Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 16
*
VISIR
Föstudagur 29. marz 1963.
75 ár liðin frá Heklugosi
Um 100 ferðir á áætlun
Ferðafélagsins í suntar
Um næstu helgi hefjast ferðir I lagsins. Er hún sem stendur i
Ferðafélags íslands, en í sumar prentun og líkur til að hún komi
verða allt að 100 lengri og út i næstu viku.
skemmri ferðir á ferðaáætlun fé-1 Fyrsta ferð Ferðafélagsins á
ÞorskafHnn 30%
meiri en í fyrra
Bátar á þorskveiðum hafa
aflað vel það sem af er vertíð-
inni og apríl sem oft er bezti
mðnuður vertíðarinnar fram-
undan. Var afli bátanna i febrú-
arlok orðinn 25—30% meiri en
á sama tfma f fyrra. Mun þessi
munur mun hafa aukizt í marz,
því að bátarnir hafa aflað vel í
mánuðinum. — Afli á togara
er svipaður og f fyrra.
1 febrúarlok var síldarafli
báta um 100% meiri en í fyrra,
en í þessum mánuði (marz)
hefir orðið hlé á síldveiðum og
lítið bæzt við, en menn gera
sér góðar vonir um síldveiðarn-
ar í apríl.
þessu ári verður n.k. sunnudag.
Verður þá ekið að Fossá í Kjós, I
þaðan gengið upp Þrándarstaða-
fjall og síðan yfir Kjöl niður að
Kárastöðum í Þingvallasveit. Þang-
að verða þátttakendur svo sóttir
undir kvöldið. Lagt verður af stað
frá Austurvelli kl. 9 árdegis og
verða farmiðar seldir við bílana.
Um páskana efnir Ferðafélagið
til tveggja ferða inn á Þórsmörk,
önnur er 5 daga ferð, en hin 3
daga ferð, og verður farið á
fimmtudagsmorgun í þá fyrri, en á
laugardag kl. 2 e.h. í þá seinni.
Dvalið verður í sæluhúsi félags-
ins, en dagarnir notaðir til að
ganga um Mörkina og á nærliggj-
andi fjöll, þ.á.m. á Rjúpufell og
Fimmvörðuháls. Duglegir göngu-
menn geta farið á Eyjafjallajökul,
ef þeir vilja. Þá verður og Stakk-
holtsgjá skoðuð og fleiri fallegir
og sérkennilegir staðir. Komið j
Á þessum degi fyrir 15 árum,
hinn 29. marz 1947, vaknaði
tröllið mikla í Landsveit af
aldagömlum svefni. Þegar við
hér í blaðinu flettum Vísi frá
þessum tfma rákumst við á
tveggja línu fyrirsögn yfir
þvera forsíðu: Heklugos hófst
kl. 7 í morgun. Steig þá geysi-
legur mökkur til lofts að undan-
gengnum snörpum jarðskjálfta-
kipp. Sífeildar drunur heyrðust
úr fjallinu, öskufall er þegar
hafið í Fljótshlíð, og þar var
dimmt sem um hánótt þennan
morgun. Þessi atburður er Is-
lendingum í fersku minni, því
enn erum við minnt á það, að
við búum í eldafjalla- og land-
skjálftalandi, og er þess
skemmst að minnast er mikill
landskjálfti gekk yfir mikinn
hluta landsins í fyrrakvöld.
Þessi ágæta
mynd, sem
við birtum í
dag í tilefni
af því, að 15
ár eru liðin
frá því Hekla
tók að gjósa,
er áreiðanlega
ein af fáum
myndum, sem teknar voru af.
gosinu frá Reykjavík séð.
Myndina tók Tryggvi Samúels"
son trésmiður um kl. sjö að
morgni 29. marz 1947, eða um
svipað leyti og Heklugosið
hófst. Hann var við vinnu á
verkstæði sínu f Laugarnesi, er
honum var litið út um glugg-
ann til austurs og sá þá mikinn
mökk í lofti yfir Laugarásnum.
Var hann svo heppinn að vera
með myndavél sína með sér,
brá sér þegar í stað út og tók
þessa einstæðu mynd.
Framh. á bls 5
Lýðneðissinnar
sigruðu / Frama
Þjóðminþsafmð rannsak■
ar
bein
Þjóðminjasafninu barst í gær
tilkynning um kuml, sem talið
er vera úr hciðni. Kumlið
fannst fyrir nokkrum dögum.
Þótti dr. Kristjáni Eldjárn,
þjóðminjaverði, ekki ósennilegt
lÍLJ .,
að þarna hefði verið bænhús-
reitur þar -em '-álfkirkia var í
Krossanesi ytra. Dr. Kristján
bað Steindór Steindórsson.
yfirkennara ,að fara á staðinn
og athuga hann nánar, þar sem
hann hefur gott vit á þessum
hlutum. Steindór tilkynnti í
gær að hann teldi þetta vera
kuml úr heiðni. í því var all-
mikið af mannabeinum auk
hrossabeina.
Þjóðminjavörður sagði Vísi i
morgun að Gísli Gestsson, safn-
vörður mundi fara norður í
dag að kanna þennan fund.
Lýðræðissinnar unnu glæsilegan
sigur í stjórnarkjörinu í Bifreiða-
stjórafélaginu Frama, sem stóð yfir
í gær og í fyrradag. Úrslit urðu
þau að kommar og framsókn töp-
uðu fylgi og þar með meirihluta
sínum.
Úrslitin urðu nú þau að A-listi
lýðræðissinna í sjálfseignarmanna
deild hlaut 246 atkvæði B-listi fram
sóknar 106 atkv., og C-listi komma
77 atkvæði. I vinnuþegadeild
hlaut A-listi lýðræðissinna 48 at-
kvæði en B-listi komma og fram-
sóknar sameiginlega hlaut 46 at-
kvæði.
í haust, þegar kosið var til Al-
þýðusambandsins fengu Iýðræðis-
sinnar 215 atkvæði en kommar og
framsókn sameiginlegt 242 at-
kvæði, og höfðu þvf 27 atkvæða
meirihluta í félaginu. Nú fengu
lýðræðissinnar hins vegar 57 at-
kvæða meirihluta.
Stjérn sjálfseignarmannadeildar
er því skipuð þannig: Bergsteinn
Guðjónsson, form. Jakob Þorsteins
son, varaformaður, Narfi Hjartar-
son, ritari og Sófus Bender og
Gestur Sigurjónsson, sem með-
stjórnendur.
í stjórn vinnuþegadeildar eiga
sæti: Styrmir Þorgeirsson, form,
Haraldur Sigurðsson, varaform.
og Björn Sigurðsson ritari.