Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 1
VISIR RÁDSTAFANIR TIL AD FYRIRBYGGJA SMYGL S ^ ■ i ■ W ■ • n ■' ' 53. árg Föstudagur 29. marz 1963. 73. tbl. Eins og kunnugt er liggur frumvarp að nýrri tollskrá fyrir Alþingi þessa dagana. Ennfrem- ur hefir sérstök nefnd. samið frumvarp að nýjum lögum um tollheimtu og tolleftirlit, og er þessi nefnd einnig að vinna að tillögum um ráðstafanir til að fyrirbyggja að vörur séu fluttar til landsins, án þess af þeim thalassa Hið glæsilega rannsóknarskip Thalasse frá Brest var statt í Reykjavík í gær á leið til rannsókna á hafinu milli Islands og Grænlands séu greidd aðflutningsgjöld. Nefnd þessa skipaði fjármála- ráðherra hinn 28. júní í fyrra, I henni eiga sæti Valgarð Briem hdl. formaður, Einar Ingimund- arson bæjarfógeti, Unnsteinn Beck tollgæzlustjóri og Jón Finnsson lögfræðingur. Valgarð Briem sagði í viðtali við Vísi í morgun, að nefndin hefði í huga að reyndar væru ýmsar nýjar leiðir við tolleftirlit hér á landi til að fyrirbyggja smygl, en óskaði' ekki að öðru leyti að skýra frá tillögum nefndarinnar um það efni, enda hafa þær ekki enn verið af- greiddar frá nefndinni til ráðu- neytisins. Franskt rannsóknaskip í Reykjavík: klendingar taka þátt í físki- rannsóknum 9 þjéða Datt í sjóinn í nótt féll ölvaður maður i sjóinn af Grandagarði. Þarna var um skipverja á bát að ræða og var hann allmjög drukk- inn. Menn voru á ferli skammt frá og sáu þegar hann datt í sjóinn. Brugðu þeir þegar við og komu honum til hjálpar, en gerðu lög- reglunni jafnframt aðvart. Maðurinn var enn með fullri rænu þegar honum var bjargað, en samt orðið mjög kalt. Flutti lögreglan hann í slysavarðsofuna þar sem honum var hjúkrað í nótt. Laust fyrir kl. 6 sfðdegis 1 gær datt telpa f tröppunum fijá biðskýl- inu undir Amarhóli. Hún kom nið- ur á höfuðið og meiddist nokkuð, en ekki alvarlega að þvf að talið er. íslendingar taka þátt f víðtæk- um flski- og hafrannsóknum 9 þjóða, sem nú eru að hefjast f Norðurhöfum. 13 skip munu taka þátt í þessum rannsóknum, meðal þeirra verður Ægir, en leiðangurs- stjóri í þeirri rannsóknaferð verð- ur dr. Jakob Magnússon. Höfuð- markmið þessara rannsókna er að kanna útbreiðslu, magn og rek þorskeggja og þorskseiða, svo og karfaseiða. Þessir fiskar eru, sem alkunnugt er, meðal helztu nytja- fiska Islendinga og geta þessár rannsóknir því haft mikla þýð- ingu fyrir okkur. Þær miða að því að staðsetja, eins og unnt er, got- svæði þorsksins við Austur- og Vestur-Grænland og gotsvæði karf ans f Grænlandshafi, en mikið vantar á að þau svæði séu nægi- lega þekkt. í öðru lagi á sérstak- Iega að rannsaka hvert egg og seiði reka og hvar þau alast upp, og rekja út frá því uppruna stofn- anna. Vísir átti í morgun tal við dr. Jakob Magnússon, sem á að stjórna þátttöku íslands í þessum rannsóknum. Hann sagði að rann- sóknir þessar hefðu verið í undir- búningi tvö sfðustu árin og yrðu rannsökuð hafsvæðin við SA- Grænland, Vestur-Grænland, — undan Baffinslandi, Labrador og allt suður til Nýfundnalands. Auk íslendinga taka Frakkar, Vestur- Þ.jóðverjar, Englendingar, Skotar, Danir, Norðmenn, Rússar og Kan- adamenn þátt I þessum umfangs- miklu rannsóknum, og verða þrjár yfirferðir farnar um rannsókna- svæðin í vor. Fjórar til fimm þjóð- ir leggja til skip í hverja yfirferð. Fyrsta yfirferðin verður í apríl, önnur í maí, og taka íslendingar ! 