Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Þriðjudagur 11. júní 1963. Tilraunaliðið féll ekki sam- an og sýndi lélegnn leik Það var hryggileg tilraun, sem fram fór á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld. Gott þýzkt félagslið lék þar sundur og saman tilraun að landsliði íslands, sem í haust á að verja heiður sinn frammi fyrir brezka Ijón- inu, fyrst í Reykjavík og viku síðar í Lundúnum, og að öllum líkindum mun sama lið eiga að etja kappi við eldsnögga og lipra leikmenn Japana. Sannleikurinn bak við ósigur íslands í gær gegn HOLSTEIN KIEL er í stuttu máli: Leikmenn okkar eru ekki í nema hálfri, eða kannski ekki það, líkamlegri þjálfun til að ná árangri í knattspyrnu gegn erlendu liði, sem kveð- ur að. Leikurinn í gær var allan timann leiðinlegur á að horfa fyrir hina fjölmörgu áhorfendur, sem fylltu stúkur Laugardalsvallarins og hafa vonandi tryggt Fram nokkurn á- góða af heimsókn þessa ágæta þýzka knattspyrnuliðs. Leikaðferð tilraunalandsliðsins var sú að draga annan útherjann aftur og láta hann vera með í varnarstarfinu og byggja upp um leið. Þetta fór f handaskolum fyrri hálfleikinn eri í síðari hálfleik bar vart við að bolt- inn væri sendur út á kantinn. Það var ekki aðeins þetta, sem brást, það var nær allt sem brást og að taia um að reyna leikaðferð nokkr- um mfnútum fyrir leik við menn, .'••em koma hver úr sinni áttinni, er alveg út i hött. Þjóðverjarnir reyndust strax mun betri og keyrðu af fullu allan leikinn og uppskáru 4:2 í sigri, sem var sizt of stór. Var lið þeirra nú betra en í nokkrum fyrri leikjanna, leikmenn skemmtilega jafnir. Mörkin komu sem hér segir: • Á 27. mín. fyrri hálfleiks skor- ar KOLL, hægri útherji, hinn mark sækni leikmaður, sem í fyrra varð markhæstur i 1. deild f heimalandi sínu. Koll fékk færi á boltanum fyrir opnu marki eftir hornspyrnu, en Björgvin markvörður var þá úr leik í hinu horni marksins. • Axel Axelsson, vinstri útherji tilraunaliðsins, lék laglega á mót- herja sinn og fór upp að endamörk- um og gaf hnitmiðaðan bolta fyrir markið en Gunnar Felixson sá um að afgreiða f netið fast og örugg- lega. Þetta gerðist á 31. mínútu, en mínútu áður átti Axel allgott færi, nokkuð þröngt að vísu, er hann brunaði upp miðjuna, en markvörður kom út á móti. • 2:1 kemur síðan á 37. mínútu. Björgvin Hermannsson fær . það mark á sinn reikning. Hann greip bolta, sem kom fyrir markið, en greip ekki nógu fast og missti bolt- ann fyrir markið, en það notfærði innherjinn Mund laglega og skall- aði skemmtilega f netið. • Eftir aðeins 4 minútna Ieik I síðari hálfleik skorar Gunnar Felix- son enn fyrir tilraunaliðið. Upphaf- Framh. á bls. 6. Stórvirki uimin af Golf- klúbb Revkjavíkur n mesta stórvirki, sem nokkurt félag svo fámennt ,hefur ráð- izt i. Það eru unnin stórvirki á nýja golfveilinum í Grafarþolts- landi. Þegar komið er upp á hinn nýja golfvöll, blasa við manni túnflákar, þar sem áður var stórgrýti. Golfklúbbur Reykja- vfkur hefur þama ráðizt f eitt Á félagaskrá GR eru um 200 meðlimir og greiða þeir kr. 1.000.00 f árgjald. Nú á þessu ári hafa fleiri gengið í GR en á undangengnum árum. Eykur það auðvitað möguleika á því að GR takist að byggja þennan 18 holu völl og golfskálann. Þó að allur kostnaður við golfið lendi auðvitað á leikmönnum sjálfum ,hafa firmaeigendur og forráðamenn firma í Reykjavík og nágrenni sýnt, allar leiðir frá árinu 1945 ,að þeir vilja efla golfíþróttina. Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.