Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 4
v 1Í,.R ;ar maí 1963. Hann. lær við kné ömmu sinnar Það er kunnara en frá þurfl aö segja, hve gott orð fólk af fs- lenzku bergi brotið hefir getið sér í Bandaríkjunum og Kanada, og mætti margt nefna þvf tii sönnunar, t. d. hve ungt fólk af íslenzkum ættum skarar iðu- lega fram úr við nám við æðri menntastofnanir, og fer svo út f lífið til j>ess að gegna ábyrgð- arstöðum í þjóðfélaginu, m. a. við menntastofnanir f fyrrnefnd um löndum. Ekki veit ég tölu á háskólakennurum vestra af fs- lenzkum ættum, en þeir eru á- reiðanlega mjög margir, skipta sennilega mörgum tugum. Ung- ur maður úr þessum hóp er kom hingað nýlega, Wilbur Jónsson prófessor f stærðfræði við há- skólann í Manitoba, sagði mér, er ég hitti hann nú f vikunni, að f Manitoba-háskólanum f Winni peg, væru 6 kennarar af fslenzk um ættum, að meðtöidum Har- aldi Bessasyni, sem þar er pró- fessor í fslenzkum fræðum. Ég spurði Wilbur Jónsson um erindi hans hingað. — Sumarleyfi mitt við háskói ann byrjaði um seinustu mánaða mót og ætla ég að nota það til þess að sitja tvo fundi um stærð fræðileg efni, sem haldnir verða f Þýzkalandi, og held ég áfram héðan á laugardag til Luxem- burg með Loftleiðaflugvél, og fannst mér tilvalið að koma hér við, en mig hefir allt af langað til að sjá ísland kynnast land- inu og þjóðinni, sem ég heyrði svo margt um, einkum í æsku, og einnig langaði mig til að stofna til kynna við skyldfólk hér. — Þér eruð fæddur vestra, er ekki svo? — Jú, ég er fæddur í Winni- peg, af íslenzku foreldri, en bæði faðir minn og móðir, eru fædd vestra. Þau heita Jakob og Kristín Jónsson. — Hvaðan voru foreldrar þeirra ættaðir? — Ég er ekki fróður um það, nema að móðuramma mín er ættuð úr Laugardalnum. — Þér talið vel íslenzku. Hún hefir kannski verið töluð á heimili foreldra yðar? — Nei. íslenzka var töluð á heimilinu, meðan þar var fólk fætt heima á íslandi ,en svo varð það algengt að börnin töl- uðu ensku sín í milli og vitan- lega í skólanum. Ég hefi sann- ast að segja ekki talað íslenzku síðan ég \ar barn, en málið Rætt við ungan vestur íslenzkan mennta- mann, Wilbur Jónsson Wilbur Jónsson lærði ég hjá móðurömmu minni, Þóru Eiríksdóttur, sem er fædd f Utey f Laugardal. Og nú hefi ég komið þangað, að Útey — og að Laugarvatni, einnig á Þing- völl, og ég mun fá tækifæri til þess að skoða mig um eitthvað frekar um með Sigurði Magnús- syni hjá Loftleiðum. Segið mér, hve margir.nem- endur eru í þeirri gömlu og ,Manitoba-há- góðu stofnun skóla? — Það munu vera um 5-6 þús und nemendur innritaðir til náms þar? — Eru margir kennarar þar af fslenzku bergi brotnir? __ Þeir eru sex, að meðtöld- um Haraldi Bessasyni. — Hinir? Richard Jones er þar pró- fessor í vélaverkfræði, Wilhelm ina Mabb, frænka mín, í stærð- fræði Tryggvi Oleson í sögu, Gissur Elíasson kennari í lista- deild háskólans (Árt School) og í plöntuvfsindum er kennari af íslenzku bergi brotinn. Hann þekki ég ekki persónulega. — Hve lengi hafið þér verið prófessor? — Aðeins frá því í fyrrahaust. Ég er 26 ára, stundaði stærð- fræðinám í háskólanum f TU- bingen, Þýzkalandi, og tók þar doktorspróf í júlí í fyrra. — Og nú ætlið þér til Þýzka- lands til þess að sitja stærð- fræðilegar