Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Miðvikudagur 29. maí 1965. m va Æskulýðsnámskeið ÍR-svelt f stórsvigi drengja. Drengirnir sem taka við verðiaunuabikar fyrir félag sitt eru: Tómas Jónsson Eyþór Haraldsson og Gísli Erlends- son (talið frð vinstri). SkíBakmdsmótinu hks hkið Það sem eftir varð af Skíða- landsmótinu um páskana varð loks ins Iokið á Siglufirði í fyrri viku, en það var stökkkeppni i öllum flokkum, og fyrir bragðið varð heldur ekki hægt að ganga frá úr- slitum í norrænni tvíkeppni (þ. e. göngu og stökki) fyrr en þá. Stökkkeppnin var háð í Hvann eyrarskál 21. maí við sæmilegar aðstæður, en áður hafði oft verið reynt að efna til hennar, en án þess að tækist. íslandsmeistari í skíðastökki varð Skarphéðinn Guðmundsson, stökk 34 + 32.5 métra og hlaut fyrir það 147.5 stig. 2. varð Sveinn Sveinsson með 144.3 stig og 3. Jónas Ásgelrsson með 140.3 stig. I flokki 17—19 ára sigraði Þór- hallur Sveinsson, stökk 32 + 30 metra og hlaut 132.1 stig. Næstur varð Haukur Jónsson með 125.6 stig og þriðji Sigurður B. Þorkels- son, hlaut 115.3 Itigv í aldursflokkf»<!15+-16-'ára' si£$j aði Björn Olsen, stökk 25 + 23.5 metra og hlaut 111.7 stig. 2. varð Sigurjón Erlendsson með 106.7 stig og 3. Kristján Óli Jónsson, sem hlaut 96.9 stig. Úrslit í norrænni tvíkeppni í aldursflokki 20 ára og eldri urðu þau að Sveinn Sveinsson varð hlutskarpastur, hlaut 301.1 stig og þar með íslandsmeistaratitilinn 1963. Annar varð Birgir Guðlaugs- son með 256.9 stig. Tveir efstu menn í aldursfiokki 17—19 ára urðu Þórhallur Sveins- son með 290.5 stig og Haraldur Erlendsson með 249.4 stig. Þeir sem efstir urðu í 15—16 ára flokki, urðu þeir .Bjöfn Olsen, sem hlaut 267.2 stig og Sigurjón Eríendsson með 267.0 stigí- Var það ekki nema brot úr stigi, sem skildi þá að. I’slandsmótinu í skíðaíþróttum er þar með lokið og hlutu Siglfirð- ingar ísiandsmeistarana í öllum greinum. ♦ „Bjargað af bjöllunni" verður hér eftir óþekkt orðtak í enskum hnefaleikum. 1 framtíðinni á dóm- arinn að haldá talningu áfram eftir að bjallan klingir, hafi annar hvor keppenda farið í gólfið. ■rUþpskenéátíð' i ítalska salnum Á uppstigningardag var verð- iaunaafhending í Klúbbnum við Lækjarteig fyrir skíðamót, sem haldin hafa verið síðastliðinn vet- ur. Skíðaráð Reykjavíkur stóð fyr- ir þessari kvöldvöku. Mót þau, sem afhent voru verðlaun fyrir voru: Stórsvigmót Reykjavíkur og Svig- mót Reykjavikur ásamt Stefáns- móti og Steinþórsmóti. Ennfremur voru afhent verðlaun fyrir innan- félagsmót í. R. Þórií Lárusson, for maður skíðadeildar I. R. bauð gesti velkomna og gaf Ólafi Þorsteins- syni, Ármanni, orðið. Ólafur fluttiémeð ágætum. mjög snjalla hvatningarræðu fyrir skíðamennina. Þar næst fór verð- launaafhending fram. Þá var stiginn dans. Síðar flutti Valdimar Örnólfsson mjög skemmti legt erindi um skíðaæfingar I Kerl- ingarfjöilum og sýndi kvikmyndir þaðan og frá ýmsum skíðamótum (ísafirði, Siglufirði og víðar) og frumsýndi kvikmynd, sem tekin var í Noregsferð reykvískra skiða- manna nú í vetur. Húsfyllir var Og voru gestir kvöldsins sammála um, að kvöldvakan hefði tekizt túni — Golfvelli —- Álfheimatúni. Verður byrjað fimmtudaginn 30. maí. Á hverjum stað eru 2 íþrótta- kennarar, sem leiðbeina börnunum í ýmsum íþróttum og leikjum. Inn- heimt verður vægt þátttökugjáld, kr. 15.00. Skarösmótið 