Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 5
5
VÍSIR . Miðvikudagur 29. maí 1963.
HöfðingEeg gjöf varnarliðsins
Læknaþjónusta vamarliðsins á
» Keflavíkurflugvelli hefur af-
hent íslenzkum heilbrigðisyfir-
völdum höfðinglega gjöf. Banda
ríkjamenn hafa afhent íslending
um að gjöf iækningatæki, sem
metin eru að upphæð nær einni
milljón króna (24 þús. dollara).
/ Er hér um að ræða tæki, sem
læknaþjónusta varnarliðsins hef
ur ekki lengur haft not fyrir.
1 stað þess að senda þau til
baka til Bandaríkjanna með
ærnum tilkostr.aði, var íslenzku
heilbrigðisyfirvöldunum, — að
mestu fyrir tilstuðlan mr. Jones,
yfirlæknis, — boðið að nýta
I
þessi tæki, ef þau gætu orðið
að einhverju gagni á íslenzk-
um sjúkrahúsum.
Því boði’ var að sjálfsögðu
tekið með þökkum, þar sem
hér er um að ræða margvís-
leg tæki, af nýjustu og full-
komnustu gerð.
I gær var síðan tækjum þess-
um ekið til Reykjavíkur í fjór-
um stórum vöruflutningabif-
reiðum, og flutt inn í nýbygg-
ingu Landsspítalans. Þar voru
fyrir Sigurður Sigurðsson land-
læknir og Sigurður Samúelsson
prófessor, og .þökkuðu mr. Jon-
es, sem einnig var viðstaddur
fyrir hönd bandarísku lækna-
þjónustunnar, höfðinglega gjöf.
Kvað Sigurður gjöf þessa
þarna að ómetanlegu gagni í
öllum heilbrigðisstörfum á ís-
landi, ekki eingöngu í Reykja-
vík, heldur víða um land.
Landlæknir tók fram, að
þetta væri ekki í fyrsta skipti
sem íslenzk heilbrigðisyfirvöld
hefðu notið höfðingskapar og
velvildar bandarísku læknaþjón-
ustunnar á Keflavíkurflugvelli,
enda hefði hér á milli setíð
verið hin bezta samvinna.
Mognús iónsson syngur
hjú Stúdentnfélnginu
Magnús Jónsson óperusöngvari
MAGNÚS OG TARZAN.
íslenzkir kommúnistar eru
búnir að vinna mikinn sigur.
Þeim tókst að fylla Háskólabíó-
ið á sunnudaginn var!
Síðustu tvo daga hefir Þjóð-
viljinn vart mátt niæla vegna
hrifningar á þessu stórkostlega
afreki, sem lýsir einstökum
sóknarhug hinnar glöðu sveitar
Stalins á íslandi. Segir blaðið
þetta bera vott um samtaka-
mátt alþýðunnar og baráttuþrek
og muni þessi atburður Iengi í
minnum hafður f stjórnmála-
sögu landsins. Þetta er alveg
rétt hjá Þjóðviljanum. Dagana
áður voru það ekki nema hetj
ur á borð við Cliff Richards og
Tarzan sem megnuðu að fá fullt
hús f Háskóiabíó. Aðrir stjórn
málaflokkar hafa að visu haldið
þar fundi f. rr, en engum þeirra
hefir þótt það í frásögu færandl
að þeir hafi fengið fullt hús.
Það er aðeins Þjóðviijinn sem
telur siíkt til stórtíðinda og gef-
Stúdentafélag Reykjavíkur efn ®
ir til kvöldvöku að Hótel Borg
n. k. föstudagskvöld, og hefst
hún kl. 21. Ágæt skemmtiatriði
verða. Magnús Jónsson óperu-
söngvari syngur einsöng, Karl
Guðmundsson flytur skemmti-
þátt, The Prince Sisters syngja
og að lokum verður dansað. Að-
göngumiðar verða seldir f Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar
SLYS
Óvanalegt slys var ,í Ussabon í
morgun og biðu a.m.k. 52 menn
bana af völdum þess, — senni-
Iega fleirí.
