Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og a*greiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Flokkur á heljarbröm.... Það er almenn skoðun, að kommúnistar muni tapa fylgi í næstu kosningum. Þeir vita þetta sjálfir og þess vegna m. a. lögðu sumir af leiðtogum flokksins svo mikið kapp á að semja við Þjóðvöm um sameig- inleg framboð. Allir vita hvemig gekk að ná því sam- komulagi. Andstaðan gegn því var mikil innan beggja flokkanna, og þó ennþá meiri hjá Þjóðvamarfólkinu. Siendurtekin mótmæli og yfirlýsingar frá ýmsum helztu forustumönnum Þjóðvarnar, um að þeir styðji ekki framboðslistana, sýna bezt hvemig allt er í pott- inn búið og að kommúnistar muni ekki græða eins mikið á þessum svokallaða samningi og þeir gerðu sér vonir um. En lítið dregur vesælan. Það sem þeir kunna að fá af atkvæðum Þjóðvamarfólksins, veldur því, að fylg- istap þeirra verður eitthvað minna á pappimum en ella hefði orðið. En það nægir ekki til að hylja þá staðreynd, að kommúnistar em flokkur í hnignun, sem verður áður en mörg ár líða orðinn svo til áhrifalaus í þjóðmálum, eins og í öðrum löndum þar sem lýðræði og mannfrelsi stendur traustum fótum. ... Þessu til sönnunar skal bent á þá staðreynd, að ungt fólk er yfirleitt frábitið kommúnisma. Þeir sem gerst vita um stjórnmálaskoðanir æskufólks, t. d. hér í Reykjavik og nágrenninu, fullyrða að sárafátt af því, sem öðlazt hefur kosningarétt síðari árin, sé kommún- istar. Langflest, eða 75—80%, skipar sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. Hitt skiptist milli annarra flokka, en minnst fer til kommúnista. Aukin fræðsla og órækar sannanir, sem hver og einn getur aflað sér um ástandið í þeim ríkjum, sem kommúnistar ráða, hlýtur að fæla ungt fólk f rá flokkn- um og stefnu hans. Örlög hans eru því ráðin: Sívax- andi fylgishrun og algert áhrifaleysi í íslenzkum stjóm- málum innan fárra ára. * Björgunarstarf Framsóknar Kommúnistar eiga Framsókn það að þakka, ef fylgið hrynur ekki stórlega af þeim nú þegar í þessum kosn- ingum. Með þeim mikla stuðningi, sem Framsókn hefur veitt þeim innan verkalýðsfélaganna og í Al- þýðusambandinu, hafa þeir haldið valdaaðstöðu, sem er þeim ómetanleg, en þjóðfélaginu skaðleg að sama skapi. Þegar Tíminn tók allt í einu upp á því að skamma kommúnista nú fyrir stuttu, eftir að flokkarnir höfðu unnið saman í mesta bróðemi allt kjörtímabilið, er svo að sjá, að leiðtogum Framsóknar sé nú allt í einu orðið ljóst að starfsemi kommúnista er þjóðfélaginu hættu- leg. £n í því felst þá jafnframt sú viðurkenning, að Framsókn sjálf hafi líka unnið gegn hagsmunum þjóð- arinnar allt kjörtímabilið. 322 V1SIR . Miðvikudagur 29. maí 1963. ’ MMl—iaMMIllllMiail——«MWHI Þannig lauk keppni um heimsmeistaratitil f fjaðurvigt, sem haldin var fyrir nokkru i Los Angeles. Kúbumaðurinn Ramos stendur yfir sigruðum andstæðingi sínum, Davey Moore, sem hangir í snúr- unum. Nokkru siðar lézt Moore vegna höfuðmeiðsla . 450 hafa látið lífið í hringnum á þessari öld JJeimsmeistarakeppni í fjaðurvigt stóð yfir í Los Angeles. Keppnin hafði verið allhörð milli tveggja svertingja, Bandaríkjamannsins Davey Moore, sem var heimsmeistari, og kúb- anska útlagans Urti- mino Ramos, sem er bú- settur í Bandaríkjunum, en hann hafði skorað Moore á hólm til þess að freista þess að ná heims- meistaratitlinum. í tíundu Iotu gerðist það svo allt í einu að Ketchum þjálfari Davey Moores sá, að hann hafði fengið svo þungt högg að hann var ekki fær um að verja sig Ketchum varpaði þá til jarðar hvítum vasaklút til merkis um uppgjöf. Hann gekk til Moores að keppninni lokinni og studdi hann út f homið um leið og hann hughreysti hann og sagði „Þú gerir það betur næst“. Síð- an var farið inn í búningsklef- ana. Það var efnt til blaðamanna- fundar. Morre ræddi við blaða- mennina og sagði í afsökunar- tón: „Þetta var óhappadagur fyrir mig, þið vitið hvað ég get. Ég hef slegið þá alla niður, stóra og smáa. Það hefur ekki skipt máli, þó þeir væru hand- leggjalengri en ég. Ég vil berja- st aftur við Ramos.