Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 29.05.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 29. maí 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaraðherra: LITLU MÁ MUNA Gunnar Thoroddsen fiármálaráðherra 33 þingmenn móti 27. Stjórnarflokkarnir tveir, Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, hafa á síðasta kjör- tímabili haft 33 þingmenn sam- tals, á móti 27 þingmönnum Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandaiagsins. Samkvæmt stjórnarskránni á þriðjungur þingmanna sæti í efri deild, þ. e. 20 þingmenn, en tveir þriðjungar f neðri deild, eða 40 þingmenn. öll frumvörp, önnur en fjárlög og fjáraukalög, þurfa að hljóta samþykki beggja þingdeilda til þess að þau verði að lögum. Aðeins fjárlög og fjáraukalög eru afgreidd í sam- einuðu þingi. Ríkisstjórnin þarf meirihluta í báðum deildum. Til þess að ríkisstjórn geti fengið samþykkt þau lagafrum- vörp, sem til þess eru nauðsyn- leg að stjórna landinu, þarf hún að hafa meiri hluta í báðum deildúm þings. Undanfarið hafa stjórnarflokkarnir haft 11 þing- menn í efri deild móti 9 þing- mönnum stjómarandstæðinga, en í neðri deild 22 þingmenn móti 18. Hér má þvf ekki verða mikil breyting á til þess að valdahlut- föllin raskist. Ef stjórnarflokk- amir, sem nú hafa 33 þingsæti, tapa tveimur og fá aðeins 31 þingmann kosinn, er það að vfsu meiri hiuti f sameinuðu þingi og í annarri deild- inni. í hinni þingdeildinni myndu stjórnarandstæðingar hafa jöfn atkvæði stjórnarsinn- um og stöðvunarvald gegn öll- um málum, er stjómin vildi fram koma. Af þessu má það ijóst vera, hversu litlu má muna, að Fram- sókn nái því marki sínu að öðlast stöðvunarvald. Ef stjórn- arflokkarnir missa tvö þingsæti samtals yfir landið allt, er stöðv- unarvald gegn stjórninni fengið. St j órnarf Iokkamir fengu 55% atkvæða. Við síðustu alþingiskosningar fengu stjórnarflokkarnir 55% allra greiddra atkvæða, en Fram sókn og kommúnistar samtals tæp 42%, og Þjóðvarnarflokk- urinn rúm 3%. Þegar á það er litið, hve stjórnarflokkarnir höfðu traust- an meiri hiuta kjósenda á bak við sig, — hve máistaður stjórn arinnar er sterkur, — og hve dómgreind íslendinga er örugg, þegar hún fær að njóta sín, þá hugsa vafalaust margir sem svo: Er nokkur hætta á ferðum? Hætta á ferðum. Vissulega er. hætta á ferðum. Þótt nýja kjördæmaskipunin væri mikilvægt spor fyrir lýð- ræðið f landinu, tryggði hún ekki fyllsta jafnræði milli flokk- anna. Við haustkosningarnar 1959 vantaði samkvæmt skýrslu hagstofunnar 3 uppbótarsæti til viðbótar, til þess að fullum jöfnuði yrði náð miili þing- flokka. Hefði Sjálfstæðisflokk- urinn fengið tvö þeirra og AI- þýðuflokkurinn eitt. Þetta staf- ar af þvf, að Framsóknarflokk- urinn hefur fleiri þingsæti en kjósendatala hans réttlætir. Ef hann bætir við sig þingsætum f þessum kosningum, er enn meiri skekkja orðin og Alþingi sýnir þá ekki rétta mynd af þjóðarviljanum. Eitt af því sem Framsókn leggur mest kapp á f kosning- unum nú, er að fá tvo þing- menn kosna í Reykjavík. Ef svo yrði, gæti á því oitið stöðv- unarvald gegn viðreisninni, sem Framsókn sækir ákafast eftir. Það má aldrei ske, að Reykvfk ingar hjálpi Framsókn til þess að verða viðreisnlnni að bana. Slfkt óhapp mun heldur ekki henda, ef Reykvfkingar vaka á verðinum. Stjórnarsinnar mega ekki vera sigurvissir og andvaralaus- ir. Slgurvlssa hefur oft orðið góðum málstað að falli. And- varaleysi getur valdið því tjóni, sem aldrei verður bætt. Fram til starfa með djörfung og dug. Daf, eða undrabíllinn, eins og sumir vilja nefna hann. DAF Hollenzki — Sjálfskiptur fjölskyldubíll Fyrir nokkru komu tii lands- ins 30 hollenzkir bílar af svo- nefndri Daf gerð. En bílar af þessari gerð hafa vakið mikla at- hygli, því þeir hafa ýmislegt það til að bera, sem er frábrugðið, því sem áður hefur þekkzt f bfla iðnaðnum. Einn bíll af þessari gerð var hér á landi fyrir af Dafgerð og er eigandi hans Jónas Guðmunds son, skrifstofustjóri. Tók Jónas til máls á fundi sem O. Johnson & Kaaber, h.f., sem hefur sölu umboð fyrir bflana, hélt með blaðamönnum s. 1. mánudag. Sá grein í