Vísir - 20.04.1963, Side 1

Vísir - 20.04.1963, Side 1
VISIR jLaugaruagur av. apni lvoó. arþegaleyfið tíi Færeyja ófeagið Skömmu fyrir páskana var hefði fengið leyfi dönsku flug- málastjórnarinnar til að hefja Færeyjaflug með Doglas DC-3 flugvélum sínum, og var þá tal- að um að áætlunarflug þangað myndi hefjast f byrjun maí. Nú hefur blaðið fregnað, að nokkur dráttur kunni að verða á þessu. Þau leyfi sem danska flugmálastjórnin hefur þegar gefið munu aðeins ná til póst- flutninga og vöruflutninga, en hins vegar hefur ekki enn feng- izt endanlegt leyfi til farþega- flutninga. Líklegt er þó talið að slíkt leyfi fáist og er þess að vænta að Færeyjaflugið geti hafizt í vor. Þessi mynd er af mynni Sdglufjarðar og sézt þar glögglega vegurinn, sem lagður hefur verið upp að fyrlr- I t huguðum jarðgöngum. Fyrir þó nokkru voru sprengd 30 metra löng göng inn f fjallið f tilraunaskynl. STRÁKA VEGUR fullgerð- ur fyrír 21 milljón króna Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær, að nýi Siglu- fjarðarvegurinn með jarðgöng- unum miklu f gegnum fjallið Stráka, ætti samkvæmt áætlun að verða fullgerður að rúmum tveimur árum liðnum, eða f ágúst 1966. Á yfirstandandi ári verður varið til vegarins að fjallinu Fljótamegin 4 milljónum króna, og jafnframt undirbúið tækni- lega að hefja sprengingu jarð- gangnanna vorið 1964. Á þvf ári á að verja 10.9 milljónum alls til þessarar framkvæmdar, og 6.1 milljón árið 1966, og eru þetta samtals 21 milljón króna. Lagt verður kapp á það sem fyrr segir að þessi nýi, langþráði framtfðarvegur Sigl- firðinga, og nálægra byggðar- laga, verði tekinn í notkun sum- arið 1966. Ráðherrann . fór sérstökum viðurkenningarorðum um ð- þreytandi baráttu Einars Ingi- mundarsonar alþingismanns fyr ir þessu mikla hagsmunamáli Siglfirðinga, sem ríkisstjómin hefir nú tryggt að hrundið verði í framkvæmd á eins skömmum tíma og unnt er frá tæknilegu sjónarmiði. Skemmtanir æskunn- ar verða skattlausar Frumvarp um skemmtanaskatt og Þjóðleikhús varð að lögum í gær með þeirri breytingu, sem menntamálaráðherra bar fam fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, að vínlausar skemmtanir ungs fólks á aldrinum 16—21 árs verði með öllu undanþegnar skemmtana- skatti. Mun það verða unga fólk- inu og öllum foreldrum gleðiefni. Þær raddir hafa orðið æ háværari að stuðla bæri að heilbrigðu og ódýru skemmtanalffi æskunnar með þessum hætti og er vel farið að þetta hagsmuna- og menning- armál unga fólksins hefir mætt fyllsta skilningi stjórnarvaldanna. Er þess nú að vænta að unga Askenasy: Ég trúði ekki sjóvnarpsfréttinni og hringdi til Moskvu. faiir ASKENASY neitar ai hafa kaffai son sinn svikara — Ég er nýbúinn að tala við föður minn í síma austur til Moskvu og hann sagði mér, að fréttin um að hann hefði afneitað mér og kallað mig svikara væri röng. Þannig mælti Vladimir Askenasy píanóleikari við fréttamann Vísis seint í gærkvöldi, en þá um kvöldið hafði sú frétt borizt út, að David faðir Askenasys hefði lýst hann svikara og sagzt afneita honum ef hann sneri ekki aftur heim til Rússlands. Þau hjónin Þórunn og Asken- asy höfðu heyrt frétt þessa lesna upp í sjónvarpinu og brá þeim heldur en ekki f brún. Askenasy fór þegar að símanum og pantaði föður sinn austur í Moskvu. Faðir hans kvaðst ekki Framh. á bls. 5. fólkið sæki skemmtanir af þessu tagi öðrum skemmtunum fremur eftirleiðis. Bílamól borgarinnar í athugun Borgarstjórinn í Reykjavík hefur skipað þrjá menn til að „athuga reglur þær, sem fylgt hefur verið um bifreiðanotkun borgarinnar og bifreiðastyrki ' og gera tillögur um breytingar eftir því sem efni standa til“. Þessi nefnd er skipuð Guttormi Erlendssyni, aðalendurskoð- anda, Ágúst Hafberg fram- kvæmdastjóra og Einari ög- mundssyni, vörubílstjóra. Þeir hafa áður gert athuganir á þessum málum, og er þessi nýja athugun í framhaldi af þeirri fyrri. Nefndin mun starfa í samráði við borgarritara og hagsýslustjóra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.