Vísir - 11.06.1963, Síða 10

Vísir - 11.06.1963, Síða 10
10 I VÍSIR . Þriðjudagur 11. júni 1965. Músíkin Framhalfl al bls 9: dómkirkjunni. Hann var mikill virtúos og fyrirtaks kennari. Undir lokin hélt ég tónleika í dómkirkjunni þar við ágæta að- sókn — fólkið var forvitið að heyra íslending, það var auð- vitað ekki út af mér persónu- lega, sem það kom. Það var ekki fullt hús; til þess þarf heimsmeistara, enda rúmar kirkian yfir tvð þúsund manns". „Spilarðu brezka músik?" „Nei, f það skiptið spilaði ég þýzka músík. Ég barðist alltaf fyrir henni, meðan ég var í Bretlandi, og hef oft hælt mér af þvf að hafa kynnt Skotum Buxtehude. Það kom mér ein- kennilega fyrir sjónir, að ég sá nafn hans aldrei á efnisskrám þar, þótt hann væri auðvitað þekktur af afspurn, svo að ég gerði mér far um að leika verk eftir hann, þegar ég hélt tón- Ieika. Ég var meðlimur organ- istafélagsins f Edinborg, en það hefur fundi f kirkjunum á hálfs mánaðar fresti, og þá eru alltaf haldnir tónleikar. Ég spil- aðl þrisvar á slíkum tónleikum, m. a. Buxtehude, og það endaði með þvf, að ég hélt hálfgerðan fyrirlestur um hann. Seinna fóru þeir að setja hann mikið á blað hjá sér, og ég eignaði mér auðvitað allan heiðurinn!“ „Hefurðu ekki haldið tónleika víða?“ „Ja, ég hef spilað eitthvað á Norðurlöndum og útvarps- prógramm í Þýzkalandi. Og auðvitað í öllum fslenzkum kirkjum, sem hafa ný og góð orgel“ „Finnst þér ekki erfitt að spila á öll þessi mismunandi hljóðfæri?" „Jú, óneitanlega var það mikið átak fyrst í stað, en með tlmanum venst maður öllu. Orgel eru svo geysilega ólik hvert öðru, að því trúir enginn, sem ekki hefur reynt. En smám saman hef ég orðið dús við margar gerðir, bæði hér heima og erlendis. Það er mest nnöir æfingunni komið" Önnum kafinn maður. „Fæstu nokkuð við tónsmíð ar?“ Páll brosir og hristir höfuðið. „Ef maður hefði nú tfma til þess! Ég er í svo mörgu, að eitthvað verður að sitja á hak- anum“. „Þú ert skólastjóri Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og kirkju- organisti hér ,..“ „Og kenni söngfræði í Flens- borg 19 tíma á viku. Ég er Iika organisti f Bessastaðakirkju, svo að ég hef tvo kirkjukóra til að æfa. Auk þess æfi ég tvo kóra í skólanum. Já, og ekki má ég gleyma mínum ágætu vinum, lögregluþjónunum — ég stjóma líka Lögreglukór Reykja víkur. Svo kenni ég á orgel og pfanó f Tónlistarskólanum hér — ég kenni bara tvo daga vik- unnar, en er alltaf við daglega”. „Það verða varla margar frí- stundimar með öllu þessu?" „Nei, að vísu ekki, en ég er svo lánsamur að hafa Iifandi á- huga á störfunum, sem ég fæst við. Það hlýtur að vera óskap- legt að vinna allan daginn f einhverju, sem manni dauðleið- ist — maður þreytist 'ka miklu síður, ef áhuginn er nógur". „Þú kannt vel við þig hér í Hafnarfirði?" „Já, alveg prýðilega. Ég er búinn að vera hér 13 ár, fluttist hingað árið 1950 og tók þá við fjórum störfum samtfmis: org- anistastarfinu af Friðrik Bjama- syni, karlakómum Þröstum, —BÍÍHWWMU.JIMIJ i » .. ' —m er veigami söngfræðikennslunni í Flens- borg og Tónlistarskólanum, sem ég var fenginn til að stofna". „En þú ert annars Reykvík- ingur?