Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 3
Reykvíkingar í skíðaparadís
Ungur skíðamaður úr Knatt-
spymufélaginu Víking leggur til
þessar góðu myndir í mynd-
sjánni í dag. Það er Ásgeir
Christiansen sem tók þær í Sol-
fonn í Harðangursfjöllunum í
Noregi. Þar dvöldu þeir rúma
viku í nær stöðugu sólskini og
dðsamlegu veðri, en endapunkt-
ur dvalar þeirra í Solfonn var
keppnin milli Reykjavíkur, Berg
en og Glasgow. Þess er
skemmst að minnast að skíða-
menn vorir stóöu sig með prýði
og veittu Bergen nokkra keppni
en unnu milljónaborgina Glas-
gow með yfirburðum, en í
Glasgow er talsvert um góða
skíðamenn, enda frábær skiða-
lönd í grennd við Glasgow.
Stærstu myndina tók Ásgeir á
leiðinni upp lyftuna, sem er um
900 metrar á lengd. Sést greini-
lega þvílík fegurð er á þessum
slóðum. Á miðri myndinni er
hótelið í Solfonn, sannkallað
lúxushótel með öllum þægind-
um.
i
Númer 21 á tvidálka mynd-
inni er kappinn Sigurður R.
Guðjónsson, margfaldur meist-
ari og þrautreyndur f brekkum
utan og innanlands.
Það er víðar en meðal Eski-
móa'sem hunduín er beitt fyrir
sleða, það sýriir myndin af
tveim þýzkættuðum hundum,
sem einn Norðmaðurinn hafði
til að draga sleða með föggum
sínum.
Hópmyndin sýnir frá vinstri:
Sigurður R. Gúðjónsson, Þor-
bergur Eysteinsson, sem varð
annar i stórsvigi Á-flokks á
mótinu, Ásgeir Christiansen,
Helgi Axelsson, Þórir Lárusson,
Þorgeir Ólafsson, Sigurjón Þórð
arson, forstjóri Borgarþvotta-
hússins, sem kom til að horfa
á flokkinn f keppni og renndl
sér sjálfur enda þaulvanur slfku,
Gunnlaugur Sigurðsson, Sigurð
ur Einarsson, Hinrik Hermanns
son og Lárus Jónsson, farar-
stjóri flokksins.