Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Þriðjudagur 11. iúní 1963. Ungu stúlkurnar setja upp hatta Til skamms tima hafa ungar stúlkur við fátt verið feimnari en hatta. Með því að setja hatt á höfuðið var kominn á þær „frúarstæll“ og aðrar stúlkur litu á eftir þeim á götu og sögðu: „Nei, sjáðu þessa. Hún er með hatt“. En nú virðist þetta vera úr sögunni, a. m. k. göngum við ekki um götur borgarinnar án þess að mæta ungri stúlku með •lUihVjlub hatt eða sportlega.ísumarhúfu, og stúlkan er allsendis ófeimin við að láta sjá sig með höfuð- fatið. Þessi breyting á sér sjálfsagt margar rætur. Trefla og klúta- tizkan var á síðasta ári að nokkru leyti leyst af hólmi af loðhúfum og týrolahöttum, þannig að stúlkur eru nú van- ari því að ganga með höfuðföt og bersýnilega kunna þær því VeUfi;. vv .„TiBiíi 1ÍS3Í.Á .1 Þá hafa tízkuskólarnir haft sitt að segja með því að hvetja stúlkur eindregið til að fá sér hatt eða húfu og segja þeim að án þess séu þær ekki nema hálfklæddar. Og síðast en ekki sízt er það sjálf hattatízkan. Hinir háu herrar í París skipuðu svo fyrir á s. 1. vetri, að í vor og sumar skyldu hattarnir vera með kúlu eða, bjöllusniði og börðum, ým- ist litlum eða stórum. Kúlu- hattarnir með litlu börðunum hafa farið sigurför um allan heim og verið sérlega vel tekið af upgu stúlkunum — einnig hér á Islandi. Afgreiðslustúlkur I verzlun- um, sem selja hatta, hafa tjáð okkur að hver hattasendingin af annarri renni út eins og heit- ar lummur og að fyrst og fremst séu það ungar stúlkur, sem þessa hatta kaupi. Hattarnir eru yfirleitt úr hentugum og léttum efnum, t. d. terreiyne og verðinu er í hóf stillt — miðað við hatta- verð yfirleitt — meðalverð mun vera 300—400 krónur. Farið gætilega svo oð jb/ð fái<5 ekki sólarexem Þegar sólin skín i ailri sinni dýrð, er ekkert eins freistandi og að leggjast út á grasið eða svalirnar og Iáta sólina baka sig. Og til þess að sjá sem skjót astan árangur, Iiggjum við eins Iengi og nokkur sólargiæta skín. Þegar við svo komum inn um kvöldið, erum við orðnar rauð- ar eins og karfar. En er þetta þá skynsamlegt? Nei, alls ekki í öllum tilfell- um .Húðin hefur ekki gott af því, sérstaklega ekki ef maður er kominn yfir þrítugt og alls ekki ef maður á vanda til að fá sólarexem. Það getur komið skyndilega þegar maður er kom inn á þennan aldur, jafnvel þótt maður hafi hingað til getað boð ið húðinni mikið. Sólarexem byrjar kannski með kláðablettum á handabök- unum og verður síðan aldrei meira — kannski breiðir það sig upp eftir handleggjunum og yf- ir andlitið næsta siímar. Ef þetta á sér stað, verður að fara gætilega — stig af stigi. Þegar við leggjumst í sólbað, verðum við að vera stutta stund fyrst og lengja tímann smátt og smátt — húðin verður að venjast geislunum, alveg eins og þegar við tökum ljósböð. Það er ágætt að taka handa- vinnu með sér út, þvf að þá er maður alltaf á einhverri hreyf- ingu og sólin skín ekki alltaf nákvæmlega á sama punktinn. Á þennan hátt verður enginn brúnn á mettíma — en liturinn kemur. Og þetta er tilvinnandi, ef hætta er á exemi, þvf að það er allt annað en skemmtilegt. Fari nú að bera á sólarexemi, þrátt fyrir allar varúðarráðstaf- anir, hafa læknar yfir að ráða áburðum og öðrum Jyfjum, sem fjarlægja sólarexemið, að minnsta kosti í bili. En munið, að í öllum tilfell- um hefur húðin bezt af því að gengið sé hægt til verks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.