Vísir - 20.04.1963, Page 15

Vísir - 20.04.1963, Page 15
V í S I R . Laugardagur 20. apríl 1983. 00 hamhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar á meðan ég „var og hét” eins og og stundum er til orða tekið. Jæja, ég hefi dregið mig I hlé, en ég fylgist vel með öllum, sem við sögu hafa komið — hripa niður allt sem ég frétti um gamla kunn- ingja, dreg mínar eigin ályktanir og kveð upp mína eigin dóma. — Viltu ekki annars fá þér sæti, Davíð? — Þakka þér fyrir, ég vil held- ur standa. — Eins og þér þóknast, sagði Reynolds og brosti. —,í hamingju bænum, Reynolds, sagði Davíð, segðu mér allt sem þú veizt um Sorrel. Reynoid opnaði bókina. Það gljáði á hvítan pappírinn í henni, er hann hafði opnað hana og það skrjáfaði í blöðunum. Davíð veitti því athygli, að sums staðar höfðu biaðaúrklippur verið límdar inn í bókina, en svo brotnar saman, og það sem skrifað var var með lítilli, ffngerðri rithönd. — Héma er það, — langar þig til þess að lesa hvað hér stendur skrifað? — Nei, sagði Davíð. Segðu mér það heldur. — Frá rannsóknarréttinum í Mortlake. Þannig hóf Reynolds lesturinn röddu, sem gaf ekkert til kynna. Og hann hélt áfram: — 3. marz 1960. Hann leit upp. — Sorrel Thornhill var þar vegna andláts manns síns Peter Thornhilis. Davíð hafði fengið ákafan hjart- slátt og blóðið streymdi til höfuðs honum og rödd Reynolds hljómaði kuldalega: — Peter Thornhill lézt af völd- um of stórs skammts af svefnlyfi. Hann var rúmliggjandi, farlama. Máttvana í báðum fótum eftir bíl- 'lys. Hann var að aka konu sinni 'ieim úr gamlársfagnaði og var mjög drukkinn — vegirnir voru sleipir — og hann tók eina beygj- una of hart og snöggt —- og ók á ljóskersstaur, með þeim afleiðing- um að hann er máttlaus í fótunum. Konan slapp með taugaáfall, nokkrar skrámur og ör. Þarna var þá skýringin á litlu örunum tveimur í andliti hennar. Og smám saman var eins og ýmis- legt færi að skýrast fyrir honum, — til dæmis hver áhrif það hafði, er hann strauk hár hennar, er þau ræddust við að næturlagi — og orð hennar, er hún sagði: — „ég er að reyna að koma heiðar- Iega fram. Hvers vegna hafði hún staðið svo fast á því, að hann leit- aði ráða, áður en of seint yrði? . — Og maðurinn? spurði hann. -— Hann klemmdist milli stýris- ins og sætisbaksins — og meiddist illa á baki með þeim afleiðingum, að hann Iamaðist á fótum. Hann gat ekki stigið í fæturna eftir þetta. Davíð dró andann þungt. — Haltu áfram, sagði hann rólega. —- Það, sem lögreglan vildi fá svar við var hvernig hann náði í svefnlyfið. Það var geymt í komm- óðuskúffunni í svefnherbergi hans. Gengið gat hann ekki, en gat hann komizt niður á gólf og einhvern veginn olnbogað sig áfram að kommóðunni? Og aftur að rúm- inu og upp í það? Reynold þagnaði. Hann horfði upp og leit svo á Davíð: — En hafði kona hans, sem ekki gat horft upp á þetta Iengur, gert það fyrir hann af meðaumk- un, að rétta .honum það. Hjartsláttur Davíðs var orðinn rólegri. Honum fannst allt svo skýrt sem verða mætti. — Það hefði verið líknarverk, sagði hann. — Það mundi hafa verið litið á það sem morð. Davíð leit niður og horfði á Reynhold sem enn sat á bekknum. — Var hún leidd fyrir rétt — ákærð? Reynold horfði vingjarnlega á hann og hristi höfuðið. — Nei. Úrskurður réttarins var, að ófullnægjandi upplýsingar væru fyrir hendi um hvernig dauða hans hefði borið að. — Og þinn dómur? spurði Davíð. — Ölvaðir bílstjórar, — þeir eru mínir 'svörtu sauðir. Þeir fá það, sem þeir hafa til unnið. En í þessu tilfelli gat ég næstum sjálf- ur fundið til meðaumkunar með þessum vesalings manni. Davíð stóð lengi þögull. Hann gat ekki trúað" því, að Sorrel hefði drepið mann sinn, ekki einu sinni af meðaumkun. En —- hefði hann T A R 2 "X CAME HEKE TO IVRITE A MAGAZIME PIEC6 A50UT HUWTIMG LE0PA!t7 WITH 70GS, BUT THIS STORY HAS TAK.EM A STKANGE ■'UZN../THE , 6PITOK SISH67. JotW CEiAroO nlátr-b7""únit5”F«»tur« Syndlc»U, Ine. nú sjálfur sem læknir, í slikurn sporum — getað freistazt til þess að gcra eitthvað svipað? Ef þessi