Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Mánudagur 10. júní 19G3 oaDooaoaooDooaaDaaaaaaoaBaD ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG geta fundizt hann skemmtilegur — Það geta ekki allir tileink^ð | sér það, sem mest er um vert í bókmenntum, tileinkað sér það og rœtt um bað, sagði Anna og mælti nú dálítið hvasslega. En Toni er skemmtilegur og hann er skynsam- ur. Okkur kemur ágætlega saman. — Ég hef aldrei gumað af bók- menntaþekkingu minni eða viti á bókmenntum, sagði Marcello dállt- ið súr á svipinn — og hvenær hef ég lesið yfir þér um þau efni? En ég hef gaman af að vera með vel gefnu fólki, jafnvel þótt vmenntun þess sé ekki sérlega mikil. Mér geðjast ekki að tilgerðarlegum bjálfum. — Toni er enginn bjálfi! —• Mig langaði f sjó, en hana skortj hugrekkið, svo að ekkert varð af því. .— Flnnst þér ekki brjálæðislegt að fara í sjó á þessum tíma sagði Anna og brosti blíðlega til Mareello. En hann er alveg brjál- aður — hann ætlaði jafnvel að steypa sér af Faraglionihöfða. — Og því ekki? sagði Toni eins og það vaeri svo sem ekki neitt að stinga sér þar i sjóinn. Hvf skyldi það vera meira afrek en að taka stökk af tiu metra stökkbretti. Hann talaði blátt áfram, en bó mátti kenna, að hann var drjúgur með sig undir niðri. — Jæjá, en væri það ekki jafn brjálaeðislegt að henda sér af tíu metra háu stökkbretti í miðjum febrúar? Hún mælti f þeim tón, sem hún væri undir niðri stolt af fffldirsku Toni. — Þeim finnst þetta ekkert, sem eru þvf vanir, sagði Marcello, en það hafði haft truflandi áhrif á hann hve miklum hlýleika í garð Toni rödd önnu bar vitni. — Ég svaf eins og steinn f alla nótt, sagði Anna eftir nokkra þögn og lokaði augum sínum til hálfs. Ég ætlaði aldrei að vakna. Ég svaf til hádegis. — Klukkuna vantaði kortér í eitt, sagði Toni, og það var éngu líkara en að þú ætlaðir aldrei að vakna. Ef ég hefði ekki vaklð þig svæfir þú enn. — Ég vissí ekkert hvað tíman- um leið. Ég var ekkert um það að hugsa. Það var svo friðsælt í litla húsinu þama uppi á hæðinni. Ann- ars svafst þú lengi sjálfur. — Þú veizt nú lítið um það. Ég var búinn að vera á fótum klukku- stundum saman. Ég vaknaði við það, að enska kerlingin í næsta herbergi fór á fætur — í birtingu Og það var nú ekki lítið, sem gekk á hjá henni. — Það fór alveg framhjá mér, ég svaf svo vsert, sagði Anna, tók pípuna úr hendi Toni og bar hana að vörum sér. — Léyfðu mér að fá einn reyk. Ætli það fari ekki svo, að ég fari að reykja pfpu. Það er svo gott. Veturlnn f Capri er mildur og oft vorlegt eins og á þessum degi, er fölleitt vetrarsólskinið glóði á Monte Solaro og á torginu rfkti kyrrð eins og milli glitofinna tjalda. Og í þessu fagra, kyrrláta umhverfl fóru þessar viðræður, sem voru eins og allar í molum, f taug- arnar á Marcello, eins og hann væri stöðugt stunginn hvössum nál- aroddum þar sem mest. sveið und- an. Hann hefði langað að spyrja Önnu margs, en vegna nærveru Tonis Meghini var ekki um annað rætt en það, sem hversdagslegt var og ópersónulegt. Þau neyttu öll þrjú hádegisverð- ar saman í Marina Piccola og sfðar um daginn fóru þau á bátnum til Napoli. Toni Meghini tottaði ávallt pfpu sína og var hinn rólegasti og gætti þess vel, að Marcello og Anna fengju ekkert tækifæri til þess að vera ein saman nokkra stund. En í gistihúsinu í Napoli skildu leiðir. Toni kvaddi Marcello með handabandi og fór upp f herbergi sitt og tók fjögur skref f elnu á leið sinni upp stigann. Anna lagði leið sína til síns her- bergis til þess að hafa fataskipti og Marcello fór með henni. Loks voru þau ein og þá var eins og eitthvað héldi aftur af þeim báðum. Hvort um sig