Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 9
9 VISIR . Þriðjudagur 11. júní 1963. Rætt við Pál Kr. Pálsson IMargt er merkilegt í Hafnarf irði. Ekki sízt orgelið í kirkjunni. Það er einstakt í sinni röð, Iekki aðeins á íslandi, heldur í heiminum. Ekk- ert annað orgel er til ná- kvæmlega eins og það. * Enda var það smíðað sér | staklega eftir fyrirmæl- um Páls Kr. Pálssonar. Hann vissi hvað hann vildi. Og fékk það. Hann býr 1 litlu húsi á Norð- urbraut 15 við hliðina á álfa- kletti. A. m. k. ættu að búa þarna álfar, ef þeir kunna gott □ □□□□□□□□□ hægt s*é að magna hljóminn eða deyfa hann, eftir því sem þörf gerist. Synd að vera ekki aftur orðin tíu ára! Enginn, sem kominn er yfir þann aldur, getur fyllilega metið svona töfragrip. „Ekkert annað orgel í heim- inum er þessu líkt“, segir Páll með föðurlegu stolti og horfir ljómandi augum á óskabarnið. „Allur útbúnaðurinn er fyrsta flokks, enda var ekkert til spar- að að gera það sem fullkomn- ast úr garði. Það var byggt sér- staklega fyrir þessa kirkju og gert eins stórt og mögulegt var, en þó er það ekki of mikið að hljómmagni. Gamla orgelið var 7 radda, en þetta 30“. „Er það kannske stærsta org- el á landinu?" „Nei, það stærsta er í Akur- eyrarkirkju — 45 radda. í Frí- kirkjuorgelinu voru áður 32 Páll við orgelið. „Músíkin er veigamikill líís“ að meta, því að kletturinn er alveg eins og gerður fyrir álfa- byggð. Páll Kr. Pálsson er aðaldrif- fjöðrin f tónlistarlífi Hafnar- fjarðar. Eða við skulum segja ein af aðaldriffjöðrunum, svo að hann rjúki ekki upp til handa og fóta að mótmæla. Hánn er ákaflega lítillátur maður og vill sem minnst um sjálfan sig tala. „Blessuð farðu ekki að minn- ast á krakkana“, segir hann, þegar ég spyr um aldur tveggja fjörlegra drengja, sem skoppa fram og aftur um ganginn og leika sér af kappi. „Ekkert um mig persónulega, bara músík- ina. Ég er fús til að rabba við þig um tónlistarmálin, en það skiptir ekki máli, hvaða flibba- númer ég nota og svoleiðis nokkuð“. „Eða hvað þú borðar f morg- unverð,- eins og frægir menn eru spurðir um f útlöndum?" „Nei, uss, ekkert slíkt“. Hann er likari bónda f útliti en tónlistarmanni. Lítill og snaggaralegur, rauðbirkinn og burstaklipptur. Þegar hann lft- ur ástúðlega á orgelið sitt og strýkur hendinni yfir nótna- borðið, er eins og hann sé að gæla við eftirlætisreiðhest- inn sinn. Og orgelið finnur á- reiðanlega, hvað honum þykir vænt um það. Hljóðfæri eru allt annað en dauðir hlutir. 2210 pípur. Við örkum niður í kirkju til að skoða listasmfðina. Þama blasir hún við alveg eins og galdraverk, fullt herbergi af pípum — þær eru tvö þúsund tvö hundruð og tíu talsins — skápar, sem opnast og lokast, þegar stutt er á takka, svo að raddir, en þeim var fækkað. Ég held, að þetta sé næst- stærsta orgel á íslandi". „Og hvað gerir það frá- brugðið öðrum orgelum?" „Það sameinar brezk og þýzk einkenni, svo að hægt er að spila á það jafnt þýzka sem brezka orgelmúsík, en brezk orgel eru svo ólfk öllum öðrum að byggingu, að