Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Föstudagur 29. marz 1963. * * VESTUR-NORÐUR-AUSTUR ÍR BURSTÁÐI KR Ármann fryggði sér annað sæti í mót inu — Vann KFR með yfirburðum Körfuknattleiksmótinu var hald- ið áfram í gærkvöldi. Leiknir voru tveir leikir í meistaraflokki. Áttust þar við KR og ÍR, KFR og Ár- mann. IR vann KR með miklum yfir- burðum. Munaði þar mest um tvo menn. Guttorm (KR) sem hitti ó- venjulítið og Guðmund (ÍR) sem skoraði 30 stig. iR tók leikinn í sfnar hendur f upphafi. Allan leik- inn lék aldrei neinn vafi á þvf hvort liðið væri betra. I hálfleik stóðu leikar 39:22 fyrir IR. Seinni hálfleikur var endurtekning á þeim fyrri hvað skorun snerti og vann ÍR leikinn með 28 stiga mun, 81:53. ÍR beitti svæðisvörn gegn KR, sem virðist eiga f erfiðleikum með að leika gegn varnaraðferð þessari. Beztu menn leiksins voru Guð- mundur Þorsteinsson sém hirti manna mest af fráköstum f vörn og sókn, auk hinna háu skorunar sem fyrr getur, Þorsteinn Hallgrímsson (18 stig), duglegur að vanda og Agnar (13 stig) sem var nokkuð drjúgur, þótt ekki bæri mikið á honuíh, allir úr ÍR. Kristinn Stef- ánsson (16 stig) var einna beztur KRinga, en er nokkuð linur. Ein- ar Bollason og Kristján Ragnars- son áttu og sæmilegan leik. Leik- inn dæmdu Guðjón Magnússon og Davfð Helgason. Seinni leikinn unnu Ármenning- ar. I liði KFR vantaði tvo menn, Sigurð Heigason og Marinó Sveins- son. Hafði það að sjálfsögðu sitt að segja, þar sem KFR hafði þar með engan miðherja. KFR réði ekkert við hraða Ármenninganna, sem höfðu öll völd á leiknum í fyrri hálfleik. Stigin að honum loknum voru 42:18 fyrir Ármann. Seinni hálfleikur var jafnari og undir lokin var KFR sem lelknum réði. Forskot Ármanns var hins vegar það mikið, að KFR hafði enga möguleika á að vinna það upp. Leiknum lauk með 79:58 fyrir Ármann. Birgir var beztur Ármenn inga (27 stig). Davfð, Guðmundur Ólafs og Hörður Kristinsson, sem náði nær öllum fráköstum, áttu einnig góðan leik. Varnarleikur KFR var heldur ekki upp á marga fiska, lengst af, Af hálfu KFR sluppu bezt frá leiknum Einar Matthíasson og Ólafur Thorlacius. Staðan í mótinu er nú þessi: iR er efst með 14 stig úr 7 leikj- um, Ármann nr. 2 með 12 stig úr 8 leikjum, KFR þriðja með 6 stig úr 6 leikjum, KR nr. 4 með 2 stig úr sex leikjum. Stúdentar reka lestina, hafa engan leik unnið. Næst verður leikið 3. apríl. Mætast þá KR KFR í meistara- flokki og ÍR og Ármann b f II. fiokki. Þss. Hráskimskikar Körfuknattleikur: Leiðrétting Síðastliðinn fimmtudag var rit- uð hér á íþróttasíðuna grein um undirbúning knattspyrnumanna okkar á þessu vori, og þótti þjálf- ara Akureyringa, Reyni Karlssyni, ummæli sín að nokkru rangtúlkuð. „Þó að við séum ef til vill drjúgir með okkur fyrir norðan, þá sagði ég ekki að við værum ákveðnir að vinna Islandsmótið f sumar, en við setjum okkur að sjálfsögðu það takmark, að verða með f baráttunni um fyrsta sætið f mótinu, og gerum okkur jafn- framt fyllilega grein fyrir þvf, að það muni verðá mjög erfitt". „Það er von okkar, að við get- um sýnt góða leiki f sumar, og veitt öllum liðum I. deildar verð- uga keppni,“ sagði Reynir að lok- ,um. Húseigendur á hitaveitusvæði. Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Hitna sumir miðstöðvar- ofnar illa? Ef svo er, þá get ég lagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið f vor og sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur, þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pípulagningameistari Njálsgötu 29 — Sími 19131 , ; : :i '4 kjósiö aö fara: Á SKÍDI í HLÍDARFJALU VIÐ AKUREYRI Glímufélagið Ármann gegnst fyrir fjölbreyttri íþróttasýn- ingu að Hálogalandi n.k. sunnu- dag, og hefst hún kl. 14. — Iþróttafólk úr hinum ýmsu deildum félagsins kemur þar fram og sýnir listir sínar. Hjá Ármanni æfa nú fleiri íþróttamenn og íþróttakonur en hjá nokkru öðru íþróttafélagi á landinu, eða nær eitt þúsund manns í 10 íþróttadeildum. Þær íþróttir, sem sýndar verða að Hálogalandi, eru m.a. judo, handknattleikur, frjálsar íþróttir, fimleikar stúlkna, körfúknattleikur, glíma og hrá- skinnsleikur. Sumar íþrótta- greinar félagsins er að sjálf- sögðu ekki hægt að sýna í þeirra raunverulegu mynd að Hálogalandi, svo sem skíða- íþróttina, róður og sund, en íþróttafólk úr þessum deildum mun þó koma fram til að minna á þessar íþróttagreinar. Með þessari umfangsmiklu íþróttasýningu vilja Ármenn- ingar kynna hið fjölbreytta íþróttastarf þessa elzta íþrótta- félags landsins. Félagið hefur ávallt leitazt við að gera íþrótt- irnar að eigu fjöldans, og gefa hverjum og einum kost á að iðka íþróttir við sitt hæfi, Stjórn Ármanns býður alla velkomna til þessarar íþrótta- sýningar meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Sérstak- lega eru aðstandendur þeirra sem æfa hjá félaginu hvattir til að koma, svo og allir þeir sem íþróttum unna, eða vilja kynn- ast hinum ýmsu íþróttagrein- um. Glímufélagið Ármann hefur nú gert slíkar sýningar að ár- legum dagskrárlið í starfi sínu, og hefur aðsókn að þeim verið mjög góð undanfarið. 3KIDI í SELJALANDSDAL VIÐ ÍSAFJÖRÐ ■ SK/Dl AUSTANLANDS : vér yöur 25% afslátt. Kynnið yður hin lágu skíðafargjöld til stur — Norður og Austurlands. 40 A/a/ufsMr iCBLANJOAin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.