Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1963, Blaðsíða 9
V í S IR . Mánudagur 10. júní 1963 9 Maður ma a ur eða -x vera væluleg- í rithætti TTANN skrifar ekki skáldsög- ur en sögur af persónum úr raunverulegu Iifl, eins og rithöf- undur sem kann alfabetiö: byrj- un.miðbikog endir með atburöa keðju. Frásögnin sallaróleg, en meö spennu eins og hjá Sturl- unguhöfundi og Njáluhöfundi. Hann minnir á Steinbeck eöa Orweii í útliti eftir myndum af þeim að dæma. Nafntogaðasta ástúnaðargoð bókmenntafræöa á Islandi telur hann bezta rit- höfund þjóðarinnar, þótt hann skrifi ekki skáldsögur, því aö þættir hans eru bókmenntir af fyrstu gráöu. Þegar hann var 1 Akureyrar- skóla, ætiaöi hann sér að verða skáldsöguhöfundur, en vísaði þeirri hugsun frá sér, gerðist bóndi á föðurleifð sinni á Syðra Hóli mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss. Þaðan sést yfir Húnaflóa, þar sem Þórður kak- ali og Kolbeinn ungi’ háðu mestu sjóorrustu á lslandi. Magnús Björnsson hefur til- finningu fyrir atburðarás eins og hrollvekjuhöfundur (í lýsing- um á húnvetnskum misindis- mönnum). Dæmi: Sagan af Lása (Nikulási), sem var band- ítt, og Holtastaða-Jóa, þeim blendna, en glæsilega manni, sem var sambland af dýrlingi og djöfli, að því er sagan herm ir. Magnaður húmor kemur fram í sögum eins og Húsfrú Þórdís, Jón Jeríkó, Guðmundur Skagalín og Hjörtur Spóaiæri, — kímni og samúð í sorglegum sögum af auðnuleysingjum og kynlegum kvistum. 'C'ÖNNIN i hiiðinni er eins og r húð af dýri, líkt og pardus dýr Hemingways í Snjóum Kili- manjarófjallsins, og við rætur fjallsins er Syðri-Hóll. Laxá fell ur þröng og hlykkjótt í Húna- flóann. Nú er sólfar um hérað. Húsið er nýlegt. Willys-jeppi í bæjarhlaðinu, ferðalegur. Komumaður gengur inn. Á vinstri hönd sér inn í eldhús. Komið að , höldnum í opna skjöldu. Hann situr þar og börn vappandi í kringum hann. Kona hans er að stússa eitthvað. Inni 1 stofunni segir hann: „Ég er að fara til Akureyrar með rútunni kl. 3,30. Sonur minn ekur mér niður á Blöndu ós. Þú hefur samt tlma til að drekka kaffisopa"., Hann tók ekki vel í það að láta sproksetja sig, en lét til- leiðast. „Skrifarðu mikið nú?" „Sama og ekkert. Það sækir á mig elli“. (Hann er 74 ára gamall) „Hvenær byrjaðirðu að skrifa?" „Ég byrjaði að safna ýmsum frásögnum og alþýðukveðskap, smásögum, þegar ég var ungur, sem ég stflfærði. Ég byrjaði að skrifa og vinna úr þesu 1923, þá 34 ára, byrjaði á áframhaldi af Skagstrendingasögu Glsla Konráðssonar. Svo tók ég mik ið úr þessu, fyllti það og sumt af þessu hefur komið á prenti í þáttum". „Hvemig þróaðist stíll þinn?“ „Ég gleypti í mig frásagnar- hátt Gísla Konráðssonar, en með tímanum viðraði ég hann af mér. Ég las Espóiín, sem ég hreifst af og kann að vera, að ég sé undir áhrifum frá honum, og Sturlungu og Islendingasög- ur las ég mikið ungur. Upphaf stilsins er kannski að rekja þangað, en upp úr þessu brota- silfri fékk ég hann“. „Þú skrifar mikið um utan- garðsmenn mannfélagsins?" „Úrhrak mannlífsins er þetta fólk kallað, en margt af þvi" hefur farið svo, af því að það hefur verið farið illa með það, svo illa, að maður finnur sárt til með þvf. Mér var líka lítið um suma af þessum mönnum gefið, áður en ég fór að skrifa um þá, en þegar ég fór að kynna mér ástæður og af hverju lífsferill þeirra varð með þessum hætti, þá breyttist við- horf og áhrif á persónum jókst að sama skapi“. T\ATT þér ekki í hug að W skrifa hrein skáldverk?" „Ég hugsaði um það á tíma- bili — ég hugsaði um það, en valdl svo þennan kostinn". Birtan að utan fellur á lang leitt andlit hans. Hann hefur klippt efrivararskeggið vand- lega fyrir kaupstaðarferðina. Vinnulúnar hendumar fitla um bollann. Augun eru gráblá og i þeim athygli og næmi þess manns, sem lítur yfir manna- ferðir langrar ævi og fornar slóðir