Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 10
w V í S IR . Föstudagur 29. marz 1963. Skáksveit Útvegsbankans, FASTEIGNAVAL Útvegsbankinn vann Visisbikarinn Skákkeppni stofnana er nýlokið. Teflt var í 7 flokkum og var hver sveit skipuð fjórum mönnum. Úr- slit í A-flokki urðu þau að sveit frá Útvegsbankanum varð efst með 17 y2 vinning, þá I. sveit Búnaðarbankans með 16 vinninga og sveit frá Veðurstofunni með 13 vinninga. Þessar sveitir urðu efstar í hin- um flokkunum og flytjast því upp um 1 flokk: B flokkur: Sveit frá Pósthúsinu. C flokkur: Sveit frá íslenzkum aðalverktökum. D. flokkur: I. sveit Eimskipafé- lagsins. E. flokkur: II. sveit Búnaðar- bankans. F flokkur: Vélaverkstæði Sigurð- ar Sveinbjörnssonar. G flokkur: Strætisvagnar Reykja víkur. Keppninni var slitið í Lido í gærkvöldi með hraðskákkeppni og verðlaunaafhendingu. Verðlaunin eru farandbikar sem „Vísir" gaf á sínum tíma og hefur hann undanfarin tvö ár verið í höndum Stjórnarráðsmanna, sem voru I efsta sæti þessi ár en munu nú hafa hafnað í fjórða sæti A flokks. Úrslit í hraðskákkeppninni urðu þessi: A flokkur: Útvegsbankinn, 35y2 vinningur. I, sveit Landsbankans, I. sveit Búnaðarbankans og sveit frá Pósthúsinu með 27j4 vinning hver. B flokkur: ísl. aðalverktakar. B fl.: fsl. aðalverktakar. Cfl.: Hótel á Keflavíkurflugv. D fl.:II. sveit Búnaðarbankans. E fl.: II. sveit Landsbankans. F fl.: sveit Rafmagnsveitu Rvík. Gfl.: IIII. sveit Eimskipafél. Vöruhappdrætti -1SÍB 16250 VINNINGAR! Delta Rythm Boys væntan!egir hingaB Hinn 1. apríi n. k. konia til landsins hinir heimsfrægu söngv- arar, THE DELTA RYTHM BOYS og halda þeir söngskemmtanir í Háskólabíó á vegurn knattspyrnu- deildar Víkings. Eins og kunnugt er komu þessir skemmtikraftar hingað fyrir átta árum síðan og sungu þá við geysi- legar vinsældir enda var aðsókn að hljómleikum þeirra þá slík, að uppselt var á alla hljómleikana. Er ekki að efa gð fólk fagni því tækifæri að fá að heyra aftur til Delta Rythm Boys, enda er söng- skrá þeirra við allra hæfi ungra sem aldraðra. Hingað koma þeir félagar beint frá Kanada, en þar hafa þeir verið í söngferð síðan um áramót og þar áður í Japan. Þess má geta að nú er komið á annað ár, slðan leitað vár til þeirra félaga um að koma hingað og tókst loks að fá þá nú í örfáa daga, á milli áður umsaminna söngferðalaga. Kynnir á hljómleikum Delta Rythm Boys verður hinn vinsæli útvarpsþulur Jón Múli Árnason. RAM MAGERÐINI |GRETTISGÖTU 54 S í M I -1 9 1 0 81 og fasteignasala, Skólavörðustig 3A III, hæð Símar 22911 og 14624 JON ARASON GESTUR EYSTEINSSON Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón hrónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Messusiðir — FramhalO at bls 9: útgáfa í hvívetna. — Er hún eingöngu ætluð prestum eða einnig leikmönn- um? — Ég myndi ráðleggja al- menningi að lesa bókina og undirbúa sig áður en farið er í kirkju. annars hefur messu- formið sjálft verið sérprentað og það nægir söfnuðinum I kirkjunni ef djákni og prestur hafa bókina. — Þér talið um djákna, en ekki meðhjálpara. — Já, í bók minni er gert ráð fyrir djákna en ekki minnzt á meðhjálpara. Það er vegna þess að djákna er ætlað annað hlut- verk en meðhjálpara. Djákni hefir verk sitt í kór og við alt- ari sem náinn samverkamaður prests. Að fornu las djákni guðspjall og útskipti kaleik við altarisgöngur, auk annarrar þjónustu. Djákni ætti að þjóna í hverri messu. LAUGAVE6I 90-02 700-800 bílar eru á söluskrá vorum. ★ Sparið yður tíma og fyr- irhöfn. Ef bifreiðin er til sölu er hún hjá okkur. ★ Okkar stóri viðskipta- mannahópur sannar 10 ára örugga þjónustu. ■ ^ Bílaval er allra val. Skodr Ce tr ” SAMEINAR MARGA KOSTH FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTLEIKA RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI . OG LÁBT VEROI. TÉHbNESHA Blf REIÐAUMBOÐI0 SKÚI.AGATA 55 ~ SÍMI ISill Plymouth ’55 og Chevrolet ’55 2 og 4 Buick ’55 2 dyra. NSLi Prins ’63 fyrir skuldabréf. Pontiac '55 2 og 4 dyra. hundruð ann- arra Anna Magnani. MEÐ hjálp hinna opinberu ítölsku skattalista er nokkurn veginn hægt að fylgjast með því, hve miklar tekjur kvik- myndastjömumar þar í landi hafa — og það er óhætt að segja, að laun þeirra séu ekki Iægri en Iaunin í Hollywood. Skapgerðarleikkona eins og Anna Magnani fær um það bil 7 milijón íslenzkar krónur fyrir hverja mynd — og líkt er um leikara eins og Silvana Mangano, Alberto Sordi og hinn óviðjafnanlega Marcello Mastroianni. En langt fyrir ofan alla aðra svífa þær tvær, Gina Lollo- brigida og Sophia Loren. Tökum t. d. Sophiu Loren: Fyrir síðustu mynd hennar, sem sýningar em hafnar á, fékk hún rúmlega 25 milljón ísl. krónur — og fyrir mynd- ina „Fall Rómaríkis“, sem tek in er á Spáni og enn er ekki fullgerð, verður kvikmynda- félagið að gera svo vel og greiða henni um 45 milljón krónur — nálgast Liz Taylor upphæðirnar. * MARSEILLEBÚAR hafa aldrei fengið orð fyrir að vera vinnu samir. Nýlega kom hraustleg- ur MarseiIIebúi, Marius að nafni, inn á atvinnuleysis- skráningarstofu og spurði: — Get ég fengið styrk? Ég er atvinnulaus. — Hver er starfsgrein yðar? — Ég er stórgripaveiðimað- ur. — Hvar? — Hér í borginni. — Já, en það em alls engir stórgripir hér í Marseille ... — Einmitt. Það er þess vegna, að ég er atvinnulaus. * ÁGREININGUR hefur risið milli hinna sólriku ríkja USA, Kaiiforníu og Flórida um á hvorum staðnum sé hiýrra. Hvernig á að komast að hinu sanna? Auðveld lausn fannst á mái- inu. 300 punda fsjökum var komið fyrir á sólríkum stað á báðum ríkjunum. Ríkið, sem fyrst bræðir ísinn vinnur. Eftir 24 stundir stóðu leik- ar svo að isjakinn i Miami var orðinn 125 pund en jakinn í San Diego var 200 pund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.