Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 29. marz 1963.
9
MESSU-
SIÐIR
Síra Sigurður Pálsson sóknar-
prestur á Selfossi hefur um
nokkur undanfarin ár beitt sér
fyrir næsta róttækri breytingu
á messusiðum íslenzku þjóð-
kirkjunnar og hefur gefið út
nýja messubók, sem biskupinn
yfir ísiandl hefur leyft að not-
uð yrði við guðsþjónustur a. m.
k. í tilraunaskyni.
Hér er um athygliverða nýj-
ung að ræða, sem varðar allt
trúhneigt og kirkjurækið fólk,
og á þvf veltur það ekki sfzt
hverjar viðtökur hinir nýju
messusiðir fá.
Vísir Ieitaði nýlega til sfra
Sigurðar á Selfossi og bað hann
að gera grein fyrir þeim „siða-
skiptum" sem hann vill koma
á innan þjóðkirkjunnar fs-
lenzku.
— Þetta er ekki nein hug-
detta hjá mér, sagði sfra Sig-
urður, þetta er ekki annað en
það sem er að ske hvarvetna
innan mótmælendakirkjunnar,
nema helzt á íslandi og Dan-
mörku. Þau lönd hafa orðið aft-
ur úr.
— í hvaða átt miðar þessi
breyting?
— Hún er fólgin f þvf að gera
messugerðina fjölbreytilegri og
líflegri heldur en tíðkast hefur
í íslenzku þjóðkirkjunni að
undanförnu. Fyrr á öldum var
hún miklu fjölbreyttari heldur
en hún er nú, og þess vegna má
segja með nokkrum sanni að
það sé ætlunin að færa hana að
vissu leyti f upprunalegra og
eldra horf, færa hana til svo-
kallaðrar klassiskrar messu-
gerðar.
— Þér segið að mótmælenda-
kirkjan í öðrum löndum sé að
breyta messugjörðinni í þessa
sömu átt?
— Ég þori að fullyrða það.
Víða í Mið-Evrópu er breyting-
in þegar komin á og ameríska
kirkjan hefur einnig að verulegu
leyti lagað sig eftir henni. Aft-
ur á móti hefur þessi breyting
átt erfiðara uppdráttar á Norð-
urlöndum og alveg sérstaklega
á íslandi og í Danmörku. Noreg
ur varð fyrstur til að stfga
skrefið, einkum fyrir frumkvæði
ágæts litúrgíufræðings, Gustavs
Jensens prófasts í Osió, sem
barðist fyrir klassisku messu-
gerðinni f heimalandi sfnu síð-
ast á öldinni sem leið.
— Er þessi nýja messubók
yðar algerlega samin eftir er-
lendri fyrirmynd?
— Engan veginn. Hún er f
meginatriðum sniðin eftir messu
grallarans, en grallarinn var
tekinn úr notkun um aldamótin
1800 og messan þá færð í ein
faldara form eins og það var
kallað.
— Eruð þér andvígur ein-
faldleikanum í messugerðinni?
— Já, ef hann verður of
langdreginn, þannig að fólki
leiðist guðsþjónustan og hætti
að sækja kirkju af þeim sökum.
Reynslan hefur margsannað það
og sýnt að fjölbreytt messu-
gerð þreytir söfnuðinn ekki.
Langar og meira eða minna
daufar prédikanir og langir
sálmar þreyta hlustendur. Það
er lögmál{ "sem ekki þýðir að
loka augum né éyrum fyrir, að
þegar búið er að syngja þrjú
vers eða meira af eiriíim og
sama sálmi fer hlustandinn að
sljófgast og eftirtektarhæfileiki
hans dofnar. Það sgfti aldrei að
syngja meira en 1—3 vers í
einu við messugerð. I minni
messubók legg ég megin-
áherzlu á marga messuliði en
stutta.
Séra Sigurður Pálsson í fullum skrúða fyrir altari I Selfosskirkju.
— En finnst mönnum þá
ekki messubók yðar vera of
margbrotin og flókin?
— Það má vera að mönnum
finnist það við fyrstu kynni.
En því er þar til að svara, að
ekkert er einfaldara en sleppa
því sem mönnum finnst vera
of flókið. eða láta það bíða þar
til sfðar.
— Hverjar eru helztu nýjung-
ar í messubók yðar frá þvf sem
er í eldri messubókum?
