Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR »" •■___ Míðvikudagur 2fi. maí 1963. BORTURN Á VIDEYJARSUNDI Aflasölur Tveír togarar seldu í fyrradag í Grímsby og seldu báðir vel. Apríl seldi 240 tonn fyrir 13.959 steripd. Togarinn var með þorsk veiddan á Grænlandsmiðum. Karlsefni seldi 159 tonn fyrir 12.600 sterpd. Hann var með fisk veiddan á heimamiðum og var með talsvert af ýsu og flatfiski. Þorsteinn Ingólfsson seldi í morgun í Grimsby 185 tonn fyrir 11.462 sterlpd. Var hann eingöngu með þorsk af Grænlandsmiðum, og er þetta ágæt sala. Borturn hefur nú verið reist- ur í Viðeyjarsundi inn við Vatna garða og likist þetta einna helzt olíutumum í Persaflóa. Þarna er þó ekki verið að bora eftir olíu, heldur er þama um að ræða borun til að kanna jarð- vegslögin, en til mála kemur að reisa mikla framtíðarhöfn fyrir Reykjavík inni í Sundum. Það er Almenna byggingar- félagið sem annast rannsókn á hafnarstæðinu og sagði Ög- mundur Jónsson verkfræðingur félagsins við Vísi í morgun, að rannsóknimar hefðu þegar leitt í ljós, að hafnarskilyrði inni á Sundum væm ágæt. Vonir standa til að rannsókn- um þessum á hafnarstæðinu Ijúki í haust, en þá yrði hafizt handa um að vinna úr athug- unum. Hingað til hefur einkum verið unnið að djúpmælingum, athug- unum á bergi og botni. Hefur ekkert komið fram sem útiloki hafnarstæði. Hafa rannsóknim- ar gengið vel. Rannsóknaborinn sem reistur hefur verið úti £ sjónum er frá Jarðborunum rikisins og þeir sem við hann vinna starfsmenn þeirra. 1170 MANNS HAFA KOS ID í MELASKÓLANUM Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar 9. júni hófst í Melaskólanum f Reykjavík (fyrstu hæð, suður- álmu) hinn 12. þessa mánaðar, og höfðu 1170 manns kosið þar kl. hálfellefu í morgun, þar af 750 Reykvikingar og um 410 utanbæjarmenn. Auk þess höfðu kosningaskrif stofu þessari, sem Gunnar Helga son lögfræðingur veitir forstöðu af hálfu skrifstofu yfirborgarfó- Von er á frú Maria Pierce, for manni alheimssambands Zonta- klúbbanna, í stutta heimsókn til fslands 'núna í vikunni. Er hún á ferðalagi um Norðurlöndin og meginland Evrópu til að heimsækja Zontaklúbba og hafa samband við meðlimi þeirra, en frá íslandi mun hún halda vestur um haf, þar sem geta, borizt á sama tíma um 180 atkvæði erlendis frá og utan af landi, frá sendiherrum og ræðis- mönnum sýslumönnum og hrepp stjórum. Gunnar Heigason sagði í við- tali við Vísi í morgun, að kjör- sókn f Melaskólanum hefði ver- ið dræm fyrstu dagana en auk- izt til muna upp á síðkastið. Kjörstaðurinn þar er opinn frá kl. 10—12 á morgnana, 2—6 síð degis og 8—10 á kvöldin á margháttuð störf bíða hennar. Frú Pierce er skólastjóri kvennaskóla f Pasadena og mikill listunnandi. í Bandaríkjunum eru 450 Zonta klúbbar, en starfsemi Zontasamtak anna nær um allan heim, og gang ast konurnar fyrir ýmiss konar líknar- og menningarstörfum, sem mjög hafa verið rómuð hvarvetna. virkum dögum, en aðeins kl. 2—6 á helgum dögum, og á hvítasunnudag er ekkert kosið. Gunnar Helgason bendir sér- staklega á það, að skrifstofan í Melaskólanum verður opin frá kl. 2—6 sfðdegis kosningadag- inn 9. júní fyrir þá utanbæjar- menn, sem vilja neyta atkvæð- isréttar sfns á sfðustu stundu og freista þess að þau komist til skila í tæka líð, en utankjör- fundaratkvæði þurfa lögum sam kvæmt að hafa borizt áður en kjörfundi lýkur á viðkomandi stað. Óviða myndi kjörfundi Ijúka fyrir kl. 10 hinn 9. júnf og væri því unnt að koma atkvæðum, sem greidd eru í Reykjavík síð- degis þann dag, með flugvélum til ýmissa staða úti á landi í tæka tfð. Hins vegar er einmitt brýnt fyrir mönnum að draga það alls ekki fram á sfðasta dag að kjósa, ef þeir búast við að verða ekki heima á kjördag. Sú hætta væri þá fyrir hendi að atkvæði þeirra næðu ekki heima byggð í tæka tíð. Alþjóðaform. Zonta- klúbba kemur hingað «V" ' / / ' ■ "V" WÁ ' /' ' ' ( r ■ ■v'- : lllllll "s/'/fö''/' ■■"/:■:: ■ 4 . ■ ;■ V Undanfarið hafa verið framkvæmdar rannsóknir inn við Vatna- garða og tii þess notaður bor frá Jarðborunum rfkisins. Ljósm. B.G. I bandarískum fréttum í morg- un segir, að eldur hafi grandað bandarískri herflutningaflugvél. — Nauðlenti hún í Arkansas og ger- eyðilagðist — eftir að allir sem í henni voru höfðu bjargazt úr henni eftir lendinguna, — alls 65 menn. inn á jtrjár hljómplötur Ákveðið hefur verið að Sinfóníu hljómsveit íslands leiki inn á þrjár grammófónplötur fyrir bandariskt hljómplötufirma, sem er í tengsl- um við ameríska tónskáldafélagið. Stjórnandi verður William Strick- land, en einleikari Gísli Magnús- son. Leikin verða verk eftir fs- lenzk og bandarísk tónskáld. Með al verkanna eru íslandsforleikur eftir Jón Leifs, Passacaglia eftir dr. Páll ísólfsson, Sinfónía eftir Cowell, Pianokonsert eftir Clavling og Sinfónía eftir H. Vard. Æfingar hefjast í dag og fara upptökur fram jafnskjótt og verk- in eru tilbúin til flutnings. Æfing- ar og upptökur fara fram í Há- skólabíói. Embættispróf I lögfræii Embættisprófum i lögfræði við Háskóla íslands Iýkur í dag. Níu Iögfræðinemar ganga und- ir prófið. í morgun þegar ljós- myndari Vísis kom f Háskólann, var að hefjast próf í sjórétti. Sigmundur Böðvarsson stud. jur. var í yfirheyrsium, þegar myndin var tekin. Han kom upp f þeim hluta sjóréttar, er fjall- ar um „Björgun“. Prófessor Magnús Torfason spurði f þaula, en Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem var prófdómari, fylgdist með. (Ljósm. Vísis: I. M.). Flugslys

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.