hafði eitt- hvað hinu að segja, en hvorugt þeirra vissi hvernig byrja skyldi. — Ég ætla að hafa fataskipti, sagði Anna loks, og svo skulum við fara eitthvað til kvöldverðar, — í matstofu Frænku Teresu, held ég. Hvernig lfzt þér á það? — Vel, sagði Marcello ogibætti við eftir nokkra þögn: ‘ — Með hvaða hlutverk fer þessi náungi f kvikmyndinni? — Toni? Hann er ekki leikari — hann var ráðinn þó til að fara með smáhlutverk — íþróttamanns. Mér þykir gaman að vera með Toni, hann er viðfelldinn og nær- gætinn — gerólíkur þessum leik- aralýð. Ertu ekki sammála? — Jú. Ég 'hef ekki orðið neins var í fari hans, sem vekur andúð. Kurteis, en heldur svona — til- komulítill, gæti minnt mann á þessa náunga, sem myndir eru af í aug- lýsingum um rakvélar. — Maður verður að kynnast Tonl til þess að læra að þekkja hann rétt. Það má vera, að Iýsing þín sé ekki fjarri lagi, —. miðað við stundarkynni, en hann er góður félagi og vel gefinn þar að auki. — Ég er nú ekki viss um það. — Vertu ekki að finna að Toni, að mér þykir vænt um hann, og auk þess er hann skemmtilegur. Anna mælti þetta hlýlega. — Mér finnst allt tal hans benda til, að hann sé alltaf f huganum á einhverri hlaupabraut flatneskj- unnar. Ég skil ekki, að þér skuli — Ég var ekki að tala um hann. Ég sagði þetta svona almennt, svar- aði Marcello, sem var farinn að sjá eftir að hafa opinberað, að hann var argur í skapi. — Við skulum ekki vera að ríf- ast, sagði Anna og brosti. Við skul- um fá okkur gómsætan rétt — spaghetti .— tilreitt eins og bezt gerist í Napoli. Nokkru sfðar sátu þau við borð f matstofu Zi ’Teresa. Gegnum gluggann gátu þau séð súlnaþakið og framhlið veitingastofunnar spegl ast í dökku vatninu, Matstofan var fagurlega skreytt. Hljómlistarmenn léku og sungu dill andi Napoli-söngva, og stundum gengu einsöngvarar leikandi á göt- ar eða mandolín, syngjandi milli borðanna, og glaðværð ríkti. Anna drakk nokkur glös af Capri hvít- víni. Marcello gerði eina eða tvær tilraunir til þess að fara að tala um Toni Meghini, því að honurn fannst, að hann yrði að fá vitneskju um hvaða tilfinningar Anna raun- verulega bæri f brjósti til þessa unga íþróttamanns. Allt f einu tók Anna í hönd hans og sagði: — Ég vil vera hreinskilin við þig, — ég vil segja þér allt af létta. Það var eitthvað sem gerðist milli okkar Toni. Ég veit í rauninni ekki hvernig vþað kom til. Ef þú hefðir komið viku fyrr hefði ekkert gerzt. — Hvað gerðist? spurði Marcello og hann fann hvernig allir vöðvar í líkama hans drógust saman, eins og manns í varnarstöðu, sem býst við þungu höggi. — Allt gerðist, sagði Anna kyrr- látlega. — Hvenær var það? spurði hann ‘ og dró andann ótt og títt. — Fyrir viku, á laugardegi, sagði Anna. Hann elti mig á hlaupum. Það var í raun og veru leikur, sak- laut gaman, en Scandurra, sem hef- ur aukahlutverk í myndinni, er vit- laus í honum og skildi okkur ekki eftir ein augnablik. Við borðuð- um á stað hér nálægt, f Bersagli- era, — og vorum kát og hlögum. Þetta kvöld, er við vorum komin heim í gistihúsið, kom hann inn í herbergi mitt og bað mig um eitt- hvað — ég man ekki hvað. Anna var í hvítri, bládoppóttri litpeysu. Hið fölleita, hörundsmjúka andlit hennar ljómaðj og svipurinn var svipur sakleysis og mótstöðu- leysis. Hún hafði ekki sett upp hárið — aðeins vafið um það bandi. f hæð neðan hnakkagrófar, og var- ir hennar voru ómálaðar. Hún minnti á fimmtán—sextán ára skólastúlku. Hún var veik fyrir, lifði lífi sfnu án verndar í hinum grófa heimi kvikmyndanna. Hún talaði rölega, blátt áfram. og nú er hún hafði sagt það, sem hafði íbyngt huga hennar dálítið, fór hún að narta f hálfétinn humarinn á