hampi, en það er framleitt
innanlands.
Vefnaður úr baðmull hefur nú
þann heildartoll sem hér segir:
Óbleiktur og ólitaður 40% og
litur og ómynstraður 49% og
annar baðmullarvefnaður 60%.
Kvensokkar, sem í nóvember
1961 fengu 52% toll. eru settir
í 50%. Aðrir sokkar úr gervi-
þráðum eru settir í 90% (m'
100%), sokkar úr ull í 90% (nú
81%), og sokkar úr baðmul) <
70% (nú 70%).
Tollur á nærfatnað úr baðmul)
er settur 70% (nú 71%), en á
nærfátnaði úr öðru efni 90% (pú
90% eða 100%),
Tollur á kvenskófatnaði helzt
óbreyttur frá því, sem ákveðið
var í nóvember 1961, 80%. Á
skófatnað karla er settur 100%
tollur (nú 103%). Á sjóstígvél er
settur 25% tollur (nú 26%) og
á annan gúmmískófafnað og á
hællausa strigaskó 50% (nú
50%).
Aðrar neyzluvörur.
Sápa og hreinlætisvörur fá
110% toll samkvæmt tillögunum
og snyrtivörur 125%. Er áður
gerð grein fyrir breytingum tolla
á þessum vörum. Sama er að
segja um búsáhöld, sem fá al-
mennt 100% toll.
Á rafmagnsbúsáhöld er settur
80% tollur (nú 84%). Á útvarps-
tæki 80% (nú 90%). Á sauma-
vélar — bæði til heimilisnota
og til iðnaðár — er settur 40%
tollur. Á hinum fyrrnefnda er
nú 55% tollur, en á hinurn síð-
arnefndu 21% síðan 1960, þar
sem heimilað var með efnahags-
málalögum, nr. 4/1960, að fella
niður innflutningsgjald á þeim.
Þessi skipting saumavéla eftir
notkun er óframkvæmanleg og
verður að afnema hana og hafa
sama toll á báðum tegundum. í
stað 55% tolls og 21% tolls er
hér lagt til, að komi eitt toll-
gjald, 40%.
Rafmagnsperur eiga skv. til-
lögunum að fá 40% toll, í stað
, 38% nú.
Tollur á ljósmyndavélum var .
í nóvember 1961 færður í 52% og
samkvæmt frv. er hann 50%. Til
viðbótar er nú lagt til ,að kvik-
myndatökuvélar og sýningar- og
skuggamyndavélar séu færðar úr
76% tolli í 50% toll, til sam-
ræmis við ljósmyndavélarnar.
Jafnframt er lagt til, að tollur á
filmum verði almennt 70%. Er
þar um að ræða mikilvæga sam-
ræmingu tolla og mikla lækkun
tolla á sumum filmutegundum.
Á öll lyf er settur 15% tollur
(nú 16% eða 34%).
í núgildandi lögum er heimilað
að fella niður verðtoll af orgelum
til kirkna og hljóðfærum til notk-
unar við kennslu f skólum. Munu
þessi undanþáguhljóðfæri nú
bera um 20% heildargjöld. í til-
Iögunum er gert ráð fyrir, að toll-
ur af píanóum og orgelum verði
lækkaður úr 76% (fór í það í
nóvember 1961) í 30% og af
öðrum hljóðfærum úr 76% í 50%
NÝJA
TOLL-
SKRÁIN
(nú 162% eða' 227%). Eftir þessa
almennu iækkun þykir vart á-
stæða til að halda sérstakri und-
anþáguheimild fyrir orgel til
kirkna og píanó til kennslu í
skólum, en á hinn bóginn lagt til.
að lækka megi úr 50 í 30%
önnur hljóðfæri. sem notuð eru
til kennslu í skólum. Tollur á
undanþáguhlióðfærunum hækkar
samkvæmt þessu nokkuð, en að
öðru leyti s tórlækka gjöld á
þessari vöru.
Erlendar bækur og tímarit eiga
samkvæmt tillögunum að vera
tollfríáls. eins og nú er. Tollur
á íslenzkum bókum, prentuðum
erlendis, er settur 50% (nú 70%)
Eldsneyti.
