Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 29.03.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 29. marz 1963. W0S3S VÍSIB Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsa'rgjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Tollskráin og framsókn Tollskráin nýja hefir orðið framsóknarmönnum þungbær. Það helzta, sem þeim dettur í hug að segja, er, að fyrir áhrif þeirra hafi landbúnaðarvélar verið lækkaðar! í annan stað vill Framsókn ómögulega við- urkenna að tollalækkunin sé 98 millj. króna. Speking- ar Tímans finna út, að hún sé aðeins 43 millj. kr. vegna þess að bæjarfélögin beri afganginn. Þetta eru furðu- legar röksemdir og framsóknarmönnum líkar. Lækk- un tolla er ómótmælanleg 98 milljónir og öll sú upp- hæð kemur gjaldendum til góða. Engu máli skiptir, þótt hluti hennar hafi áður runnið í bæjarsjóð. Blómleg leiklist Alþjóða leikhúsdagurinn var í fyrradag. Frumsýndi þá Þjóðleikhúsið hið víðkunna leikrit eftir Max Frisch, „Andorra“. Er það mikið íeikrit og óvenju merkilegt. Ættu Reykvíkingar ekki að láta leikritið, né boðskap þess, fram hjá sér fara. í vetur hefir verið óvenju mikil grózka í leiklist- inni hér í höfuðborginni. Ýmis góð leikrit hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu og er það mál manna, að nú í vetur hafi betur tekizt til um leikritavaí en oft áður. En þáttur Leikfélags Reykjavíkur vekur mesta athygl- ina. Þetta litla félag er eingöngu skipað áhugamönn- um, sem hvorki búa við góð tæknileg skilyrði, né hafa úr miklum f jármunum að spila. Því meiri athygli vek- ur leikstarfsemin. Ljós Leikfélagsins er skært og sam- keppnin við ríkisleikhúsið virðist hafa orðið því hvatn- ing til dáða. Mesta hagsmunamál Leikfélagsins er nú bygging nýs leikhúss á Klambratúni. Betri gjöf gætu Reykvíkingar ekki gefið leikhúsinu en framlög og styrk til þess að það rísi sem fyrst. |f;;\ w Húsin rísa Um 1000 íbúðir eru nú í byggingu í Reykjavík, Ný íbúðarhverfi í Grensásnum og í Laugarási hafa nú verið skipulögð fyrir þúsundir manna og eru tilbúin til framkvæmda. Byggingarvörufirmu segja að bygg- ingaráhugi hafi aldrei verið meiri né framkvæmdir, enda timbur á þrotum. En á sama tíma heldur stjórn- arandstaðan því fram að byggingar séu stöðvaðar og algjör kyrrstaða og kreppa ríki. Þannig er rök framsóknar og kommúinsta. Þróttmikil og fjölbreytt starfsemi ÓÐINS í 25 ár Viðtal við Sveinbjörn Hannesson, formann mölfundafélagsins Óðins í tilefni 25 ára afmælis þess í dag Málfundafélagið Óð- inn á 25 ára afmæli á morgun. Félagið var stofnað 29. marz árið 1938. Fyrsti formaður þess og aðalhvatamað- ur var Sigurður Hall- dórsson, verkamaður. Núverandi formaður Óð ins er Sveinbjöm Hann- esson, verkstjóri. Vísir ræddi stuttlega við hann í gær í tilefni af afmæli Óðins. — TTver voru ti'drög að stofnun félagslns? — Á þessum árum voru verka lýðsfélögin og Alþýðuflokkurinrv eitt og hið sama. Það mátti eng inn sitja á Alþýðusambands- þingi nema hann væri 1 Alþýðu- flokknum. Ofríki Alþýðuflokks- manna var svo mikið, að Sjálf- stæðismenn áttu ekki kost á vinnu t. d. við höfnina og víðar. Félagið var stofnað til að brjóta þetta ofrfki á bak aftur. — TTver varð árangurinn? — Vöxtur félagsins varð þegar mjög mikill, svo mikill, að árið 1940 fékkst sam- þykkt breyting á stjórn Alþýðu sambandsins þannig að allir verkamenn ættu sama rétt til setu á Alþýðusambandsþingi og verkalýðsfélögin væru skilin frá Alþýðuflokknum. Alþingi hafði áður samþykkt viljayfirlýsingu á þessa leið og næsta Alþýðu- sambandsþing eftir það sam- þykkti bfeytingarnar. — TJver hafa verið önnur 1 baráttumál félagsins? — Atvinnuleysismálin voru framan af helzta viðfangsefni félagsins, þegar baráttan við Alþýðuflokkinn er frátalin. Félagið barðist fyrir því að vinna yrði aukin með auknum opinberum framkvæmdum. Byggingamál verkamanna hafa ætíð verið meðal þess, sem fé- lagið