Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 6
6 ERTHA KITT VI SIR . Föstudagur 29. marz 1903. Tjegar Ertha Kitt fyrirskipar 1 rauðu ljósin í upptökusaln- um, fer hrollur um nærstadda, því að þeir vita að þá er Ertha I rómantískum hugleiðingum. Negrasöngkonan Ertha Kitt, byrjaði líf sitt í „show busi- ness“ sem dansari með hinum fræga þjóðdansaflokki Kather- ine Dunham. Og ferðaðist með honum um heiminn þveran og endilangan. Eftir að hafa verið í Skandinavíu, fór flokkurinn til Parísar, til að skemmta þar. En Ertha var hvergi nærri ánægð með gang sinn á framabraut- inni. Og þegar henni svo var boðið að syngja á næturklúbb eitt kvöld til prufu, tók hún boðinu. „Mig langaði ekkert til að vera kórstúlka alla æfi" sagði hún síðar. Söngur hennar vakti mikla athygli, og hún fór að þokast úpp á við. Það var svo í reví- unni „New faces of 1952“ sem hún „sló í gegn“. Og eftir það kom hún með hverja plötuna af annarri, sem allar nutu feikna- legra vinsælda, og hún hefur hvarvetna verið viðurkennd sem frábær söngkona. Hvers vegna er það þá sem fer hrollur um fólk þegar hún fyrirskipar rauðu ljósin? Ertha virkar á fólk, eins og segull á járn. Hún hefur verið kölluð „mest æsandi kona heimsins" og það var enginn annar en Or- son Welles sem kallaði hana það. 1 söng sínum getur hún veríð, hörð og skerandi, feimn- isleg, löngunarfull, glaðleg, dap urleg, ofsafengin. Og svo vel tekst henni að leika þetta að fólkið hrífst 6- sjálfrátt með, og þá getur hún leikið sér að því, eins og barn leikur sér að leikfangi. Hreyf- ingar hennar eru fremur „tak- markaðar", en ef hún lyftir brúnum, eða ypptir öxlum, hef- ur það meiri áhrif en hálftíma „lappaskak" hjá Presley. Hún getur hálfsvæft áheyr- endur með hljóðlátu mjúku hvísli, og svo „slá þá utan und ir“ með hörðum kuldalegum tónum svo að þeir hrökkva upp. Þegar hún fyrirskipar rauðu ljósin, þá er hún sjálf undir einhverjum seiðbundnum áhrifum. Og hún byggir upp listaverk, og tætir þau svo í sundur aftur. Hún fylgir fólki inn í draumaheima, laðar það með sér, og þegar minnst var- ir, er hinn mjúkmáli trausti leiðsögumaður farinn, og um stund er áheyrandinn villuráf- andi. En þá kemur hún aftur hvæsandi eins og tígrisdýr og draumurinn er búinn. Söngur hennar er fullur af loforðum sem aldrei eru haldin, og ögr- unum sem bezt væri að láta ó- svarað. Áheyrandinn getur sjaldan notið söngsins til fulln- ustu, þvi að óútreiknanleg skap gerð söngkonunnar brýst fram í túlkun hennar á lögunum og gefur þeim óvisst „tempo" Cem söngkona og leikkona ^ hefur Ertha Kitt skipað sér í alfremstu röð í heimi skemmt- analifsins. Hún hefir leikið í nokkrum kvikmyndum, og einnig leik- ritum. Hún vill miklu heldur leika I leikritum segir hún, þvi að þá er hún i miklu nánari sambandi við áhorfendur, og hún nær betur til þeirra. Ertha er einnig mjög vinsæl sem leik- kona þvi að hún er mjög fögur og æsandi. Það virðist eins og það sem hún taki sér fyrir hendur sé henni alveg eðlilegt, og hún lifir sig inn I hlutverk- in, án þess I raun og veru að hún sé að leika. Mætti kannski segja að hún ætti svona auð- velt með að aðlaga sig hlut- unum, en skapgerð hennar, virðist eyðileggja þann mögu- Ieika. Þessi þrá hennar til að skapa og eyðileggja, er eins og hjá litlu barni, og þar sem erfitt er að sveigja barnið er Ertha Kitt ósveigjanleg. Hún mundi því halda áfram að „stríða" áhorfendum þar til henni finnst hún vera sjálfri sér ónóg, og þá loksins kannski klárar hún eitt af „ævintýrum" sínum. Þungu fargi hefur ver ið létt af íbúum í borg- inni Boston á austur- strönd Bandaríkjanna. Handtekinn hefur verið svertingi sem grunaður er um að hafa valdið fjölda manndrápa í borg- inni á s. 1. níu mánuð- um. Morðinginn hefur greitt högg sín í næstum hverjum mánuði síðan 55 ára saumakona að nafni Anne Slesers fannst myrt heima hjá sér í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi þann 14. júní 1962. Síðan hafa níu fómarlömb bæzt i hópinn, eldri konur, sem dvöldu einar á heimilum sinum, Tíunda konan var 62 ára hús- freyja Bessie Goldberg. Hún tal- aði við mann sinn i sima s.l. mánudag kl. 3 síðdegis og skýrði honum frá þvi að hrein- gerningamaðurinn, sem hún hefði pantað væri kominn og farinn að vinna. 