Á díselolíu, gasolíu, fuelolíu,
kolum og koxi er nú mjög lágur
vörumagnstollur, sem gert er
ráð fyrir, að haldist óbreyt tur,
ráð fyrir, að haldist óbreyttur,
sbr. það, sem áður segir um toll á
Á venjulegt benzín er settur
50% tollur (nú 49%), á flugvéla-
benzín 15% (nú 15%), á „jet-
fuel“ 15% (nú 1.1%), til sam-
ræmis við flugvélabenzín.
Rekstrarvörur
til sjávarútvegs og
vinnslu sjávarafurða.
í tillögunum er ekki gert ráð
fyrir teljandi breytingum á toll-
um af veiðarfærum og efni í þau.
Hráefnin, þ. e. efni í garn og
garnið sjálft, og tilheyrandi hjálp
arefni, eiga að vera tollfrjáls eða
þvi sem næst. Garn úr hampi er
þó undantekning. Hefur sú fram-
leiðsla nú lítils háttar vernd —
tollur af hampgarni er nú 3.9%,
og er Iagt til, að það verði lækk-
að í 2%. — Færi, línur og kað!-
ar eru samkvæmt tillöguhum með
4% toll, sem er að heita óbreytt
frá því, sem nú er (frá 3.7% til
4.1%). Fiskinet og fiskinetja-
slöngur eru nú með 3.7% og er
tillögutollurinn 4%.
í tillögunum er gert ráð fyrir,
að umbúðir utan um útfluttar
sjávarafurðir og efni í þær verði
tollfrjálsar á þann hátt, að annað
hvort verði tollur endurgreiddur
að fullu eða hann felldur niður
þegar við tollafgreiðslu, sbr. 3.
gr., 11. tölul. Að öðru leyti er
það að segja um toll á rekstr-
arvörum sjávarútvegsins og
sjávarvöruiðnaðar, að hann er
yfirleitt settur sem næst því, sem
nú er. Vörur, sem einvörðungu
fara til þessara nota, eru yfirleitt
annað hvort tollfrjálsar eða með
1—4% toll, en á öðrum rekstrar-
vörum, sem einnig fara tii ann-
arra nota, er ekki um að ræða
lágan sértoll fyrir sjávarútveg
og sjávarvöruiðnað, heldur verða
þessar atvinnugreinar að sæta
venjulegum tolli. í sumum tilvik-
um er þó tekið tillit til þess, að
vara er mikið notuð í sjávarút-
vegi eða sjávarvöruvinnsla, þann-
ig, að settur er á hana tillögu-
lega Iágur tollur.
Rekstrarvörur til land-
búnaðar og vinnslu
landbúnaðarvara.
í tillögunum er gert ráð fyrir,
að fóðurvörur og tilbúinn áburð-
ur verði tollfrjáls, eins og nú er.
Annars er algengast, að lagður
sé 10, 15 eða 20% tollur á sér-
stakar rekstrarvörur landbúnað-
arins, t. d á flöskuhettur 20%
(nú 21%), mjólkurhyrnur 15%
(nú 15%), mjólkurbrúsa 10 lítra
og stærri 10% (nú 21%) og
smjör- og ostalit 20% (nú 35%).
Þó er grasfræ gert tollfrjálst (nú
21%).
Hrávörur og aðrar
rekstrarvörur til innlends.
neysluvöruiðnaðar o. fl.
Er lagt til, að tollurinn á vefn-
aðargarninu, sem settur er 30%,
verði lækkaður um allt að helm-
ing þegar í hlut á verksmiðja,
sem framleiðir dúka úr innfluttu
garni, sbr. 3. gr. 21. tölul.
Að því er snertir vörur til fata
iðnaðar, aðrar en dúka og garn,
er um að ræða ýmsar tollalækk-
anir. T. d. er lagt til, að tollur á
smávörum úr ódýrum málmum til
fatnaðar (og raunar til ýmislegs
annars iðnaðar o. fl.) lækki úr
90% í 70%. Gert er ráð fyrir
hliðstæðum lækkunum á nokkr-
um öðrum vörum til fatnaðar-
iðnaðar o. fl.