hlutlaust eins og þeir,1 sem hafa bezt kunnað að segja sögur á íslandi. „Ég hef reynt að vera sem hlutlausastur — ég hef stund um fellt inn I þar iem var skortur á nógu glöggri frásögn. Jónas Illugason sagði alltaf, að það væri engin lygi, þó að mað- ur gerði það, ef maður færi — Sagt frá arftaka Gísla Konráðs- * sonar og Espólíns, Magnási Björns- syni, rithöfundi, á Syðra - Hóli í Hánavatnssýslu Magnús Bjömsson, rithöf. (Mannaferðir langrar ævi og fornar slóðir). nógu nærri því, sem manni fyndist". Hann sagði, að Húnavatns- sýsla væri afdrifarík — og nóg að skrifa um þaðan, þar væri óþrjótandi efniviður — það lægi I loftinu og hefði alltaf gert, þar væri líf og jarðvegur fyrir hendi: áhugi á þvi, sem liðið er og sögulegum atburð- um. Hann viðurkenndi bæði I gamni og alvöru, að metnaður væri mikill I Húnvetningum veraldlegur og andlegur, mann- jöfnuður ríkti, og því væri ekki að neita, að þeir væru blendnir og ófyrirleitnir, ef þvf væri að skipta. „En það er höfðingsnáttúra I þeim, þeir vildu vera höfðingjar og voru það“. „Er ekki ennþá þessi náttúra I þeim?" „Mikil ósköp, jú, þeir hugsa stórt og hafa alltaf gert“. „En eru þeir beinlínis montn ir eins og Þingeyingar og Skag- firðingar?" „Nei, þeir eru drjúgir, vita af sér . . . finna til yfirburða- kenndar, sem þeir sýna á sinn hátt, þegar þess er þÖrf“. CONUR hans, sem er tekinn við búskapnum, kom inn. „Ertu að afla frétta?" spyr hann. „Ekki beinlfnis frétta og þó: fréttnæms efnis". Klukkan var gengin tfu mfn útur f fjögur og mál að halda niður á Blönduós til þess að ná I rútuna. En þeir aka hratt f Húnavatnssýslu. Á síðustu mínútunum spurði ég hann, hvemig hann hagaði vinnuað- ferðum sfnum. „Ég geri drög — Bkrifa beina grind. Þegar ég vinn upp aftur, geri ég mest að þvf að skera niður og fella úr. Það verður að hugsa setningar — skipuleggja á ný — raða — setja saman . . . og jafnframt verður að hugsa verkið sem heild“. (Það er talað um að setja saman bók). Og hann bætti viö: „Maður má aldrei vera vælu legur (þar átti hann við sentí- mental) eða hátfðlegur f rit- hætti“. Þegar hann sagði það, flögr- aði að manni sú hugsun, að væluskapur klæddi staðblæ og mannleg samskiptl á söguslóð- um rithöfundarins álfka vel og vera klæddur í kjól og hvftt með orðu dinglandi á bringunni og ætla sér svo að rfða yflr Blöndu til að nð Vinafundum. Feðgamir stigu inn f jeppann og héldu „nlður A Ós“. — s t g r. Sumarsíléveiði reynd við suðurland Vestmannaeyjum í gær. Um það bil 35 Vestmannaeyja- bátar eru í þann veginn að hefja troll- og humarveiðar og munu fara út á veiðar næstu daga. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að 8—10 bátar frá Vestmannaeyjum stundi síldveiðar við suðurströndina f s"'*’ar. A vegum frystihúsanna í Eyjum hefur verið gerður samningur við danska fiskkaupendur á 350 lestum af flatfiski, aðallega eða eingöngu þykkvaflúru. Gert er ráð fyrir að fyrsti farmurinn fari héðan 20. þ. m. áleiðis tii Danmerkur. Þá hafa Vestmannaeyingar samið við enska fiskkaupmenn um kaup á 4 þúsund kössum af fiski fyrir enskan markað. Sá fiskur sem þar um ræðir er ýsa, þykkvaflúra og rauðspretta. Unnið er ósleitilega á öllum stöð um f Vestmannaeyjum að saltfisk- pökkun um þessar mundir, og hvar vetna mikil vinna við það. Síldveiði hefur verið fremur dauf ' undanfarið, en þó fengu þrír Vest- mannaeyjabátar sæmilegan afla i gær norðvestur af Vestmannaeyj- um. Þessir bátar voru Gjafar 600 tunnur, Reynir 400 tn. og Halkion Ur skákheloilnum Frá Sigluflrði berast þær fréttir, að Freysteinn Þorbergsson hafi orð ið efstur d hinu svokallaða „Hvann eyrarmótr, hlaut 6 vinninga af 8 mögulegum. Þar sem þetta var og meðfram keppni um fjórða sæti f Landsliði Islendinga f ár, fellur sæti þetta nú Freysteini f skaut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.