diski sínum, en einn gítarleikar- anna gekk um gólf og söng: — ’Chi Sl? Tu si ’a Canaria — Chi Si? Ti si Pamore ... En þessi söngur um ástina mild- aði ekki tilfinningar Marcello — flutti honum engan boðskap. — En þú vildir það, sagði hann með dálitlum spurnarhreim, þótt hann skildi allt nú, viðurkenndi ó- sigur sinn, en vildi vita meira. — Þetta bara gerðist. Mér hafði ekki dottið neitt slfkt í hug. Toni var með þessari Scandurra, sem var afbrýðisöm út f mig, sagði Anna, og eftir að hún nú var komin yfir örðugasta hjallann í frásögn sinni, kom nú fram hjá henni löngun til að ræða þetta frekar, f fullu trausti á viðbrögð Marcello og al- geru skilningsleysi á hver áhrif þetta myndi hafa á tilfinningalff hans. — Þetta kvöld, þarna í svefnher- berginu, sagði hún, vaknaði ég við það, að hann stóð við rúmið mitt og beygði sig niður yfir mig, og ljósir lokkar úr hári hans löfðu niður, og ég einhvern veginn eins og hreifst á öldu, sem lyfti mér upp — ég hafði ekkert hugsað út í þetta, og aldrei dottið í hug, að neltt svona gæti gerzt okkar í milli, Toni og mín. Ég man, að ég spurði, er ég vaknaði: Hver er þetta? Hver eruð þér? Og með ákafri og sakleysislegri einlægni sagði hún Marcello hvað gerðist fyrsta kvöldið, er þau voru saman, Toni Meghini og hún. Það var ekki ætlun hennar að láta það f ljós, en Marcello var ekki í vafa um, að minningarnar um þessa og vafalaust aðrar samverustundir hennar og Toni vpru henni ijúfar. — Þú hefðir getað skrifað mér, ■ sagði Marcello, og ég þar með kom- izt hjá þeirri lftillækkun að koma hingað. — Ég ætlaði að skrifa þér. Hat- aðu mig ekki — ég veit, að þetta milli mín og Toni stendur aldrei lengi. Við erum of ólík — við eig- um ekkert sameiginlegt. — En af hverju gerðirðu það þá? — Það bara atvikaðist svona, — ég veit ekki, hvers vegna það vildi til einmitt svona, en þú mátt trúa þvf, að ég er leið yfir, að þetta kom fyrir, og þú mátt trúa, að mér þykir mjög vænt um þig, og skil vel hvernig tilfinningum þínum er varið. Ó, þetta Napoli-loft, ég er ekki vön því, ég er eins og undir áhrifum, og botna ekki neitt f neinu og mótstöðuaflið er lftið, — þú ert svo gáfaður og þrekmikill, þú hlýt- ur að geta skilið þetta. Þú ert allt öðruvfsi. Þótt Anna væri dáiftið ör af Capri-vfninu duldist ekki, að hrein- skilni hennar byggðist á fullri ein- lægni. Marcello sagði ekkert. -- Hann var of stoltur til þejs að móðga Toni Meghini, en sálarkvöl hans var nær óþolandi. Og nú kvað við viðlag hljóð- færaleikaranna f nýju ástalagi — stef um hina eilífu ást, sem aldrei dvín. Marcello horfði á humarskeiina á diski, flöskuna með Capri-vín- inu, handtösku önnu á einu borð- horninu —. leit á þetta eins og eitt- hvað, sem af tilviljun - varð eftir, þegar náttúruhamfarir voru gengn- ar um garð. — Ég ætla að fara aftur til Róma borgar f kvöld, sagði hann. — Það greiðist úr þessu af sjálfu sér eftir nokkra daga, sagði Anna eftir stutta þögn. Þegar kvikmynda tökunni er lokið lýkur vafalaust einnig þessum kynnum okkar Toni. — Ætlarðu þá að halda þessu áfram? Áttu kannski við, að þú ráð- T I A R 2 A N TAHZAN'S VOLCANO HAS 8EEN 'POZMHT' fOZ CENTUKIE6- AS A V0LCAN0. 3UT ONE SMALL FISSueE VEKIT STILL REMAINS, PROM STILL-MOLTEN PEPTHS, POK ITS PENT-UP SU5- , TERRANEAKI STEAM1. Su (UlðlT díw . CtlM'O Ú-V 6057 Ito: Það er einkennilegt, að ‘Pðiu eujwf jnpi» »J3A jjn5{s geq og hann hlýtur að vera $tór, úr því hann getur hitað svona mikið vatn. (Þessi eldgígur er að mestu leyti kulnaður, en ennþá er smá glóð sem nægir til að halda vatn inu sjóðandi heitu. VSnnuskyrfur Vinnujukkur Vinnubuxur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.