Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 7
! VÍSIR . Miðvikudagur 29. maí 19í>3. í annarri nienningarstofnun situr FRITZ WEISSHAPPEL, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hann hefur aðsetur sitt í Ríkisútvarp- inu. Við fórum til hans og ræddum stuttlega um árangur- inn af starfsemi hljómsveitar- innar á þvi starfsári hennar, sein nú er að Ijúka: — Reikningar eru allir hjá endurskoðendum en mér er ó- hætt að segja að starfsemin hafi gengið frábærlega vel. Að- sókn hefur aldrei verið meiri en sl. vetur. Tala seldra ársmiða er komin upp í 100 og er það 50% auknihg frá starfsárinu þar áður. Haldnir voru 16 tón- leikar, þrír þeirra endurteknir, svo og 7 æskulýðstónleikar. Þeir voru allir prýðilega sóttir. Við höldum þessa hljómleika í samráði við skólastjórana. Fjárframlög hins opinbera, ríkis og borgar, Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins hækkuðu um 7% á starfsárinu, eða sem nam kauphækkunum er urðu á tímabilinu. Við vitum ekki hvernig fjár- hagurinn ^verður annars á næsta ári. Laun munu hækka með nýjum launalögum. Senni- Iega hækkar miðaverð eitthvað, en það er annars mjög lágt mið- að við það sem gerist erlendis. um hann hvað hann teldi merk- astar umbætur á sviði skóla- mála undanfarin ár. Hann sagði m. a.: — Gagnmerkast, sem áunn- izt hefur er tvímælalaust í byggingarmálum. Fyrir nokkr- um árum voru langflestir barna skólar Reykjavíkur þrísetnir. Þegar ég byrjaði með þennan skóla árið 1955 var hann þrí- setinn. Fyrir tveimur árum varð hann svo loks tvísetinn.Nú eru flestir skólarnir aðeins tví- setnir. Þetta er ekki endanlegt takmark, en í þessum efnum miðar okkur vel áfram. Um skólabyggingamar sjálf- ar, t. d. þennan skóla sem ég stjóma má segja, að stofurnar em stærri og rúmbetri. Alltaf bætast við ný kennslutæki á hverju ári. í þeim efnum hefur að vísu ekki orðið nein ger- bylting. En allt hefur það verið til bóta. Aðstæður kennara fara einnig batnandi. Félags- starfsemi nemenda býr nú við betri aðstæður en áður. Sér- Fritz Weisshappel Hjörtur Kristmundsson Skólar nú crð- e/ns fvísettir Fyrsta heimsóknin var til HJARTAR KRISTMUNDSSON- AR, skólstjóra, fjölmennasta barnaskóla höfuðborgarinnar, Breiðagerðisskólans. Við spurð- Stutt samtöl við fólk úr hin- um ýmsu greinum þjóðfélagsins leiða fljótlega í ljós margvísleg- ar umbætur á síðustu þremur til fjórum árum — og þá ekki síður áwægju fólksins, sem nýtur þeirra. Þessar umbætur eru á öllum sviðum. Vísir hefur rætt við nokkra borgara um málefni, sem standa þeim nærri, og birtir þau hér á eftir. Fleiri munu fylgja þessum við- tölum, sem öll eru stutt. stakir samkomusalir eru í skól- unum. Svo birtir nú yfir í kjaramál- um kennara sem og annarra o'pinberra starfsmanna. All- miklar úrbætur í kjaramálum okkar virðast á næsta leiti. Ég hygg að kennarar hafi allir talið það mikinn sigur að hafa fengið samningsrétt um kjör sín ásamt öðrum opinberum starfsmönnum. Og ég hygg að allir séu á einu máli um að úr- bætur verði verulegar eftir að kjaradómur hefur fjallað um launahækkanirnar. Aldrei meiri aðsókn En við erum bjartsýnir á framtíð hljómsveitarinnar. Ungu fólki meðal áheyrenda