Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 15
V í S f R . Föstudagur 29. marz 1963. 15 framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar að baki orðum hennar,. Eitthvað persónulegt. Hann spurði aftur: En þykir yður vænt um hana? Pað var eins og skugga brygði yfir grænu augun. . — Ég get ekki skilgreint það, hvort mér þykir vænt um einn eða annan. Hann ætlaði að svara henni eiþ- hverju, en hætti við það, og þess í stað sagði hann eftir andartaks þögn: — Komið með mér. Hún spurði ekki hvert eða hvers vegna, fylgdi honum bara eftir. í dyrunum vék hann til hlið- ar og lét hana ganga út um þær á undan sér. Hendur þeirra snert- ust, er hún straukst fram hjá hon- um, og hann fann er hún dró hana til sín, en snertingin vakti með honum notalega tilfinningu. Það var kannski svo, að henni þótti ekki vænt um einn eða neinn, eða gerði sér ekki grein fyrir tilfinn- ingum sínum, en svo mannleg var hún, að snertingin hafði haft sín áhrif á hana. Hún snéri sér við, er inn var komið. — Hvaða leið, spurði hún. Rödd hennar var alveg róleg. Hann hrað- aði sér í áttina til myrku gang- anna og fór að bjástra við að stinga lyklinum í skrána. Svo snéri hann honum og opnaði dyrnar. — Ég hef verið að hugsa um hvað væri innan þessara dyra, sagði hún. Hann leit niður til hennar, en það var ekki nógu bjart til þess að hann gæti séð svipinn á andliti hennar. Rödd hennar var alveg róleg og virtist bera einlægni vitni og heiðarleika. En það veittist mörgum auðvelt að hafa fullt vald á rödd sinni hvernig sem á stóð, — Stiginn liggur að dyrum á svefnherbergi móður minnar. — Leynistigi? Þegar hún horfði á hann var enginn vafi um áhrifin. Þetta hafði vakið með henni barnslega hugar- æsingu. — Mér hefði sannast að segja dottið I hug, að þessu gæti verið svona varið, — það hlytu blátt áfram að vera einhver leynigöng í þessu gamla húsi. — Við skulum fara upp. — Stiginn lá í boga upp. Hann var lagður teppi svo að fótatak þeirra heyrðist ekki, en allt I einu brakaði í einu þrepinu og Sorrel fór að hlægja lágt. ;— Maður verður að muna eftir að stíga ekki á þetta þrep. Vissi hún um þetta? Var hún svona slóttug? Svona góður leik- ari? Og nú voru þau komin upp. — Og þarna eru aðrar dyr, sagði hún undrandi og tók í snerilinn. Hún er líka læst. — Já, mamma lætur hana allt af vera læsta. — Það mundi ég gera líka, sagði hún og rödd hennar skalf dálítið. Ég gæti aldrei sofnað, ef ég vissi að einhver gæti laumazt að baki mér þessa leið — beint inn um bakdyrnar, Bakdyrnar, vitanlega. Um þetta hafði hann aldrei hugsað. — Sjáið þér nokkuð á þessu þrepi, sagði hann og benti á efsta þrepið í stiganum. Hún beygði sig niður. — Nei, sagði hún, en svo kraup hún á kné til þess að sjá betur því að skuggsýnt var í stiganum. — Jú, það er blettur þarna. Hann kraup á kné við hlið henn- ar. 2. Það fór ekki fram hjá honum hve hönd hennar var hvít og fín- gerð. Hann kveikti á eldspýtu og við flöktandi ljósið sá hann lítinn brún leitan blett á gráu teppinu. Hann snerti blettinn varlega. — Blettur eftir mold. — Mold. Sé hann eftir mold hefir verið reynt að þvo hann burt. — Já, sagði hann þreytulega og horfði á hana. Það er víst ein- mitt það, sem gerzt hefir. Diana Bagley var einmana mestan hluta dagsins. Hún var alltaf einmana