Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 3. maí 1963.
5
Aftatíu
Framhald af hls. 1
Það er Knattspyrnufélag
Reykjavíkur, sem efnir til far-
arinnar, leigir flugvél hjá Flug-
félaginu, og mun fargjaldið
kosta kr. 3.500.00 (fram og til
baka). Áætlað er að fara strax
upp úr miðnætti á mánudags-
kvöldið utan. Leikurinn milli
Brazilíumanna og Breta, fer
ekki fram fyrr en á miðviku-
dag (síðdegis), svo ferðalang-
arnir munu geta notað tímann
allan þriðjudaginn og fyrri
hluta miðvikudags, til ýmissa
annarra aðgerða í Lundúnaborg.
Mun sá tími, ekki sízt hafa
haft áhrif á þann fjölda sem í
ferð þessa fer. Kappleikurinn
sjálfur verður vafalaust fyrsta
flokks, og óneitanlega er til
nokkurs að vinna að sjá heims-
meistarana frá Brasilíu í leik.
Heim verður haldið kl. 9.30
(enskur tími) frá Englandi strax
á miðvikudagskvöldið.
Gunnar Sigurðsson (hjá Sam-
einaða), sem verður einn af far-
arstjórunum, tjáði blaðinu í
gær, að öllum undirbúningi
væri lokið fyrir ferð þessa. Bú-
ið yrði þessa einu nótt á hóteli
í Mið-London og þar yrði bæki-
stöð íslendinganna.
„Vélin er full“, sagði Gunnar
aðspurður, „nema hvað 4—5
manns, hafa forfallazt nú á síð-
ustu stundu, en varla verða
nokkur vandkvæði á að fyllt
verði upp í þau skörð“.
Og þá vitum við það. Enn
hafa menn tækifæri til að taka
þátt í þessu sérkennilega ferða-
Iagi.
Til viðbótar þessari frétt má
geta þess, að í liði Brasilíu eru
enn níu úr því liði sem tvisvar
sinnum hefur sigrað Heims-
meistarakeppnina, þar á meðal
snillingarnir Pele og Garrincha.
Þegar Brasilíumennirnir komu
ti! Evrópu, flugu þei r með
tveim flugvélum, Pele í ann-
arri, Garrincha í hinni. Það er
engin áhætta tekin!
Tízkan
Framhald af bls. 3.
Tízkusýningar ættu að verða
sjálfsagður þáttur í fatafram-
Ieiðslu og fatasölu, þær eru
bæði seljendum og kaupendum
í hag.
Ein þeirra verzlana, sem hafði
tízkusýningu á s.l. vetri er verzl-
unin Eygló í Reykjavík. Sýndi
hún þar vetrarfatnað sinn, en
nú er farið að hlýna í veðri, og
ætlar því verzlunin, ásamt verzl-
uninni Feldur að kynna vor-
og sumarfatnað sinn. Eins og
sýningin í vetur verður þessi
haldin í Klúbbnum og er sú
fyrsta í kvöld. Verður hún síð-
an endurtekin á sunnudagskvöld
og síðan tvisvar í næstu viku.
Stúlkur úr Tízkuskóla Andreu
sýna fötin en stjórnendur sýn-
ingarinnar eru frú Andrea og
frú Svava Þorbiarnardóttir
verzlunarstjóri.
Myndirnar á Kvennasíðunni í
dag voru teknar fyrir skömniu
er sýningastúlkurnar voru að
máta fötin og viröa fyrir sér
húsakynnin.
Síðdin —
Framhald at bls. I.
Afli annarra báta, sem blaðinu er
;unnugt um: Sæfari 500, Snæfell
'00, Hafrún 500, Sólrún 800, Hall-
!ór Jónsson 500, Hannes lóðs 400,
Héðinn 550, Stapafell 400, Kópur
'50. Jón á Stapa 200. Haraldur
50 Guðm. Þórðarson 250. Arn-
jll 250, Þráinn 150. Guðm. Péturs
50, Sigurður Bjarnason 500—600,
Ildborg 1500, Pétur Sigurðsson
200 tn.
