Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 6
[ 6 V í SIR . Föstudagur 3. maí 1963, Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Bragarbót við grein Helga T ryggvasonar TXelgi Tryggvason, kennari, birtir í Vísi 17. þ. m. grein, er hann nefnir: Enn um landa- fræðsluna. Grein þessi er all undarleg, þokukennd og yfirborðsleg og staðreyhdum stungið undir stól. Grein H. Tr. verður ekki tekin til ýtarlegrar meðferðar á þess- um vettvangi, en það rökstutt, að hann leyni staðreyndum. H. Tr. segir svo í grein sinni: * „Svo altækur og sjálfsagður er okkar rikisrekstur orðinn, að oft verðum mönnum fyrst fyrir að spyrna gegn ummælum um þörf meiri fræðslubóka fyrir börn með því að segja Ríkisútgáfu námsbóka hafa í nógu mörg horn að Iíta, þó að ekki sé knúið á hana um enn fleiri bækur. En hvers vegna skyldi ríkið endi- lega þurfa að þykjast gefa okk- ur allar þessar skólabækur yfir- leitt? Ég er einn af þeim, sem telja það alls ekki réttlætanlegt nú á dögum, Benda má á það, að þegar lestrarnámsbókum fflG isútgáfunnar sleppir, sem marg-;,, ar eru mjög góðar og áhugavekj andi, er fjöldi bóka á frjálsum markaði, sem gefa tækifæri til að auka lestrarleiknina". Þarna virðist heldur betur slá út í fyrir H. Tr. þvl að upphaf greinar hans bendir til þess að honum liggi annað á hjarta en venjulegar lestrarbækur fyrir börn. Hann lýsir beinlinis eftir bókum um starfsfræðslu og „yf- irliti um helztu ár og vötn og þjóðvegi". Segir að það sé „sjálf sögð nauðsyn á þessari bókaöld að leggja f hendur barna lifandi lýsingu á vatnsföllunum okkar með ágætum viðeigandi mynd- un, stærri og smærri jökulám og ströngum eða stuttum og ströngum, viðureign hraustra manna við þessi tröll á ýmsum tímum“. (Orðrétt upp úr grein 'H. Tr., en virðist eitthvað brengl að). Við þurfum frásagnir og ' myndir af bergvötnum okkar, virkjunum þeirra fyrir velferð og þægindi allra. Fjöldamargar fossamyndir ættu heima I slíkri bók. „Fossahljóð var aldrei í landafræði þinni," sagði Þorst. Erlingsson. , Þá minnist H. Tr. á bjóðveg- inn, ævihtýralegt átak fámennr- ar þjóðar við að byggja á örfá- um árum þolanlega vegi um allt sitt víðáttumikla land. öll grein H. Tr. er skrifuð Til sölu Til sölu glæsileg 3 herbergja íbúð við Sigluvog. Stúlkur — atvinna Tvær duglegar stúlkur óskast strax í verk- smiðjuvinnu á Álafossi. Uppl. á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2, kl. 1 til 2. Verzlunarhúsnæði óskast í nýju hverfi borgarinnar, Safamýri eða Álftamýri, mætti gjarnan vera í fokheldu ástandi. Upplýsingar og tilboð sent í P.O. Box * 1133 merkt „Verzlunarhúsnæði“, fyrir 10. maí 1963. MAGNÚS THORBERG, Laugavegi 11. Hárgreiðslukonur Hið franska permnet LOTUS BLOSSOM er nýkomið. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. MAGNÚS THORBERG, Laugavegi 11. 1 þeim dúr, sem hann hafi ekki hugmynd um, að til eru ekki að- eins mjög greinagóðar fræðslu- bækur fyrir börn og unglinga um þau efni, sem hann telur sig vanta gögn um, heldur og mjög fagrar og myndríkar. Er hér um að ræða annaðhvort yfirgengi- legt sinnuleysi, gleymsku eða hreint og beint hlutdrægni, sem ekki má eiga sér stað hjá manni, sem á að undirbúa kennara landsins undir ævistarfið og fá þeim í hendur sérhver gögn, sem þeim mættu að gagni koma. Vinnubók í landafræði 1. a óg l.b eftir Jón Þórðarson, kenn- ara, kom út haustið 1959, bæði heftin samtímis. Þeás er skylt að geta, að bækur þessar eru kynntar nemendum í Kennara- skóla íslands, þó að H. Tr. eigi þar ekki hlut að máli, heldur þjóðkunnur og