Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Föstudagur 3. maí 1963. Fyrsta markiö í leiknum. Gunnar Felixson KR (lengst til hægri) skorar. Knötturinn fer framhfí "Björg- vinssyni í Þrótti. Guttormur, hinn ungi markmaður Þróttar ,hendir sér á boltann. Gunnar Felixson hafði verið með knöttinn en fellur um varnarieikmann Þróttar. Jón Björgvinss. horfir rólegur á meðan markmaður handsamar knöttinn. Skemmtilegur leikur er KR voúh ÞRÚTT með 5:2 KR vann Þrótt i gærkvöldi í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og vann þar með sinn fyrsta sigur í vor á knattspymusviðinu og er því hérmeð spáð að þeir eigi eftir að verða nokkuð margir f sumar, þvf ekki er nokkur vafi á að liðið veröur erfitt viðureignar öðrum fé- Iögum. Sigur KR 5:2 var óeðlilega hár, en leikurinn var á köflum hinn skemmtilegasti, einkum þegar Þróttarar notuðu hratt tempó, létu boltann ganga, en einmitt á slíkum hraða skoruðu þeir bæði mörk sín. KR-ingar sýndu mikla yfirburði í byrjun leiksins og eftir 17 mfn- útur var staðan 3:0 fyrir KR. Gunnar Felixson fékk fyrsta veru lega tækifærið eftir 6 mfn. leik en „kiksaði". Tveim mfnútum síðar bætti hann fyrir það með bráðgóðu skoti, er hann tók fyrirgjöf frá Óskari Sigurðssyni og skaut við- stöðulaust f netið. Á 12. mfnútu skorar Sigurþór 2:0 með skalla, og enn var það Óskar, sem gaf fallegan bolta fyrir markið, en Þróttarvörnin fær þetta mark á sinn syndareikning, því hún átti að vera búin að „hreinsa" frá markinu. Á 17. mfnútu rak Sveinn Jóns- son tána í boltann í þvögu við Þróttarmarkið og stýrði boltanum laglega upp í vinstra horn marks- ins. Eftir þetta sóttu Þróttarar meira, en KR hafði til þessa nær átt Ieik- inn, ef frá eru taiin tvö góð upp- hlaup Þróttar, sem enduðu með hættulegum þvögum fyrir framan KR-markið. En þó að Þróttur sækti nú meir en fyrr, voru upphlaup KR- inga hættuleg hinni opnu vörn Þróttar. T. d. var skot Gunnars Guðmannssonar seint f fyrri hálf- leik stórgott, en það lenti í þver- slá af miklu afli. Óskar Sigurðsson lék aðalhlut- verkið, er 4:0 var skorað og setti boitann f mannlaust mark Þróttar, en áður hafði Gunnar Felixson átt f höggi við Guttorm markvörð og boltinn skotizt frá þeim fyrir mark ið. Þetta var á 43. mínútu. í síðari hálfleik voru Þróttarar á stórum köflum mjög frískir og á 11. og 14. mínútu skoraði Jens Karlsson innherji tvö þrumumörk. Fyrra markið kom af 20 metra færi, en Þróttarar einléku, fyrst Eyjólfur og síðan Jens, upp miðjuna frá miðlfnu og endaði sóknin með skoti Jens, sem var stórglæsilegt og ó- verjandi. Síðara markið var skemmtilegt. Boltinn rann fyrir markið frá hægri, síðan frá vinstri kanti til Jens, sem skaut í þverslá, en tókst að skalla laglega inn f lokatilraun sinni. KR tókst að bæta við marki á 36. mfn. Vörnin hjá Þrótti fær þar enn mark á sinn reikning. Sigþór stóð einn og óvaldaður rétt fyrir utan markteig og afgreiddi utan af hægri kanti. Dómari var Haukur Óskarssón. Tvö skíðamót í SKÁLAFELU Tvö skíðamót voru haldin f Skálafelli nýlega og sá Skíðadeild K.R. um bæði mótin. Stefánsmót er haldið til minningar um Stefán Gfslason, sem var einn aðalhvata maður að stofnun skfðadeildar- innar og Steinþórsmót er haldið til minningar um Steinþór Sig- urðsson menntaskólakennara en báðir eru þeir látnir fyrir allmörg- um árum. Stefánsmót er svigmót í öllum flokkum. Fyrstir í A-flokki urðu (samanlagður brautartími): Valdimar Örnólfsson, Í.R., 63,8 Guðni Sigfússon, Í.R., 64.4 Hilmar Steingrímsson, KR, 65.00 NEMENDASÝNING Dansskóla Hermanns Ragnars verður í Austurbæjarbíó laugardaginn 4. maí og endur- tekin sunnudaginn 5. maí kl. 2,30 e. h. Um 200 nemendur börn, unglingar og fullorðnir koma fram á sýningunni. | Meðal annárs verður brugðið upp skyndimynd af grímudansleik. Bossa Nova nýjasti dansinn sýndur í fyrsta sinn opinberlega. 3f Magnús Pétursson og félagar aðstoða og leika m. a. mörg af vinsælustu lögunum úr „West Side Story“ og „Sound of Music“. X. Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna jafnt unga sem gamla. Aðgöngumiðasala er í Austurbæjarbíói í dag, östudag, kl. 2 e. h. Sími 11384. Pantanir sækist fyrir kl. 6 í kvöld. B-flokkur karla: Ásgeir Kristjánsson, Vík., 74,00. C-flokkur karla: Þórður Sigurjónss., ÍR, 77,00. Júlfus Magnússon, KR, 78,2. Kvennaflokkur: Jakobína Jakobsd.,, ÍR, 77,00. Drengjaflokkur: Tómas Jónsson, ÍR, 41,3. . Steinþórsmót er 6 manna sveitá- keppni í svigi. Sveit ÍR vann á 403,8. í sveitinni voru: Guðni Sig- fússon, Þorbergur Eysteinsson, Sigurður Einarsson, Haraldur Páls- son, Jakobína Jakobsdóttir, Valdi- mar Örnólfsson. Ennfremur mættu til leiks sveit KR og sveit Víkings. Þoka var meðan á keppni stóð og nokkuð rigndi fyrri hluta dags. Tilbúinn í bnrdngnnn ► Jack Nilon, ráðgjafi Sonny Listons, sagði nýlega, að meistar- inn væri nú tilbúinn til að verja titil sinn fyrir Floyd Patterson síð- ari hluta júnímánaðar. Eins og kunnugt er meiddist Liston f fe- brúar, þegar hann ætlaði að láta ljósmyndara taka mynd af sér við að slá golfbolta. Var keppni hans og Patterson þá frestað um óákveðinn tíma og minnst 6 mán- uði, enda búizt við að uppskurðar væri þörf. í New York Post sagði Liston hins vegar að því fyrr sem keppnin færi fram, þvf betra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.