það er ómögu- legt að spila brezka nútíma- orgeltónlist á t. d. þýzk hljóð- færi. Þetta orgel er að vísu smíðað f Þýzkalandi, en það er algerlega gert eftir minni fyrirsögn, spilaborðið er allt öðruvfsi en tiðkast hjá Þjóð- verjum, pedalinn einnig og margt fleira — bæði raddvalið og ýmis hjálpargögn. Samt er það ekki brezkt nema að sumu leyti. Ég var svo heppinn að fá alveg sjálfdæmi f þessu, svo að ég gat sagt nákvæmlega fyrir um hvern einasta hlut“. Óþrjótandi möguleikar. „Og þú ert ánægður nieð ár- angurinn?“ „Já, sannarlega. Möguleik- arnir í þessari raddasamsteypu eru þvínær óþrjótandi, og það er hægt að fá fram ótrúlegustu blæbrigði. Sumt er ekta brezkt, annað þýzkt, og það fer vel saman. Það er þýðingarmikið að gæta þess, þegar raddirnar eru valdar, að hverjar tvær raddir geti hljómað vel saman. Þú sérð þessar mörgu pípur, allt frá minnstu blýöntum upp f ferstrenda strokka átta fet á hæð; þeim þarf líka að raða fiftrru»>iOíi tigjQf íjn saman eftir vissum reglum. Pedalinn er geislamyndaður og boginn — það er hægara að spila á hann, þegar hann er ekki mjög breiður. Málmpípur og tréstrokkar gefa sitthvert hljóðið. Sjáðu, svo stendur orgelið á hreyfanlegum palli. Þegar haldnir eru orgeltónleik- ar, rúllum við því til og höfum það fyrir miðju, en þegar kór- inn syngur, stendur það hér til hliðar. Og hérna ...“ Hann ýtir á hvern takkann af öðrum, og tónblærinn tekur sf- felldum breytingum. Stundum verður hljómmagnið gífurlegt, stundum getur mannseyrað naumast greint tónana. „Ég skal láta þig heyra eitt- hvað eftir Hubert Parry“, segir Páll og sækir nótnabók inn í herbergið á bak við. „Hann er eiginlega faðir brezkrar nútfma- orgeltónlistar. Og hann not- færir sér út f yztu æsar mögu- leikana, sem brezk orgel hafa yfir að ráða. Mikill hávaða- maður, Parry“. Tónarnir flæða yfir auða kirkjuna með áhrifamiklu veldi Alltaf er einhver hátfðleikablær á orgeltónlist, jafnvel þótt hún sé ekki trúarlegs eðlis. Það er erfitt að hugsa sér guðsþjón- ustu án orgels — meira að segja lítið harmóníum getur skapað kirkjulega stemmningu. „Margt af þessu væri ekki hægt að spila á þýzkt orgel“, segir Páll, þegar verkinu er lokið. „Síðan á dögum Parrys laust fyrir aldamót hefur brezk orgeltónlist þróazt í sérstaka átt. Við hér miðum allt við Þýzkaland, en Bretar eiga marga mjög færa tónlistarmenn og afar merkileg tónskáld, t. d. Sir William Walton, sem má telja arftaka Vaughan Williams og líklega mesta tónskáld Bret- lands nú á dögurn". Kynnti Buxtehude í Bretlandi. „Þú lagðir sérstaka stund á brezka orgeltónlist, var það ekki?“ „Jú, og fannst hún ekki nærri eins léleg og látið er f veðri vaka. í alvöru talað fannst mér margt mjög interessant í henni, og ég hef mikla ánægju af að spila hana“. „Þú lærðir í Bretlandi?" „Já, ég var upp undir þrjú ár við Edinborgarháskólann sem óreglulegur nemandi í tónsmfð- um, söng- og hljómsveitar- stjóm. Á orgel lærði ég hjá dómorganistanum í Edinborgar- Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.