ágætur skóla- maður, sem stefnir að þvi að búa nemendur sfna undir lifandi 98 gta^raena, Á bls. 19 ( Vinnub< fræði l.a hefát.Kafli, ir: Vötn, ár og fossar. Þar eru íslenzk vötn flokkuð á þenna hátt: Stöðuvötn, straumvötn, bergvötn, jökulvötn, dragár, lind ár. Síðan kemur ýtarleg skýrsla um stærð og dýpi vatnanna og, myndun þeirra. Skýrslart er í flokkum samkvæmt upptalning- unni, sem áður getur, og sýnd á íslandskorti helztu vatnaskil og vatnasvið. Þá kemur annað kort, er sýnir helztu jökulár landsins. Þar næst kemur kafli um fossa og er tilgreind hæð 14 hæstu fossa landsins. Bókarhöf- undnr tekur fram að farið sé eftir síðustu mælingum Sigur- jóns Rist. Þarf þá ekki lengur vitnanna við um visindaleg vinnubrögð og heiðarleika gagn- vart nemendunum og öðrum lesendum, því að bók þessi á erindi langt út fyrir skólana, hún ætti að vera í höpdum hvers einasta manns, sem hefur ein- lægan áhuga á þvl að fræðast um land sitt. . Næst á eftir vatnsfalla- og fossaskránna fer skrá um með- alrennslj nokkurra vatnsfalla. Kort og myndir fylgja þessum kajla. „En fossahljóð ar aldrei í landafræði þlnni", citerar H. Tr. Skýringin á ljóði Þorst. Er- lingssonar á annars staðar heima en I þessum greinum okkar IF. Tr. En þess ber að geta, að kvikmyndir eru í æ ríkara mæli notaðar við kennslu og þar ætti H. Tr. að geta feng- ið öll þau fossahljóð, sem hann hefur þörf fyrir til að sanna ís- lenzkum ungmenhum það að ís- land sé mikið fossaland. Þá kem ég að þjóðvegavanda- máli H. Tr. f kaflanum Samgöng ur á bls. 46 í Vinnubók í landa- fræði 1. a er sagt frá vegakerfi landsins allt frá síðustu alda- mótum, þegár lagðir vegir voru hér naumast til, aðeins ruddar brautir og troðningar út frá helztu kaupstöðum landsins. — Kort er yfir vegakerfi landsins miðað við árið áður en bókin kom út. Sagt er frá brúargerð og samgöngutækni rakin í eftir- farandi köflum: 1. Á landi. 2. í lofti. 3. Á sjó. Skýrslur eru yfir hvers konar farartæki og merktar helztu siglingaleiðir ís- lenzkra skipa. í grein sinni minnist H. Tr. á atvinnuvegi landsmanna, er á honum að skilja, að fræðslu vanti í þeim efnum, en í fyrr- nefndri bók Jóns Þórðarsonar er kafli, sem heitir: Atvinnu- hættir og hefst á bls. 34. Þar er sýnt með kringlulaga línuriti, hvernig atvinnuskiptingin var árið 1950. Þar sést að iðnaður- ipn er ekki fyrir borð borinn, eins og hann uggir muni vera í íslenzkri landafræðikennslu. I þessum kafla er að finna ýtar- lega skýrslu frá öllum atvinnu- .vegum landsmanna, kort fylgir, sem sýnir helztu fiskimið kring- um landið, rastir, jafndýpislín- ur, fiskveiðitakmörk, vita og sjónlengd þeirra. Og ekki ætti H. Tr. að þurfa að sakna mynda, því að tæpar 60 myndir fylgja kaflanum um atvinnuhætti. Verzlun er í sérkafla og fjall- ar um viðskipti landsmanna, helztu viðskiþtalönd, innflutn- ing og útflutning næsta ár á undan útkomu bókarinnar. Þá skal þess getið að 1 bók þessari er kafli, sem heitir: Þjóð- in, er það allýtarleg þjóðfélags- fræði og er hvergi að finna hlið- stæðu hennar i námsbókum a. m. k. ekki fyrir skyldustigið. Ég læt við það sitja að minn- ast á þau atriði, sem grein H. Tr. gefur tilefni til og hef ein- göngu vitnað í hefti l.a, en 1. b er ekki síðra að mikilsverð- um fróðleik. Bókin í heild er svo glæsileg að öllum frágangi, að einstætt má teljast, enda ekk ert til sparað að gera hana vel úr garði. Ljósmyndir eru eftir Þorstein Jósefsson og Pál Jóns- son, teikningar eftir: Halldór Pétursson, Óskar Lilliendahl og Einar G. Baldvinsson, kort í bókina gerðu Ágúst