Undir stjórn kommixnista:
Lýðræðið er skrípa-
leikur innan ASÍ
1 ræðum sínum 1. maí á úti-
fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
Iaganna deildu þeir Pétur Sig-
ursson ritari Sjómannafélags
Reykjavíkur og Eggert G. Þor-
steinsson múrari hart á meiri
hluta kommúnista innan ASÍ
Pétur Sigurðsson
,hoú tjog&o jseiigiá .• nnsit
fyrir ólýðræðislegar aðgerðir og
það að beita stór launþegasam-
tök eins og Landssamband ís-
lenzkra verzlunarmanna hróp-
legu misrétti. Fara hér á eftir
kaflar úr ræðum þeirra:
Pétur Sigurðsson benti á að
kommúnistar á ASÍ-þinginu síð-
asta 'hefðu einungis haldið meiri
hluta sínum með því að svipta
Iöglega fulltrúa verzlunar- og
skrifstofufólks atkvæðisrétti sín
um, falsa fulltrúa inn á þingið
frá félögum, sepi aldrei kusu
neina fulltrúa og með því að
halda félögum á skrá, sem voru
Iöngu hættir störfum.
Lýðræðið innan ASÍ væri orð
inn slíkur skrípaleikur undir for
ystu kommúnista í samtökunum,
að 1 getur komið fram sem full-
trúi fyrir 7 framsóknarbændur
úr Geithellnahreppi, kjördæmi
Eysteins Jónssonar, meðan ann-
ar verður að hafa að baki sér
100 Dagsbrúnarverkamenn eða
100 verkakonur í Reykjavík.
Þá sagði Pétur:
Núverandi ríkisstjórn fékk ill-
an arf að glíma við. Það var sá
arfur, sem foringjar Framsókn-
arflokksins skiluðu þjóðinni, þeg
ar þeir hlupust frá stjórn Iands-
ins, frá loforðum sínum um
lausn þá ríkjandi vandamála, frá
arfinum, sem þeir sögðu þjóð-
inni að væri í líki óða Verð-
bólgu, sem framundan væri, og
algjöru samstöðuleysi þáv.
stjórnarflokka um lausn vand-
ans, enda engin úrræði til.
★
En hvaða leiðir eru það, sem
við, er teljum okkur í hópi lýð-
ræðissinna, viljum fara og
hvaða kröfur viljum við leggja
fram í dag?
Við viljum fyrst og fremst að
hagsmunasamtök launþega kom-
ist á það stig að verða talin
ábyrgur aðili að stjórn og upp-
byggingu atvinnuveganria, og
við viljum að á hverjum tíma
sé starfað innan þess ramma,
sem efnahagslegir möguleikar
gera kleift, og að full fræðsla
fáist um þau mál þegar óskað
er.
Við viljum aukningu verðmæta
þjóðarframleiðslunnar með auk-
inni framleiðni, þannig að hag-
ræðing og bættir stjórnarhættir
í atvinnurekstri tryggi, að al-
menningur fái í vaxandi mæli
varanlegar kjarabætur og stytt-
an vinnutíma, vegna bættrar
nýtingar vinnuafls, efnivöru og
annarra framleiðsluþátta.
Og til þess að fylgjast með
hinum fjölmörgu þáttum ríkis-
valdsins sérstaka haggtofn-
un fyrir vinnumarkaðinn, sem
samtök launþega eigi aðild að.
Við viljum búa verkalýðshreyf
inguna undir baráttu komandi
tíma innan veggja þjóðfélags,
sem býr þegnum sínum næga
atvinnu.
Við viljum að skipulagi ASÍ
verði komið á Iýðræðislegan nú-
tíma grundvöll, með samkomu-
lagi um þá þróun stig af stigi.
Við styðjum áframhaldandi
umbætur f tryggingamálum og
metum hverja slíka breytingu
sem kjarabót.
Við viljum auka atvinnulýð-
ræði með hvers konar stjórnar-
hlutdeild Iaunþega í fyrirtækj-
unum, t. d. samStarfsnefndum
launþega og atvinnuveitenda inn
an þeirra.
Við viljum eiga málefnasamn
inga við vinnuveitendur um sam
starfsnefndir, vinnurannsóknir,
hagræðingarstörf og kerfisbund-
ið starfsmat, sem við verðum
Framhald á bls. 10.
Eggert G. Þorsteinsson
Víðkur.r.ir /eíkarar kmg-
aí tíl kvikmyndagerSar?
Fuglamyndir
sýndur
í kvöld kl. 8,30 verður sýndur
í 1. kennslustofu Háskólans mikill
fjöldi litmynd, sem hinn kunni ljós
myndari Björn Björnsson frá Norð-
firði hefui; tekið af fuglum og fugla
lffi um allt Iand. Finnur Guðmunds
son náttúrufræðingur mun útskýra
myndirnar. Eru þar t.d. margar
myndir af erninum, sem sýna lifn-
aðarhætti hans og ennfremur mynd
ir af Óðinshananum.
Það er fuglaverndunarfélag ís-
lands sem beitir sér fyrir sýningu
þessari. Aðgangur er ókeypis og öll
um heimill.