Slysið varð, er farþegalest var
nýkomin í stöðina, og fólk
streymdi úr henni inn í biðsalinn,
en allt í einu hrundi þak hans og
urðu menn undir því í tugatali.
Talið er að stoðir undir þakinu
hafi skekkzt af völdum geysimik-
illar úrkomu, og það orsakað
hrunið.
ur það nokkra hugmynd um það
hve öruggir kommúnistar eru
um fylgi sitt á þessum síðustu
og verstu móðuharðindatímum.
BILLEDBLADET.
í tilefni þessa einstæða af-
reks að fylla bíóið hefir það
ágæta blað komið út í búningi
Billedblaðsins og birt miklar
myndir af heimsviðburðinum í
bak og fyrir og jafnvel myndir
af framsóknarfundum í Glaum
bæ líka, svona til þess að sýna
muninn á Hólastól og Iiunda-
þúfu. Minnir þessi sérstæða
myndablaðamennska, mjög á
auglýsingar f amerískum krafta-
tímaritum sem sýna gugginn og
framúrlegan ungling við hlið-
ina á vöðvastæltu heljarmenni,
glansandi á kroppinn. Textinn
segir: Svona getur þú líka orðið
ef þú leggur þig nóg fram! Mun
Þórarinn Tímaritstjóri vonandi
ekki láta slíka bróðurlega sam
líkingu fara með öllu fram hjá
sér.
ÖRVANDI HÖND ELLINNAR.
En það er annað athyglisvert
við myndir þessar nýja Billed-
blaðs. Þegar rýnt er í þær með
stækkunargle. kemur í Ijós að
90% fundarmanna eru menn
nfjög við aldur, menn með á-
byrgðarmikil andlit, sem Iífið
hefir rist sínar djúpu rúnir á
og hefst salan í dag.
Kvöldvökur stúdentafélagsins
hafa ætfð verið meðal vinsæl-
ustu skemmtana ársins og ekki
er að efa að kvöldvakan á föstu
dagskvöld verði prýðilega sótt
og að allir skemmti sér hið
bezta.
Kjöt og fiskur —
Framp at t síðu
ar. 1 þeim mánuði urðu kaup-
hækkanirnar, sem SlS á Akur-
eyri hafði forgöngu um, og af-
Ieiðingarnar létu ekki á sér
standa. Kjötvísitalan hækkaði
upp í 127 stig f nóvember sama
ár. Hún hélzt nær óbreytt fram
í júní í fyrra, 1962, var þá að-
eins 128 stig. Þá urðu aftur
kauphækkanir og f nóvember
var kjötvfsitalan komin upp f
149 stig. Sfðan heflr hún hald-
izt riær óbreytt og var í apríl
síðastliðnum 151 stig.
Þessar opinberu tölur sýna
svo ekki verður um villzt, að
það eru kauphækkanirnar sem
hafa valdið kjöthækkuninni og
ekkert annað. Nákvæmlega eins
stendur á fiskhækkununum. í
júní 1961 var verðlagsvísitala
þeirrar vöru 105 stig. En eftir
kauphækkanimar var hún í nóv
ember sama ár komin f 130 stig.
og sem margir hverjir hafa
misst hárið vegna áhyggna yfir-
standandi móðuharðinda og
landsölupólitíkur. Afgangurinn
eru nokkrir smásveinar aðallega
á fremsta bekk, sem þama em
komnir í fylgd með öfum sínum
og vart standa upp úr bólstur-
stólum Friðfinns.