“ „Mikil ósköp, ég ólst upp á Skólavörðusttgnum. En núna er ég orðinn hálfgerður Hafnfirð- ingur líka. Ég hef ílenzt hér og kann m.iög vel við mig. Hafn- firðingar em prýðisfólk". „Hvað em margir nemendur í Tónlistarskóla JHafnarfjarðar?” „Þeir vom 142 í vetur og miklu fleiri reglulegir nemend- ur, sem ætla sér að halda á- fram, en áður hefur verið. Við Iítum á þetta sem þjónustu við almenning, ekki bara uppeldis- stöð fyrir virtúosa, svo að við kennum t. d. bæði á gítar og harmoniku auk hinna „alvar- Iegri“ hHóðfæra. Margir hafa gaman af að geta spilað svolítið sjálfum sér til ánægju, enda þótt þeir kæri sig ekki um að Ieggia út í reglubundið tónlist- arnám". Byrjuðum á öfugum enda. „Hvernig líkar þér söngfræði- kennslan í Flen^borg?" „Ja, gallinn p ->.ð almennri músfkkennslu di er mjög ábótavant. Þetta er allt á byrj- unarstigi, og fólk er ekki farið að gera sér grein fyrir, að viss undirstaða í músík tilheyrir alminnri menntun, en er ekki sérnám. Það er nauðsynlegt að byrja strax í barnaskólanum á reglubundinni tónlistarkennslu, ef vel á að vera. Það er erfitt að kenna krökkunum í Flens- borg, vegna þess að þau hafa yfirleitt engan undirbúning og mjög takmarkaðan áhuga. Við byrjuðum á öfugum enda hér á íslandi, þegar við hugsuð- um fyrst og fremst um að koma upp sinfóníuhljómsveit og slíku f stað þess að leggja grundvöll- inn að músíkuppeldi þjóðarinn- ar. Fyrsta deildin í Tónlistar- skólanum í Reykjavík hefði átt að vera söngkennaradeild, sem útskrifaði menn færa um að kenna undirstöðuatriði tónfræð- innar í bamaskólunum. Nú er þetta að byrja, en það hefði ver ið ákjósanlegra að gera það heldur fyrjr 30—40 árum. Þá myndi árangurinn vera farinn að segja til sín fyrir löngu. Það em fyrst núna að koma fram söngfræðikennarar, sem kunna sitt fag — hinir höfðu ekki tækifæri til að læra réttar að- ferðir“. „Elizabeth Hodgshon, ballett- kennari Þjóðleikhússins, sagði mér, að hún ætti í miklum erf- iðleikum við kennsluna, vegna þess að bömin hefðu svo litla tilfinningu fyrir músík og rytma. Myndirðu segja, að það stafaði af ónógri tónlistar- kennslu í skólunum?" „Tvímælalaust. Það ber allt að sama brunni. En umfram allt þurfum við að byrja nógu snemma, taka börnin nógu ung Það er ekki skortur á músfk- hæfileikum, sem um er að ræða, heldur almennri músíkmenntun. Það get ég ekki endurtekið nógu oft. Ollum nema íslend- ingum er t. d. óskiljanlegt, að kórfólk geti ekki sungið eftir nótum. Annars staðar læra börnin það strax í bamaskólun- um, og það þykir sjálfsagður SMURSTÖÐIK Sætúni 4 - Simi 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt o? vel. Seljum tegnndir af smurolíu. 