Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Mánudagur 10. júní 196S VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. R!tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og ^greiðsla Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuöi. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Úrslit kosninganna Allir Sjálfstæðismenn munu fagna þeirri staðreynd, sem kosningatölurnar sýna, að meir en heimingur allra Reykvíkinga veitti Sjálfstæðisflokknum fylgi sitt í gær. Flokkurinn fékk 50.7% greiddra atkvæða og jók atkvæðamagn sitt um 16%, eða 2648 atkv. frá kosn- ingunum 1959 í okt. Er það hækkun um 4% af heildarat kvæðamagni frá síðustu kosningum. Að vísu náði sjöundi maður listans ekki kosningu sem kjördæma- kosinn þingmaður, sökum þess hvernig skipting at- kvæðanna milli flokkanna féll að þessu sinni. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að reykvískir kjósendur hafa vottað Sjálfstæðisflokknum mikið traust hér í höfuðborginni. Flokkinn fyllir nú meir en helmingur allra Reykvíkinga. Sigur Sjálfstæðismanna í kjördæmi forsætisráð- herra, Reykjaneskjördæmi, var einnig eftirminnilegur. Þar jókst atkvæðamagn flokksins um pieir en 700 at- kvæði. Úrslitin sýna það traust, sem kjósendur bera til Ólafs Thors forsætisráðherra persónuÍega og þeirra Sjálfstæðismanna sem önnur sæti listans skipa, auk þess sem þau vitna um álit kjósenda á stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hugði að kosningarnar myndu verða stórsigur fyrir sig og fylgið myndi sópast til flokksins. Þau úrslit, sem nú liggja fyrir, sýna að þær bjartsýnu spár hafa ekki rætzt. Flokkurinn hefur ^ð vísu unnið þó nokkuð af atkvæðum og fengið tvo menn kjörna í Reykjavík, en hann hefur þó ekki aukið fylgi sitt neitt nálægt því sem blöð og foringjar flokks- ins létu í veðri vaka fyrir kosningar. Hér í Reykjavík er flokkurinn enn aðeins lítið flokksbrot, hefur ein- ungis 16% af atkvæðunum og jók þau um 4% frá síð- ustu kosningum, miðað við heildaratkvæðamagnið. Hljóta þessi úrslit að vera flokknum mikil vonbrigði, þar sem hinn mikli sigur átti einmitt að vinnast í Reykjavík og var ekkert til þess sparað að svo mætti verða. Mörgum þykja kosningatölur kommúnista einna at- hyglisverðastar. Þar hafa þáttaskil orðið. Kjósendur hafa snúið við þeim bakinu og þeir biðu hið mesta afhroð í kosningunum, þrátt fyrir innlimun Þjóðvam- arflokksins. Er tap Alþýðubandalagsins 7.2% hér 1 Reykjavík og er það hinn versti ósigur, sem íslenzkir kommúnistar hafa lengi beðið. Enn er of snemmt að draga lokaályktanir af úrslit- um kosninganna. Aðeins hefur verið talið í tveimur kjördæmum þegar þetta er ritað. En úrslitin þar sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið traust kjósenda og aukið vemlega við atkvæðamagn sitt. Það er traustsyfirlýsing, sem flokknum er mjög mikilsverð. Hér sést þyrilþotan lent á Keflavíkurflugvelli. Takið eftir þotuinntökunum tveimur efst á vélinni. Hvor þrýstiloftshreyfill er 1250 hestöfl. MERKILEG FLUGNÝJUNG Þyrilþotan, sem kom við á Keflavíkurflugveíli um daginn, er ein mesta nýjungin sem komið hef ur fram í flugtækni á síðustu árum, Hún er framleidd af Sikorsky- verksmiðjunum í Banda ríkjunum, sem hafa unn ið merkilegt brautryðj- endastarf á sviði þyril- vængja síðustu áratug- ina. Notkun þyrilvængja hefur auk izt mjög mikið á síðustu árum, einkanlega í bandarfska hernum. Er nú litið á þyrlur sem ómiss- andi tæki í hemaði fótgöngu- liðs. T. d. eru þær nú notaðar mjög mikið í hernaðinum gegn kommúnistum f Viet Nam og hafa gefið fótgönguliðinu mjög aukinn hreyfanleika um torfært land. Allir þekkja nú orðið eigin- leika þyrilvængjanna. Aðalkost- ur þeirra er að þær geta hafið sig lóðrétt til flugs og lent hvar sem er. Þær þurfa enga flug- braut og hefur þetta t. d. komið sér sérstaklega vel, þegar þurft hefur að sækja sjúklinga úr sveitum þar sem flugbrautir vantar. Til þessa hafa þyrilvængjum- ar ofan á sér skrúfu með mjög stórum blöðum, sem knýja þær beint á lóft. Jafnframt eru þess- ar skrúfur notaðar til að bera flugvélina áfram, en með þeim verður þó aldrei náð verulegum hraða. Það er helzti ókostur þeirra, hve hæggengar þær eru. En nú hafa Sikorsky verk- smiðjurnar fundið lausn á því vandamáli. Þær hafa byggt inn í þessa tegund, sem kom við á Keflavíkurflugvelli tvo litla þrýstiloftshreyfla, sem eru not- Framhald á bls. 5. Áhöfn þyrilþotunnar er þrír menn. Þeir sjást hér stíga út úr vél- inni og eru talið að ofan Arthurs flugstjóri, Lehman flugmaður og Scott flugleiðsögumaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.