Dutt í stigu
í gærkveldi datt maður í stiga
í húsi við Austurstræti og meidd-
ist eitthvað, en þó ekki alvarlega,
að talið er.
Meiðslin munu einkum hafa orð-
ið á öxl og var maðurinn fluttur
i sjúkrabifreið í Slysavarðstofuna,
þar sem gert var að meiðslum
hans.
Þýzkur kvik-
myndir
Á morgun kl. 3 e. h. munu
verða sýndar þrjár þýzkar kvik-
myndir í Nýja Bíói á vegum Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu. Er öllum heimill aðgang
ur endurgjaldslaust. Ein myndin
fjallar um Berlfn í dag, önnur um
uppreisnina í Austur-Berlín 1953
og sú þriðja um sérstæða þýzka
list. Myndirnar eru allar með ensku
tali.
Kiljan —
Framhald af bls. 16.
hafa birzt á íslenzku.
Þá er í bókinni „Bféf til Culture
and Life‘í, sem hefur birzt í Gjörn
ingabók, formálinn-fyrir indversku
útgáfunni af „Dr. Sivagó“ og
„Nokkrar persónulegar athuga-
semdir um skáldsögu og leikrit"
er birtist á þesu ári í rússneska
bókmenntatímaritinu „Literatur-
naya Gazeta“.
Af rigerðum sem birzt hafa f
ritgerðabókum Kiljans má nefna:
„íslendingasögurnar" úr „Sjálfsagð
ir hlutir". „Höfundurinn og verk
hans“ úr „Vettvangur dagsins",
„Viðhorf höfundar til trúarbragða"
og „Þjóðerni" úr Alþýðubókinni.
Þá er þarna einnig ræða Laxness
við móttöku Nóbelsverðlauna.
Meginhluti ritgerðanna fjalla um
bókmenntir og íslendingasögur, en
greinar hans um stjórnmál sjást
hér ekki á Jista.
Mófmæli —
Framhald -.1 bls. I.
varðandi skráningu skipshafn-
anna á h^tn.m Guðmundar frá
Rafnkel ím, hefur blaðið
leitað upplýsinga um hið rétta
í máli þessu, bæði hjá bæjar-
fógetaskrifstofum Hafnarfjarðar
og oddvita Miðneshrepps.
Það staðfestist á báðum þess-
um stöðum, að skipshafnirnar
á Sigurpáli og Jóni Garðari
hafa látið skrá sip skv samn-
ingum frá 20 nóv. 1962. Skips-
höfnin á Víði II, hefur Iátið skrá
sig upp á sömu kjör og skips- j
verjar á Sigurpáli.
Einn af kunnustu kvik-
myndaleikurum Frakka,
Daniel Gelin, hefir lok-
ið lofsorði á íslenzku
kvikmyndina 79 af stöð-
inni, og kveðst hann
væntanlega koma til ís-
lands í næsta mánuði til
þess að leika hér í kvik-
mynd.
Gelin er nú staddur í Kaup-
mam.ahöfn og leikur þar í
danskri kvikmvnd. í viðtali sem
Hafnarblaðið Aktuelt átti við
hann ú sunnudaginn spvr blaða-
maðurinn:
— Hafið þér séð nokkrar
danskar' kvikmyndir?
— Aðeins mynd Dreyers. Ég
er mikill aðdáandi hans.
Annars er ég mjög hrifinn af
íslenzkri kvikmynd, sem mér
var sýnd í gær. Epn hefir mynd
in ekki verið sýnd í Danmörku.
Balling er leikstjóri en að öðru
Ieyti er þetta íslenzk mynd. Og
leikararnir kunna sannarlega
sinn kvikmyndaleik! Leikur
þeirra er mjög hrífandi — eins
konar íslenzkur neo-realismi.
Líklega fer ég til íslands í júní-
lok til þess að Ieika í enn einni
danskri kvikmynd. Allavega
hefir mér boðizt það.
Nordisk Film gerir myndina
og leikstjórinn er Gabriel Axel.
Útimyndirnar á að taka á ís-
landi, n.est á hestbaki á hinum
miklu auðnum landsins. Þetta
verður eins konar kúrekamynd
án kvenna. Efnið er franskt, en
talið verður á ensku. Danskir,
franskir, enskir og sænskir leik-
arar munu leika f myndinni.
Rætt er um að brezku leikar-
arnir Trevor Howard og Peter
Finch verði með.
Loftskeytamaður
Loftskeytamaður óskast á millilandaskip.
Upplýsingar á Skipadeild S.Í.S.