Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 16
I Ðettifoss dýrarí en Búrfell Föstudagur 3. maí 1963. Ársþing IÍV Ársþing Landsambands is- lenzkra verzlunarmanna var sett í Bifröst á Sauðárkróki á f dag klukkan tíu, af Sverri Hermannssyni, formanni Land- sambandsins. Tfl umræðu verða fyrst og fremst kjaramál verzlunarfóiks. Samkvæmt upplýsingum frá raforkumálastjóra er nú lokið til fulls virkjunaráætlunum fyr ir Þjórsá hjá Búrfelli annars vegar og Dettifoss hins vegar. Hins vegar er ekki ennþá lokið samanburði á þessum áætlunum en út frá þeim samanburði verð ur tekin endanleg ákvörðun um hugsanlegar virkjunarfram- kvæmdir á þessum stöðum með aluminíumvinnslu fyrir augum. Það er þó þegar ljóst, að raf- magn verður nokkru dýrara frá Dettifossvirkjun en Búrfells- virkjun. Þótt ekki væri um stór heldan mun að ræða, getur sá munur munað miklu í sam- keppni á erlendum markaði, en virkjun við Dettifoss kemur að- eins til greina méð stóriðju fyr ir augum, og þá helzt alumin- fumframleiðslu, þar eð engin þörf er fyrir stórvirkjun á við Dettifoss með almenna raforku þörf fyrir augum í þeim lands- hluta. Hins vegar er kunnugt að hægt væri að virkja 60 þús- und kílóvött f Þjórsá við Búr- fell til þess að mæta hinni ört vaxandi raforkuþörf suðvestan- lands án þess að þar væri virkj að með stóriðnað fyrir augum. Sem fyrr segir hafa þó enn eigi verið teknar endanlegar á- kvarðanir um næstu stórvirkj- un, þótt augljóst sé af virkjun- aráætlunum, að rafmagn yrði dýrara frá Dettifossi en Búr- felli, gæti fleira komið til greina við endanlegan saman- burð fyrrnefndra áætlana. Ritgerðir i'iljans hjá Gyldendal Blaðinu hefur borizt ritgerða- safn eftir Halldór Kiljan Laxness, sem út kemur hjá Gyldendal-for- laginu í Kaupmannahöfn f dag og kallast „De islandske Sagaer og andre Esaye“. Er þetta um 200 bls. bók með 18 ritgerðum og greinum eftir Laxness. Erik Sönder holm hefur valið ritgerðimar og þýtt sumar þeirra á dönsku. Aðalritgerðin er „Notater om de islandske Sagaer“ og nokkrar fleiri fjalla um íslenzkar fornbókmennt- ir. Þar birtast meðal annars greinar sem Lamess hefur skifað í dönsk blöð svo sem „Egill Skallagríms- son og sjónvarpið" er birtist f BT, „Saga og söguannsóknir" úr Poli- tiken, „Amerísk opinberun" úr Politiken og „ísland, Norðurlönd og Evrópa" úr Berlingske Aftena- vis. Þessar blaðagreinar munu ekki Framhald á bls. 5. islANÖske s\c« \eR 1 ).KV.U>ÖR ÍAXNccS-S Verða Koslov og Malinovsky reknir? Nýja tollskráin: 18% lækkun varahluta í Volkswagen og Land Rorer Eins og kunnugt er, hefur nýja tollskráin í för með sér miklar og verulegar verðlækkanir á varahlutum í bifreiðir. Bifreiðaeigendur njóta þó ekki þessarar lækk- unar fyrr en að nokkr- um tíma liðnum, þar eð umboðin liggja að sjálf- sögðu með miklar birgð- ir varahluta skv. gamla verðinu. Eigendur Volks wagen og Land-Rover, þurfa þó ekki að bíða eftir lækkuninni, þar sem Heildverzlunin Hekla hefur ákveðið að lækka verðið á öllum varahlutabirgðum um allt að 20%. Frá þessu skýrði Sigfús Bjamason, forstjóri Heklu, en það fyrirtæki hefur eins og kunnugt er umboð beggja fyrr- nefndra bifreiðategunda. „Segja má, að Iækkun