9 asta í júní—júlf. Fyrsta útlenda rannsóknaskipið, þátt í henni, og hin þriðja og sfð- sem kemur til íslands I sambandi við þessar rannsóknir, kom til Reykjavíkur f gær og er meðfylgj- andi mynd af því. Það heitir Thalassa, leiðangursstjóri er dr. Dardignac. í næstu viku er von á skipi. ensku og rússnesku rannsókna- Dr. Jakob Magnússon kvað ekki laust við að fslenzku fiskifræðing- arnir renndu öfundaraugum til hins glæsilega og vel búna franska rann sóknaskips, sem nú er í Reykja- vík, og fyndu til þess að þeirra aðstaða til að leggja fram sinn skerf þyrfti að vera betri. Ægir mun rannsaka svæðið vest- ur af Islandi og Grænlandshaf, en franska rannsóknaskipið kannar það svæði í fyrstu yfirferð. Auk höfuðmarkmiðs rannsóknanna, sem áður var nefnt, verða gerðar rann- sóknir á svifi, og almennar haf- og fiskirannsóknir. Vottur hrær- inga í nótt KI. 19 mínútur yfir eitt s. 1. nótt sýndu Iandskjálftamælar hér hrærlngar, sem áttu upptök sfn á svipuðum slóðum og i fyrrakvöid. Ekki voru þær — né aðrar síðar í nótt — meirl en svo, að menn hafi orðið þeirra varir. ■Œ!tfU Landsfundur Sjáíf- stæðisflokksins Miðstjóm Sjálfstæðis- ið 18. apríl, til 25. apríl folkksins hefir ákveðið næstkomandi. að fresta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, Miðstjórn sem auglýstur hefir ver- Sjálfstæðisflokksins. Söiuskatturinn verð- ur lagður niður 1 gær flutti fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen framsögu- ræðu sína á þingi um hið nýja tollafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar. Drap hann á alla höfuð- þætti frumvarpsins og gerði ítarlega grein fyrir hinum víð- tæku tollalækkunum sem nema urn 100 millj. krónum. HALDA TEKJU- STOFNUM SÍNUM. Ráðherrann drap nokkrum orðum á það að aldrei hefði komið annað til greina en að jöfnunarsjóður sveitarfélaganna héldi tekjustofnum sínum, þótt innflutningssöluskatturinn væri felldur niður. Mun ríkisstjórn- in leggja fram á þessu þingi tillögur um frambúðarlausn þess máls. Stjórnarandstaðan hefir hins vegar ranglega haldið þvi fram síðustu tvo daga að svipta ætti bæjar og sveitarfé- lög 50—60 millj. með nýju toll- skránni, án þess að þeim yrði bætt það upp á annan hátt. Fyrir því er ekki nokkur fótur, eins og ráðherrann drap á í gær. Hann sagði m. a. um þetta efni: Á árinu 1960 voru sett lög um jöfnunarsjóð sveitarfélaga og var þá ákveðið að hann skyldi fá 1/5 hluta af þeim söluskatti, sem þáw var á lagð- ur, bæði 3% söluskattinum í smásölu og 8% söluskattinum, sem lagður er á innflutning. Síðan hefur jöfnunarsjóður sveitarfélaga fengið þetta fram- lag bæði árin 1960, 1961, 1962 og 1963 og nú er í fjárl. að sjálfsögðu gert ráð fyrir því og áætlað, hver þessi hluti muni verða, en i fjárlagaáætluninni er gert ráð fyrir, að hann nemi samtals að báðum þessum tekjustofnum 104 millj. kr. Þeg- ar nýja tollskráin kemur í gildi, þá falla niður öll önnur að- flutningsgjöld sem hér voru rakin og m. a. innflutningssölu- Framh i hls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.