Böðvars- son Og Ingrid Evdal. Bókin er ljósprentuð, en Guðm. f. Guð- jónsson skrifaði textann af sinni alkunnu snilld. Þá má geta þess, sem gerir hina stuttu og gagnorðu frásögn bókarinnar einkum lífræna og skemmtilega, að þar er fléttað saman sögu og landafræði. Höf. segir s\'o I eftirmála síðara heftisins: „Að mínu áliti eru þessar greinar svo saman siungnar, að vart verði aðskild- ar. Þess vegna eiga þær að fylgjast að“. Nafnið: Vinnubók í landa- fræði ér valið með hliðsjón af því, að bókinni er ætlað að verða nemendum til hvatningar og leiðbeiningar um sjálfstætt starf, vinnubókargerð, og er þeim bent á ýmis verkefni. Einn- ig er bókin fullgild kennslubók með venjulegum hætti. En ekki ætlazt til þess af höfundi, að kennarar noti hana sem hand- bók fyrir sjálfa sig, en láti hana ekki koma fyrir sjónir nemenda, slíkt eru svik við höfundinn og þá, sem bókin er fyrst og fremst ætluð. Það er mjög óþegnlegt og ó- stéttvíst af H. Tr. að láta sem þessi bók sé ekki til og þegar ég las grein hans í gærkvöldi (fimmtudagskvöld 18. þ. m.), fannst mér að ekki mætti þegja við slíkum skrifum vegna þess hve villandi þau eru og leyna staðreyndum. H. Tr. segir í lok greinar sinn- ar: „Ætli nokkur hafi krafizt þess að ríkið taki prentun slíkra bóka í sínar hendur og útbýti þeim „ókeypis". (Ekki er full- ljóst, hvaða bækur greinarhöf- undur á við). Það er furðulegt að H. Tr. skuli spyrja þannig. Veit hann ekki að með útbýtingu ókeypis bóka er verið að eyðileggja það að kennslubækur, sem gefnar eru út á frjálsum markaði selj- ist. Að þessu stuðlar ennfrem- ur rígskorðuð námsskrá. Þó að heiðarlegar undantekningar eigi sér stað þá eru flestir kennarar þannig að þeir halda sér við námsskrána og kenna ekki ann- að en þær bækur, sem nemend- urnir fá ókeypis. (Vitanlega er átt við skyldustigið). Og þá er ekki að sökum að spyrja um for- eldra, börn og unglinga. Vasa- aurar barna og unglinga fara fremur 1 bíómyndir, hazarblöð og heilsuspillandi sælgæti en að þeim sé varið til gagnlegra bókakaupa. Sælgætisát og kók- þamb barna og unglinga er of- boðslegt og þetta er látið óátal- ið af foreldrum bamanna, sem margir hverjir láta kennurum eftir hina menningarlegu hlið uppeldisins. „Þegir bamið á með an það nagar skötufótinn" og foreldrar meðan þeir fá ókeypis námsbækur fyrir afkvæmi sin, og þykir víst nóg að borga hið lögboðna skólagjald. Ég hef nú þegar eytt svo miklu rúmi 1 blaðinu, að ég verð að geyma mér að reifa það mál til nokkurrar hlítar, hvern- ig kennarar, velflestir þreyttir af aukastörfum, fylgjast með tímanum og rækja hina starf- rænu og lífrænu hlið kennslunn- ar, sem er mun fyrirhafnarsam- ari og krefst mun meiri undir- búnings en ítroðningurinn og yf- irheyrslan. Hvar I heiminum tíðkast það annars staðar en hér, að kenn- arar séu í öllum upphugsanleg- um starfsgreinum samhliða kennslustarfinu, oft eins og hundeltir á hlaupum frá nem- endum sínum til þess að komast þangað, sem fengs er von. Af þeim kennurum, sem hafa betri aðstöðu en aðrir a*Mix hærri launa, færri kennslumán- aða á ári og aðstöðu til áhrifa á þroskaðri nemendur t. d. kenn araskólanemendur, verður að mega krefjast þess, að þeir séu leiðandi en ekki villandi, og af- neita ekki verkum hugsjónanna I stétt sinni, þvi að þeir eru sorglega fáir á þessu blóma- skeiði mammonsdýrkunar, þeg- ar nærri liggur að álykta, að manngildi manna sé eftir því metið, hversu há daglaun þeir alheimta að kvöldi. 19. apríl 1963. Þórunn Elfa Magnúsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.