Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 10
w V í S I R . Fösiudagur 3. maí 1963. Blaðburður Börn óskast til að bera blaðið í þessu hverfi: HRINGBRAUT RAUÐARÁRHOLT 2 MIKLUBRAUT Dagblaðið Vísir Sumardvalir Þeir, sem ætla að sækja um sumar- dvalir fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, komið í skrifstof- una í Thorvaldsenstræti dagana 6. og 7. maí kl. 9-12 og kl. 13-18. Tekin verða börn fædd á tímabilinu 1. janúar 1956 til 1. júní 1959. Aðrir ald- ursflokkar koma ekki til greina. Ætlunin er að gefa kost á 5 vikna, 6 vikna og 11 vikna sumardvöl. STJÓRNIN. FERKÖNTUÐ RÖR STÆRÐIR 20x20x1,5 mm 25x25x1,5 mm 35x35x1,5 mm 40x40x1,5 mm 60x30x2 mm 80x35x2 mm Verð kr. 26,00 pr. kg. S HÉÐINN = Vélaverzlun simi 24260 Afgreiðslumaður Ungur og reglusamur maður óskast til af- greiðslustarfa. Æskilegt að hann hafi nokkra reynslu. Uppl. á skrifstofunni kl. 4—6 í dag. Verzíunin BRYNJA, Laugavegi 29. Lagerpláss Lagerpláss óskast til leigu nálægt Freyjugötu eða Óðinsgötu. GOÐABORG Sími 19080. Horden’s VÖRUR Kakomalt — Kakó — Kaffi — Kartöflumus. BRÆÐRABORG BRÆÐRABORGARSTÍG Tilkynning varbandi framkvæmd hinnar nýju tollskrár 1 dag kemur hin nýja tollskrá til framkvæmda og verða þá eftirgreindar breytingar á tollmeðferð inn- fluttra vara: 1. Gerð hafa verið ný eyðublöð undir aðflutnings- skýrslur. Skulu þær afhentar með tilheyrandi skjöl- um vélritaðar í 4 eintökum. Skýrslumar skulu út- fylltar eins og texti þeirra og leiðbeiningar aftan á 4. blaði þeirra segja til um, sbr. og 19. gr. tollskrár- laganna nýju. Aðflutningsskýrslur skulu vera undir- ritaðar af viðtakanda sjálfum eða þeim, sem hafa um- boð til að skuldbinda hann. Þess skal sérstaklega getið, að nettóþyngd hverrar einstakrar vörú skal ávallt tilgreind. Vitja má hinna nýju eyðublaða í skrifstofuna í Arn- arhvoli. 2. Farmskírteini og fylgibréf skal afhenda í 3 ein- tökum og verður 1 þeirra stimplað hér í skrifstof- unni með móttökustimpli og ákveðnu móttökunúm- eri. Einnig verða stimpluð á farmskírteinið eða fylgi- bréfið fyrirmæli til viðtakenda, að þeir skuli snúa sér til viðkomandi vöruafgreiðslu og hafa sending- una tilbúna til frammvísunar og skoðunar, sbr. 15. gr. tollskrárlaganna nýju. 3. Vörureikning skal afhenda í 3 eintökum og skal 1 þeirra eins og áður, vera með áritun frá gjaldeyris- banka um að greiðsla hafi farið fram eða hún sé tryggð. Ef viðtakendur hafa ekki fullgild 3 eintök af vörureikningi mega þeir fyrst um sinn afhenda full- gilda mynd (fótókopíu) af 2 eintökunum. Eitt ein- takið af þremur fá þeir aftur með viðeigandi tollaf- greiðslustimpli. 4. Ef um er að ræða vörur, sem ekki hafa komið áður, skal afhenda með skýrslunni myndir, teikning- ar, bæklinga og annað, sem getur gefið upplýsingar um samsetningu varanna, eðli þeirra og notkun. 5. í stað reiknings yfir flutningsgjald skal afhenda tilkynningu um flutningsgjalds upphæð. 6. Ef aðflutningsskýrslurnar eru ekki réttilega út- fylltar eða fylgiskjölum þeirra er áfátt, verður skjöl- unum ekki veitt viðtaka, sbr. 18. gr. tollskrárlaganna nýju. 7. Gefin hefur verið út: „STAFRÓFSSKRÁ yfir vöruheiti í tollskránni 1963“. Stafrófsskrá þessi er til sölu hjá ríkisféhirði á 1. hæð í Nýja-Arnarhvoli og er innflytjendum bent á að hafa skrá þessa til hlið- sjónar við frágang aðflutningsskýrslna. Fyrirspurnum um tollflokkun vara verður ekki svar- að í síma. Fullgild tollskjöl sem láu óafgreidd hér í skrifstof- unni 1 .maí 1963, verða þegar umreiknuð eftir hinni nýju tollskrá, ef um lækkun á gjöldum er að ræða. Sé hins vegar um að ræð„ hækkun samkv. hinni nýju tollskrá, verða hlutaðeigendur að hafa greitt gjöldin í siðasta lagi fyrir lokun skrifstofunnar 8. maí n.k. til þess að reiknað verði með hinum eldri og lægri gjöldum. Tollstjóraskrifstofan, 2. maí 1963. Yfirlýsing Lýðræðið Lyfsöluleyfið í Laugavegsapóteki var 1. marz síðast liðinn auglýst laust toil umsóknar. 