Vísi. — Mig vantaði hentugan lít- mn bfl og þurfti að hafa hann sjálfskiptan. Reyndist það mér þó erfitt því engan litlan fjölskyldubíl sem engan litlann fjölskyldubfl sem væri með sjálfskiptingu vissi ég um. Þá var það að ég rakst á grein í Vísi f apríl f fyrra um þennan hollenska undrabíl, sem strax vakti athygli mína. Síðan var ég svo heppinn að sjá aug- lýsingu í dönsku blaði. Skrifaði ég þá umboðinu strax og pantaði bíi af þessari tegund. Nú hef ég ekið um tólf þúsund km og ég og barnabörnin syngjum, þeg ar við förum út að aka. „Gott er að aka f góðum bfl, Daffodil. Loftkæld vél. Það sem einkum hefur vakið athygli manna á Dafbílnum er að þeir eru gírkassalausir, hafa ekkert fótstig fyrir kúplingu og enga gírstöng. Vélin er nýstár- leg, kraftmikil tveggja strokka fjórgengisvél, staðsett frammi í bílnum. Hún er loftkæld, en hljóðlát. Einnig má nefna það að Daf bílinn er smurkoppalaus og aldrei þarf því að smyrja. Vélarorkan vinnur alltaf jafnt á bæði afturhjól og er það sér- staklega þýðingarmikið í hálku og hvers konar ófærð. Ganghraðaskipting milli vélar og hjóla fer fram með sérstök- um nýjum útbúnaði, sem hlotið hefur nafnið „Variomatic". „Variomatic" er algerlega sjálf virkur útbúnaður. Órka vélarinn ar er leidd aftur f bílinn með venjulegu drifskafti að „Vari- matic" útbúnaðnum. Þar koma fjögur V-reimahjól, tvö við aftur öxul og tvö eilítið framar. Á milli fremri hjólanna og þeirra aftari liggja tvær V-reimar. Þær hafa þann eiginleika að þær geta víkkað og þrengzt, þannig að reimin er ýmist inn við ás, eða nær þvi út við hjól- brún eða einhvers staðar þar á milli- riö'>I ttm wti fi Vélin er 30 hestafla. Bílinn hefur sérfjöðrun á öllum hjólum. Hér á landi er bílinn skráður fjögurra manna, en 4 cm vantar uppá breidd aftursætisins svo að hægt sé að skrá hann fimm manna. Verksmiðjan gefur upp að bíll inn eyði 6 til 71/-. Iftra á 100 km. Tvær gerðir eru fáanlegar af Daf bílnum, DAF fodil og DAF 750. DAF fodil kostúr um kr. 126.000,— þúsund, en DAF 750 kr. 118.000,— þúsund. Umboðið hefur stofnað til fuli komins verkstæðis að Sætúni 8 og hefur það einnig sent menn út til Hollands, sem fengið hafa sérstaka þjálfun í verksmiðjun- um í viðhaldi, viðgerðum og skipulagningu varðandi þjónustu Tvær gerðir. Norrœnir bœndur með aðild að EBE Fyrir nokkru var haldinn stjórn- arfundur í Miðstjóm bændasam- taka Norðurlanda. Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamtök bænda eru aðilar að þessum félagsskap og sóttu þrír íslenzkir fulltrúar fundinn þeir Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri, Agnar Guðna- son ráðunautur og Lárus Jónsson búfræðingur. 1 frétt frá Búnaðarfélaginu er sagt að mikið hafi verið rætt á fundinum um vandamál varðandi sölu landbúnaðarafurða sérstak- lega í sambandi við stofnun Efna- hagsbandalagsins. Kom eftirfarandi fram i umræðunum: Otflutningur landbúnaðarafurða frá Norðurlöndunum hefur þegar dregizt allvemiega saman vegna innflutningshafta og ytri tolla. Ef Bretar ganga í Efnahags- bandalagið telja fulltrúar danska Iandbúnaðarins óhugsandi fyrir Dani að standa utan þess, en fuli- trúar norskra og sænskra bænda era ekki eins hlynntir þátttöku, þótt þeir viðurkenni nauðsyn þess að vera með í bandalaginu vegna annarra atvinnuvega. Þá var rætt á fundinum um sam- ræmdar aðgerðir Norðurlanda í al- þjóðasamstarfi, þar sem ákveðnir eru tollar á landbúnaðarafurðum, bæði í toliasambandinu (GATT) og í aiþjóðasamtökum landbúnaðar framleiðenda (IFAP). Næsti aðalfundúr í norrænu bændasamtökunum verður haldinn í Finnlandi £ sumar. Þangað sækja fulltrúar frá sölusamtökum bænda og skýra frá sölu landbúnaðaraf- urða og markaðshorfum. #'■...... ............... Óðinsfélagar Málfundafélagið Óðinn minnir meðlimi sína á stærsta og glæsi legasta happdrættið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur efnt til vegna starfsemi sinnar og skor- ar á þá að gera skil vlð fyrsta tækifæri. Aðeins 9 dagar eru þar til dregið verður. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður opin frá kl. 9—22 daglega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.