nú, — einmana og ól grunsemdir. Og má þá geta nærri um áhrifin á taugakerfið. — Hún neytti hádegisverðar á kaffistofu. Fór I hárgreiðslu klukk- an hálfþrjú, eftir að hafa horft lengi á sjálfa sig f speglinum og reynt að komast að niðurstöðu um hvort hún þyrfti nokkrar á- hyggjur að hafa af útliti sínu, Rupert talaði aldrei við hana um útlit hennar. Og Jónatan hændist meira að móður hennar en henni sjálfri. í rauninni höfðu þær tog- azt á um barnið, mæðgurnar, og móðir hennar haft betur. Hún hafði alltaf fært allt til bezta vegar fyr- ir drenginn. Og þegar Diona hafði hengt honum fyrir eitthvað vítti amma hans hana fyrir það f áheyrn drengsins. Og móðir hennar spillti honum með dýrmætum gjöfum, en Diana hafði streitzt á móti og reynt að fá Rupert með sér, sem samherja í þessari baráttu, en hann var ragur. Hún stóð því illa að vígi og það mundi hún fyrirsjá- anlega gera áfram meðan þau héldu áfram að búa á Anglefield herrasetrinu. Henni var ómótt þar sem hún sat undir hárþurkunni, hún hugsaði eitthvað á þá leið, að ef hana kenndi til líkamlega hefði hún þó á tilfinningunni, að hún væri lif- andi. Henni fanst það alldapurlegt, að ala svona hugsanir, kona aðeins 35 ára. Bráðum mundi hún verða fjörutfu, miðaldra. Árin liðu svo hratt nú orðið. Þegar Diana kom aftur út á götuna var klukkan orðin hálf- fjögur það voru 7 klukkustundir þar til hún gaeti farið að hátta og gleymt sér í örmum svefnsins í nokkrar klukkustundir, — en nú orðið fékk hún oft engan svefnfrið. Hún gekk hægt. Aðalatriðið var að fá tfmann til þess að líða. Hún fór inn í búð til þess að kaupa eitthvað fyrir móður sfna, og að þvf loknu ákvað hún að fara f i testofu og fá sér sopa. í dyrunum lá við að hún snéri við, því að mjög mannmargt var í veitinga- stofunni, en nú kom hún auga á koll með koparrauðu, hrokknu hári. Sorrel! Það var svo sem auð- vita. Hún átti frf þetta sfðdegi. Hún stóð kyrr og virti fyrir sér baksvipinn á manninum, sem sat gegnt henni, og henni fanst eins og hjartað væri hætt að slá, og í svip var sem allt væri að byrja að hringsnúast fyrir augunum á henni en svo leið þetta frá, enda stappaði hún í sig stálinu, að reyna að láta á engu bera, og brátt sá hún allt skýrt. Það var engum efa bundið hver þarna sat. Það var Rupert, maður- 'inn hennar, sem nú hallaði sér fram, og það blikaði á gljáandi hár- ið á hnakka hans. Hvers vegna voru þau þarna saman? Hvað var það, sem hann gat sagt við hana þarna, en ekki heima í Anglefield? Hún varð grip- in sterkri afbrýðisemd, hve blind hún hafði verið. Henni fannst, að rödd Ruperts hljómaði í eyrum hennar eins og þá stund, er hann var að segja henni frá þessari konu sem hafði orðið fyrir þungu áfalli f lífinu, og þyrfti hjálpar og upp- örfunar með. Og Diana hugsaði sem svo: Hve heimsk ég var að trúa þessu. Hún beit á vör sér. Allt f kring- um hana var fólk og ys og þys en henni fannst hún samt vera ein- angruð. Henni flaug fyrst í hug að æða að borði Ruperts og lesa yfir honum og þeim báðum, en hún áttaði sig á hve heimskulegt það væri. Hann skyldi ekki sleppa svo auðveldlega. Augliti til auglitis og f annarra viðurvist mundi hann ráð fyrir, að hann komi aftur mjögfljótt.,. hafa betur. Hann mundi verða ró- legur, segja ásakanir hennar móðg- andi og ástæðulausar, allt á tómum