7. og 2, júní Skarðsmótið, það er skíðamót Siglfirðinga, sem haldið er uppi í Siglufjarðarskarði á vorin, þegar snjóa hefur leyst af láglendinu, verður haldið um næstu heigi, dag- ana 1. og 2. júní. Verið er að moka snjó af Siglu- fjarðarskarði og má reikna með því að bílfært verði upp í skarðið um helgina, svo að búast má við mikilli þátttöku og fleiri áhorfend- um en vanalega. Skíðafærið uppi í skarðinu er nú betra en nokkru sinni fyrr. Það er hreinasta alpaland. Eins og undanfarin ár efna Æsku lýðsráð, Leikvallanefnd, Í.B.R. og Iþróttaráð Reykjavíkur til íþrótta- námskeiða fyrir börn á aldrinum 5 —-12 ára í maí og júní. Verða þau á 8 stöðum í bænum, og hefjast á morgun, fimmtudag. Á morgnana verður tekið á móti yngri börnum, 5—8 ára kl. 9.30— 11.30 og eldri börnum kl. 2—4. Á þessum stöðum verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum: KR-svæði — Valssvæði -— Ár- mannssvæði — Víkingssvæði. Á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum á þessum stöðum: Skipasundstúni — Laugalækjar- Valdimar Örnólfsson vann Stefáns bikarinn i þriðja sinn og nú til eignar. 4 Argentínumaður, Oscar Bavenia að nafni, var nýlega dæmdur fyrir íþróttadómstóli frá rétti til að koma fram fyrir land sitt í hnefa- leik auk þess sem hann missti titil sinn í íþróttinni. Ástæðan: Hann læsti tönnunum á kaf í brjóst andstæðings síns, eftir að hann hafði fengið mikið högg frá bandarískum andstæðingi sínum. Aðeins 45000 ó Wembley - Altafini 15 mörk - Eusebio til MILAN? Evrópubikarkeppninni í knatt- spyrnu Iauk fyrir skömmu með sigri ítalska liðsins MILAN í úr- slitaleilc á Wembly við Benfica. — Milan vann 3:1 í stórgóðum leik, I sem enskir áhorfendur hundsuðu gjörsamlega, aðeins 45.000 manns komu á Wembley, en helmingi fleiri hefðu getað komizt. ► Nokkrar tölur í sambandi við Evrópubikarinn: Altafini skoraði 15 af 33 mörkum Milan. Þetta er markamet. Puskas átti fyrra metið, Érteitdar fréttir EVRÓPUBIKAR„MOLAR“ skoraði 12 mörk í Evrópubikarnum 1959—1960. — 214 mörk voru skor uð í 60 leikjum keppninnar nú. Þetta eru hæstu tölurnar til þessa, fleiri mörk og fleiri Ieikir. — 2.180.000 áhorfendur hafa séð leiki keppninnar á þessu leikári. Fleiri áhorfendur voru á síðasta leikári, 1959—1960, en þá voru áhorfendur 2/ ’O.OOO. 14 Þessi lið hafa þegar öðlazt þátttöku í næsta Evrópubikar Ben- fica, Miian, Real Madrid, Standard Liege, Everton, Sparta, Moskva, Ziirich, Motor Jena, frá Austur- Þýzkalandi og Monaco frá Frakk- landl. 4 MILAN, sigurliðið í Evrópu- bikar deildarliða, hefur látið í Ijós ósk um að mæta Evrópubikarhafa bikarliða, sem er Tottenham og er mikill áhugi fyrir leikjum hjá báð- um aðiium. Yrði væntanlega ieikið heima og heiman. 4 MILAN hefur nú rnikinn hug á að kaupa hinn snjalla leikmann Euseblo, „svarta gimsteininn“, en hann leikur með Benfica. Milan er nú orðið þreytt á Altafini þótt snjall sé, en hann er farinn að hcimta of mikið af félaginu — orð- inn of dýr maður í liðinu. Búizt er við að verðið á Eusebio verði algert heimsmet, en enn er ekki vitað hver talan verður. 4 Myndirnar með þessu rabbi sýna: Ljósmyndin: Lögreglan varð að stöðva æstan Portúgalsmann frá því að ryðjast inn á völlinn. Teikni myndin: „Nei, þetta er ekki Evrópu bikarinn — þetta eru „bónusarn- ir“ handa leikmönnunum“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.