Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 3
V1 S I R . Miðvikuuagur 29. maí 1333 3 ■ Talið frá vinstri: Bragi Hannesson bankastjóri, Gunnar Friðriksson form. Fll, Björgvin Sigurðsson framkvæmdastj., Sveinn Guðmundsson forstjóri, Einar Gíslason máiaram., Magnús Ástmarsson prentsmiðjustj., Sveinn Valfelis form. bankaráðs og Guðmundur Ólafs bankastjóri. Frá aðalfimdi IDNAÐAR- BANKANS Aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands h.f., var haldinn f Þjóð- Ieikhúskjallaranum Iaugardag- inn 25. maí. Fundarstjóni var kjörinn Guð mundur Halldórsson og fundar- ritari Þorvarður Adolfsson. Formaður bankaráðs Sveinn B. Valfells flutti skýrslu um starfsemi bankans á síðastllðnu ári. í ský.rslu formannsins kom fram, að innlánaaukning bank- ans hafði orðið meiri en nokkru sinni áður eða 40.0 millj. kr., þar af 35,0 millj. kr. aukning á sparisjóðsinnistæðum. Námu hcildarinnistæður bankans þvf 203,0 millj. kr. í árslok. Útlána- aukning bankans á árinu varð 27,6 millj. kr. Guðmundur Ólafs, banka- stjóri, lagði fram og skýrði reikninga bankans fyrir árið 1962 og voru þeir samþykktir einróma. Þá fór fram kosning banka- ráðs. I bankaráð voru kjömir: Sveinn B. Valfells, Sveinn Guð- mundsson og Vigfús Sigurðs- son, en af hálfu iðnaðarmála- ráðherra vom þeir Einar Gfsla- son og Magnús Ástmarsson skipaðir f bankaráðið skv. 2. gr. laga nr. 31/1963. Varamenn f bankaráð vom kjömir Gunn- ar J. Friðriksson, Bragi Ólafsson og Ingólfur Finnbogason en Slg- nroddur Magnússon og Guð- mundur Guðmundsson skipaðir af hálfu ráðherra. Endurskoðendur bankans vom kjörair Guðmundur Halldórsson og Þorvarður Adolfsson. Aðalfundurinn gerði nokkrar breytingar á samþykktum og reglugerð bankans til samræmis við þær breytingar, sem sfðasta Alþingi gerði á lögum bankans, en svo sem kunnugt er vom ákvæði um hámark hlutafjár numin úr gildi og hluthafafundi heimilað að ákveða, hvert hluta fé bankans skuli vera á hverj- um tíma. Ennfremur mæla Iögin svo fyrir, að ríkissjóður skuli ávallt skipa tvo bankaráðs- menn og tvo til vara, burt séð frá því, hve mikinn hluta rikis- sjóður kann að eignast f heild arhlutafé bankans. Þá heimiluðu lögin ennfremur bankaráði að ráða tölu bankastjóra. Loks samþykkti aðalfundur- inn tiilögu bankaráðs um að greiðn hluthöfum 7% arð fyrir árið 1962 og tillögu þess um að auka hlutafé bankans um allt að 4 millj, kr.. og verður það 14. millj. kr.. þegar þeirri aukningu er lokið. Á fyrsta fundi bankaráðs var Sveinn B. Valfell endurkjörinn formaður þess og þeir Pétur Symundsson og Bragi Hannes- son ráðnir bankastjórar við bankann . Gfsli ísleifsson húsgagnasm., Jóhann Pálsson pfpulagningam., Ólafur Pálsson múraram. og Helgi H. Eiriksson verkfr. Talið frá vinstri: Jón Ólafsson húsgsm., Gunnar Björnsson bifrsm., Hannes Pálsson forstj., Gfsli Skúlason húsgagnasm, Þorleifur Andrésson framkvstj. og Lúðvík Jóhannesson forstj. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.