Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 6
:*œ~'
V í SIR . Miðvikudagiir 29. maí 1963.
☆
'
:
Klúbburinn við Lækjarteig,
hefur nú fengið nýja skemmti-
krafta, dansparið Lucio og||Í|
Rositu. Þau komu hingað frá
Spáni, og dansa í Klúbbnum,;
næsta mánuðinn. Dansar þeirra
eru fjölbreyttir, en þó eru flest-
ir þeirra staðfærðir Suður-
Amerískir þjóðdansar.
Þau Lucio og Rosita hittust
á Kúbu, um það leyti sem
Castro var að brjótast til valda.
Þá voru þar slíkar róstur að
þau fóru saman til Bandaríkj-
anna f friðsælla umhverfi og
tóku að dansa saman.
Þau hafa ferðazt um svo til
allan heim, og eins og aðrir
sem byrja 1 „showbusiness",
geta þau ekki hugsað sér neitt H :
annað. Vísir hitti Lucio að máli W Jg
sem snöggvast og spurði meðal
annars: 1
Hvað réð því að þú byrjaðir * >
að dansa, voru foreldrar þín- |
Nei, segir Lucio brosandi.
Hann er frekar lágvaxinn mað-
ur og dökkur yfirlitum, mjög
liðlega vaxinn, og lipur. Það
var einskær tilviljun. Þegar ég
var lítill drengur, fóru foreldr- ,|
ar mínir með mig til þess að ''
sjá einhverja óperu, sem ég
Lucio og Rosita.
Villtist inní ballett
man ekki lengur hvað heitir Þá
kunni ég ekki að meta þess
háttar, svo að ég fór úr stúk-
unni, og tók að skoða mig um
í salnum. Þegar ég hafði rölt
um stundarkorn,. og var kom- ■
inn fram á ganginn, heyrði ég
annars konar tónlist, sem mér
féll öllu betur. Ég gekk á
hljóðið, og kom inn í sal, þar
sem verið var að æfa ballet-
flokk unglinga. Kennarinn kom
auga á mig, og spurði hvort ég
væri nýi nemandinn. Af ótta
við að verða ávítaður, þorði ég
ekki annað en játa þvi. Þá var
ég látinn skrifa nafn mitt og
heimilisfang á blað og sagt að
mæta morguninn eftir. Með
það fór ég. Og þar sem kenn-
arinn hafði bæði nafn mitt og
heimilisfang, þorði eg ekki
annað en að mæta. Þegar ég
var fullnurna byrjaði ég svo
áð dansa méð baletflokkum, og
síðast háfði ég minn eigin
flokk. En núna dansá ég sem
sagt með Rositu, og líkar vel.
Hvernig finnst þér að
skemmta í hinum ýmsu lönd-
um, er ekki mikill munur á
fólki .t d.?
Jú, það er að vísu margt öðru
vísi, en það hefur ekki svo
mikið að segja. Dansinn er
okkar heimur, og heimili okkar
eru þeir staðir sem við skemmt-
um hverju sinni.
Hefurðu ferðazt eitthvað um
þessi lönd?
Stuft rabb við Suður-
Amerískan balletdansara
Já mikið Það er tómstunda-
iðja mín að taka kvikmyndir,
og ég hefi gert það í flestum
þeim löndum sem ég hefi kom-
ið til. Ég ætla einnig að ferðast
um ísland og taka myndir þeg-
ar ég hefi tíma til.
Hver eru svo framtíðar-
áformin?
Okkur Rositu er búið að
dreyma um að stofna dans-
flokk, sem dansar Suður-
ameríska þjóðdansa. Við ætlum
að safna saman viðurkenndu
dansfólki sem við getum náð í,
> og ferðast svo enn víðar um.
Lg er þegar búinn að hafa sam-
band við nokkra aðila, hjá
klúbbum og leikhúsum, og þeir
eru mjög hrifnir af hugmynd-
inni. Ég vona að þegar þetta
er ’komið til framkvæmda, eig-
um eftir að heimsækja ísland
aftur, segir Lucio að lokum,
og hitta þá aftur, vini sem við
vonumst til að eignast meðan
á þessari dvöl okkar stendur.
Annaðhvert hús í
FLATEY nú autt
Á undanförnum árum hefur orð-
ið mikil fólksfækkun á Flatey á
Skjálfanda, þannig að íbúarnir
fluttu umvörpum burtu og á fáum
árum var svo komið að helmingur
allra íbúðarhúsa eyjarinnar stóðu
auð.