“ Þetta voru síðustu orð Moor- es við fþróttafréttaritarana. Er hann hafði mælt þau missti hann meðvitund og hann komst aldrei til meðvitundar aftur. Fjórum dögum síðar lézt hann á sjúkrahúsi. Hann dró síðast andann gegnum súrefn- ispípu, sem hafði verið stungið niður barka hans. Dánarorsök var sköddun heilans vegna hnefahöggs. Þar með bættist hinn heims- frægi hnefaleikari Davey Moore f þann stóra hóp 450 hnefaleik- amanna, sem hafa látið lífið í hringnum frá aldamótum. f augum hinna fjölmörgu að- dáenda hnefaleikaíþróttarinnar er litið á þessi 450 dauðsföll, aðeins sem áhættuþátt þessarar fþróttagreinar. Hver sem tekur þátt í hnefaleikum verður að reikna með þessari áhættu. En það er annað alvarlegra í sambandi við hnefaleikana, á- hættan hefur farið stórum vax- andi frá stríðslokum. Það er staðreynd að þó áhug- inn fyrir hnefaleikum hafi minnkað og þó keppendunum hafi fækkað hefur tölu dauðs- falla fjölgað og áhættan stór- aukizt. Frá stríðslokum fram á þennan dag hafa 217 hnefaleik- menn látið lífið fyrk- hnefa and- stæðingsins. Hættan á dauðs- falli hefur því tvöfaldazt á síðustu árum. íþróttalæknar f Bretlandi, föður- landi hnefaleikaíþróttarinnar telja sig hafa fundið orsakir þessarar auknu áhættu. Þeir hafa lýst því yfir, að meðalbox- arinn í dag slái fastara, oftar og hitti betur en meðalboxar- inn fyrir stríð. Þeir telja sig einnig hafa kom- izt að þvf að högg hnefaleika- manna í fjaðurvigt (53,5 — 57 kg. líkamsþungi) séu orðin eins föst og högg hnefaleikamanna f milliþungavigt (72,5 - ?9 kg) voru fyrir stríð. Það er almennt kunnugt að frjálsíþróttamenn ná nú miklu betri árangri en fyrir tveimur til þremur áratugum, einfald- lega vegna þess, að fþróttaþjálf- un hefur fleygt fram. Nákvæm- lega það sama hefur verið að gerast í hnefaleikaíþróttinni, þó það sé ekki eins áberandi, vegna þess að áhorfandinn get- ur ekki metið höggþunga kepp- endanna. Áður fyrr æfðu hnefaleika- kapparnir sig skipulagslftið. Nú er þetta nær undantekningar- laust orðið mjög breytt. Nú annast lærðir þjálfarar ná- kvæma og skipulagða þjálfun. Það er sérstaklega stefnt skipu- lega að því að auka kraft höggs ins. „Við höfum lært að þrða hrað höggið," sagði kunnur hnefa- leikaþjálfari nýlega. Áður fyrr var aðeins 50% af krafti hnefa- leikmannsins nýttur. Nú hefur tekizt að nýta um 90% af krafti hans Framfarirnar í hnefaleika- íþróttinni hafa orðið mestar á sviði höggtækninnar. Nú slær enginn hnefaleikamaður skipu- lagslaust. Áður kom það fyrir að hnefaleikamaður snéri sér í hring eins og kringlukastari til að fá sem mestan kraft í högg- ið. Nú er þetta algengt. Margir hnefaleikarar, sem voru frægir fyrir stríðið myndu teljast litlir karlar núna. Eftir stríðið gerðist það, að hnefaleikamenn um allan heim lærðu nýja tækni sem fundin hafði verið upp í Bandaríkjun- um og kallast „timing". Er hún fólgin 1 þvf að þjálfa sig í því að slá 4 réttu augnabliki. Þjálfararnir hafa æft atvinnu- hnefaleikarana í tæknilegum nýj ungum, sem fela það í sér, að höggið er ekki slegið með hnef- anum einum, heldur öllum lík- amanum og þungi hans fer all- Framhald ai bls. 10. mitiwiwniiBrHiimTiiiaBaiiimw i■BWEae^ata

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.