misskilningi byggt, — og allir myndu sannfærast um, að hún hefði sært hann að nauðsynjalausu í afbrýðiskasti. En ef hún nú færi, án þess að gera vart við sig, stæði hún vel að vfgi. Hún væri búin að komast að raun um, að þau ættu sér leyndarmál, og væri hyggi Iegast að fylgjast vel með öllu og leggja á ráð í kyrrþey, Nú hefði hún betri aðstöðu en áður, og gæti kreppt að þeim, er hin rétta stund væri komin. Henni flaug í hug að segja móð- ur sinni frá þessu. í því gæti verið Ijúf hefnd. Rupert, hinn bláeygði og mjúkmáli tengdasonur hennar, sem ávallt var svo tillitssamur og nærgætinn við tengdamóðurina, yrði afhjúpaður sem sá, er hann í raun og veru var, maður, undirför- ull og slóttugur sem hefði komið ástmey sinni inn á heimili hennar, þar sem hann nú gat hlakkað yfir að hafa blekkt þær báðar og alla aðra — og syalað losta sínum án þéss nokkurn grunaði neitt. Já, hve hann hlaut að vera ánægður yfir slægð sinni og heimsku ann- ara. En hann skyldi svo sannar- lega komast á aðra skoðun og það fyrr en seinna. Hún snéri sér snöggt við, — stillti sig um að líta enn einu sinni á Rupert og Sorrel, sem sátu úti f horni niðursokkin í samræðu sína, til þess að ónýta ekki þann mögu- leika, sem hún hafði nú fengið til hefnda. Hún gekk að bíl sínum, settist undir stýrið og ók hratt af stað — út úr bænum. Hún ók ekki heim, bara ók og ók, eins og það skipti ekki miklu hvert hún æki, — eins og það skipti mestu máli að kom- ast sem lengst burt. Og það var ekki fyrr en sól var tekin að lækka allmjög á lofti, sem hún fór að gefa nánar gætur að umhverfinu. Hún nam staðar og var ekki viss um hvar hún var stödd — ók að næstu vegamótum og komst að raun um, að hún var í margra kílómetra fjarlægð frá Anglefield. Þá snéri hún við og ók hratt heim. Rupert mundi bráðum koma heim og Sorrel. — Diana hugsaði sem svo, að nú þyrfti hún ekki að kvíða þv(, að kvöldið yrði tómlegt og leiðinlegt, — það var nú eins og eitthvað væri í aðsígi, sem væri þegar far- ið að hafa sínar verkanir á taug- arnar. Henni fanst allt vera ljóst og lifandi fyrir hugskotsaugum sfnum. I kvöld ætlaði hún að spyr- ja Rupert spjörunum úr. í kvöld. Kannski síðdegis, er þau öll sætu að kaffidrykkju. Og meðan hún spyrði hann ætlaði hún að athuga andlitssvip hans gaumgæfilega. Og andlitssvip móður sinnar og Sorrel. Simar 18085 og 19615 VW ’62. Ford Prefect ’62 VW ’60. Keyrður 15 þús. Fíat 1100 ’59. Renault Daulphin ’62. Opel Record ’62. Má greiðast með fasteigna- tryggðum bréfum. Opel Record ’60, 4ra dyra. Rússajeppi, 59. Nýtt Egilshús. Buick ’52, kr. 35 þús. International sendibíll ’53, kr. 60 þús. Citroen ’62, skipti á Landrover eða Austin Gipsy. Volvo 544 ’62, kr. 140 þús. Landrover diesel ’62. Fiat 600 ’60. Scoda Octavia ’61, keyrður 13 þús. kni. VW ’61. — Borgartini l — Sími 18085 og 19615. SÆNGUR Endumýjum gömiu saengum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fidurhreinsun Skyndilega stöðvaðist dansinn og konungur apanna, Golat, nálg aðist varði 5UT SU77ENLV THEKE WAS A CHALLENGINS KOAK A 5RONZEI7 MAN-THIWG LEAF’EP’ INTO THE CLEAKINS! fórnardýrið — en fyrr en Tarzan stökk inn f rjóðrið. heyrðist hræðilegt öskur og F’AKICING 5U7PENLY CEASEF AN7 GOLATv Kirkjuteig 29 Simi 33301

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.