80 mínútum síðar kom eigin- maðurinn heim og fann konu sína látna á stofugólfinu. Hún hafði verið kyrkt með nælon- sokk. Og hreingerningamaður- inn var horfinn frá hálfloknu verki. Fyrirtækið sem hafði sent hreingerningamanninn gaf þær upplýsingar, að hann héti Roy Smith 35 ára gamall svertingi og við athugun kom I ljós, að hann var afbrotamaður, hafði verið dæmdur fyrir bllstuld og innbrot. Lögreglan fann hann ekki heima hjá sér, en nokkru síðar kom lögreglan að hon- um úti á götu og handtóku hann Maðurinn neitar að hafa framið glæpinn, en miklar líkur eru á þvl að hann sé sá seki. Reynist það rétt, mun Boston- búum létta, þvl að hrein skeif- ingaröld hefur ríkt I borginni. Sérstaklega hafa konur verið óttaslegnar. Þær hafa látið setja slár fyrir hurðir og ekki hleypt neinum inn að kvöldlagi. Margar hafa keypt sér skambyssur. Skipt LeyfísgjöM á leigubif- reiðum lækku um helming Ríkisstjórnin hefur á- kveðið að lækka leyfis- gjöld á leigubifreiðum um helming. Leyfisgjöld af leigubifreiðum eru nú 80% af verði stærri bifreiða og 60% af minni bif- reiðum. Verða þessi gjöld lækk uð um helming á báðum flokk- unum. Munu leigubifreiðir því lækka um margar þúsundir i innkaupum. Leigubifreiðastjórar hafa lengi keppt að því að fá Iækkun á opinberum gjöldum bifreiða sinna þar sem þeir telja mjög erfitt að endurnýja bifreiðakost sinn eins og nauðsyn þeirra kref ur, meðan opinber gjöld á bif- reiðum eru jafn há og nú. Hefur ríkisstjórnin nú orðið við ósk- um leigubifreiðastjóranna og veitt þeim þessar verulegu úr- bætur. hefur verið um lása og öryggis- keðjur selzt upp I járnvörubúð- um. Lögreglan I Boston hefur ver- ið algerlega ráðalaus, því morð- inginn hefur engin spor skilið eftir sig. Hann hefur ráðizt inn á heimilin eins og þjófur á nóttu og horfið aftur. Frásagnirnar af verkum hans hafa fyllt fólk skelfingu. Kvöld eitt s.l. haust var 68 ára kona að nafni Nina Nichols að tala við systur sína I síma. Þá hring- di dyrabjallan og Nina sagði við systur sína: Bíddu aðeins I sím- anum, ég ætla að fara til dyra. Hún kom ekki aftur I símann. Systirin beið árangurslaust. Loks greip hana ótti um að eitt- hvað hefði komið fyrir og hélt heim til systur sinnsfr. Þar fann hún hana líflausa. Það var morðinginn óþekkti sem hafði hringt bjölluni. Meðal fórnarlambanna voru líka tvær hjúkrunarkonur og einu sinni réðst hinn ókunni morðingi á aldraða konu sem bjó á gistihúsi. Einni konu sem hann réðst á tókst að reka hann á flótta. Hún heitir Erika Wil- son og er 24 ára. Morðinginn réðist á hana þar sem hún var ein I íbúð sinni, en Eriku tókst að hrekja hann út og verður hún þýðingarmesta vitnið I réttar- rannsókninni gegn hinum hand- tekpa manni. Freigátm fíussel kreður fskmd Akureyri , Nýlega var fréttamönnum á Ak- j ureyri boðið um borð í ensku frei- gátuna „Russel" I Akureyrarhöfn I tilefni af því að hún er nú að | hverfa frá gæzlustörfum við Is- j landsstrendur, þar sem hún hefur verið samfleytt I 5 ár og kom m. a. mjög við sögu I landhelgisdeil- unni svo sem frægt er orðið. Hlutverk freigátunnar hér við: land var I þvl fólgið að fylgjast j með veiðum brezkra togara og að- stoða þá eftir þvi sem þörf gerðist. Skipherrann á „Russel“ leutin- ant-kommandör Snell gaf frétta- mönnum þær upplýsingar að er skipið færi héðan alfarið I dag yrði það fyrst sent suður í höf og i yrði staðsett á leið Elísabetar Bretadrottningar er hún kemur flugleiðis heim til Englands frá Ástralíu á næstunni. Verður brezk flotadeild staðsett i öryggisskyni á hafinu undir flugleið drottning- arinnar. Þetta verður síðasta verkefni freigátunnar Russel í bili, en að því búnu fer hún I ársaðgerð í slipp I Englandi. Áhöfn skipsins, sem er 140 manns, dreifist á önnur skip I brezka flotanum, en skipherrann Snell fer að fullu og öllu- í land og tekur við kennslu- störfum. í stað Russel kemur önnur frei- gáta til eftirlitsstarfa hér við Iand, ,,Kappel“ að nafni. og verður hér ásamt þrem öðrum eftirlitsskipum til aðstoðar við brezka togara. efnalaugin bjorg Sólvollogötu 74. Simi 13237 Bormohlið 6. Sími 23337 I I ' I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.