1 hlutur. Hins vegar má segja, að það liggi að nokkru leyti í eðl- inu, að íslendingar standa öðrum þjóðum að baki í hljóð- fallsnæmi. Það er einkennileg staðrevnd, að þvi norðar sem komið er á hnettinum, þeim mun minni tilfinningu hefur fólkið fyrir rytma, — Græn- lendingar em enn ,verri en við. En það er hægt að ávinna sér hljóðfallsnæmi með réttri þjálf- un, ef byrjað er nógu snemma. Hér hefur engin músíkmenntun verið siðan um siðaskiptin, og við höfum staðnað í viðhorfi okkar til tónlistarinnar. Það tek- ur sinn tíma að vinna upp margar aldir án músíkþróunar“. Músíkhæfileikar almennt greindaratríði. „Á hvaða aldri er bezt að byria?" „Greindir krakkar þurfa að byrj'a fimm til átta ára gamlir, ef vel á að vera. Mín reynsla er s^ú, að músíkhæfileikar séu • ekki sérgáfa, heldur almennt greindaratriði — greindustu krakkamir eru venjulega líka þeir músíkölskustu. Það em vafalaust til undantekningar frá þessu eins og öllum öðrum regl- um, en ég þekki sjálfur ekki eitt einasta dæmi, sem afsannar það. Lítil börn læra eins og ör- skot, ef verkefnin em við þeirra hæfi“. „Og hvernig er bezt að haga náminu?“ „Ja, við erum nýbúin að setja upp Carl Orff deild við Tón- listarskólann hér, og hún hef- ur þegar borið mjög góðan ár- angur“. „Hvað er það nú eiginlega?" „Það er sérstök kennsluað- ferð, sem er miðuð við Htil börn. Hún er kennd við þýzka tónskáldið og tónfræðinginn T i L S ö L U: De soto '55, 8 cyl sjálfskipt- ur, minni gerð. 50 þús. Chevrolet ’50, 6 cyl., bein- skiptur verð 30 þúsund Zodiack '55, sem nýr, verð 70 þúsund Chevrolet '55, beinskiptur 6 cyl.. þúsund Chevrolet ‘59 i fyrsta flokks lagi 110 þúsund. Opel caravan ’55, verð 40 þúsund Moskvi' ■ '58, verð 40 þús. Villys station '51 með drifi á öllum. verð 60 þús. Zndiack '58, fyrsta flokks bfll á 110 þúsund. Carl Orff, sem var upphafsmað- ur hennar. Börnin læra á alls konar slátthljóðfæri eins og t. d. xylofóna, trommur af ýmsum gerðum, marembur o. fl. Xylo- fónarnir eru þannig útbúnir, að þau geta tekið þá í sundur eins og kubbasett og raðað nótunum, sem eru eins og kubbar, á nótnaborðið. Þetta er allt eins og leikur fyrir þau, en um leið læra þau undirstöðu- atriði tónlistarinnar svo að segja óafvitandi. Þau fá absó- lúta tónheym eins og ekkert sé og vita ekki af erfiðleikum, sem eldri nemendur eiga við að stríða. Mikil áherzla er lögð á rytmiska þjálfun, og þetta kemur alveg fyrirhafnarlaust". „Er þetta kerfi notað víða um lönd?“ „Að minnsta kosti víða á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Ég kynnti mér það þar og réð '’"ðan kennara til að Iæra það érstaklega. Hann kennir það hér í Tónlistarskólanum". „Og finnst krökkunum gam- an að þessu?“ „Þau eru alveg vitlaus í það. Enda er þetta allt eins og skemmtun og Ieikur, ekki nein- ar þreytandi æfingar og pressa eins og að læra á t. d. fiðlu eða píanó. Þau þurfa ekki að þekkja nótnagildi eða neitt slíkt, held- ur lærist það af sjálfu sér. Og þau læra tónana utan að, þegar þau raða xylófónkubbunum eða blokkunum á grind, og fá þannig absólúta tónheyrn, sem margir þiálfaðir tónlistarmenn mættu öfunda þau af. Á eftir geta þau auðveldlega sungið eftir nótum, og mörg þeirra fara síðan í músíknám, t. d. fiðlu, sem reynist þeim miklu léttari viðfangs en venjulegum nemendum. Þetta