Þar sem alkunna er að þrosk-
inn vex með aldrinum er þetta
enn eitt gæfumerkið á hinum ís-
lenzka kommúnistaflokk. Hann
fyllir hin aldraða sveit. Það er
gamla fólkið sem fyllir raðir
hans, fólkið sem hreifst af fé-
laga Einari þegar ræðurnar hans
voru nýjar á ámnum fyrir stríð,
og Brynjólfi, áður en hann hvarf
alveg yfir í andaheiminn. Sá
flokkur er sannarlega styrkur,
sem á fylgi gamla fólksins. Blað
ið nefnir ekki hvar yngri menn-
irnir em, en væntanlega hafa
þeir ekki haft tíma til þess að
koma á fundinn sökum eltinga-
leiksins við njósnarana, sem enn
harðnar með degi hverjum.
SPURNINGARMERKIÐ.
Það er. aðeins eitt spurning-
armerki, sem skýtur upp kollin-
um í sigurvimunni: Hvernig fer
kommúnistaflokkurinn að fylla
Háskólabíó þegar hinir öldruðu
áheyrendur sunnudagsins em
horfni.- inn á hin eilífu veiðilönd
félaga Brynjólfs?
Ein af bifreiðunum sem fluttu lækningatækin til Reykjavíkur affermd
suður við Landsspítala. Bandarfkjamenn sáu um flutningana.
Framsóknarmenn geta þess
vegna engum kennt um nema
sjálfum sér þegar þeir harma
verðhækkanir á kjöti og fiski. |
Það var SÍS á Akureyri sem
reið á vaðið og afleiðingarnar
létu ekki á sér standa. Þessir
tveir vöruflokkar stórhækkuðu í
verði vegna Iaunahækkananna.
Þess vegna er það alveg út í
hött að saka ríkisstjórnina um
að hafa valdið þessum hækkun-
um. Verðlagsvísitalan er óræk-
ust sönnun um það og illa mun
Framsókn ganga að véfengja
hana. Neytendur vísa sökinni
heim til föðurhúsanna, til Fram-
sóknarflokksins, sem hljópst frá
óðaverðbólgunni sem vinstri
stjómin hafði magnað og lét
síðan SÍS knýja fram hækkanir,
sem síðan komu öllum neytend-
um í koll í hækkuðu afurða-
verði.
Landsleikur —
Framnald at bls. 1.
Svar hefur nú borizt frá Jap-
an, þar sem fyrirspurn K.S.Í. er
vel tekið, og bjóðast Japanimir
að koma hingað í lok ágúst og
leika hér tvo leiki, 17. og 20.
ágúst.
Blaðið hefur spurzt nánar fyr-
ir um mál þetta hjá K.S.Í., en
enn sem komið er, hefur enginn
ákvörðun verið tekin.
ísland á að Ieika í undan-
keppni Olympíuleikanna gegn
Stóra Bretlandi, 7. september,
og mundi heimsókn japanska
liðsins, vera fullnærri þeim leik.
Hins vegar eru allar Iíkur til
þess, að af hcimsókn þessari
geti orðið eins og fyrr er sagt,
enda yrði hér um nýstárlega og
óvenjulega heimsókn að ræða.
Þess skal getið að Japanir eru
að mestu óbekkt stærð í knatt-
spyrnuheiminum, hafa Iítið ver-
ið með á alþ'óðavcttvangi. Að
sögn muni knattspyrnumenn
þaðan vera miklum hæfileikum
búnir, og leikurinn þar í landi
tekur stórstigum framförum ein
mitt nú á þessum árum. Eins og
kunnugt er, verða Olympíuleik-
amir haldnir í Tokio að ári, þar
munu Japanir að sjálfsögðu
vera með í öllum íþróttagrein-
um, og er Evrópuför þeirra lið-
ur í beim undirbúningi.
t
Hjartkær unnusti minn faðir tengdafaðir og a"
PÉTUR HOFFMANN MAGNÚSSON
fyrrverandi bankaritari Melhaga 10 Iést í Landsspítalanum
á hádegi 28. þ. m.
Tove Jantzen
Guðrún Pétursdóttir Magnús Karl Pétursson
Guðmundur Guðmundsson Ingibjörg Pétursdóttir
og barnabörn.