— Þær eru að vísu næsta
margar, en einna mest sú, að
í messubók mína hef ég tekið
upp Davíðssálma. Þeir voru til
forna notaðir f upphafi mess-
unnar og milli pistils og guð-
spjalls. Guðbrandur biskup
hafði þessa sálma lfka f 2. út-
gáfu grallarans og síðan, en
þar voru þeir prentaðir á Iatínu,
eða þar til seint á 17. öld að
því var breytt f Skálholtsút-
gáfu grallarans. Davíðssálmar
eru hið elzta og bezta bænar-
og lofgjörðarefni kirkjunnar
allt frá postulunum og fram á
vora daga. Þeir henta líka betur
til lesturs en rfmaðir sálmar.
Þá er og sakramentishlutinn
ein stærsta breytingin til hins
eldra forms og nær uppruna
sínum. Annars eru breytingarn-
ar margar og ég hef haft þrjú
megin sjónarmið fyrir augum
við samningu hennar. Hið fyrsta
að færa aftur inn f messuna þá
liði, sem sameiginlegir eru
messum annarra lútherskra
kirkna. Annað það, að gera
þátttöku safnaðarins eðlilegri
. og fjörmeiri en hún er í gild-
andi formi. í þriðia lagi að
gefa messunni meiri fjölbreytni
f framkvæmd en nú er.
— Þér segið að messubók
yðar sé í meginatriðum sniðin
eftir messu grallarans?
— Já, svo langt sem það
nær, en hins vegar hvflir messu
bók mfn á mörgum fleiri stoð-
um, sumum ævagömlum, öðrum
frá síðustu áratugum. Þau rit,
sem ég hef einkum stuðst við
eru m. a. Nýja Testamenti í
þýðingu Odds Gottskálkssonar,
sem prentað var 1540, ennfrem-
ur Handbók Marteins Einars-
sonar Skálholtsbiskups frá
1555, Helgisiðabókum prentuð-
um í Reykjavík 1910 pg 1934,
Missale Lundens, sem prentuð
var f París 1514, The Lutheran
Liturgy frá 1940 og sfðast en
ekki sfzt hef ég haft þýzka
messubók frá 1955 Agende filr
evangelisch-luterische Kirchen
und Gemeinden — til hliðsjón-
ar við samningu messubókar
minnar. Þessi þýzka messubók
er tvímælalaust sú bezta, sem
fram hefur komið í lútherskri
kirkju frá upphafi og ef til vill
sú bezta sem kristnin hefur
eignazt. Að baki hennar liggur
áratuga starf beztu vfsinda-
manna Þjóðverja í þessari grein.
— Er gert ráð fyrir miklum
söng í messubók yðar, sfra Sig-
urður?
— Hún hefur þann kost
framyfir eldri helgisiðabækur
að eftir henni má flytja venju-
lega messu, ennfremur er hægt
að lesa alla messuna, án söngs,
ef bannig stendur á, og f þriðja
lagi er unnt að flytja hina
mestu viðhafnarmessu eftir
henni.
— Þér messið sjálfur eftir
messubókinni yðar?
— Já, fyrst flutti ég messu
eftir henni f Bessastaðakirkju
1960 og síðan f dómkirkjunni í
Revkjavfk 1961. Það var að
vísu áður en messubókin kom
út. en samkvæmt henni þó, eða
það sem ég kalla klassiska
messu. Ég hef líka flutt hana k
Vestmannaevjum og loks stend-
ur til að flvtja hana núna n. k.
sunnudagskvöld kl. 8.30 í Laug-
arneskirkiu. Við það tækifæri
mun barnakór Laugarnesskóla
aðstoða undir stjórn Stefáns
Þengils Jónssonar, auk kirkju-
kórsins.
— Eru aðrir prestar einnig
farnir að fara eftir nýju messu-
bókinni yðar?
— Jú, ég hef orðið þess var
að þeir eru, sumir hverjir, byrj-
aðir að veita henni athygli og
setja sig inn í hana. Meira að
segja biskupinn sjálfur hefur
flutt messu eftir henni í kap-
ellu háskólans.
— Messubókin er nýlega
komin út til þess að gera?
— Hún kom út á s.l. ári og
er eina bókin, sem prentuð
hefur verið í Kassagerð Reykja-
víkur. Prentunin hefur tekizt
mjög vel og er prentuð f tveim
litum. Þetta er hin snotrasta
Framhald á bls. 10.
Sira Sigurður Pálsson.
Spjallað við séra §ig-
urð Pálsson á Sslfossi