Sextán íbúðarhús stóðu i eynni
I fyrravor, en átta þeirra eða ná-
kvæmlega helmingurinn var kom-
inn í eyði. Ibúafjöldinn var kominn
niður í rúmlega 40 og ekki var
annað fyrirsjáanlegt með sama eða
svipuðu áframhaldí, en að eyjan
myndi leggjast í auðn á skömmum
tíma.
En I fyrravor brá svo við að úr
Reykjavík tók sig upp 10 manna
fjölskylda og settist að í Flatey. I
vor fluttist þangað önnur fjöl-
skylda, 5 manna, einnig úr Reykja-
vík, þannig að nú er íbúafjöldinn
kominn upp í 58 manns og eyjar-
skeggjar vonbetri en áður að fólks-
flóttinn sé stöðvaður úr eynni.
Á veturna hafa karlmenn iðulega
leitað til meginlandsins í atvinnu-
skyni, en í vetur sem leið. kom
ekki til þess. Atvinna var næg á
staðnum.
I norðanhretinu mikla 9. apríl
| urðu Flateyingar fyrir allmiklu
1 netatjóni, einkum hrognkelsanet
: sem þeií misstu og það mun eiga
I sinn þátt í því að hrognkelsaveiði
: hefur orðið minni hjá þeim í vor
en oft endranær. Gæftaleysi hefur
| einnig átt sinn þátt í aflatregðunni,
því frá því að norðanhretið gerði í
aprílbyrjun hefur stöðugt verið hin
versta tíð. Samt hafa eyjarskeggjar
fengið 240 tunnur af hrognum og
saltað hafa þeir 50 tunnur af rauð-
maga. Auk þess hafa þeir reykt
talsvert magn af rauðmaga, þvi
góður markaður er fyrir þá vöru
í Reykjavík og víðar.
í sumar verða 7 bátar, smærri
og stærri, gerðir út á þorskveiðar
frá Flatey.
Sauðburði I eynni er lokið.
Hann hefur gengið að óskum þrátt
fyrir kuldann í vor og er mikið af
ánum tvílembt. Flateyingar eiga
gnægð heyja handa öllum fénaði,
jafnt fyrir sauðfé sem kýr.
v/Miklatorg
Sími 2 3136
16 mm filmuleiga
Kvikmyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlampa
Ódýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu 15
Sími 20235
NÝR LAX
á borðum
í kvöld
Fordæma flutninga
hesta með
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig
á 50 ára starfsafmæli mínu með samsæti í Landakotsskól-1
anum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Jónsdóttir.
Dýraverndunarfélag íslands hélt
aðalfund sinn nýl. og fól stjórn
félagsins „að beita öllum tiltæk-
um ráðum til að fyrirbyggja út-
flutning hesta, nema með flugvél-
um eða vel búnum gripaflutninga-
skipum.“ Það kom fram á fundin-
um að árlega drepist nokkrir ís-
lenzkir hestar um borð í flutninga-
skipunum, og er talið augljóst að
miklu fleiri séu leinstraðir eftir þá
flutninga, þótt þeir lifi af.
í vetur voru hestar fluttir út
með flugvélum og gafst það af-
bragðsvel. Með þeirri flutningaað-
ferð mælir Dýraverndunarfélagið
öðrum fremur og telur hreinan
vanza að flytja hesta út eins og
gert hefur verið.
Formaður félagsins sagði blað-
inu að skipafélögin, sem annast
útflutning hesta, hefðu að vísu gert
það, sem tiltækt var, til að bæta
aðbúð hestanna um borð, svo sem
Viggó Maack fyrir hönd Eimskipa-
félags íslands, sem hefði sýnt sér-
stakan áhuga í því sambandi. T.d.
hefðu í fyrra verið gerðar milli-
gerðir fyrir hvern einstakan hest,
en áður hefðu verið 6 í stíu. Þetta
hefði þó ekki hrokkið til, þær
hefðu látið undan þegar þessar
þungu skepnur slaga til í vondum
sjó, og 5 hestar hefðu drepizt i
einni ferð eftir að þessi endurbót
var gerð.
Þetta sýndi bezt og sannaði að
þótt menn væru allir af vilja gerð-
ir, að láta hestunum líða þolan-
lega á sjó, væri það óþerlegt nema
í sérstaklega útbúnum gripaflutn-
ingaskipum ,sem ekki hefðu verið
fyrir hendi, og hlyti allur almenn-
ingur að fordæma þessa, meðferð
á hestunum.