Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 11. júní 1963 HVARF AÐ HEIMAN 1 gærkvöldi var Iýst eftir sex ára gömlum dreng bæði I útvarpi og eins hjá götulögreglunni í Reykja- vík, en hann kom heim til sín heill á húfi laust eftir miðnætti í nótt. Drehgurinn hafði farið heimanað frá sér fyrir hádegi f gær, en þegar hann kom hvorki til hádegisverðar né kvöldverðar og var enn ókom- inn á venjulegum háttatíma í gær- kvöldi, var tekið að undrast um hann og Iögreglan beðin að svip- ast um eftir honum. Enn fremur var lýst eftir honum í Utvarpinu eftir kvöldfréttir f gærkvöldi. Lögreglunni bárust fréttir um drenginn frá strætisvagnabílstjór- um, sem höfðu orðið hans varir í bílum sínum. Meðal annars hafði hann tekið sér far upp að Lögbergi og í bæinn aftur. Um kl. hálf eitt í nótt barst lög- reglunni svo tilkynning um að stráksi væri kominn heim til sfi. Aflasölur Það er mikill hugur í sjómönnum. Allir eru nú sem óðast að búa skip sín á síld. Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn í morgun og sýnir vel undirbúning sumarsíldveiðanna. Það væri þjóðarógæfa ef þær stöðvuðust. Ingólfur Arnarson seldi ís- fiskafla f morgun í Hull, 153 Iestir fyrir 7792 stpd. 1 gær seldi Freyr 261 lest í Bremerhaven fyrir 185.500 mörk og Jón forseti í Hull 135 lestir fyrir rúm 8000 stpd. KOMMUNISTAR AÐ VERKI Á sama tíma og fréttir berast af góðu veiðiútliti og síldarskipin flykkjast á miðin berast aðrar ugg- vænlegar fréttir, eins og aðeins var 118 umferðarslys Fram eftlr s.l. vetri virtist ástand- ið í umferðarmálum hér í Reykja- vík nokkru skárra en það var f fyrravetur og nokkru færri bif- relðaárekstrar en þá. Með kuldahretinu í vor breytt- ist ástandið hins vegar til hins verra og varð aprílmánuður einn ÞRIIÍ SLYS í GÆR Þrjú slys urðu í Reykjavík í gær en ekkert þeirra þó talið alvarlegs eðlis. Eitt þessara slysa varð f verk- stæði Gamla kompani'sins og varð með þeim hætti, að spýtukubbur kastaðist af vélsagarblaði í kvið eins starfsmannsins og var maður- inn fluttur í slysavarðstofuna. 1 gærkvöldi lenti hleri á manni á togarabryggjunni við Reykjavík- urhöfn og meiddist maðurinn á fæti. Þriðja óhappið vildi til er dreng- ur var að moka kalki inni í Teiga- hverfi f gær, að annar drengur varð fyrir kalkinu og fór kalkið í andlit hans og augu. Var farið með dreng- inn til læknis. versti árekstramánuður, sem götu- Iögreglan í Reykjavík hefur bókað frá upphafi. Urðu í honum einum 225 árekstrar eða fleiri en í nokkr- um einum mánuði áður. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk i morg un hjá umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar er árekstrafjöldinn í Reykjavík og nágrenni orðinn meiri nú en á sama tíma í fyrra, enda þótt munurinn sé ekki ýkja mikill. Síðastliðinn sunnudag var árekstra fjöldinn frá s.l. áramótum kominn upp í 1059, en var 1030 á sama tfma árið áður. Samkvæmt bókunum götulögregl unnar f Reykjavík skiptast árekstr- arnir eftir mánuðum þessa árs sem hér segir: I janúar 197 árekstrar, febrúar 135, marz 168, apríl 225 og maí 200. Þá hefur götulögreglan enn frem ur tjáð Vísi að hún hafi á 5 fyrstu mánuðum ársins bókað 118 um- ferðarslys í'eða við Reykjavík. Þar af eru 3 banaslys. Slysin flokkar lögreglan að öðru leyti þannig, að 31 fótgangandi barn slasaðist og 18 fótgangandi fullorðnir. Þá slösuðust 24 hjólreiðamenn og er þar átt jafnt við þá, sem voru á venju- legum reiðhjólum eða hjólum með hjálparvél. 