Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 03.05.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 3. maí 1963. THE LE0PAK7 WAS 50 5URPKISEP 5Y THE HEAPLIGHTS, iT FAlLEtP TO NOTlCt THE SHATOWY PISUKE LEAPIWS FROA\ A50VE... ^^Jl-IKOM iBr.rfftfflaTai ©0 framhaldssaga eftir Jane Blackmore stiörnuskin __ Kannski væri skynsamlegra af mér að leggja hlustirnar við, — þegar .... Hann þrýsti henni svo harkalega að sér, að það var engu líkara en að hann ætlaði að kremja hana við barm sér, og hún kveinkaði sér: — Heyrðu, andaðu rólega, ég verð að geta andað. _ Þú hlustar ekki á neinn nema mig, heyrirðu, sagði hann urrandi, skilurðu það? Hann þrýsti vörum sínum að hennar og sagði svo: — Þú ert mín, mín, skilurðu, mín og einskis annars. Þú getur sagt Joe að fara fjandans til. — Jú, ég vil gjarnan vera þin, sagði hún nú letilega, en þú getur ekki ætlazt til þess, að nokkur kvenmaður geti beðið um alla eilífð. _ Biðin verður ekki löng, ég lofa þér því. — Hve löng? Það var eins og hann hefði stirð nað allt í einu. Þögn rikti. Ekkert hljóð heyrðist nema frá rúðunum, er regndroparnir buldu á þeim. — Ef til viil í nótt, ef til vill á morgun, sagði hann lágt. Varir hans hreyfðust vart. Hún heyrði vart hvað hann sagði, en hún bað hann ekki um að endurtaka það. Hann var allt í einu orðinn allt öðru vísi en hann var áður, ein- hvern veginn svo ógnandi og dul- arfullur, næstum hrollvekjandi, svo að henni rann kalt vatn milli ski.nns og hörunds. Og þó var eitt- hvað taugaæsandi við þetta. — Hefirðu lagt nokkra áætlun um hvað þú ætlar að gera? Það kom einkennilegt blik í augu Lsns, er hann svaraði henni: — Við förum burt saman? _ Burt? — Já langt, langt í burt. Vertu þolinmóð örlítið lengur, Marlene, aðeins örlítið lengur. Og þá skal ég gefa þér allt, sem hugur þinn girnist. Hún hló af taugaæsingu. Slík áhrif hafði hann á hana, eins og hann var nú reiðubúinn til þess að gofá lienni hvað sem hana lang- aSi í. — Mundiröu viija gefa mér — minkakápu? — Ef þig langar í hana. __Nú ertu að skopast að mér. —■ Alis ekki. Veittu mér bara dálítjnn frest og þú skalt fá minka- kápuna. — Þú skalt fá nægan tíma, sagði hún blíðlega, eins mikinn tíma og þú þarft. Hún snerti eyrnaflipa hans með vörunum sfnum. __ Og ég skal gefa þér allt sem þú þráir. Þau ruku allt í einu hvort frá öðru óttaslegin því að veikt hljóð hafði borizt þeim til eyrna. — Það hafa verið dúfurnar f þakbyrginu. Marlene lagaði föt sín og strauk hár sitt. — Ég verð að fara, sagði hún. Ég veit, að Porchy spyr mig spjör- unum úr. Það er víst bezt að gefa ekki tilefni til, að það spyrji allt of mikið. Hún horfði á hann og gerði sig sakleysislega___ og hún fann aftur til þess hversu dásamlegt það var, að hafa mann algerlega á valdi sfnu. — Þú getur farið út fyrst, sagði hann. — Gott og vel, svaraði hún. Hann horfði á eftir henni, þar sem hún trítlaði burt á háhæluðu skórtum, uns hún hvarf í rigningar- móðuna. Svo sléttaði hann dálítið rakt hár sitt og hélt í humáttina á eftir henni, efir ,að hafa kveikt sér í sigarettu. Þegar hann var farinn kom hönd í ljós í dyrum rauðskinnatjaldsins og Jónatan skreið út úr því. Hann stóð þarna skjálfandi á beinunum, smeykur við að fara á eftir stjúp- föður sínum. Honum leið skelfilega illa. Þar sem hann sviftist til og frá af öld- um mannlegra tilfinninga ______ það var eins og einhverjar klær hremmdu hann ávallt hvert sem flýði. Hann hafði falið sig í kofan- um f krónu trésins, f borðstofunni og nú í vinnuskálanum. Hann hlust aði á kurr dúfnanna.ð Regni steyptist niður. Hann þráði Sorrel — eins og hún væri sú eina, sem honum væri afþreying í að leita til. Hann gægðist út. Hann sá engan f garðinum. Hann sá ekki Rupert, sem hafði farið inn f setustofuna, til þess að fá sér hressingu. Sek- úndu fyrr — eða seinna_____og hann hefði ekki sézt, en Rupert leit út um gluggann um leið og drengur- inn gægðist út. Rupert brá hart við, hljóp út og náði drengnum, er hann var að hverfa fyrir hornið á húsinu. Hann hafði þrifið harkalega í öxl hans er hann ætiaði að skjóta sér burt. — Jónatan. Drengurinn horfði á hann náföl- ur, dauðskelkaður. Rupert hristi hann til. __Hvar hafðirðu falið þig. — Ég — ég var ekkert að fela mig. __ Vfst hafðirðu falið þig. — Ég var að Ieika rauðskinna. __ Einmitt, í rauðskinnatjaldinu. Drengurinn kinkaði kolli. __Veiztu ekki, að maður á