6 lyfjafræð- ingar sóttu um stöðuna. Hinn 16 apríl var leyfið síðan veitt þeim umsækjendum, sem að álii Lyfjafræðingafélags islands átti sízt rétt til stöðunnar, enda hafði landlæknir ekki mæl með því að honum yrði veitt staðan. L.F.l. vill lýsa undrun sinni yfir bessari veitingu, þar sem meðal umsækianda voru til dæmis tveir menn, sem hafa um 20 ára starfs- aldur að baki sem lyfjafræðingar og lyfsalar. Einnig er meðal um- sækjanda dósentinn í Iyfjafræði við Háskóla islands, sem jafn- framt er ertirlitsmaður Iyfjabúða. Lyfjafræðingur sá er leyfið hlaut, lauk prófi meira en áratug síðar en sumir hinna umsækjendanna og hefur auk þess unnið við óskild störf mörg undanfarin ár. L.F.Í. vill harðlega mótmæla ieyfisveitingu þessari. Það er ekki stuðst við mat sérfróðra ráðgjafa veitingavaldsins, og óralangur veg- ur er milli verðleika að minnsta kosti briggja umsæk:eriöanna og bess, sem Iyfsöluleyfið hlaut. Frá stjórn Islands. Lyfjafræðingafélags Framhald af bls. 5. að veita meiri athygli en gert hefur verið. Við viljum, að þegar vinnu- löggjöfin verður endurskoðuð þá verði sett í hana margvísleg á- kvæði um vinnuvernd. Við munura gera kröfur um aðstoð ríkisvaldsins til sérrhennt unar manna, sem unnið geta fyr ir samtök launþega að kjara- bótum á tæknigrundvelli. Við viljum að öllum tiltæki- legum ráðum verði beitt í bar- áttunni gegn dýrtíð og verð- bólgu og til aukningar kaup- máttar launa. Reykvíkingar! Við fögnum þeirri giftudrjúgu stefnu sem upp hefur verið tek- in á stjórn ríkisins og þeini ótrúlega árangri sem samhent ríkisstjórn hefur náð. Við hörmum það sem miður hefur tekizt, en höfnum boðber- um svartsýni og móðuharðinda á mestu velmegunartimum ís- le’nzku þjóðarinnar. Því munum við fylkja okkur um viðreisnarstefnuna í Iands- ír.álum, stefnu launþega sem annarra landsmanna, hafna of- beldi og einræði, en velja frelsi og Iýðræði. RÆÐA EGGERTS G. ÞORSTEINSSONAR. í ræðu sinni vék Eggert G. Þorsteinsson að því að víðast hvar í heiminum væri það höf- uðtakmark verkalýðshreyfingar- innar að bæta kjör hinna lægst launuðu. Hér á landi reyndu kommúnistar hins vegar að halda þeim utan ASÍ með of- beldi og lögleysum. Síðan sagði Eggert: Öll sú barátta og öll sú orka, sem eytt hefur verið undanfarin ár innan samtakanna, með og móti aðild verzlunarfólks að Al- þýðusambandinu, er undrunar- efni félaga okkar innlendra sem erlendra, sem ekki þekkja vinnu brögð kommúnista og allar að- stæður. Hvarvetna í heiminum er það talið sjálfsagt og eðlilegt að lægst launuðu starfsgreinarnar séu innan samtakanna og þurfi fyrst og fremst á aðstoð heild- arsamtakanna að halda. Enginn dregur í efa, að verzlunarfólkið sé meðal þeirra starfshópa. Hvað hefur staðið í veginum? Ég nefndi það áðan: pólitískt ofstæki. Það er undirrótin. Kommúnistar reiknuðu sér lítinn hag og litla aðstoð í verzlunar- fólki í valdabaráttu sinni innan verkalýðssamtakanna. Þess vegna skyldi allt gert, sem auðið var til að hindra þátttöku þeirra i starfi íslenzkrar alþýðu. Hvað varðaði þá um hagsmuni og kjör verzlunarfólks? Hvað varð- aði þá um aukinn styrk alþýðu- samtakanna í heild, með tilkomu 2—300P nýrra meðlima? Svo langt náði „launþegavin- átta“ kommúnista ekki. Póli- tíska aðstöðu þeirra hér á landi, sem alls staðar annars staðar í heiminum, skal setja öllu ofar — allt annað skal fyrir því vfkja. Þetta eru engar fréttir fyrir ykkur, fundarmenn góðir. Þið þekkið sögurnar utan úr heimi af aðstöðu verkalýðssam- takanna í þeim löndum, sem kommúnistar hafa með kúgun- um, pyntingum og miskunnar- lausum aftökum á andstæðing- um sínum lagt undir járnhæl sinn. Forystumenn í ■ núverandi forystuliði samtakanna fara svo sér til hvíldar og hressingar til eins eða fleiri bessara ríkja, t d. Tékkóslóvakíu og láta hafa það eftir sér að lokinni för, að þar sé allt í lagi, já, eins og það á að vera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.