Eins og áður segir er algengasti
tollur á hráefnum og skyldum
vörum 35% samkvæmt frv. Þó er
lægri tollur á sumum hrávörum,
eins og t. d. á sumum sútunar-
efnum 20% og 30% (nú 21%),
og sumum efnum til málningar-
framleiðslu 20, 25 og 30% (nú
21%, til smjörlíkisgerðar 30%
(nú 26% og 34%) og til skógerð-
ar 30% (nú 22% og 40%). Á
hráefni til plastiðnaðar er gert
ráð fyrir 30% tolli (nú 21%).
Á plötur og stengur o. fl. úr járni,
stáli og öðrum ódýrum málmum,
sem aðallega er flutt inn til málm
smíða, er yfirleitt settur 15% toll
ur, enda er nú aðeins 16,5%
söluskattur á viðkomandi vörum. ~
Gert er ráð fyrir 20% tolli á
efni til rafsuðu (nú 21%). Á
meira unnar járn- og aðrar málm
vörur til málmsmíða er yfirleitt
settur 35% tollur, sem er ná-
lægt því, sem er á vörunum.
Á efnivörur til sælgætisgerð-
ar og gosdrykkjagerðar er lagður
40% tollur.
Lagt er til að tollur verði lækk
aður á flestum tegundum papp-
írs og umbúða úr pappír, svo
sem hér segir: Prent- og skrif-
pappír tollist 30% (nú 33%) kraft
pappír og kraftpappi 30% (nú
45%), bókbandspappi, umbúða-
pappír og veggpappi 30% (nú
52,54 og 56%), handgerður papp-
ír og pappi 30% (nú 107%),
pergamentpappír, sem vegur allt
að 100 g/ferm. 4% (nú 4%), en
annars 30% (nú 70%), bylgju-
pappír og bylgjupappi 40% (nú
52%), áprentaður pappír og
pappi 60% (nú 107%). Hvað
umbúðir snertir má nefna pappa-
kassa og öskjur 60% (nú 106%),
pappírspoka til vélpökkunar á
vörum 40% (nú 106%), aðrir
pappírspokar 50% (nú 106%).
Hér má geta þess, að plastpokar
til vélpökkunar á vörum eru í
frv. tollaðir með 40% (nú 132%)
til samræmis við pappírspoka til
sömu nota.
Lagt er til, að tollur á smíða-
við (til húsgagnagerðar o. fl.)
verði 40% (nú 34% eða 49%)
— á eik til skipasmíða og ann-
ars þó 15% (nú 16.5%). — Á
tré í tunnustafi er lagður 3%
tollur (nú 2.7%).
Flutningatæki, vélar og
önnur tæki.
Skip 10 smálestir brúttó og
þar yfir eru tollfrjáls samkvæmt
tillögunum, en á skip undir 10
smálestir er settur 35% tollur.
Á björgunarbáta er settur 4%
tollur (nú 3.7%).
Flugvélar eru tollfrjálsar sam-
kvæmt tillögunum og sama máli
gegnir um hluti í þær.
Mikið vandamál hefur skapazt
í framkvæmd undanfarin ár í
sambandi við tollun á varahlut-
um í bifreiðar, bátavélar og land-
búnaðarvélar. Stafar þetta af því,
að sömu hlutir eru að miklu leyti
notaðir í báta, bifreiðar og land-
búnaðarvélar, en aðflutnings-
gjöldin á hinn bóginn mjög mis-
há.
Á bátavélum og varahlutum f
þær eru heildargjöld nú um 21%
(af bátavélum í nýsmíði eru þó
engin gjöld), á vélum og vara-
hlutum í hjóldráttarvélar um
34% og á vélum og varahlutum
í bifreiðar um 77%. Afleiðingin
af þessu er sú, að með öllu móti
er reynt að koma sem mestu af
þessum varahlutum í lægsta toll-
inn (bátavélatollinn) 21%. Eru
tollyfirvöld í hinum mesta vanda
með þetta og að sjálfsögðu skap-
ast oft og tíðum mikið misrétti
milli innflytjenda, eins og sjá má
af því, að fyrirtæki, sem hefur
umboð fyrir bátavélar, flytur inn
ýmsa hluti með 21% tolli, en
bifreiðainnflytjandi verður að
greiða 77% toll af nákvæmlega
sömu hlutum. Þetta er óhæft
með öllu og eru gerðar eftirfar-
andi tillögur til Iausnar þessum
vanda:
1. Á öllum framan grendum
vélum og varahlutum, nema
Framh. á bls. 5.