maður hafði nú þiáðst mikið? Hvernig gæti nokkur svarað þeirri spurningu hvað hann myndi gera, ef hann yrði að horfast í augu við annan eins vanda og bennan? Ef það hefði verið Sorrel — og hún hefði grátbeðið hann um að stytta kvalir sínar? Reynolds fór að tala — næstum eins og við sjálfan sig: — Hvernig var hann annars þessi Thornhill — eftir slysið? Hann var atvinnulaus. Lamaður. Engin von um bata. Hvernig brást hann við örlögum sfnum? Bað hann hana um að binda endi á kvalir sínar, dag eftir dag, oft á dag? Elskaði hún hann? — Heldur þú, að hún hafi gert það? spurði Davíð lágt. Reynolds hristi höfuðið, en svaraði ekki spurningunni. — Hvað heidur þú? spurði hann. — Nei, svaraði Davíð. Ég er viss um, að hún gerði það ekki. — Það hefði mátt leggja það svo út, að það hefði þjónað á- kveðnum tilgangi, ef hún hefði gert það. Og tækifærin hafði hún. — Hún er hugrökk, sagði Davíð. — Nógu hugrökk til þess að horfa upp á það, að maður sem hún elskaði yrði að þjást — árum saman, kannski áratugum saman?. — Einnig nógu hugrökk til þess. | Þeir þögðu um stund. Svo hall- ; aði Reynolds sér dálítið fram. — Mágur þinn var lögfræðing- ur hennar. — Hann? Hann hlýtur að hafa trúað á sakleysi hennar. Reynolds sagði þetta einhvern veginn á þann hátt, að Davíð fannst það einkennilegt: — Ég skil ekki — ---Það gæti verið hætta á ferð- um. — Fyrir Sorrel . . . hvernig? — Ég veit það ekki, svaraði Reyn olds og hallaði sér aftur. Þú verð- ur sjálfur að hugleiða þetta. Ég segi bara: Gættu hennar — gættu hennar vel — ef þú elskar hana. iO/S Og hafðu góðar gætur á öðru — á öilum breytingum — daglegum breytingum — sem kunna að verða varðandi móður þína. Sá, sem hér er að verki er slóttugur. Þú verður að verða honum slótt- ugri. Hann þagnaði snöggvast, og hélt svo áfram, áhyggjufullur á svip: — Erfiðleikarnir við meðferð slíks máls sem þessa eru hve mikil óvissan er um alla hluti. Ef eitt- hvað kæmi fyrir móður þína, ef ástáeða er fyrir grun hennar — og ef grunur fellur á Sorrel mun hitt málið skaða hana. Og það yrði miklurn erfiðleikum bundið fyrir hana að sanna sakleysi sitt — og fjári erfitt að sannfæra kviðdóm um, að hún hefði hrein- an skjöld. Davíð ók hratt, en hann hugs- aði án afláts um það, sem Reyn- olds hafði sagt. Hvað átti hann við? Hvað gat Rupert gert Sorrel? Hví skyldi hann gera henni nokk- uð, fyrst hann hafði beðið Diönu um skilnað, — vafalaust vegna þess, að hann vildi fá Sorrel fyrir konu. loftfesting Veggfesting mmm IP.'WIM Mælum upp Setjum upp 51 Ml 1374 3 L f Ní DARGOTU 25 *I'M NOT C0NCEKNE7 WITH TH6 STORy NOW-- I JUST FON'T WANT TO LOS6 ANY MORE OF MY VOSS\* TARZAN THOUSHT AWHIL6, TH6N SMIL67. *HMM, MAYSE YOU WOM'T HAVE Tor "FRANKLY, X THOUSHT THE TKAF OUTSI7E OF CAMP W0UL7 B6 A G007 WAY TO CAPTUR6 THIS BEAST!! “ . Rítstjórinn hélt áfram og and- varpaði: „Ég kom hingað til að afla efnis í grein um pardusdýra- veiðar með aðstoð hunda, en at- burðirnir hafa orðið öðru vísi en ég ætlaði . . og satt að segja hélt ég ,að gildran hér rétt hjá tjaldbúðunum yrði okkur mikil- væg hjálp við að ná villidýrinu. — Nú má ég alls ekki missa fleiri hunda“. Tarzan hugsaði sig um stutta stund, en síðan brosti hann og sagði: „Hmm, það er alls ekki víst að þú þurfir þess". Arthur, nú neyðumst við líklega til að kaupa demantshring. — Og Sorrel? Hvers vegna hafði hún ekki sagt honum neitt um sjálfa sig? Hún hafði þó haft ærin tækifæri til þessa. — Það var eins og hann allt i einu hefði fengið aðvörun. Hann hafði verið ákveðinn við Reynolds, sagt við hann, að hún hefði ekki getað gert það — gef- T rúlofunarhringar Gurðar Ólufsson Úrsmiður við Lækjartorg, simi 10081. SÆNGUR 1 ýmsum stærðum. — Endur- nýjum gömlu sængumar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Simi 33301 Shodr ..-^3 P' + " 'r t n SAMEINAR MARGA KOSTl: FAGURT ÚTLIT, ORKU. TRAUSTIEIKA RÓMAÐA AKSTURSH/6FNI OG LÁGT V E R O | TÉHHNESKA Bl FREIÐAU M BOÐIÐ t'ONAUTUTI 15. ÍÍMI Ódýrar barnaúlpur

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.