fer stórum fjölgandi. Við vonum að hljómsveitin sé búin að skapa sér þann sess að fólk telji sig ekki geta verið án hennar. Viðtökur sýna raunar að svo er. Viöreisnin kemur sér vel Ég get ekki líkt saman árum vinstri stjórnarinnar og við- reisnarstjórnarinnar, því kjörin eru svo margfallt betri núna. Það er eins og dagur og nótt. Stungið á kýlinu Loks hittum við PÉTUR EGGERTSSON, póstfulltrúa. Pétur ræddi aðallega um kjara- málln: Við póstmenn vitum að stefna stjórnarinnar er í rétta átt. Hún hefur stungið á kýlinu. Og við gerum ráð fyrlr að fá verulegar úrbætur í kjaramálum okkar, þegar Kjaradómur hefur ákveðið launahækkanir opLn- berra starfsmanna. Póstaf- greiðslumenn, sem eru stærsti hópurinn hér á Póststofunni hækkar úr 10. flokki í 12. Iauna- flokk. Samningsrétturinn var einnig þýðingarmikill. Því má svo bæta við að hér fara starfsskilyrði stöðugt batn- andi. Ég er búinn að vinna hér f 18 ár. Hér er alltaf verið að bæta skilyrðin. Frá stúdentinum höldum við til iðnverkamannsins RUN- ÓLFS PÉTURSSONAR. Hann er 28 ára gamall, starfar hjá ísaga: — Við höfum fengið ómetan- um árum. Á síðasta ári fengum við 10% hækkun á mánaðar- kaup og 5% hækkun á allt kaup þetta ár. Sjúkrasjóður tók til starfa 1962 og fleira má nefna. Árangurinn hefur orðið án verkfalla og það er þýðing- armikið fyrir okkur. Ég tel það útilokað að við- reisnin hafi komið illa við fólk. Það sem ég á hér inrti af munum hef ég eingöngu azt fyrir peninga, sem ég hef getað lagt fyrir á síðasta ári. Ég byrjaði að búa 1956. Vinstri stjómarárin áttum við rétt nóg til hnífs og skeiðar. Nú Ieggjum við fyrir og bætum við búið. Þú getur bætt því við, segir Runólfur, að ég er að leggja í íbúðarkaup, og byrja með pen- inga, sem ég hef getað lagt fyrir á síðustu þremur árum. Pétur Eggertsson SIMI 13743 LIMDARGOTU 25 V Gunnar Ragnars Kjör stúd- enta hafa stórbatnað í þriðju menningarstofnun- inni situr GUNNAR RAGNARS og Ieggur stund á viðskipta- fræði. Við spyrjum Gunnar, sem átti sæti í Stúdentaráði Háskólans 1962—1963, hvað hann álíti um kjaramál stúd- enta: — Ég held að kjör há- skólastúdenta hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Að minnsta kosti hafa þau stórbatnað síðan ég hóf nám, árið 1959. Lækna- stúdentar og að vissu leyti verkfræðinemar eiga reyndar við nokkra erfiðleika að búa. Námslán hafa stöðugt farið hækkandi. En læknanemar, sem geta unnið minna með námi en aðrir háskólastúdentar þarfnast frekari námslána. Verkfræðinemar þyrftu einnig að geta notið frekari námslána en nú er völ á. En námsl(in al- mennt talað munu fara hækk- andi og ekki er ólíklegt að þessir aðilar fái nauðsynlegar úrbætur. Lánin eru veitt með mjög góðum kjörum. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að hver sá sem vill Ieggja stund á Iangskólanám geti það nú með fróðum vilja án verulegrar eða nokkurrar hjálpar. Atvinna hefur verið mikil, laun góð. Þetta er ómetanlegur stuðning- ur við háskólastúdenta. Já, ég held að afkoma okkar hafi aldrei verið betri. Runólfur Pétursson Loftffesfing Veggfesting IMælum upp Setjum upp Viðreisn og velmegun £3Í msEamam í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.