aðflutn ingsgjalda hafi nokkra erfiðleika í för með sér fyrir bifreiðaum- boð eins og Heklu“, sagði Sig- fús, „sem jafnan hefur stefnt að því að miklar varahlutabirgð- ir væru fyrirliggjandi í Volks- wagen og Land Rover bifreiðir. Þeir varahlutir, sem við nú liggj um með, eru raunverulega 20% dýrari en þeir, sem fluttir verða inn framvegis. En okkur þótti rétt að láta nýja verðið koma til framkvæmda þótt af því leiði að sjálfsögðu töluvert fjárhags- legt tjón fyrir Heklu.“ Frétt um, að Koslov og Malin- ovsky verði að víkja úr embættúm í maílok vekur mikla athygli. í NTB-frétt frá Rómaborg í morg un segir, að Washingtonfréttarit- ari II Tempo hafi sent frá sér frétt um það, að staða Nikita Krústjoffs forsætisráðherra Sovétríkjanna sé mjög sterk, og líkur séu fyrir að Koslov vara-forsætisráðherra og Malinovski landvarnaráðherra verði að láta af embættum sínum, er miðstjórn Kommúnistaflokksins kemur saman 28. maf. Frétt þessi vekur mikla athygli, þótt óstaðfest sé, en fréttaritarinn segir, að vestrænir menn í Moskvu telji sig hafa fyrir þessu ákveðnar heimildir, og sent upplýsingar til Washington. Þá er leidd athygli að því, að Averill Harriman aðstoðarutanríkis ráðherra hafi leitazt við að kynna sér stjórnmálahorfurnar í Moskvu, er hann var þar á dögunum til viðræðna við Krútsjoff um Laos og gekk hann á fund Kennedys for- seta þegar eftir heimkomuna og lét honum munnlega skýrslu í té. 10 verksmiðfur hafa ekki við Sökum mjög mikils karfaafla, sem berst af togurunum um þessar mundir, og jafnframt ó- venju mikils bátafisks, er all- miklum erfiðleikum háð í bili að taka á móti síld í þeim verk- smiðjum suðvestanlands, sem hafa aðstöðu til að bræða hana. Það er svo mikið að gera í frystihúsunum og fiskvinnslu- stöðvunum, mikill afgangsfisk- ur og úrgangur, sem fellur til þar og fer til fiskimjöls- og síldarverksmiðjanna, að þær verksmiðjur hafa naumast und- an frystihúsunum þegar mest fiskast og geta því eigi ávallt tekið á móti síld. Þetta eru í sjálfu sér ánægju- leg tíðindi, að mikið skuli fisk- ast, en sýnir aðeins að enn þyrfti að stækka verksmiðjurn- ar suðvestanlands og bæta að- stöðu þeirra til þess að taka á móti og vinna úr síld. Á strand- Iengjunni vestan frá Stykkis- hólmi og austur í Vestmanna- eyjar eru starfandi 10 verksmiðj ur sem brætt geta síld. Afköst þeirra voru aukin i haust og starfsaðstaðan bætt að mörgu leyti, en mikill hugur er í mörg- um og talin mikil þörf á að halda áfram þessum stækkunar- framkvæmdum og afla fjár til þeirra. Nú er viðhorfið orðið gerbreytt í þessum efnum frá því sem var fyrir nokkrum ár- um. Nú er talið, að síldveiði syðra sé árviss og örugg at- vinnugrein með nútíma leitar- og veiðitækni þar eð síldin sé ávallt til staðar og hafi ávallt verið við Suðurland. Þess vegna sé örugglega stefnt £ rétta átt með þvf að byggja upp síldar- verksmiðjur og síldariðnað á Suðvesturlandi. Það skal að lokum skýrt fram tekið í sambandi við þessa frétt að síldarverksmiðjur suðvestan- lands hafa engan veginn hætt að taka á móti síld í vor heldur reynt að taka á móti síldinni áfram eftir beztu getu hverju sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.