er enginn gald ur; aðalatriðið er að kunna. að leggja það rétt fyrir. Á fáum árum á að vera hægt að ala upp bráðmúsfkalska þjóð, ef rétt er á spilunum haldið". Verðugt verkefni. „Og þú ætlar bersýnilega að gera þitt til, að svo verði“. „Já, ég reyni að gera eins og ég get — hversu gott það er, veit ég ekki, en áhuginn er a. m. k. fyrir hendi. Mér finnst tónlistin svo veigamikill þáttur í mannlegu lífi, að það sé verð- ugt verkefni að vinna að músík- ölsku uppeldisstarfi. Ég held, að þetta sé smám saman að þok- ast í þá átt, að fólk geri sér Ijóst, að músíkin sé hluti af lif- inu og stuðli að aukinni fegurð og þroska. Helzt af öllu vil ég vinna að því að græða heilbrigt tónlistarlif í landinu. Það er þýðingarmeira að mínu áliti en að beita sér eingöngu að því að ala upp fáeina virtúosa”. „Þú ert hamingjusamur hér í starfi þínu?“ „Já, ég uni vel mínum hag. Starfið krefst mikils, en það veitir líka mikla gleði. Tónlist- arskólinn okkar er vaxandi þáttur í bæjarlífinu, við höfum átt okkar sigra og ósigra, þótt f smáu sé .. já, ég er enn jafnáhugasamur að láta hendur standa fram úr ermum“. — SSB. Danskir sundbolir á börn og fullorðna fyrirliggjandi á lager, Fallegir og ódýrir. HEILDSALAN . Sími 16205 mm : ____ ;• V gJÍÍp r. ___________________ w- ., ■: ,v.: ' ’ p Juan Bosch, forseti Domini- í kanska lýðveldisins hefur mikl | ar áhyggjur af menntunarleysi | Ianda sinna. Til þess að | revna að bæta úr þessu hefur | hann efnt til bókmenntaverð- I launa. §g| Juan Bosch 1000 dollara verðlaun eru heitin þcim manni, sem skrifar einu dagblaðanna bezta bréfið um bók sem hann hefur ný- Iega lesið. Það verður ekki tekið tillit til stafsetningavillna, bréfið þarf aðeins að sýna að send- andinn hafi lesið og skilið bók- ina, sem hann skrifar um. Það voru kosningar f paradís kommúnistanna. Sérhver kjós andi fékk lokað' umslag, sem hann átti að setja i kjörseðla kassann. Einn í'orvitinn verkamaður gat ekki stillt sig um að reyna að rífa upp umslagið til að sjá hvað væri f því. — Hvað ertu eiginlega að gera félagi, spurði þá annar. — Ja, mig Iangaði bara til að sjá hverja ég væri að kjósa. — Er þér alvara félagi. Þú veizt að við búum f sannköll- uðu lýðræðisríki — kosning- arnar eru Ieynilegar. Grínleikarinn frægi Femandel f; er dálítill heimspekingur og m. a. hefur hann sagt þetta: Femandel — Ef ég ætti einlægan trún aðarvin, sem væri bláfátækur myndi hann ekkl vera það lengi, því að ég myndi aö sjálf sögðu hjálpa mínum einlæga trúnaðarvini. En þar með niyndi hann ekki vera lengur einlægur trúnaðarvinur minn. Hann stæði í þakkarskuld við mig og ég yrði feiminn — eða hann yrðj vanþakklátur, og það myndi gera mig fokreiðan. í Vatikaninu eru umferðar- erfiðleikar engu síður en f öðr um ríkjum — en þeir eru nokk uð annars eðlis. Þar keppast allir við að brjóta lögin og leggja bifreið um sínum ranglega, því að sektunarmiðar em nú orðnir dýrmætustu minjagripir sem ferðamenn geta haft með sér þaðan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.