ráðstefnur? — Já, þær verða haldnar f Oberwolfach og Giessen. Ég hafði heyrt um þær og leitaði mér upplýsinga um þær og var svo boðið þangað. Ég á lfka frændfólk í Þýzkalandi, sem ég mun heimsækja. — Frændi minn Brian Linthon ísfeld er liðsforingi í kanadiska flughern- um og á heima í Zweibrucken ásamt konu og tveimur bömum. — Þér hafið kannski kynnzt fólki hér, sem er yður skylt? — Já, bæði hér og í Laugar- dal. — Hér bý ég hjá Sveini Elíassyni, en ég var skyldur konu hans, en hún er nú dáin. — Kannski komið þér nú hér við aftur í heimleið og sjáið landið í sumarskrúða? — Hver veit? Mig langar að minnsta kosti til þess. Ég fékk annars bæði vont og gott veður fyrir austan, og koman hefir sannarlega orðið mér til ánægju. Landið finnst mér stórfallegt, og fólkið gestrisið og vingjarn- legt. En vitanlega kom hvorugt mér á óvænt. Lauk þannig viðtali mfnu við þennan prúða og yfirlætislausa vestur-íslenzka menntamann, sem talaði'hreint og vel málið, sem hann lærði við hné ömmu sinnar, þegar hann var lftill drengur — og síðan ekki söguna meir fyrr en hann kom hingað fyrir fáum dögum. A.Th. ☆ Nýtt glæsilegt stálskip S. 1. laugardagskvöld kom til landsins nýtt og glæsilegt fiski- skip, m.b. Grótta — RE 128. Skip ið er byggt hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad í Noregi, og er eigandi Gísli Þorsteinsson útgerðarmaður. M.b. Grótta er útbúin til síld- veiða með kraftblökk af nýjustu og stærstu gerð. Lengd hennar er 33,35 m, breidd 6,8 m, dýpt 3,6 m, og brúttó tonn 225,79. Skipið hefur vistarverur fyrir 15 menn, og eru þær mjög snyrti legar og vandaðar. Aðalvél er 600 hestafla Wichmann diselvél og hjálparvélin 60 hestafla Lister diselvél með 25 kw rafal. Ann- ar 25 kw rafall er drifinn af aðalvélinni. Stýrisvélin er af Tenfjord gerð, og einnig er Robertson sjálfstýring. Spilin eru 11 tonna trollspil og 2,5 tonna línuspil, bæði af NordWinch gerð. Radarinn er Decca, en síld- arleitartæki og sendistöð frá Sim ®------------------- Osborne kvæntur Enski leikritahöfundurinn John Osborne kvæntist í síðustu viku Penelope Gilliatt, enskri konu. Þetta er þriðja kona leikritahöf- undarins. Frúin var áður gift dr. Roger Gilliatt, nánum vini Mar- grétar prinsessu, en þau skildu eft- ir að frúin hafði framið hjúskapar- brot með Osborne. Reynt var að halda giftingunni leyndri, nema fyrir nánustu vinum. En blöðin komust fljótlega á snoðir um fyr- irætlanir þeirra. rad. Miðunarstöðin er japönsk. M.b. Grótta er fyrsta skipið sem skipasmíðastöðin byggir fyr- ir íslenzka eigendur, en nú eru þar 3 önnur skip í byggingu fyrir íslenzka útgerðarmenn. Eitt þeirra, af sömu stærð og m.b. Grótta, kemur til landsins í næsta mánuði. Tvö stærri skip koma og til landsins næsta haust. Milligöngu um smiði Gróttu hafði Eggert Kristjánsson & Co. h.f. M.b. Grótta kostaði í kring- um 10 milljónir ísl. króna. Varðar- félagar Landsmálafélagið Vörður heit ir á meðlim: sína að gera skil í hinu glæsilega happdrætti Sjálfstæðisflokksins, sem nú er í fullum gangi. Aðeins stuttur tími er þar til dregið verður um fimm vinsælar bifreiðir af nýj- ustu árgerð. Skrifstofa Sjálf- stæðisflokksins tekur á móti skilum alla daga milli kl. 9—22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.