aldrei að liggja á hleri Aftur kinkaði drengurinn kolli enn skelkaðri en áður. Rupert, sem óttaðist að drengurinn myndi fleip- ra um það sem hann hafði heyrt, réð sér ekki fyrir reiði. — Þú ættir skilið að verða hýdd- ur, sagði hann æfur. — Ó, vertu góður, pabbi, sláðu mig ekki. __ Geturðu sagt mér nokkra á- stæðu til að ég hlífi þér? Þú svarar ekki. Þú hefir fengið að fara þínu fram nógu lengi, og það er kominn ími til að þú fáir ráðningu. Það verður að hegna litlum drengjum, er þeir gera það ,se mþeir mega ekki. — Ég ætlaði ekki að gera það, kjökraði Jónatan. Ég var ekkert að snuðra. Það var rigning og ég gat ekki verið úti. Það var komið kjökurhljóð í rödd hans, kipringur. f munnvikin. Rupert brosti veiklega. Honum var farin að renna reiðin og nú sá hann, að ef hann heggndi drengn- um gát það haft afleiðingar að allt kæmist upp, og betra að fara aðra leið. — Gott og vel, sagði hann allt í einu hlýlega og brosti jafnvel ör- lítið. Ég-s^al ckki slá þig. //Jónátan horfði á hann, og af nokkurri grunsemd, ____ gat ekki áttað sig á breytingunni. — Ég skal aldrei gera neitt af mér, sagði hann, — en hvernig gat hann forðast það, hvert sem hann fór varð hann eihvers vísari um það, sem hann vildi ekkert um vita. __ En ég set eitt skilyrði. — Hvað — hvað sem þú vilt, sagði drengur inn titrandi röddu og ákafur. __ Þú lofar mér — upp á æru og samvisku. — Ég sver, sagði Jónatan hátíð- lega. Rupert hikaði. Hann horfði á drenginn, veiklulegan, en gáfulegan Hann varð að játa með sjálfum sér, að drengurinn var prýðilega gefinn — en hann hratt hugsunum um það frá sér. Nú var allt of seint . . . _ Lofaðu mér, sagði hann há- tíðlega og alvarlega, að þú segir aldrei neinum frá því, sem þú sást og heyrðir í vinnuskálanum. — Engum? Maðurinn minn er svo bilaður á frá því að lcika jólasveininn í staðið upp fyrr en hann hefur V — Nei, ekki ömmu, ekki mömmu eða Davíð, Sorrel eða Porchy. Rupert nefndi þau með nafni Það var svo mikilvægt, að ekkert þeirra fengi neitt að vita. — Og ekki Marlene heldur? spurði drengurinn sakleysislega. Rupert herti á takinu. — Nei, alls' ekki, engum, og ef þú bregst heiti þínu skaltu fá slíka úreið, að þú munir það allt þitt líf. Hann horfði á drenginn þar til hann sá, að þetta var búið að hafa sín áhrif. Svo ýtti hann honum frá sér. — Og ef þú einhvern tíma skyld- ir fara að leika rauðskinna í tjald- inu skaltu gera vart við þig. Svo snéri hann baki við honum og gekk inn og stikaði stórum. Nú hikaði Jónatan ekki lengur Hann hafði svo mikla og knýjandi þörf fyrir að finna samúð og hlýju, að hahn varð að lefta að einu manneskjupni, sem hann gat fund- ið hana hjá___ Sorrel. Hann hljóp niöur að hhðinu og út á veginn. Hann vissi hvert þau höfðu ekið í bílnum, Sorrel, Davíð og amma hans. Hann hljóp hvað af tók, — hljóp þar til hann fékk sáran hlaup asting. Þá hægði hann á sér og undir eins og dró úr stingnum hélt hann áfram að hlaupa. En hann gat ekki hlaupið undan því illa, sem elti hann, fanst honum, það mundi verða á hælum hans og ekkl snáfa burt fyrr en hann væri kominn í faðm Sorrels. Um það bil 3 kilómetra frá Anglefield voru vegamót. Þar var kirkjugarður umgirtur steinmúr. Undir steinveggnum sat lítill dreng ur í hnipri. ÞsíJ var Sorrel, sem fyrst kom aug-E á hann, og hrópaði nafn hans. Ravíð hafði verið í þann veginn að aka fram hjá. Hann setti hemlana á svo snöggt, að það ískraði í þeim, en jafnvel áður en bíllinn nam staðar hentist Sorrel út úr bílnum og til litla drengsins. taugum þegar hann kemur heim Stórveizlunni .að hann getur eldd fengið bolla af sterku kaffI. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. PERMA, Garðsenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslu- cíg snyrtistofa Döniur, hárgreiðsla við allra hæfi. tjarnarstofan, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiði 'ustofar. SÓLE Y Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, simi 14787. Hárgreiðslustofa 'ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sími 15799. Hárgreiðslustoia AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, simi 14656. Nuddstofa á sama stað. Skepnunni brá svo við ljósin, að hún tók ekki eftir verunni, sem stökk niður úr trénu. Áður en hlébarðinn hafði áttað sig, nísti hnífur apamannsins hjarta hans. S f r © f c h kvenbsfxlir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.