hefur helzt látið til sín taka. Það var Óðinn, sem lagði til að Reykjavíkurborg byggði Bústaðavegshúsin og seldi þau efnalitlu fólki — sem síðan var gert. Hugmyndin um byggingu smáíbúðahverfis i borginni kom fyrst fram á Óðinsfundi. Félagið hefur barizt fyrir eflingu bygg- ingarsjóðs verkamanna. Hug- myndin um skattfrelsi vinnu ibúðarbyggjenda við eigin íbúð- ir átti upptök sin I óðni. Óðinn hefur barizt dyggilega fyrir batnandi kjörum launþega. Það hefur ætið verið stefna Óð- ins að vinna að þeim kjara- bótum á friðsamlegan hátt. Hef ur félagið lagt áherzlu á nauð- syn þess að sköpuð væri sú sam vinna milli lapnþega og vinnu- veitenda, að hægt væri að vinna að þessum. kjarabótum án verk- falla. Hv fvað um almenna starf- semi félagslns? — Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, enda hefur starfsemi þess ætið verið mjög þróttmikil. Það hefur haldið mál fundanámskeið, fræðslunám- skeið, fundi um einstök hags- munamál, skemmtanir, skipulagt ferðalög, unnið að skógrækt o. fl. Einnig hefur Óðinn haft ókeypis kvikmyndasýningar fyr ir börn félagsmanna. — A ð flestra dóml hefur hlut ur Óðins í starfsemi Sjálfstæðisflokksins verið mjög mikill. Hvað viltu segja um það? — Félagið hefur á undanförn Sveinbjörn Hannesson. um árum tekið þátt í að móta verkalýðsmálastefnu Sjálfstæðis flokksins. Óðinsfélagar hafa og verið mjög virkir að öðru leyti i starfi sínu fyrir flokkinn. Marg ir Óðinsfélagar hafa gegnt trún aðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, t. d. á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. — T,ið eigið marga fulltrúa 1 i stjórnum reykvískra verkalýðsfélaga? — Félagið á fulltrúa í stjórn- um flestra stærstu verkalýðsfé- laga í borginni. Reynslan hefur sýnt að þar sem Óðinsfélagar hafa setið í stjórn verkalýðsfé-■ lags, þar hafa náðst beztu samn ingar við atvinnurekendur sem völ hefur verið á, og það, sem er mikilsvert, þessi árangur hef ur náðst án verkfalla. Núverandi stjórn Óðins skipa: Sveinbjörn Hannesson formað- ur, Pétur Sigurðsson varafor- maður, Jóhann Sigurðsson rit- ari, Valdimar Ketilsson gjald- keri, Friðleifur Friðriksson vara ritari, Guðmundur Sigurjónsson varagjaldkeri og Þorsteinn Kristjánsson spjaldskrárritari. Við óskum stjóminni og fé- Iagsmönnum Óðins öllum til hamingju. 1. F uglaverndunarf élagið heldur kynningarfund Fuglavemdunarfélag Islands heldur kynningarfund í Gamla Bió kl. 3 e. h. laugardaginn 30. marz næstkomandi. Úlfar Þórð- arson Iæknir, formaður félags- ins, flytur þar stutt ávarp um tilgang félagsins og fyrlrhugaða starfsemi þess. Eftir fyrirlestur Úlfars læknis verða sýndar tvær kvikmyndir um fugla. Fyrri myndin er frá fuglafriðlandi í Kákasus. Er þetta litmynd, sem er tekin á ströndum Kaspíahafs og er myndin mjög sérkennileg að mörgu leyti, þar sem þar er um sjaldgæfar fuglategundir að ræða og mjög sjaldgæfa varp- staði. Myndin er hin sérkenni- Iegasta, mjög vel gerð, enda er hér um algjörlega nýtt svæði að ræða, sem við hér heima erum algjörlega ókunnug. Seinni myndin er um amerlska örninn. Þessi mynd er ný, og hefur aldrei verið sýnd hér áð- ur. Hún er tekin á varpstöðum ameríska arnarins, en eins og vitað er, er hann þjóðarfugl Bandarikjanna. Myndin byrjar á varpstöðum hans I Florida, sýn ir lifnaðarháttu hans, hvernig hann veiðir, hvernig hann mat- ar ungana. Þá er sögulega sagt frá þvl hvernig örninn var út- breiddur fyrir mörgum áratug- um um flest ríki Bandaríkjanna, en nú er hann aðeins til I tveim ríkjum. Þá er sagt frá baráttu Bandarlkjamanna til þess að hindra að örninn deyi út og sýnir þá miklu erfiðleika, sem þrátt fyrir hina Itrustu og rót- tækustu ráðstafanir frá hendi stjórnarvalda, bæði Bandaríkj- anna og hinna einstöku rikja, ásamt fuglaverndarfélaganna, að erni hefur fækkað ískyggilega Framhald á bls. 5 l t lil l i 1 /j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.