12 ökumenn bifreiða slösuðust á þessu tímabili og 30 farþegar í bifreiðum. GERIÐ SKIL Happdrætti Sjálfstæðisflokksms drepið á í blaðinu f gær, af fyrir- ætlunum um að stöðva alla síldar- móttöku og sildarvinnslu fyrir norð an með allt að 80% kaupkröfum á einstaka liðum og með verkföll- um verði ekki gengið að þeim kröf- um. Þannig hafa verkalýðsfél. á Ak ureyri og Siglufirði boðað verkfall 16. þcssa mánaðar og verkalýðs- félagið á Raufarhöfn 20. þ. m.. Tal- ið er, að Alþýðusamband Norður- Iands standi að baki þessari kröfu- gerð og verkfallshótunum, en því er stjórnað af kommúnistum. Óhugsandi er að síldarútvegurinn eða atvinnulífið í heild geti staðið undir þeim stórkostlegu kauphækk- unum, sem krafizt er af hálfu kommúnista í nafni verkalýðsfélag- anna í helztu síldarútgerðarbæjun- um norðanlands, þannig að fyrir- sjáanleg er stöðvun síldarvertíðar- innar, ef nokkuð í þessa átt ætti að koma til framkvæmda, enda er það auðsjáanlega markmið undir- róðursmannanna, sem standa að þessari • óheyrilegu kröfugerð, að koma öllu í óefni og svifast þess ekki að stöðva aðalbjargræðisveg hafin fyrir alvöru. Líklegt er talið að Vinnuveitendasambandið og Al- þýðusambandið fái þessa deilu til landsins þegar vertíðin er einmitt meðferðar. Erfiðleikar á fiugi tii smástaða í góðviðrinu undangengna sólar hringa hefur lagt inn þoku frá sjón um á hverju kvöldi, fyllt firði og lagzt yfir strendur, og ekki glaðn- að vel til fyrr en um og upp úr hádegi. Þetta dumbungsveður kvölds og morgna veldur erfiðleikum í inn- anlandsfluginu, einkum til hinna smærri staða, en flogið hefur ver- ið norður, og fór t. d. flugvél frá Flugfélagi íslands norður í morg- un og í dag til ísafjarðar, Húsa- víkur, Sauðárkróks og væntanlega til Vestmannaeyja ,í kvöld, en þar var ekki flugveður í morgun. Inn- anlandsflugið hjá Flugfélagi Is- Iands er sem sagt komið í gang aftur, og gengur allt vel. í morgun var hægviðri víðast á landinu, alskýjað og burrt, sums staðar súld eða þoka, hiti 8—11 stig nema á annesjum 5—6 stig. í Reykjavík var 5—-6 stiga hiti. ur her- Háskóli Alabamaríkis er nú um- kringdur her- og Iögregluliði og yfirvofandi, að sambandsstjórnin grípi þar til öryggisaðgerða. Kennedy Bandaríkjaforseti sendi Wallace ríkisstjóra aðvörunar- skeyti I gær og bað hann íhuga hverjar afleiðingar mótþrói hans í kynþáttamálinu gæti haft ,en Wallace hefur hótað að standa sjálf nr fyrir dyrtim Alamabaháskóla í Tusckaloosa og hindra 2 blökku- stúdenta í dag í að innritast í há- skólann, og kom hann til Tusca- loosa í gær þessara erinda. Áður hafði hann sent 700 her- menn Alabamaríkis og lögreglu á vörð við allar dyr háskólans og má hann heita umkringdur her- og íö^reglumönnum. Kveðst Wall- ace gera allt til þess að varðveita friðinn, en Kennedy forseti er á öðru máli og stjórn hans og það er talið ákaflega mikil- vægt skref, sem forsetinn hefur ' stígið með aðvörunarbréfi sínu til ríkisstjórans, og gæti verið Framhald á bls. 5. Brezk máherku- sýnhtg opnuð t dag kl. 5 verður opnuð brezk málverkasýning í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Er það félagið Anglia sem að sýningunni stendur. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason mun opna sýninguna. Á sýningu þessari eru um 20 myndir, olíumálverk, eftir ýmsa kunnustu listamenn Breta, svo sem Graham Sutherland og Ben Nicholson. Sýningin mun verða opin alntenningi þessa viku og er aðgangur ókeypis. Síðar í vikunni mun brezkur listfræðingur flytja tvö erindi um brezka málaralist og sýna skuggamyndir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.